Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 „Snctti 11 856 B<lít Ég hef aldrei trúað á jóla- sveinana og því læt ég ekki pabba blekkja mig heldur. Með morgimkaffinu Tilmæli til íslandsdeildar Amnesty International Bílastæða- vandamálin í Engjaseli Kæri Velvakandi. Eins og fram hefur komið í þess- um dálk Morgunblaðsins, hefur ver- ið bílastæðavandamál hér í Engjas- eli í Breiðholti. Menn hafa ekki verið á eitt sáttir hvort eigi að sekta bíla sem hefur verið Iagt ólöglega á nóttunni eða ekki. íbúa í Engjaseli fannst ruddalegt af lögregluyfirvöldum að sekta bíla á nóttunni en annar íbúi í Engjas- eli var og er ábyggilega mjög óánægður með allar þær sektir sem bílaeigendur hafa fengið að undanf- ömu. Ég vil bæta því við að mér hefur sýnst að bílageymslur í Engjaseli séu ekki notaðar. Mér fínnst dóna- legt af þeim bílaeigendum sem búa í Engjaseli að nota ekki sín stæði í bflageymslum og taka bflastæði annarra bílaeigenda sem ekki eiga Kveðja til Jóhönnu Kæri V lvakandi Ég vil senda Jóhönnu Sigurðar- dóttur kveðju og þakkir fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar. Hún er besti ráðherra sem við eigum, heiðarleg og samviskusöm. Hún er traustur fylltrúi og lætur ekki aðra ráð- herra segja sér fyrir verkum í sínu ráðuneyti þrátt fyrir að þeir reyni það oft. Ég vona að hún verði ráðherra áfram. Hún er eins og vinur minn, Sverr- ir Hermannsson. Hann lét heldur ekki segja sér fyrir verkum í sínu ráðuneyti. Hann er líka traustur og góður fulltrúi þjóðar sinnar, saman- ber Sturlumálið sem hann vann með glæsibrag. Jóhanna og Sverrir eru bæði góðir fulltrúar þjóðar sinnar. Það er meira en hægt er að segja um suma aðra ráðherra og þingmenn. Jóhann Þórólfsson Til Velvakanda. Amnesty-samtökin hafa unnið mikið og gott starf í mannréttinda- baráttunni en af nógu er að taka í þeim efnum. Það er því miður stað- reynd að í mörgum löndum eru öll grundvallarmannréttindi fótum troðin. Fólk er kvalið, ofsótt og fangelsað miskunnarlaust, dirfíst það að rísa upp og krefjast réttar síns eða mótmæla harðneskiulegum stjómarherrum. Á vesturbakka Jórdanárinnar og á Gaza-svæðinu býr nú u.þ.b. ein og hálf milljón manna. Þessi land- svæði eru þau einu sem eftir em af Palestínu. Þessi svæði hertóku ísraeismenn þegar þeir réðust fyrir- varalaust á nágranna sína árið 1967. Palestínufólkið reis upp gegn kúgurum sínum fyrir nokkrum mánuðum en ofríki ísraelsmanna og harka hemámsliðsins er alveg með ólíkindum. Þetta hafa íslend- ingar og aðrar þjóðir getað séð á sjónvarpsskermum heima í stofu hjá sér til skamms tíma. Mjög hef- ur dregið úr fréttaflutningi þar eð Qölmiðlafólki em settar þröngar skorður með alla miðlun og iðulega em þessi svæði þeim algerlega lok- uð. Sannarlega hefur mörgum manninum verið bmgðið og blöskr- að og ekki hefur staðið á mótmæl- um. Þeim hefur rignt yfír ísraels- menn en því miður láta menn þar við sitja. Þetta vita Israelsmepn og halda því iðju sinni áfram. Ég vil því beina þeim eindregnu tilmælum til íslandsdeildar Amnesty Intem- ational að hún beiti sér fyrir því innan heildarsamtakanna, að reynt verði að koma palestínskum föng- um í ísrael til hjálpar. Sem