Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 31 Frakkland: Reuter Eduard Shevardnadze mæltist til þess, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, að aðilar að Genfarsáttmálanum um brottflutning heija frá Afganistan hittist en George Shultz segist ekki geta setið fund með leppstjórninni í Kabúl. Bann við efhavopnum: Shevardnadze tekur undir með Reagan Daily Telegraph. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti lagði til á lokafúndi sínum á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag, að farið yrði í ríkari mæli eftir samþykkt um bann við framleiðslu og notkun efha- vopna, sem undirrituð var af 112 þjóðum í Genf árið 1925. Eduard Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi við hugmyndina og sagði að tillögur Reagans væru mjög góðar. Reagan vill að þjóðimar 112, þar á meðal Iranir og Irakar sem beittu eiturgasi í Persaflóastríðinu, haldi ráðstefnu þar sem blásið verði nýju lífi í samþykktina frá Genf. Banda- ríkjastjóm tiltók þó hvorki stund né stað fyrir slíkan fund en lét að- eins í ljós þá ósk að hann yrði hald- inn sem fýrst. Bandaríkjastjóm hefur ekki fall- ist á að framleiðsla efnavopna í Bandaríkjunum verði stöðvuð og segir að framleiðsla þeirra sé í sam- ræmi við efnahemaðaruppbygginu Sovétmanna. Á Allsheijarþinginu kom upp ágreiningur á milli stórveldanna um málefni Afganistans. Eduard She- vardnadze jagði til að fundur yrði haldinn í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna með þátttöku þeirra aðila sem brotið hefðu Genfarsáttmála um brottflutning herliðs frá Afgan- istan. Georg Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að full- trúar Bandaríkjastjómar myndu ekki sækja fund með fulltrúum leppstjómarinnar í Kabúl sem Bandaríkjastjóm viðurkennir ekki. Shevardnadze lagði til að fram- vegis héldi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sína ekki einvörð- ungu í New York heldur einnig í þeim fímm höfuðborgum sem eiga fastafulltrúa í Oryggisráðinu, þ.e.a.s. London, Moskvu, París, Peking og Washington. Vestrænir stjómarerindrekar töldu ólíklegt að tillögumar hlytu náð fyrir augum Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, því samtökin eiga í alvar- legum fjárhagskröggum. Reuter Jósef Stalín hefúr ekki átt upp á pallborðið ly'á sovéskum ráðamönn- um en öðru gegnir austur í Kína. Þar er Stalin stillt upp við hlið Leníns í tilefiii þjóðhátíðardags Kinveija 1. október. mddi pólitískum andstæðingum úr vegi. „Hvemig verður vitfirringsleg aftaka yfirmanna Rauða hersins á sama tíma og hræðilegt stríð vofði yfir þjóðinni útskýrð með rökum?“ spyr Moroz í greininni og á við hreinsanimar í Rauða hemum árin 1938-1941. Moroz segir að ef ráðamenn annarra þjóða hefðu verið haldnir viölíka rússagrýlu og Stalín, hefði andlegt heilbrigði þeirra verið dreg- ið í efa. Moroz hafði það eftir prófessor Andrei Lichko að einnig Stalín hefði verið fyrirmynd að sálfræði- ritgerð sem Lichko gaf út fyrir 23 ámm um rússneska keisarann ívan grimma og blóði drifna valdatíð hans. Áritunarskyldu á vega- bréf ekki aflétt í bráð Strassborg. Frá Þórunni Þórsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „FRÖNSK stjómvöld hafa ekki orðið við þeirri beiðni Evrópuráðsins að rýmka reglur um vegabréfsáritanir," sagði þingforseti ráðsins, Louis Jung, eftir fúnd með forsætisráðherra Frakklands, Michel Roc- ard, á mánudag. Áritunarskyldan verður að líkindum rædd á haust- þingi Evrópuráðsins í Strassborg sem haldið verður í næstu viku. Viðbragða Svía er beðið með eftirvæntingu, en sænski utanríkisráð- herrann, Sten Andersson, lýsti því nýlega yfir að Svíar myndu snið- ganga fiindi Evrópuráðsins í Frakklandi yrði áritunarskyldunni ekki aflétt. Jóhannes Páll páfi heimsækir Evrópuráðið í Strassborg um aðra helgi og hugsanleg brottganga Svía af þinginu skömmu fyrir komu hans veldur embættismönnum ráðsins nokkrum áhyggjum. í kjölfar hryðjuverkaöldu í París franskra stjómvalda og