Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 33 Útgefandi tttftfftfelfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Refsiskattur á ráðdeild Viðvarandi innlendur pen- ingaspamaður getur skipt sköpum í baráttunni gegn helztu meinsemdum í efnahagsbúskap okkar: verðbólgu, viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Með peningaspamaði eykur fólk eigið öryggi. Samkvæmt heimildum frá Samtökum spari- Qáreigenda er spáriQáreign ein- staklinga rúmlega 60% af innlán- um bankastofnana. Aætlaður spamaðarhlutur einstaklinga í verðbréfum er svipaður. Hér er um að ræða spamað tugþúsunda fólks á öllum aldri, m.a. fólks sem lagt hefur fyrir fé til efri ára. Þetta hlutfall almenns spamaðar myndi hækka verulega, ef lífeyr- iSsjóðir væm meðtaldir. Þetta fólk hefur frestað eyðslu og lagt fyrir ljármuni í góðri trú á fyrir- heit ríkisvaldsins og innláns- stofnana um verðtryggingu spariijár og jákvæða vexti. Spamaður þessa fólks vinnur gegn þenslu og þar með verð- bólgu, sem ekki er vanþörf á; dregur úr þjóðareyðslu, sem er langt umfram þjóðartekjur; og gerir atvinnulífið og ríkisbúskap- inn síður háða erlendu lánsfjár- magni, en um fimmtungur út- flutningstekna flytzt úr landi sem afborganir og vextir er- lendra skulda. Oft var þörf en nú er nauðsyn að efla almennan spamað. í því efni þurfa landsfeður að ganga á undan með góðu eftirdæmi í ríkisbúskapnum. Opinber og al- mennur spamaður stuðlar að traustari efnahagsbús.kap, sem er forsenda framfara og velferð- ar í samfélaginu. Það vekur hinsvegar ugg í bijósti sparenda að stjómmála- menn, ekki sízt þeir sem standa að nýrri ríkisstjóm, hafa verið ósparir á yfirlýsingar, bæði á sviði vaxta- og skattamála, sem margar hveijar hafa beinst gegn hagsmunum sparenda. Þessir stjómmálamenn hafa boðað milljarða króna „millifærzlur", sem þeir ætla sér að hluta til að sækja til spariQáreigenda — en að öðru leyti með almennri skatt- heimtu - og flytja til í þjóðarbú- skapnum, eftir gamalkunnum leiðum miðstýringar og skömmt- unar. Slík millifærzla fjármuna stuðlar að mismunun fyrirtækja og atvinnugreina. Hún tryggir ekki rekstrargrundvöli fyrir- tækja, treystir ekki stöðu þeirra til frambúðar, skyggir aðeins vandann til skamms tíma. Pólitísk úthlutun almannafyár, þar sem „flokksgleraugu" ráða ferð, á hvorki rætur í hyggindum né heiðarleika. Miilifærsla af þessu tagi dregur dám af dulbú- inni gengislækkun — og marg- földu gengi. Hún er spor áratugi aftur í tímann. Það kemur engum á óvart, í ljósi hótana stjómmálamanna, sem standa að nýrri ríkisstjóm, um refsiskatt á ráðdeild, að stofnuð hafa verið Samtök spari- fjáreigenda á íslandi til vamar hagsmunum þeirra. Ólafur Ragnar Grímssson var ekki sezt- ur í stól fjármálaráðherra þegar hann kunngerir, að hann muni beita sér fyrir því að „sækja fjár- magn í stómm stíl til fjármagns- eigenda í þessu landi". Þær tug- þúsundir, sem eiga bróðurpart- inn af peningaspamaði í landinu, vita nú hvað til þeirra friðar heyr- ir. Samtökin efna til almenns borgarafundar á Hótel íslandi næstkomandi laugardag. Innlendur peningaspamaður hmndi hér á landi á áttunda