Morgunblaðið - 29.09.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.09.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 NÝ RÍKISSTJÓRN TEKUR VIÐ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um fyrstu aðgerðir í efhahagsmálum Morgunblaðið/Þorkell Gjaldeyrisdeildir bankanna voru lokaðar í gær vegna fyrirhugaðra efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur gefið út yfirlýsingu um fyrstu aðgerðir í efiiahagsmálum. Þessi yfirlýsing fer hér á eftir í heild sinni. Yfir vofir stöðvun margra útflutn- ingsfyrirtækja, sem myndi valda at- vinnuleysi og tekjumissi hjá fjölda fólks um allt land. Viðskiptahalli við útlönd er mikill og fer vaxandi verði ekki tekið í taumana. Ágreiningur 1 innan fráfarandi ríkisstjórnar olli óþolandi óvissu og úrræðaleysi og stefndi grundvelli atvinnulífsins í hættu. Flokkamir, sem mynda hina nýju ríkisstjóm, hafa komið sér sam- an um aðgerðir, sem eiga að taka við af þeirri verðstöðvun og frestun á hækkun launa og búvöruverðs, sem gilt hefur frá því í byijun septem- ber. Markmið þessara aðgerða er að færa niður verðbólgu og vexti, bæta afkomu útflutningsgreina, einkum ftystingar, og treysta atvinnuöiyggi í landinu. Aðgerðimar stuðla að lækkun fjármagnskostnaðar heimil- anna og treysta þar með flárhags- grundvöll þeirra. Þar sem málið þol- ir enga bið, er óhjákvæmilegt að i gefa út bráðabirgðalög um lög- bundna þætti aðgerðanna. Jafnframt er nauðsynlegt að beita ákvæðum gildandi laga um vexti og verðlags- mái til hins ítrasta til að lækka verð- bólgu og vexti. Með þessum aðgerð- um er eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur í iandsmálum að undanfömu og lagður grunnur að atvinnuöryggi og stöðugleika í efnahagsmálum. Aðgerðirnar eru þessar: 1. Aðgerðir til að bæta afkomu , atvinnu vega. 1.1 Verðjöfiiun til fiskiðnaðarins. Verðjöftiunarsjóði fiskiðnaðaríns hefur verið heimilað að taka inn- lent eða erlent lán með ríkis- ábyrgð allt að flárhæð 800 millj- ónir króna. Andvirði lánsins skal nota til greiðslu verðbóta vegna framleiðslu á freðfiski og hörpu- diski á tímabilinu 1. júní 1988 til 31. maí 1989. Greiðslur skulu fylgja almennum reglum sjóðs- ins en taka skal sérstakt tillit til afkomu frystingar. Þetta gef- ur færi á allt að 5% verðuppbót á freðfisk og sambæriiegra áhrifa á afkomu. Verðjöfnunarsjóði fiskiðnað- arins hefur einnig verið heimilað vegna rækjuvinnslu að ákveða að viðmiðunarverð við greiðslu verðbóta vegna framleiðslu frá 1. júní sl. taki mið af meðalmark- aðsverði undangenginna tveggja ára. 1.2 Atvinnutryggingarsjóður út- flutningsgreina. Með bráða- birgðalögum hefur verið stofii- aður sérstakur sjóður — At- vinnutryggingarsjóður — til þess að leysa úr fjárhagsvanda fyrir- tækja í útflutningsgreinum með lánum og skuldbreytingum. Sjóðurinn mun fá tvö þúsund miiljónir króna til ráðstöfunar á næstu tveimur árum. Af árlegu framlagi ríkissjóðs tii Atvinnu- , leysistryggingasjóðs munu renna 300 milljónir króna á ari til Atvinnutryggingarsjóðsins næstu tvö ár. Einnig mun hann fá 200 milljóna króna árlegt framlag úr ríkissjóði, sem aflað verður með sérstakri tekjuöflun. Samtals nema framlög þessi helmingi af ráðstöfunarfé sjóðs- ins. Jafnframt verður sjóðnum heimilað að taka lán að fjárhæð eitt þúsund milljónir