nefndir ráðs- haustið 1986 tilkynnti Chirac, þáver- andi forsætisráðherra Frakka, að komið yrði á áritunarskyldu á vega- bréf. Þó þurftu ferðamenn frá Evr- ópubandalagsríkjunum tólf auk Sviss og Lichtenstein ekki vega- bréfsáritanir til að komast inn í Frakkland. Mikil óánægja hefur ríkt með þetta meðal þingmanna Evrópu- ráðsins, sérstaklega þeirra sem koma frá ríkjum utan Evrópubanda- lagsins. í janúar 1987 bað Chirac þingmenn ráðsins að sýna þolin- mæði, um tímabundnar aðgerðir væri að ræða. Þing Evrópuráðsins í janúarmán- uði síðastliðnum var stytt í mót- mælaskyni við aðgerðarleysi ins hafa fundað utan Frakklands það sem af er árinu. Áritunarmálið var ekki rætt á maíþingi Evrópuráðsins vegna frönsku kosninganna en for- sætisnefnd ráðsins falið að reka málið fyrir stjómvöldum. Þingforseti Evrópuráðsins hefur að undanfömu átt fundi með frönsk- um ráðherrum, síðast á mánudaginn með forsætisráðherranum, Rocard. Skoðanir em skiptar í ríkisstjóm Frakklands um hvort breyta eigi regium um áritunarskylduna og á mánudag sagðist Rocard enga ákvörðun geta tekið nema með fullu samþykki stjómarinnar. Hann lofaði þó þingforsetanum að taka málið upp innan ríkisstiómarinnar. Að sögn Jung, forseta Eyrópu- ráðsþingsins, var helst rætt um svo- kallaða Evrópu-lausn á fundinum með Rocard. I henni felst að ekkert Evrópuríki krefji ferðamenn frá öðm Evrópuríki um vegabréfsáritun. Þannig yrði ekki lengur gert upp á milli aðildarríkja Evrópuráðsins hvað þetta varðar. Háttsettur embættismaður við Evrópuráðið segir það útbreidda skoðun að frönsk stjómvöld muni ekkert aðhafast í málinu í bráð af tveimur ástæðum: Annars vegar sé ráðherra innanríkismála mótfallinn því að rýmka áritunarreglumar þar sem hann vilji ekki láta herma upp á sig linkind gagnvart hryðjuverka- mönnum. Hins vegar noti stjómvöld ótta við hryðjuverk sem átyllu til að draga úr innflytjendavandanum í Frakklandi. Þegar fyrmrn nýlendu- ríki Frakka í Norður-Afríku kvarti yfir áritunarskyldunni sé unnt að segja hið sama gilda um ýmis Evróp- ulönd. Ef öll Evrópulönd væm und- anþegin áritunarskyldu á vegabréf ættu frönsk stjómvöld von á hörðum mótmælum frá Norður-Afríkulönd- w Svipmyndir úr sögu rokksins á árunum 1955-1970 Tveggja tíma samfelld skemmtidagskrá á Hótel Íslandi Næstu tvær helgar, þ.e. föstudaginn 30. september, laugar- daginn 1. október, föstudaginn 7. október og laugardaginn 8. október, verða sýningar á rokkskemmtuninni Rokkskór og Bítlahár á Nótel íslandi. Hvers vegna varð vörubílstjóri frá Memphis, Elvis nokkur Pres- ley, frægur á einni nóttu um gervöll Bandaríkin og seinna um heim allan? Hvernig birtist geysihörð baráttan um yfirráðin á heimsmarkað- inum á rokktónlistarsviðinu milli Breta og Bandaríkjamanna m.a. í Bítlaæðinu og Rolling Stones fárinu? Hvers vegna voru konur í rokkinu næstum þagaðar í hel þar til Connie Francis og Brenda Lee rufu kynjamúrinn og komu, sáu og sigruðu rokkaðdáendur? Þessar sólir og stjörnur á rokkhimninum eru meðal þeirra sem brugðið er upp leifturmyndum af í skemmtidagskránni Rokk- skór og Bítlahár, en einnig Janis Joplin, Mamas og Papas, Bill Haley, Fats Domino, Chubby Checker og margir aðrir. Rokkskór og Bitlahár er flutt af samvöldu liði stórsöngvara. Þeir eru: Einar Júlíus- son, Anna Vilhjálms, Sigriður Beinteinsdóttir, Karl örvarsson, Ingvar Grétarsson, Júlíus Grótarsson, Sólveig Birgisdóttir, Ólöf Sigríður Valsdóttir og Þorsteinn Egg- ertsson. Hljómsveitin Pass ásamt nokkrum aukaliðsmönnum sér um allan hljóð- færaleik. 8 manna dansflokkur undir stjórn Jóhannesar Bachmann rokkar svo um munar. Sögumaður er Bjarni Dagur Jónsson, sá kunni útvarps- og sjónvarpsmað- ur. Höfundur og leikstjóri er Þorsteinn Eggertsson. Þessi rokkskemmtun var flutt é liðnum vetri á Akureyri og vegna fjölda áskorana er hún nú tekin upp að nýju á Hótel fslandi. Borðapantanir fara fram í síma 687111. Góða rokkskemmtun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.