Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 4T íbúum sínum félagslega þjónustu jöfnuð. • Lög um tekjustofna sveitarfé- laga verða endurskoðuð með það að markmiði að auka sjálfræði og jafna aðstöðu sveitarfélaga til álagningar fasteignaskatts og aðstöðugjalds. Stærri hluta af tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfé- iaga verður varið til tekjujöfnun- ar milli sveitarfélaga. Samtímis verður verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga breytt með hliðsjón af tillögum Verkaskiptingar- nefndar og komi til framkvæmda á næstu tveimur til þremur árum. • Gerðar verða ráðstafanir til jöfn- unar á flutningskostnaði og kostnaði við síma, húshitun og skólagöngu. • Unnið verður skipulega að upp- byggingu í samgöngumálum samkvæmt langtímaáætlun. • Gerðar verða ráðstafanir til auk- innar valddreifíngar meðal ann- ars með því að auðvelda flutning stofnana og svæðisbundinna verkefna frá miðstjóm ríkis- valdsins út í héruð. • Byggðasjóður verður efldur. • Unnið verður að samræmingu skipulags- og byggingarlaga. • Unnið verður að því að bæta aðstöðu verslunarfyrirtækja í dreifbýli. • Sérstakt átak verði gert til að auka fjölbreytni í atvinnu kvenna á landsbyggðinni. Umhverfismál Ríkisstjómin mun fela einu ráðu- neyti að samræma starfsemi hins opinbera að umhverfismálum og komi það til framkvæmda innan árs. Meðal brýnna verkefna á þessu sviði sem unnið verður að má nefna: • Gerð verður landnýtingaráætlun sem tekur til hvers konar notk- unar lands. Jafnframt verður gert átak í gróðurvemd með svæðaskipulagi er miðar að end- urheimt landgæða, meðal annars með endurskoðun laga varðandi stjómun beitar, þannig að hún sé í samræmi við landgæði. • Unnið verður gegn umhverfis- spjöllum af átroðningi og umferð ferðamanna um viðkvæm svæði. • Samvinna hins opinbera, ein- staklinga og ftjálsra samtaka um skógrækt og landgræðsiu verður Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur Hermannsson ríkisráðsfundinum með forseta á Bessastöðum í gær. aukin. Ríkissjóður mun ieggja fram fjármagn til sérstaks skóg- ræktarátaks næstu 3 árin og mup helmingur fjárins renna til skógræktarfélaga. • Eftirlit með losun hættulegra úrgangsefna ( náttúmna verður bætt. Sett verður löggjöf, þar sem fyrirtækjum er vinna með hættuleg og mengandi efni verð- ur gert skylt að tryggja sig fyrir hugsanlegum óhöppum eða slys- um, til að kosta hreinsun á hugs- anlegum skaða sem af hlýst. • Gert verður átak til hreinsunar úrgangs af strandsvæðum í sam- vinnu opinberra aðila og umráða- manna lands. • Stuðlað verður að endurvinnslu og nýtingu úrgangsefna. Komið verður á skilagjaldi á einnota umbúðir til að auðvelda eyðingu þeirra eða endurvinnslu. • Fræðslu- og rannsóknarstarf á sviði umhverfismála verður auk- ið. Fræðslu- og uppeldismál Góð menntun er undirstaða framt- íðarlífskjara þjóðarinnar. Ríkis- stjómin hefur ákveðið að á þvi sviði hafí þessi verkefni forgang á kjörtímabilinu: • Sett verður rammalöggjöf um forskólastig bama. • Unnið verður að því að koma á samfelldum skóladegi sem fyrst. • Sett verður löggjöf um listnám á öllum stigum skólastarfs. • Gert verður nýtt átak í jöfnun menntunaraðstöðu í landinu. • Fræðsla um umferðarmál verður aukin í grunnskólum og fram- haldsskólum. • Aðstaða fatlaðra hvað varðar sérkennslu og námsaðstöðu verður bætt. • Stuðningur við vísindarannsókn- ir verður aukinn. • Fullorðinsfræðsla, símenntun og endurmenntun verða efld. • Löggjöf