ára- tugnum og fyrstu ámm þess níunda, þegar sparifé fólks brann til ösku á verðbólgubálinu, á neikvæðum vöxtum og óverð- tryggt. Verst var ástandið að þessu leyti á árabilinu 1978-1983 þegar flokkur hins nýja fjármála- ráðherra axlaði stjómarábyrgð í landinu. Afleiðingin varð inn- lendur lánsfjárskortur. Atvinnu- vegir og ríkisbúskapur rém á erlend skuldamið. Á tímabili gekk fjórða hver króna af út- flutningstekjum í vexti og af- borganir af erlendum lánum — fram hjá skiptum á þjóðarskút- unni. Þetta hlutfall hefur lækkað lítillega, meðal annars fyrir til- stilli innlends peningaspamaðar síðustu árin. Yfírlýsingar stjómmálamanna standa til þess að ný ríkisstjóm höggvi senn að rótum almennrar ráðdeildar og peningaspamaðar í landinu. Það væri meir en mis- ráðið. Gæti stuðlað að peninga- streymi úr innlánsstofnunum og stóraukinni almennri eyðslu. Vonandi hafa hin gætnari öfl í stjórnarliðinu taumhald að offör- um að þessu leyti. Hugmyndir hafa verið settar fram um „þak“ á íjármagnstekj- ur, þann veg, að tekjur að vissu marki verði skattfijálsar. Þetta er leið sem huga má að, einkum ef verðbólga næst niður á sama stig og hún er í he'ztu viðskipta- og samkeppnisríkjum. Mergurinn málsins er að auka innlendan peningaspamað og ná niður verðbólgu. Eins og staðan er í efnahagsbúskap þjóðarinnar stendur brýn þörf til þess að all- ir spari — allstaðar. BLAÐAMANNAFUNDUR FORMANNA STJÓRNARFLOKKANNA Engin ákvörðun tekin um álmálið innan ríkisstjómar „ÞAÐ LEYNIST víða sprengihætta, en ég er sannfærður að okkur tekst að sneiða fram hjá því,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, er hann var spurður um hvort hin nýja ríkis- sfjórn hans gæti sprungið vegna deilna um afstöðu til nýs álvers í Straumsvík, á blaðamannafúndi ríkisstjómarinnar í gær. Ólafur Ragnar Grimsson, fíármálaráðherra, sagðist tejja að veruleg þenslu- og verðbólguhætta stafaði af byggingu nýs álvers og því væri óskynsamlegt að ráðast í slíkar framkvæmdir næstu árin. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sagði að ríkisstjómin hefði ekki tekið afstöðu til málsins, enda lægju niðurstöður úr hagkvæmniskönnun ekki fyrir. Jón Baldvin sagði að það yrði ekki tekin fyrirfram afstaða til ál- vers í Straumsvík og að ekki væri ástæða til að taka það mál inn í stjómarsáttmála fremur en olíu- boranir í Skjálfanda. Steingrímur sagði að álmálsins væri ekki getið í stjómarsáttmálanum vegna þess að athugun færi nú fram og menn gætu ekki tekið afstöðu til þessa máls áður en staðreyndir þess lægju fyrir. Hann sagðist ekki ótt- ast það að stjómarþingmenn myndu greiða atkvæði með stjóm- arandstöðu um jafn mikilvægt mál, þar sem þá hefði nýr meiri- hluti myndast á Alþingi. Ólafur Ragnar sagðist álíta nú þegar að bygging nýs álvers og virkjana væri afar óskynsamleg á næstu 3-4 árum vegna þenslu- og verðbólguhættu vegna þess. Stjómarandstöðunni í landinu — Sjálfstæðisflokknum og Morgun- blaðinu — myndi ekki takast að valda sundmngu innan stjómar- innar um þetta mál. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun ekki hafa verið gert neitt leynisamkomulag um álmálið innan ríkisstjómarinnar. Ákveðið hafí verið að minnast ekki á það mál í stjómarsáttmálanum og leið- um haldið opnum til mismunandi túlkunar. Þannig muni andstæðingar nýs álvers innan Alþýðubandalags telja að flokkurinn hafí enn neitunar- vald í málinu, þó að klausa um það hafí verið felld niður úr stjómar- sáttmálanum að ósk Alþýðuflokks. Yfírlýsingar Steingríms, þar sem hann varar einstaka stjómarþing- menn við að taka höndum saman við stjómarandstöðu í mikilvægum málum, komi í staðinn fyrir það ákvæði. Alþýðuflokks- og Fram- sóknarmenn sem eru jákvæðir gagnvart nýju álveri — svo sem Alþýðuflokksmenn á Reykjanesi og Guðmundur G. Þórarinsson — telja að ríkisstjómin sé nú með. óbundnar hendur í málinu og það sé fyrst og fremst á könnu iðnaðar- ráðherra. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jón Baldvin Hannibalsson tekur við lyklunum að skrifstofu utanrikisráðherra af Steingrími Hermanns- syni. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Viðræður eni hafiiar við Seðla- banka um 3% raunvaxtalækkun Vaxtagróöi skattlagður í „bakfærslu“ til útflutnings- fyrirtækjanna segir Ólafiir Ragnar Grímsson Morgunblaðið/Þorkell Jón Sigurðsson tekur við lyklavöldum í iðnaðaráðuneyti af Friðrik Sophussyni. Á FYRSTA blaðamannafúndi hinnar nýju rikisstjóraar Steingrims Hermannssonar svör- uðu formenn flokkanna þriggja spumingum um e&ahagsaðgerðir stjórnarinnar. Ólafúr Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, sagði að ríkisstjórain hefði nýjar áherslur í skattamálum. Ætlunin væri að skattleggja vaxtagróða og sækja peninga til þeirra sem grætt hefðu á góðæri undanfar- inna ára og „bakfæra" þá til út- flutningsatvinnuveganna. Milli- færsluaðgerðirnar væru aðeins i eitt skipti, á meðan gengið væri inn í nýtt stöðugleikatímabil með 5% verðbólgu. Steingrímur Her- mannsson sagði að gengið hefði verið fellt um 3% til að draga úr umfangi millifærslunnar. Steingrímur fór í upphafi fundar yfír helstu atriðin í stefnuyfírlýsingu og bráðabirgðalögum hinnar nýju ríkisstjómar. Hann sagði að viðræður væru nú þegar hafnar við Seðla- banka og viðskiptabanka um 3% Engin kona meðal ráðherra Alþýðubandalags: Þriðji ráðherrann varð að vera landsbyggðarþingmaður - segir Ólafur Ragnar Grímsson MIKIL óánægja mun vera innan Alþýðubandalagsins vegna þess að kona var ekki valin í eitt af þremur ráðherraembættum flokksins. Ólafiir Ragnar Grímsson var spurður um þetta atriði á blaðamanna- fúndi ríkisstjórnarinnar f gær og sagði hann þar að hann sjálfúr og Svavar Gestsson hefðu verið fyrstu tveir kostirnir og þá hefði verið talið nauðsynlegt að þriðji ráðherrann yrði þingmaður utan af landi. Tvær konur eru í þingliði Alþýðubandalagsins; þær Guðrún Helgadóttir, sem verið hefúr þingmaður Reykvikinga síðan 1979 og Margrét Frímannsdóttir, sem hefúr verið þingmaður Sunnlendinga síðan 1987. Orðrétt sagði Ólafur Ragnar: „Það er alveg rétt að það hefði verið mjög gott að Alþýðubandalag- ið hefði haft fleiri ráðherra í ríkis- stjóm. Við höfðum hins vegar eins og hinir flokkamir þijá ráðherra og það var ákveðið að fyrirrennari minn á formannsstóli