króna á næstu tveimur árum, annars vegar með Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins að bakhjarli og hins vegar erlendis með rfkis- ábyrgð. Atvinnutryggingarsjóði er heimilt að hafa milligöngu um skuldbreytingu á allt að 5.000 þúsund miHjónum króna af lausaskuldum útflutningsfyr- irtækja. Honum er heimilt að taka við skuldabréfum frá fyrir- tækjum í útflutningsgreinum og gefa út skuldabréf til lánar- drottna þeirra. Sjóðurinn ábyrg- ist greiðslu þeirra bréfa með eignum sínum. Atvinnutryggingarsjóður verður undir stjóm sem skipuð verður af þeim ráðherrum sem helst hafa með þau málefni að gera er honum tengjast. Sam- starfsnefnd lánastofnana út- flutningsatvinnuveganna mun undirbúa tillögur til sjóðsstjóm- arinnar. í starfi sínu mun sjóðs- stjómin hafa samráð við at- vinnumálanefndir í héraði og við forsvarsmenn samtaka í atvinn- ulífí og á vinnumarkaði. Ríkis- endurskoðandi mun fylgjast náið með starfsemi sjóðsins og gefa Alþingi reglulega skýrslu um starfsemi hans. 1.3 Stuðningur við ullariðnað. Niðurgreiðslur á ull til ullariðn- aðarins verða auknar um allt að 40 milljónir króna á ijæstu fimm mánuðum. Þetta gæti leitt til bata í afkomu fyrirtækja í ulla- riðnaði sem nemur um 5% af tekjum. 1.4 Lækkun raforkuverðs til hraðfrystiiðnaðarins. Rikis- stjómin mun beita sér fyrir fjórð- ungslækkun á raforkuverði til ftystihúsanna. 1.5 Endurgreiðsla söluskatts. Uppsafnaður söluskattur fisk- eldis og loðdýraræktar verður endurgreiddur með hliðstæðum hætti og til annarra útflutnings- greina. 1.6 Endurskoðun afurðalánakerf- is. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir endurskoðun afurðalána- kerfís sjávarútvegs, iðnaðar og landbúnaðar til þess að tryggja ömgga fjármögnun útflutnings- starfseminnar. við það verður miðað, að hlutfall afurðalána af söluandvirði verði ekki lægra en það var meðan Seðlabankinn sá um fjármögnun þessara lána. 2. Verðstöðvun 2.1. Almennt verðlag. Ríkisstjórnin hefur ákveðið með heimild í 7. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti og að fengnu áliti Verð- lagsráðs að framlengja gildandi verð- stöðvun til 28. febrúar 1989 með þeirri breytir.gu, að heimilt verður að hækka verð vöru og þjónustu sem nemur hækkun á erlendu innkaups- verði eða hækkun á verði á innlend- um grænmetis- og fískmörkuðum. Sérstakt átak verður meðal annars haft samstarf við samtök launafólks og neytenda í því skyni. 2.2. Búvöruverð. Verð á búvömm breytist ekki á verðstöðvunartímabil- inu og verða niðurgreiðslur auknar til að halda því óbreyttu. 2.3. Gjaldskrár. Gjaldskrár fyrir- tækja á vegum ríkis eða sveitarfélaga og gjaldskrár sjálfstætt starfandi sérfræðinga verða óbreyttar til 28. febrúar 1989 að öðm leyti en því að heimilt verður að taka tillit til hækkana á erlendu innkaupsverði aðfanga. Sama gildir um hvers kyns útselda vinnu og þjónustu. 2.4. Húsaleiga. Óheimilt er að hækka húsaleigu á tímabilinu 28. september 1988 til 28. febrúar 1989. 3. Kjaramál 3.1. Almenn laun. Laun haldast óbreytt til 15. febrúar 1989. Þann dag kemur til framkvæmda sú 1,25% kauphækkun sem verða átti 1. febrú- ar 1989 eða 1. mars 1989 samkvæmt kjarasamningum sem gerðir vom fyrir 1. september 1988. 