Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 taóm FOLX KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD Lee Nober í banni gegn Tindastoli Keppni í úrvalsdeild hefst á sunnudaginn. Haukarog Njarðvík sitja hjá ■ JUVENTUS hefur gert allt vitlaust við kaup og sölur á leik- mönnum. Mikil óreiða hefur virst á viðskiptum félagsins, til dæmis þeg- ar allir áttu von á Brynja að Laudrup færi, Tomer Var Rush seldur tií Ttaliu^ Englands en Laudrup sagt að vera kyrr. Nú herma heimildir að Laudrup verði seldur til Eind- hoven og í staðinn verði keyptur þýski landsliðsmaðurinn Jiirgen Klinsmann, 24 ára leikmaður Stuttgart. Klinsmann yrði að sögn fróðra besti maðurinn í sókn Juve við hlið Altobellis. ■ JUVENTUS hefur einnig áhuga á Lorenzo Marronaro ung- um leikmanni Bologna sem á síðasta ári vann sig upp í 1. deild- ina. Bologna-menn eru þrjóskir og heimta í staðinn Alessio að láni og Bonini í sléttum skiptum. Bonini hefur leikið í sjö ár með Juventus og er með sterkari leikmönnum liðs- ins. ÞJÁLFARI Keflvíkinga, Lee Nober, mun ekki stjórna liði sínu í fyrsta leik úrvalsdeild- arinnar í körfuknattleik. Hann var dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KKÍ og þarf þvf aö fylgjast með leiknum úr áhorfendastúku. Ileik ÍBK og Hauka í Reykja- nesmótinu gekk Nober inn á völlinn og lét ýmis vafasöm orð falla um dómgæslu Sigurðar Vals Halldórssonar. Fyrir það fékk hann brottvísun og samkvæmt reglum KKÍ hefur það í for með sér eins leiks bann. Jón Kr. Gíslason og félagar í ÍBK leika án þjálfara í fyrsta leik sínum í deildinni. Keppni í úrvalsdeildinni hefst á sunnudaginn og eru þá fjórir leik- ir á dagskrá. ÍBK tekur á móti Tindastóli kl. 16, Valsmenn mæta Stúdentum að Hlíðarenda kl. 20 og á sama tíma leika KR og ÍR í Hagaskóla og Grindavík og Þór í Grindavík. íslandsmeistaramir, Haukar, sitja hjá í fyrstu umferð og sömu sögu er að segja af bikarmeistur- unum, Njarðvíkingum. Leikið er í tveimur riðlum og hefur fyrir- komulagi deildarinnar verið breytt töluvert og leikjum fjölgað. Flautað til leiksloka! Morgunblaðiö/Einar Falur Tveir af reyndari knattspymudómurum landsins dæmdu síðustu leiki sína í,l. deild um helgina. Það voru Eysteinn Guðmundsson og Baldur Scheving. A efri myndinni tekur Baldur Scheving við blómvendi frá Geir Þorsteins- syni, formanni mótanefndar KSÍ á leik KR og Þórs. Á neðri myndinni er Eysteinn Guðmundsson með fangið fullt af blómum á Laugardalsvellin- um þar sem hann dæmdi leik Fram og ÍA. DOMARAMAL Dómarar eiga að fá laun Nú þegar knattspymutímabil- inu er lokið, er ekki úr vegi að líta til baka og skoða aðeins dómaramálin. Oft heyrast þær raddir í lok hvers tímabils, að þetta hafi verið gott sumar hjá dómumm. Það á örugglega að sýna góða vinnu hjá forystunni. En hvemig var þetta í sumar? Ætli allir séu ánægðir? Kannski dómaraforystan, en ég held að óhætt sé að segja að dómaramir em ekki allir ánægðir. Að sjálf- sögðu em þó til dómarar sem em sáttir við sína frammistöðu í sum- ar. En hvers vegna ætli sumir dómarar séu óhressir með suma- rið? Síðastliðið vor var ákveðið að 20 dómarar dæmdu í 1. og 2 deild. En einhvem veginn tókst dómaranefndinni að klúðra niður- röðuninni. Dómarar lentu oft í því að dæma hjá sömu liðunun leik eftir leik, en þetta hefur verið vandamál dómaranefndarinnar undanfarin ár. Það versta við nið- urröðunina í sumar er þó hve langt leið á milli leikja. Það var algengt að það liðu 3-4 vikur á milli leikja hjá sumum dómumm. Það liggur í augum uppi að dómarar komast ekki í nægilega leikæfingu með slíku fyrirkomulagi. En hvað er hægt að gera til þess að bæta ástandið? Að mínu mati þarf að fækka þeim dómur- um sem dæma í 1. og 2. deild. Búa þarf til góðan hóp, sem er tilbúinn til þess að starfa á fullu allt leiktímabilið. En það þarf að gera meira. Það á að greiða dóm- umm laun fyrir starf sitt. íslensk- ir dómarar em þeir einu í heimin- um, sem ekki fá greitt fyrir dóm- gæsluna. Hér er ekki verið að tala um háar upphæðir. Þegar minnst er á þetta, kemur alltaf upp sú afstaða hjá sumum for- ystumanna knattspymuliðanna, að þeir fái ekki greitt fyrir sín störf í þágu félaganna. Því ættu dómarar þá að fá borgun. Málið er