ogfyrsti þing- maður flokksins í Reykjavík, Svavar Gestsson, tæki sæti í þessari ríkis- stjóm og ég met það mjög mikils upp á góða samvinnu okkar innan ríkisstjómarinnar og flokksins. Þá lá þetta nokkuð ljóst fyrir — vegna þess að við erum báðir tengd- ir Reykjavík og Reykjaneskjördæmi og það hefur ávallt ríkt sú regla hjá okkur í Alþýðubandalaginu að einn af ráðherrum flokksins að minnsta kosti væri fulltrúi utan af landi. Við höfum ekki getað leyft okkur eins og félagar okkar í Al- þýðuflokknum að vera með alla ráðherrana okkar héma af Suðvest- urhominu. Þá því miður, vegna þessara sjónarmiða, varð niðurstað- an þessi. Hins vegar hef ég þegar gert ákveðnar tillögur innan Al- þýðubandalagsins um forystustöður sem verða skipaðar konum í flokkn- um og við munum kappkosta að sýna í verki miklar breytingar í þá átt.“ Guðrúnu stendur nú til boða að taka við formennsku í þingflokki Alþýðubandalags af Steingrími Sigfússyni. Á þriðjudagskvöld töldu margir Alþýðubandalagsmenn að Ragnar Amalds yrði ráðherraefni flokksins, ásamt þeim Svávari og Ólafi Ragnari, þar sem hann hefði haft sig lítt f frammi í átökum hinna tveggja „arma“ innan flokksins í sambandi við síðasta formannskjör. Ragnar mun hins vegar ekki hafa sótt ráðherratign stíft og lagði Ólaf- ur þá til Steingrím Sigfússon, og þingflokkurinn samþykkti það. raunvaxtalækkun, sem koma ætti til framkvæmda á næstu vikum. Jón Baldvin sagði að óvissuástand í efnahags- og stjómmálum hefði varað of lengi, en nú loksins væri tími athafna runninn upp. Kjaminn í leið hinnar nýju ríkisstjómar væri hröð lækkun verðbólgu og vaxta. Ólafur Ragnar sagði að nú hefði tekist að mynda nýja ríkisstjóm á rúmri viku, sem væri skemmri tími en dæmi væru um í stjómmálasög- unni. Þessi ríkisstjóm fæli í sér veigamiklar stefnubreytingar. í að- gerðum hennar og málefnasamningi væm ráðandi gmndvallarhugmyndir félagshyggju og jafnréttis. Hún ætl- aði að ná þeim árangri með aðgerð- um sínum að ná verðbólgunni niður í 5% á fyrstu mánuðum næsta árs. Ríkisstjómin ætlaði að afla fjár- magns til aðgerða sinna til fíármagn- seigenda, til þeirra sem hefðu haft miklar tekjur af vaxtagróða án þess að borga af því neina skatta á und- anfömum ámm. „Þessi atriði sýna það að þessi nýja ríkisstjóm ætlar sér aðrar áherslur í skattamálum, sem má lýsa best á þann veg að hún ætlar að sækja peningana til þeirra sem fyrst og fremst hafa gert það gott í góðæri undanfarinna ára án þess að leggja sinn réttláta skerf fram til sameiginlegs sjóðs lands- manna." Steingrímur sagði um millifærslu- tillögur ríkisstjómarinnan „í þessum aðgerðum er í raun forðast víðtæka millifærslu og ég vek athygli á því að til að draga úr millifærslu var ákveðið að nýta þá heimild sem Seðlabankinn hafði til að breyta gengi um þijá af hundraði. Milli- færslan er ekki á milli atvinnu- greina. Hún er frá þeim sem á und- anfömum ámm hafa hagnast á því að fjármagnshagnaður hefur ekki verið skattlagður og raungengi hefur verið allt of hátt skráð, þannig að fjármagn hefur færst frá útflutnings- atvinnuvegunum ekki síst til þeirra sem fjármagnið eiga f