3.2. Samningsréttur. Launahækk- anir eftir 1. mars 1989 samkvæmt kjarasamningum sem gerðir vom fýrir 1. september 1988 skulu koma til framkvæmda jafnframt því sem heimilt verður að segja samningum þessum lausum eftir 15. febrúar 1989. Lagaákvæði um takmörkun á samningsrétti launafólks falla þar með úr gildi. 2.3 Laun bænda. Launaliður í verð- lagsgmndvelli búvöm verður óbreyttur fram til 15. febrúar 1989 en hækkar þá um 1,25%. 2.4 Fiskverð. Almennt fiskverð, sem ákveðið var í júnfmánuði síðast- liðnum, verður óbreytt til 15. febrúar 1989 en hækkar þann dag um 1,25% og gildir það verð til 31. maí 1989. Verðið er þó uppsegjaniegt eftir 15. febrúar 1989 með viku fyrirvara. 2.5 Hækkun tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Tekjutrygging elli- og örorkulífeyris og heimilisupp- bót hækka um 3% frá 1. október nk. 2.6 Hækkun persónuafsláttar og barnabóta. Persónuafsláttur og bamabætur verða hækkaðar sér- staklega í tengslum við aðgerðir í skattamálum. 2.7 Skuldbreytingar heimila. Til þess að auðvelda skuldbreytingu hjá húsbyggjendum og til að liðsinna Qölskyldum í alvarlegum greiðsluerf- iðleikum verður aflað 150 milljóna króna. Þá er Qármálaráðherra heim- ilt að setja almennar reglur um upp- gjör vangoldinna tekju- og eigna- skatta, sem lagðir voru á áður en staðgreiðslukerfið kom til fram- kvæmda. Meginreglan er að álagðir skattar greiðist upp en uppsafnaðir dráttarvextir séu lækkaðir. 2.8 Kjarastefiia. Ríkisstjómin mun þegar á næstu vikum beita sér fyrir viðræðum við samtökin á vinnumark- aðnum um kjarastefnu fyrir árið 1989, þar sem meðal annars verði ræddar forsendur kjarasamninga á því ári og á næstu árum. 4. Lækkun vaxta og breytingar á fjármagTismarkaði 4. Lækkun vaxta. Ríkisstjómin fel- ur Seðlabankanum í samráði við viðskiptaráðuneytið að halda áfram viðræðum við lánastofnanir um lækkun vaxta. Leiði þær við- ræður ekki til samkomulags um vaxtaþróun, samþykkir ríkis- sfjómin beina íhlutun Seðlabank- ans um vaxtaákvarðanir innláns- stofnana til þess að viðunandi niðurstaða náist. 4.2 Lækkun nafnvaxta. Á grund- velli áframhaldandi verð- og launastöðvunar munu nafhvextir lækka um 5—10% til viðbótar í næsta mánuði og enn frekar síðar, þegar við tekur tímabil stöðug- leika í verðlagi. Nafnvextir af al- mennum skuldabréfum sem vom 40% í júlí og ágúst verða þannig komnir niður í um 15% í október- mánuði. 4.3 Lækkun raunvaxta. Ríkis- stjómin mun beita sér fyrir'3% lækkun meðalraunvaxta á spari- skírteinum og öðrum skuldabréf- um ríkissjóðs í samningum við innlánsstofnanir og lífeyrissjóði. Ríkisstjómin hefur falið Seðla- bankanum að hlutast til um hlið- stæðar breytingar á öðmm svið- um lánamarkaðarins. Þetta mun koma til framkvæmda á næstu vikum. 4.4. Breytt lánskjaravisitala. Ríkisstjómin hefur falið Seðia- bankanum að breyta gmndvelli lánskjaravísitölu þannig að vísi- tala launa hafi helmingsvægi á móti framfærsluvísitölu og vísi- tölu byggingarkostnaðar, sem hafi fjórðungsvægi hvor. Jafn- framt verður heimilað að velja viðmiðun við gengi sem láns- Iqaravísitölu. Með þessari breyt- ingu er dregið úr misgengi launa og lánskjara samhliða þvi sem sparifé er varið fyrir verðlags- breytingum. Ríkisstjómin ætlar sér að koma í veg fyrir víxlhækk- anir verðlags og lánskjara, þegar jafnvægi í efnahagsmáíum er náð. 4.5 Breyttur útreikningur drátt- arvaxta. Með bráðabirgðalögum sem sett hafa verið er kveðið á um að dráttarvextir skuli fram- vegis reiknast sem dagvextir. Jafnframt mun Seðlabankinn reikna dráttarvexti eigi sjaldnar en mánaðarlega. 