dæmi má nefna að í Negev- eyðimörkinni em nokkur þúsund fangar og aðstæðurnar em alveg hroðalegar. Margir þessarra manna em illa haldnir af sjúkdómum t.d. nýmasjúkdómum, magasámm og liðagigt á háu stigi. Margir hafa fengið hjartaáfall og svo mætti lengi telja. Algengt er að föngum sé neitað um læknishjálp, t.d. var maður í þessum búðum, Hussein Awadi að nafni, með alvarlegan augnsjúkdóm en honum var neitað um læknishjálp og nú er hann orð- inn blindur. Þið góða fólk sem vinnið að bætt- um heimi, gerið það sem í ykkar valdi stendur til þess að koma þessu hijáða fólki til hjálpar. Best væri vitanlega ef einhver úr ykkar hóp færi þama niðureftir til að sjá með eigin augum við hvílíka ógn og skelfíngu Palestínufólkið býr við. Guðjón V. Guðmundsson HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Skrifari rakst á forvitnilega klausu fyrir nokkm í blaðinu Eystra-Homi á Homafirði, einu hinna fjölmörgu fréttablaða, sem gefin em út á landsbyggðinni. Þar sagði frá því er erlent leiguskip með íslenzkum yfírmönnum kom í höfn á Homafírði og drógu skip- verjar upp gauðrifínn og skítugan íslenzkan fána. Segir í blaðinu að mönnum í landi hafí blöskrað þessi óvirðing við fánann og því látið lög- reglu vita. Lögregluþjónar fóm um borð og fengu því til Ieiðar komið, „að hrak þetta var dregið niður“. Eystra-Horn segir svona atburði sem betur fer sjaldgæfa, en spyr hvort ekki sé kominn tími til að íslenzka sjónvarpið geri fræðslu- mynd um meðferð og umgengni við íslenzka fánann. Sá sem skrifar í Eystra-Horn segist oft reka sig á það að menn em óömggir um með- ferð hans. Ekki veit Víkveiji hvort æskilegt er að skylda Sjónvarpið, þá væntanlega ríkisreknu stöðina, til að framleiða slíkt efni. Ef til vill væri slíkur fróðleikur þó ekki verra efni en svo margt sem þar er boðið upp á. Víkveiji er hins vegar hjart- anlega sammála því að brýnt er að fólk læri að umgangast og virða íslenzka fánann. Oft og mörgum sinnum hefur Víkveiji orðið vitni að því að menn verða vandræðaleg- ir og klaufalegir er þeir þurfa að draga fánann að húni. Skátahreyfíngin kennir sínu fólki fánareglur og býr eflaust margur að því sem hann hefur lært þar, en miklu fleiri hafa ekki hugmynd um að til em ákveðnar reglur um meðferð fánans. Til dæmis er alltof algengt að fáninn blakti löngu eftir löglegan flaggtíma. Sérstakar regl- ur em um hvemig á að draga fána í hálfa stöng og svo áfram sé hald- ið þá er ákvæði um að fáni megi ekki snerta jörð þegar hann er dreg- inn að húni eða felldur. Ekki er sama hvemig fáninn er brotinn saman og aldrei má íslenzki fáninn vera með öðmm á stöng. xxx Klausa í Eystra-Homi var tilefni þessa spjalls um íslenzka fán- ann og niðurlagið er sótt í leið- beiningar um meðferð íslenzka fán- ans af því tilefni: „Óheimilt er að draga fána á stöng, sem er upplitaður, trosnaður eða skemmdur að öðra leyti, og ber jafnan að lagfæra hann strax, að öðmm kosti skal hann ónýttur, með því að brenna hann. Lögreglan skal hafa eftirlit með því að ofangreindu sé framfylgt, og má gera slíka fána upptæka, séu þeir á almannafæri, utan eða innan húss.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.