Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 GUÐMUNDUR KRISTINN ÍSAKSSON frá Fífuhvammi er látinn. Systkini hins látna. Móöir okkar, t SIGRÚN JÓNASDÓTTIR, Eskihlíð 12A, lést í Landakotsspítala að morgni 28. september. Marinó Jóhannsson, JónasJóhannsson, Sverrir Matthfasson. Faðir okkar, + ÞÓR BENEDIKTSSON verkfrœðingur, Tryggvagötu 4, andaöist i Landspítalanum þann 27. þessa mánaðar. Edda Þórsdóttir, Sif Þórsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, amma og tengdamóðir, ÁGÚSTA MAGNÚSDÓTTIR, Hátúnl 9, Keflavík, lést í Landspítalanum 27. september. Hafsteinn Jónsson, börn, barnabörn og tengdabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðrún G. Johnson, Ólafur Ó. Johnson, Walter Gunnlaugsson, Anna Lfsa Ásgeirsdóttir. Herdís Sigmjóns- dóttir - Minning Fædd 2. maí 1893 Dáin 27. október 1987 Herdís Siguijónsdóttir var fædd 2. maí 1893 að Hamri í Stíflu, dótt- ir hjónanna Soffíu Margrétar Reg- inbaldsdóttur og Sigutjóns Ólafs- sonar bónda þar. Hún fíuttist síðar með foreldrum sínum að Hrepps- endaá í Ólafsfírði. Þar kynntist hún Guðjóni Jónssyni frá Ytri-Gunnólfsá á Kleifum í Ólafsfirði og gengu þau í hjónaband 9. desember 1924. Arið 1962 brugðu þau hjón búi og flutt- ust til Akraness. Herdís lézt í Sjúkrahúsi Akraness hinn 27. októ- ber 1987, á nítugasta og fimmta aldursári. Það mun hafa verið 1968 að ég kynntist Herdísi. Fljótlega tókst vinátta sem hélst allar stundir síðan. Herdís kom mér fyrst fyrir sjónir sem dul kona og lítt mannblendin. En seinna lærðist mér að hún átti trausta og góða vini og að víða hefði hún lagt það lóðið á vogarskál- amar sem dugði til að koma góðum málum í höfn. Um þetta leyti var ég við nám í Reykjavík. Og það er áreiðanlega engin tilviljun þegar ég svo mörgum árum síðar lít yfir far- inn veg að efst í huga mér eru þeir tveir einstaklingar sem öðrum fremur hvöttu mig til dáða, Herdís Siguijónsdóttir og Baldur Jónsson, rektor Kennaraskóla íslands. Þau em nú bæði gengin, hann langt um aldur fram. En aðalsmerki þeirra, annars vegar góðvildin og vinar- þelið og hins vegar takmarkalaus eftirsókn eftir því að hafa einungis það uppi í Weiju máli sem sannast var og réttast, mun lifa. Þau Herdís og Guðjón eignuðust eina dóttur sem er Marselía Sigur- borg. Hún er gift Þórði Guðjóns- syni, skipstjóra og útgerðarmanni á Akranesi. Engum ætti það að vera betur kunnugt en undirrituðum hversu mjög Herdís var þeim hjónum þakk- lát fyrir alla þeirra umhyggju og ræktarsemi allt frá árinu 1962 og fyrr og þá ekki síður við fráfall Guðjóns 16. október 1964. Þessi grein væri ómerk ef þess væri ekki getið að ég hygg að vart hafi sá dagur upprunnið eða sól til viðar gengið að Herdís lofaði ekki skap- ara sinn fyrir að hafa gefíð sér þessa einu dóttur, Marselíu. Hún vissi sem var að ekki var það fjöldi bama sem mestu máli skipti heldur drengskapur og gjörvuleiki þeirra fáu þegar á reyndi. Þórð, tengdason sinn, virti hún ekki að síður. Enda mátti hún það því það er mála sann- ast að þar fer saman reisn og höfð- ingslund. Uppeldissonur Herdísar, Gísli Þór Þorbergsson, kom til hennar nær þriggja vetra. Alla tíð fylgdist Herdís grannt með framgangi hans og velferð og samgladdist honum við hvem áfanga á vegferðinni. Hann býr í Reykjavík og er kvænt- ur Margréti Bogadóttur. Gísli virti jafnan fóstm sína í verki með heim- sóknum og við önnur