um háskóla verður end- urskoðuð og stofnun opins há- skóla verður flýtt. Menning — Iistir Ríkisstjómin vill stuðla að fjöl- breyttu menningarlifi í landinu og eflingu ísienskrar tungu meðal ann- ars með eftirfarandi aðgerðum: • Framlög hinsöpinbera til menn- ingarmála verða aukin. • Fjárhagsstaða ríkisútvarps verð- ur treyst og þjónusta þess við landsmenn bætt. Hlutur bama- og unglingaefnis með íslensku tali í sjónvarpi verður aukinn. • Þjóðarbókhlaðan verður fullgerð innan §ögurra ára. • Lögð verður aukin áhersla á stuðning við listsköpun bama og unglinga og listræna starfsemi í þágu þeirra. • Stuðningur við vemdun hvers konar menningarverðmæta verð- ur aukinn. • Stutt verður myndarlega við forsætisráðlierra ganga af fyrsLa íþrótta- og æskulýðsstarfsemi ( landinu. Húsnæðismál Ríkisstjómin mun láta fara fram endurskoðun á Qármögnun og skipu- lagi húsnæðislánakerfisins og treysta íjárhagsgrundvöll þess. • Átak verður gert í uppbyggingu félagslegra ibúða og sérhann- aðra íbúða fyrir aldraða. • Áhersla verður lögð á íbúða- byggingar á landsbyggðinni meðal annars með kaupleiguí- búðum og búseturéttaríbúðum. Heilbrigðismál — lifeyrismál og aimannatryggingar Skipulag heilbrigðisþjónustu og lífeyristrygginga verður endurskoð- að í því skyni að nýta sem best fjár- muni sem til þeirra er varið þannig að komi að gagni þeim sem mest þurfa á að halda. • Komið verður á samræmdu iífey- riskerfi fyrir alla landsmenn. • Sérstök athugun fari fram á fyr- irkomulagi lyfsölu og læknis- þjónustu sérfræðinga til að draga úr kostnaði heimila og heildarútgjöldum hins opinbera. • Fyrirkomulag tannlæknaþjón- ustu verður endurskoðað í því skyni að lækka tilkostnað heim- ila og hins opinbera án þess að dregið verði úr þjónustu. • Forvamir í heilbrigðismálum verða auknar og ákveðin verður stefna í neyslu- og manneldis- málum. • Baráttan gegn notkun vímuefna verður hert meðal annars með auknu forvamar- og fræðslu- starfi. • Endurskoðun laga um almanna- tryggingar og skipulag Trygg- ingastofnunar ríkisins verður lokið um mitt ár 1989. • Reglum um örorkumat verður breytt þannig að réttur til áfrýj- unar úrskurða verði tryggður. Jafnréttis- og fjölskyldumál Ríkisstjómin mun beita sér fyrir átaki til að tryggja betur jafnrétti kynjanna, sérstaklega í launamálum. í því skyni verður jafnréttislöggjöfin endurskoðuð og gerð fjögurra ára framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná frám jafnrétti kynjanna. Af öðmm verkefnum sem unnið verður að má nefna: • Sérstakt átak verði gert í dag- vistunarmáium í náinni sam- vinnu sveitarfélaga og ríkis og auknum fjármunum varið í því skyni. • Jafhréttisáætlanir verða gerðar á vegum ráðuneyta og stofnana á vegum ríkisins. • Sett verður löggjöf um félags- lega þjónustu sveitarfélaga og um fjölskylduráðgjöf. • Lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks verða endurskoðuð. • Heimilisþjónusta við fatlaða og atdraða verður bætt I náinni sam- vinnu ríkis og sveitarfélaga og gerð áætlun um uppbyggingu og skipulag á þjónustu við þá. Fjárhagsgrundvöllur Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra og Fram- kvæmdasjóður aldraðra verður treystur. • í tengslum við gerð fjárlaga verði - athugað að afla tekna til að lækka verð á innlendum matvæl- um. * * * Langtímasjónarmið um þróun íslensks þjóðfélags og stöðu íslend- inga meðal þjóða munu móta starf ríkisstjómarinnar. Unnið verður að könnun á langtímaþróun íslensks samfélags og niðurstöður hagnýttar við áætlanagerð til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. U. gr. 4. mgr. 4. gr. veðlaga nr. 18, 4. nóvember 1987, sbr. 1. gr. laga nr. 87/1960, sbr. 1. gr. 1. 