iandinu." Steingrímur sagði að samkvæmt fyrstu útreikningum væri gert ráð fyrir að samkvæmt aðgerðunum kæmust botnfiskveiðar og vinnsla f heildina litið á núllið. Útgerðin yrði rekin með 3% halla, frystingin með '/2% hagnaði, söltunin með 5,5%, rækjuvinnsla með 0,5% og mjöl- vinnsla með 8,5% hagnaði. Hann sagði að áætlað væri að lánskjaravísitala hækkaði aðeins um 1,5% frá september til janúar, sem þýddi að misgengi milli launa og Morgunblaðið/Þorkell Ólafúr Ragnar Grímsson heilsar starfsfólki í fiármálaráðuneyti. Frá hægri eru Sigurgeir Jónsson ráðuneytisstjóri, Ingibjörg Björnsdóttir deildarsljóri, Bjarni Sigtryggsson upplýsingafúlltrúi, Stefán Frið- finnsson aðstoðarmaður Qármálaráðherra og Indriði H. Þorláksson hagsýslustjóri. Jón Baldvin Hannibalsson fráfarandi fiármálaráð- herra fylgist með. Morgunblaðið/Charles Egill Hirst Steingrímur J. Sigfússon tekur við lyklum samgönguráðuneytisins úr hendi Matthíasar Á. Mathiesen fráfarandi ráðherra. lánskjara væri sáralítið. Hækkun framfærsluvísitölu á sama tíma væri áætluð rétt rúmir 4 af hundraði. Ólafur Ragnar sagði að milli- færsluaðgerðir ríkisstjómarinnar, sem hann vildi kalla bakfærslu, væm aðeins nauðsynlegar í eitt skipti til að halda inn í nýtt stöðugleikatfma- bil, sem myndi einkennast af afar lítilli verðbólgu. Gerð hefði verið hörð fijálshyggjutilraun, sem hefði mis- tekist, en nú væri haldið inn á nýjar brautir. Steingrímur sagði að ætlun ríkis- stjómarinnar væri að starfa út kjörtímabilið. Ólafur Ragnar sagði að hann teldi það treysta lýðræði að ríkisstjómin hefði ekki of sterkan meirihluta á Alþingi. Það yrði til þess að menn hefðu meira og betra samstarf við þingið. Bréfaskipti Stein- gríms Hermanns- sonar og Alberts Guðmundssonar Albert Guðmundsson, form- aður Borgaraflokksins, hefúr beðið Mbl. að birta eflirfar- andi bréf. Bréf Steingríms Hermannssonar til Alberts Guðmundssonar Hr. formaður Albert Guð- mundsson, Borgaraflokkur- inn. Hr. Steingrímur Hermanns- son, með tilvísun til bréfs Borg- araflokksins frá 24. september sL, vil ég taka fram eftirfarandi. Eftir ítarlega yfirferð með fulltrúum Borgaraflokksins sýn- ist mér að málefnaleg samstaða sé mikil um þau þijú atriði sem talin eru fyrst í ofangreindu bréfí. Sama má segja um önnur stefnumál undir lið 4. Hins vegar, eins og ég hef munnlega tjáð formanni flokks- ins, getur ekki orðið um það að ræða að Borgaraflokkurinn fái í sinn hlut utanríkisráðuneytið. Ef um þátttöku Borgara- flokksins í ríkisstjóm er að ræða sýnist mér að tvö ráðherraemb- ætti kæmu vel til greina. Um aðrar ábyrgðarstöður, eins og embætti forseta Sameinaðs Al- þingis, yrði að semja sérstaklega á milli flokkanna. Virðingarfyllst, Steingrímur Hermannsson. Bréf Alberts Guðmundssonar til Steingríms Hermannssonar Hr. Steingrfmur Hermanns- son, utanrfldsráðherra og for- maður Framsóknarflokksins. Beztu þakkir fyrir svarbréf yðar dags. 27. sept. 1988 við bréfi okkar frá 24. þ.m. Þrátt fyrir, að þér segið í bréfí yðar að „Ef um þátttöku Borg- araflokksins í ríkisstjóm er að ræða sýnist mér að tvö ráðherra- embætti kæmu vel til greina", kom fram í máli yðar