þó ekki svo einfalt að mínu mati. Ég álít að þjálfarar, leikmenn og dómarar séu allir í sama hópi. Allir vita að þjálfarar fá greitt. Það má víst ekki minn- ast á leikmennina í þessu sam- bandi, þó að það sé opinbert leynd- armál að þeim sé „hjálpað" á ýmsan hátt. Það er ömggt að peningar gera dómara ekki að góðum dómumm. Eitt er þó víst að við myndum fá áhugasamari dómara, sem gerðu allt til þess að halda sér í þessum hópi, og þeir myndu skila betra starfi fyrir bragðið. Er það ekki það sem all- ir vilja? Að lokum langar mig til að ræða eitt atriði. Ársþing Knatt- spymusambands íslands verður haldið í desember. Undanfarin ársþing hefur lítið verið rætt um dómaramál. Ég hef tekið eftir því að knattspymuforystan talar mik- ið um útkomu liðins keppnistíma- bils, og er þá oft minnst á dómara- vandamál. En þegar til ársþings- ins er komið, er ekki rætt um þessi mál nema þá kannski á nei- kvæðan hátt. Því skora ég á kom- andi þingfulltrúa, að bretta upp ermamar á ársþinginu og taka dómaramálin föstum tökum. Það er öllum til góðs. Með dómarakveðju Guðmundur Haraldsson Tórínó vill selja Edu ogSkoro Tórínó keypti þrjá erlenda leik- menn í sumar, en vill nú selja tvo þeirra. De Finis fram- kvæmdastjóri liðsins flaug til Lissabon í fyrradag til að ganga frá sölu á leikmönnunum sem fyrst. Morgunblaðiðerfyrst með þessa frétt, því mikil leynd hvílir yfir málinu, sem er afar viðkvæmt fyrir viðkomandi að- ila, og enginn ítalskur fjölmiðill hefur enn verið með frétt um þessa óvæntu sölu á brasilíska landsliðsmanninum Edu og hinum júgóslavneska Skoro. Líklegt er að Tórínó reyni að fá Douglas í staðinn. „Ég geri allt vitlaust ef af þess- ari sölu verður," sagði Edu í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Tórínó hefur komið illa fram við mig og Skoro, félagið hefur ekki staðið við samningana sem voru gerðir við okkur. Hvorugur okkur lætur bjóða sér að félag skrifi undir ákveðna hluti og standi sfðan ekki við þá. Þess vegna höfum við kvartað við framkvæmdastjóra og höfum einnig kvartað undan Gigi Radice, þjálf- ara, sem er engan veginn starfí sínu vaxinn. Með þessu höfum við skap- að okkur óvinsældir innan félags- ins, þar sem menn eru vanir því að leikmenn sætti sig við hvað sem er og þakki fyrir að fá að leika með liðinu.“ Edu segir að meðal annars hafi Tórínó samið um að hann fengi Lancia Thema-bifreið, sem yrði skráð á hann sjálfan en ekki félag- ið. „Eftir mikla bið og endalausar kvartanir fékk ég gamla Lancia- bifreið sem félagið á. Mér var lofað húsnæði um 100 metrum frá Mull- er, vini mínum og félaga í brasilíska landsliðinu, en eftir þriggja mánaða dvöl á Ítalíu fann ég loks húsnæði í hinum enda borgarinnar á eigin vegum. Konan mín var komin til Ítalíu með þriggja mánaða son okk- ar og við þurftum að hafast við á hótelherbergi í langan tíma, sem er óviðunandi fyrir fólk með ung- bam. Þá var samið um að ég fengi greidd laun daginn sem ég kæmi til Ítalíu, en ég mátti bíða í mánuð áður en hinum háu herrum félags- ins þóknaðist að greiða mér. Svona hefur allt verið hjá Tórínó og nú þegar ég er búinn að koma mér og fjölskyldu minni fyrir stendur til að selja mig áður en deildarkeppnin hefst. Þetta er ein vitleysa frá upp- hafi til enda." Edu segir ennfremur að sam- skipti hans við þjálfarann hafi frá upphafi verið afar stirð. „Radice horfir ekki á gæði leikmanna heldur lætur hann þá leika sem honum líkar vel við. Sá sem er ekki í náð- inni má láta sér það lynda að sitja á bekknum mest allan leiktímann. Hugsunarháttur þjálfarans og leik- mannanna sem eru í náðinni hjá honum er furðulegur. Menn fara út á völlinn með jafntefli sem tak- mark. Það er enginn kraftur í þess- um mönnum, og ég er vanur því að leika til að vinna, ekki til að jafna. Margir leikmenn liðsins eru á lágu plani tæknilega séð og kæm- ust varla inn í 4. deildar lið í Bras- ilíu, en það er eins og þjálfarinn ráði öllum hlutum hjá Tórínó," sagði Edu bitur. HAPPDRÆTTI 5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno Dregið 7. október Heildarverómœti vinninga 21,5 milljón. /j/tt/r/mark ■Jé-f >3 J-4&-E-2 4if-P 3 3 t-ÍJl t\f l( - b iri 1 1 .ilón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.