43, 23. apríl 1986, orðist svo: Svo er og útgerðarmanni, fram- leiðanda sjávarafurða, landbúnaðar- afurða og eldisfisks og öðrum, sem vörur þessar hefur til sölumeðferðar heimilt að setja ríkissjóði svo og banka eða öðrum lánastofnunum að sjálfsvörsluveði afla, eldisfisk og til- greindar tegundir afurða og rekstr- arvörur sjávarútvegs og landbúnað- ar, sem veðsali á eða eignast kann eða hefur til sölu á tilteknu tíma- bili, til tryggingar lánum þeim er hann tekur út á hin veðsettu verð- mæti. Veðsetning þessi nær til afla, eldisfisks og afurða án tillits til verk- unar- eða framleiðslustigs og nær veðrétturinn einnig til hvers konar verðbóta og gjaldeyrisfríðinda sem fylgja afla, eldisfiski eða afurðum á hverjum tíma. Veðsölum, öðrum en framleiðendum eldisfisks, er þó óheimilt að veðsetja framangreind verðmæti til lengri tíma en eins árs í senn. Veðsetning á eldisfiski er óheimil til lengri tíma en fjögurra ára f senn. Il.kafli Verðlags- og kjaramál 12. gr. 1. gr. bráðabirgðalaga nr. 14, 20. maí 1988, orðist svo: Laun, þ.e. launataxtar og kjara- tengdir liðir, þar á meðal kauptrygg- ing sjómanna, í síðast gildandi kjara-. samningum, skulu hinn 1. júní 1988 hækka um það sem á kann að vanta 10% hækkun frá 31. desember 1987 að te|ja. í stað iaunahækkana, sem koma skyldu til framkvæmda á timabilinu 1. september 1988 til 1. mars 1989, skulu laun hækka um 1,25% hinn 15. febrúar 1989. Ákvseði kjara- samninga um aðrar launahækkanir eftir 1. mars 1989 haldagildi sínu. Kjarasamningar, sem ákveða minni hækkun launa en felast f 1. og 2. mgr. þessarar greinar, breyt- ast í samræmi við þær. Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar raska þó ekki þeim ákvæðum gild- andi kjarasaminga, sem falið hafa í sér meiri hækkun launa en kveðið er á um í 1. mgr., enda hafi sú hækkun komið til framkvæmda fyrir gildistöku bráðabirgðalaga nr. 74, 26. ágúst 1988. Frekari hækkun launa, kjara- tengdra liða og hves konar endur- gjalds fyrir unnin störf en kveðið er á um í þessari grein er óheimil til 15. febrúar 1989. Ákvæði þessarar greinar breyta ekki reglum um starfsaldurshækkanir eða aðrar ein- staklingsbundnar launabreytingar samkvæmt þegar gildandi kjara- samningum. 13. gr. 2. gr. bráðabirgðalaga nr. 14, 20. maí 1988, orðist svo: Fjárhæðir launaliða í verðlags- grundvelli búvöru skulu til 1. mars 1989 ekki taka meiri hækkunum en mælt er fyrir um í 1. og 2. mgr. 1. gr. 14. gr. 3. gr. bráðabirgðalaga nr. 14, 20. maí 1988, orðist svo: Fjárhæðir launaliða í gjaldskrám sjálfstætt starfandi sérfræðinga skulu til 28. febrúar 1989 ekki hækka meira en greinir í 1. og 2. mgr. 1. gr. Sama gildir um hvers kyns útselda vinnu og þjónustu. 15. gr. 1. málsgrein 4. gr. bráðabirgðalaga nr. 14, 20. maí 1988, orðist svo: Með þeim breytingum á kaup- gjaldsákvæðum lcjarasamninga, sem kveðið er á um í lögum þessum, framlengjast allir gildandi og síðast gildandi kjarasamningar til 15. febr- úar 1989. Heimilt skal að segja upp kjarasamningum frá 15. febrúar 1989 með þeim uppsagnarfresti sem um þá gildir. 