tækifæri. Haildór Kiljan Laxnes skrifaði þá ágætu bók „í túninu heima“. í þessari bók minnist hann ömmu sinnar, Guðnýjar Klængsdóttur, sem ásamt og með móður hans hafði meiri áhrif á skáldið en nokk- urt annað sýnilegt afl í þessari ver- öld. Glöggt má sjá hversu Halldóri em minningar þessar kærar og helgar. Og svo er orðsins snilld mikil sem viðfangsefnið er torsótt og örðugt. Lýsing Halldórs á þess- ari gömlu konu, virðing hans tak- markalaus og algjör fyrir henni, ásamt og með því óleysanlega verk- efni að festa minningabrot þessi á blað hefur oft verið mér hugstæð. Þráfaldlega sé ég fyrir sjónum mér Herdísi Siguijónsdóttur þar sem er Guðný Klængsdóttir. Því auðskild- ara ætti að vera hve fátækleg þau em minningabrotin sem hér birtast. Herdís var orðheppin svo af bar. Hún innileiddi svör sín og athuga- semdir svo hnyttilega að engum gat dulist meining hennar. Æðmr og t Ástkær sonur okkar, INGÓLFUR HELGASON, Birkihlíð 20, Vestmannaeyjum, sem andaöist 24. september, veröur jarðsunginn frá Landakirkju, föstudaginn 30. september kl. 11.00 f.h. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Árný Jónsdóttir, Helgl Gestsson. t Útför systur okkar, INGIBJARGAR DAGSDÓTTUR, Austurvegi 34, Selfossi, er andaðist 26. september, fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 30. september kl. 13.30. Jarðsett verður frá Gaulverjabæjarkirkju kl. 15.00. Dagur Dagsson, Bjarni Dagsson, Erlingur Dagsson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EIRÍKS GUÐLAUGSSONAR, Silfurteigi 5, verður gerð frá Laugarneskirkju, föstudaginn 30. september kl. 13.30. Liv Jóhannsdóttir, Guðlaug Eiríksdóttir, Pótur Elfasson, . Hanna Eiriksdóttir, Edgar Guðmundsson, Katrín Eiríksdóttir, Helgi Karlsson, Jóhann Grétar Eirfksson, Þórey Jónmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Hallfreður Ingi Hreinsson Fæddur 6. desember 1966 Dáinn 18. september 1988 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn iátna er sefur hér hinn síðsta blund. Kallið er komið, hver átti von á því að það kæmi svo snemma, elsku drengurinn okkar sem var rétt að byija lífíð. Þó er svo margs að minn- ast, svo margs að sakna, svó margs sem við hefðum viljað að færi öðru- vísi. Ingi eins og hann var jafnan kallaður hafði svo mikið að gefa og miðla öðrum, hann sem ávallt var svo tillitssamur við aðra, en krafðist svo lítils sjálfur. Ingi var elskaður af öllum sem hann þekktu, en þó einkum af sínum nánustu. Hann var mjög bamgóður og hafði yndi af bömum, einkum naut litla systir hans þess, því það var ekkert til sem hann vildi ekki gera fyrir hana. Ingi okkar var frekar dulur og einrænn en þó átti hann marga og góða vini og skilur eftir sig skarð í stómm hópi. Okkur ijölskyldu sinni var hann góður sonur og bróð- ir. Við munum alltaf minnast tillits- semi hans og góðvilja, fórnfysi og ástúðar. Moður sinni var hann sá sonurinn sem stóð henni næst hjarta, bræðmm sínum sá bróðirinn sem þeir unnu mest og treystu mest á, litlu systur sinni var hann besti bróðirinn, leikfélaginn og vin- urinn. Ekkert getur fyllt það stóra skarð sem hann skilur eftir sig. Það er svo sárt að viðurkenna að hann skuli ekki geta verið lengur með okkur, hann sem var svo ungur og átti svo mikið eftir, að við héldum. En kallið er komið hversu sárt sem við eigum með að taka því. Vegir guðs em órannsakanlegir og við trúum því