á fundin- um, sem setinn var af okkar hálfu af Júlíusi Sólnes og Óla Þ. Guðbjartssyni, ásamt mér, og Jóni Baldvin Hannibalssyni og yður, að ekki væri fyrir hendi samstarf um þátttöku í ríkis- stjóm nú, vegna andstöðu Al- þýðubandalagsins gegn Borg- araflokknum. Bréf yðar og ummæli hafa verið raedd á fundi þingflokks og trúnaðarmanna Borgara- flokksins, sem harmaði hve sterk ítök Alþýðubandalagið hefur haft um myndun nýrrar ríkis- stjómar. Virðingarfyllst, Albert Guðmundsson. Veik samningsað- staða um áramót - segir Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambands íslands „SKOÐUN min er óbreytt sú að láglaunafólk græddi á því að láta af hendi 2,5% hækkun gegn verðstöðvun, óbreyttu verði land- búnaðarafurða og vaxtalækkun," sagði Guðmundur J. Guðmunds- son þegar leitað var álits hans á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar. Guðmundur og formenn fiögurra annarra verkalýðsfélaga hafa sætt gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar fyrir að leggja til við talsmenn núverandi stjórnarflokka að afiiámi launafrysting- ar yrði frestað frá áramótum til 15. febrúar. „Ég hef áður sagt að aðstaða stórs hluta félaga VMSÍ og senni- lega einnig stór hluti verslunar- manna hefur mjög veika samn- ingsaðstöðu um áramót. Öðra máli gegnir um ýmsa hálaunahópa og æviráðna ríkisstarfsmenn. Okkar fískvinnslufólk er ekki æv- iráðið, það ætti Kristján Thorlacius að muna og ég afþakka hans leið- sögn í þessu rnáli." „Ég hef margsinnis í gegnum árin gefíð ráðherram persónulegt álit mitt á þessum málum og hef rætt þau við hvem þeirra sem þess hefur óskað. Það gerði ég einnig á dögunum, ekki í umboði VMSI heldur persónulega. Ég var ekki í neinum stjómarmyndunar- viðræðum eins og bókagerðar- menn segja, ég var ekki boðaður á fund heldur hringdi í mig ráð- herra og bað um persónulegt álit. Ég bið ekki um leyfí bókagerðar- manna til þess,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. „Ég hvorki styð né er í andstöðu við þessa ríkis- stjóm en við skulum sjá hvorir reynast betur, þegar kreppir að láglaunafólkinu, Dagsbrúnarmenn eða bókagerðarmenn. Ef þeir eiga eitthvað sökótt við mig þá ættu þeir að ganga aftur í ASI og úti- loka mig, Karl Steinar og Karvel og fleiri frá áhrifum þar. Þessi tillaga um launafrystingu og verðstöðvun fannst mér hyggi- f leg þegar Þorsteinn Pálsson bar hana undir mig um síðustu mán- aðamót,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. „Og hún er jafngóð hvort sem það er Þorsteinn, Steingrímur eða Ólafur Ragnar sem framkvæmir hana. Mín skoð- un á því er óbreytt þótt ýmsir sem nú era ráðherrar eða hafa sótt í þá stóla hafí skipt um skoðun. Menn sem skömmuðu mig fyrir að reyna, með stuðningi við þessa leið, að bjarga lífi ríkisstjómarinn- ar á dögunum," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. „Hins vegar varð ég fyrir miklum vonbrigðum með gengislækkunina, sem losar um verðstöðvunina. Einnig var vaxta- lækkunin hvergi nærri nóg til að forða heimilum og fiskvinnslufyr- irtækjum frá því hrani sem yfír þeim vofír."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.