16. gr. 7. gr. bráðabirgðalaga nr. 14, 20. maí 1988, orðist svo: Gjaldskrá fyrirtækja og stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga skulu ekki taka hækkunum til 28. febrúar 1989. Þó skal heimilt að taka tillit til hækkana á verði innfluttra að- fanga enda liggi fyrir mat Verðlags- stofnunar á þeirri þörf. Í7. gr. Oheimilt er að hækka endurgjald fyrir afnot af fasteignum frá gildis- töku laga þessara til 28. febrúar 1989. 18. gr. 3. tl. 29. gr. laga nr. 46, 27. júní 1989, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breyt- ingum falli brott. 19. gr. Almennt fiskverð samkvæmt til- kynningu Verðlagsráðs sjávarút- vegsins nr. 6, 3. júní 1988, skal gilda óbreytt til 15. febrúar 1989 en hækkar þann dag um 1,25% og gild- ir það verð til 31. maí 1989. Verð á óslægðum þorski skal þó vera 88,5% í stað 85,5% af verði slægðs þorsks á tímabilinu 1. janúar 1989 til 15. apríl 1989. Fiskverð samkvæmt 1. mgr. er uppsegjanlegt með viku fyrirvara miðað við 15. febrúar 1989. IILKafli V axtaák varðanir 20. gr. Við 9. gr. vaxtalaga nr. 25, 27. mars 1987, bætist ný málsgrein svo- hljóðandi: Dráttarvextir skulu ætíð reiknast sem dagvextir, nema á annan veg sé sérstaklega mælt í lögum. 21. gr. 2. mgr. 10. gr. vaxtalaga nr. 25, 27. mars 1987, orðist svo: Seðlabanki íslands skal eigi sjaldnar en mánaðarlega reikna veg- ið meðaltal ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum hjá viðskipta- bönkum og sparisjóðum og birta meðaltal þetta í Lögbirtingablaði ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr., og skulu þeir dráttarvextir gilda uns næsta tilkynning er birt f Lögbirtingablaði. 22. gr. Við 2. mgr. 9. gr. laga nr. 36, 5. maí 1986, um Seðlabanka íslands, bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Á sama hátt getur Seðlabankinn ákveðið hámark þess álags er inn- lánsstofnanir mega bæta við vexti gengisbundins fjár er þær endurlána í formi afurðalána. IV. kafli Ýmis ákvæði 23. gr. Fjármálaráðherra er heimilt þrátt fyrir ákvæði flárlaga fyrir árið 1988 að hækka ríkisútgjöld um 600 millj- ónir króna. 24. gr. Þrátt fyrir ákvæði XHI. kafla laga nr. 75, 14. september 1981, uat^ tekjuskatt og eignarskatt, með sfðarí breytingum, er fjármálaráðherra heimilt að kveða á um í reglugerð að þeir einstaklingar, sem ekki höfðu aðrar tekjur en þær sem um ræðir í 1. mgr. 1. tl. Á-liðs 7. gr., 2.-4. tl. A-liðs 7. gr. og C-liðs 7. gr. laga nr. 75/1981 á því tekjuári sem skatt- urinn varðar, geri upp vangoldinn tekjuskatt og eignarskatt álagðan á árinu 1987 eða fyrr með eftirfarandi hætti: a) Með því að greiða hina van- goldnu skattkröfu upp á nánar til- teknum gjalddögum fyrir árslok 1988 gegn þvf að felld verði niður allt að 50% af dráttarvöxtum sem reiknaðir hafa verið af skuldinni. ^ b) Með því að greiða hina veSf^ goldnu skattkröfu upp á nánar til- teknum gjalddögum fyrir 1. júlf 1989 gegn þvf að felld verði niður allt að 25% af dráttarvöxtum sem reiknaðir hafa verið af skuldinni. c) Með því að gefa út skuldabréf til allt að fimm ára til greiðslu á höfuðstól hinnar vangoldnu skatt- kröfu ásamt dráttarvöxtum. Fjármálaráðherra setur í reglu- gerðinni nánari ákvæði um fram- kvæmd þessarar heimildar, þar á meðal um lánskjör og tryggingar, svo og skilyrði sem einstaklingar„ þurfa að uppfylla til þess að fá ad gera upp hina vangoldnu skattkröfu með framangreindum hætti. 25. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 20. gr. öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. nóvember 1988. Gjald skv. 10. gr. skal innheimt vegna_ landana erlendis sem eiga sér stað eftir 30. september 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.