að hann hafi ein- hvem tilgang með því að taka hann til sín svo snemma. Okkur, sem syrgjum hann, hefur hann kennt svo margt á sinni stuttu ævi og miðlað okkur af kærleik sínum og ástúð. Við þökkum fyrir allar stund- ir sem við fengum að vera með honum, þó við hefðum svo gjaman viljað hafa þær fleiri. Við vitum að vel verður tekið á móti elsku drengnum okkar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Guð geymi elsku drenginn okkar. Móðir, systkini og mágkonur. viðkvæmnisvafningar vom henni lítt að skapi og sennilega mest fyr- ir þá sök hversu mikil tilfinninga- manneskja hún var sjálf. En henni hafði lærst að stilla skap sitt og í samskiptum sínum við annað fólk var hún alltaf veitandi, aldrei þiggj- andi. Herdís hafði mikla unun af lestri góðra bóka og því má nærri geta að dagarnir hafí lengst eftir að hún gat ekki lengur lesið sökum sjón- depm. Um það hafði hún ekki önn- ur orð en að skaparinn hefði tekið frá sér sjónina til þess að sýna henni hve mikið hann hefði gefíð henni. A þessum dögum minnist ég þess að hún bað mig eitt sinn að fletta einhveiju lítilræði upp fyrir sig. Sem ég tók við bókinni féllu úr henni nokkur blöð á gólfíð hvar á vom skrifaðar alskapaðar vísur. Dauft vantrúarbros vitjaði hennar þegar hún heyrði kveðskapinn og bað hún mig að sópa þessu msli saman og setja það á sinn stað. Ekki var nú meira látið með þá iðju. Að litlu væm þessar línur skrif- aðar ef í engu væri minnst þeirrar einstöku dulargáfu sem Herdís var gædd. Hún var fjölbreytilegri en svo að undirritaður ætli sér þá dul að geta skýrt hana út. Hér skulu ein- ungis tilfærðir einstakir hæfíleikar til að segja fyrir um óorðna hluti. Engum hef ég kynnst með jafn óskoraða hæfíleika, jafn mikla af- burða gáfu. Eri í þessu efni tapaði Herdís ekki áttum, en leit á þetta sem Guðs gjöf ekki ómerkari öðrum af hans hendi. Tilgerðarleysi hennar var algert hvað þetta snerti. Hún sagðist ekki taka þetta af sjálfri sér og sér hefði þetta aðeins verið lán- að öðmm til handa. En það veit ég að þetta lifandi afl, sívirkt og eilíft, flokkaði hún aldrei undir þjóðfræði! Um leið og beðist er velvirðingar á því hversu það hefur dregist úr hömlu fyrir mér að minnast Herdís- ar langar mig að lokum til að kveðja hana með þeirri kveðju sem mér fínnst fegurst rituð hafa verið á íslenzka tungu, kveðju Guðnýjar Klængsdóttur þá eina sem hún átti eftir til handa þeim sem langferð áttu fyrir höndum og þeirri kveðju sem ætíð var bundin þeirri fullvissu að ferill sem lokast er um leið upp- haf nýs: „Famist þér nú vel.“ Guðni Björgólfsson, kennari. Erfitt er okkur ungu fólki að skilja lífíð þegar helkaldur raun- vemleiki blasir við; góður vinur dáinn. Við skiljum ekki tilganginn, en ef til vill er það af sjálfselsku, því missirinn er, að okkur fínnst, óbætanlegur. Ein leið til styrks á sorgarstundu er að leita í fleyg huggunarorð, án þess þó að skilja þau til fulls, að „þeir sem guðimir elska deyja ungir". Allt sem við hefðum viljað segja og gera, eftir löng og góð kynni, verður að hljóðlátri bæn um að vin- ur okkar fái góða heimkomu, enda hefur hann vissulega til þess unnið með góðri og flekklausri framkomu. Innilegar samúðarkveðjur send- um við fjölskyldu Hallfreðs Inga. Blessuð sé mjnning góðs vinar. Benni, Úlli, Óskar, Hall- dór, Páll, Þury og Kristinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.