4.6 Vaxtamunur afurðalána. Með bráðabirgðalögum hefur Seðla- bankanum verið heimilað að ákveða sérstaklega vaxtamun innlánsstofnana við ákvörðun vaxta á afurðalánum til útflutn- ingsatvinnuvega. 4.7 Fjármagnsmarkaður. Sett verða lög um starfsemi á fjár- magnsmarkaði utan bankakerfis á grundvelli fyrirliggjandi frum- varpa. Þá verða einnig sett lög sem kveða á um að skylt verði að skrá á nafn hvers konar skuldabréf og eigendaskipti á þeim og að bankar og önnur fjár- málafyrirtæki verði upplýsinga- skyld gagnvart skattyfirvöldum. Aðhald í ríkisQármálum og lánsfjármálum 5.1 Aðgerðir gegn verðbólgu. Þær efnahagsaðgerðir, sem þessar tillögur gera ráð fyrir, leiða til mikillar hjöðnunar verðbólgu og vaxta á næstu mánuðum. I ljósi þeirrar þenslu, sem enn ríkir í. efnahagsmálum og kemur meðal annars fram í miklum viðskipta- halla gagnvart útlöndum, er mjög mikilvægt að fylgja að- gerðunum eftir með ströngu aðhaldi í flánnálum ríkis og sveitarfélaga. Að öðrum kosti er hætt við, að fljótlega sæki í sama farið, verðbólga færist í aukana og vextir hækki á nýjan leik. 5.2. Tekjuafgangur. Til þess að draga úr þenslu verða fjárlög ríkissjóðs fyrir næsta ár afgreidd með (1%) tekjuafgangi. Með því móti dregur úr lánsfjárþörf ríkis- sjóðs og samkeppnin um lánsfé verður minni. Það auðveldar lækkun vaxta. Þá er rétt að hafa í huga, að ríkissjóður geng- ur í ábyrgð fyrir láni Verðjöfnun- arsjóðs að íjárhæð 800 milljónir króna. Jafnframt er nauðsynlegt að við gerð lánsfjárlaga fyrir næsta ár verði strangt aðhald að erlendum lántökum. Þá verð- ur ríkisábyrgð á lántökum banka og fjárfestingarlánasjóða erlend- is takmörkuð. 5.3 Útgjaldastefiia. Til þess að ná þessu markmiði í ríkisfjármálum mega útgjöld ríkisins ekki hækka að raungildi frá yfir- standandi ári. Þetta þýðir að draga verður úr ríkisútgjöldum um 1.500 milljónir króna frá því sem að óbreyttu stefnir í, meðal annars með skipulagsbreyting- um og hagræðingu og með því að fresta framkvæmd laga sem hafa í för með sér aukin útgjöld. Unnið verður að því að bjóða almenningi til kaups ríkisfyrir- tæki og hlutafé ríkisins í fyrir- tækjum sem stunda atvinnu- rekstur. 5.4 Teiguöflun. Að óbreyttu stefnir í 3.500 milljóna króna halla á ríkissjóði á næsta ári. Auk þess fela þær aðgerðir, sem hér eru ákveðnar, í sér útgjöld að fjár- hæð um 800 milljónir króna. Á . hinn bóginn minnkar tekjuþörf ríkissjóðs um 1.000 miHjónir króna með frestun á upptöku virðisaukaskatts til 1. janúar 1990. Til að ná markmiðinu um (1%) tekjuafgang á næsta ári verður dregið úr ríkisútgjöldum um 1.500 miHjónir eins og áður sagði og afiað tekna að flárhæð 2.500 milljónir króna. Þær eftiahagsaðgerðir, sem ákveðnar hafa verið, mótast af mikl- um rekstrarerfiðleikum i fiskvinnslu, viðskiptahalla, stöðnun og jafnvel samdrætti í þjóðartekjum. Þær fela því í sér aðhald að þjóðarútgjöldum og tilfærslu Qár til undirstöðugreina. En þær eru einnig nauðsynlegar til þess að leggja grunn að endurskipu- lagningu og endurbótum í íslenskum þjóðarbúskap.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.