Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Vangaveltur um stöðu konunnar Ung og kvenleg. Japanskar konur.. KONAN VILL EKKISTANDA A EIGIN FOTUM, HÚN VILL EKKIFRELSI - EN ÞÓ? Ungar nútímastúlkur. ... og dreymir um að giftast. „Konur gera ekkert í sínum málum hér. Þær dreymir um að láta karlmennina sjá fyrir sér, losna við óþægindin sem fylgir því að standa á eigin fótum. Ungar stúlkur eiga sér þann draum æðstan að eignast mann og sama hversu vel menntaðar og sjálfstæðar þær virðast — þær fagna þeirri stund þegar þær losna undan þeirri áþján sem fylgir því að þurfa að spila upp á eigin spýtur. Og samt... viljum við eitthvað annað hlutskipti, eitthvað sem gefúr okkur meira og merkilegra líf en að hanga yfír börnum, bíða eftir því að eiginmaðurinn komi meira og minna fúllur heim um miðnætti eftir að hafa farið út að skemmta sér með vinum sínum eftir vinnu. Þá tekur við að búa honum bað- ið, stöku sinnum uppfylla skyldur eiginkonunnar og svo veltur hann út af og daginn eftir endur- tekur sama sagan sig.“ Við sitjum á veitingastað í Ky- oto, ég og tvær japanskar stúlkur, og eftir nokkra veru í landinu hall- ast ég að því að þær hugsi eins og flestar japanskar stúlkur gera. Ein- hvem veginn hafði ég gert mér þær hugmyndir að japanska nútímakon- an væri að brjótast undan hefðum hins fastmótaða samfélags í Japan. Og þegar farið er að spytja eru áhöld um, hvort svör séu gefin. Japanir eru kurteisir inn í bein og sú kurteisi kemur meðai annars fram í ákveðnu afskiptaleysi um náungann og þeir vilja ekki láta spyija sig heldur. Með því verða þeir að mynda sér skoðanir og gefa svör sem eru í raun andstæð eðli þeirra. Þó má með þolinmæði og slatta af gætni fá Japani til að segja hug sinn, þótt maður geti á hinn bóginn aldrei verið viss um að þeir séu að segja hug sinn ... Það eru innan í þeim hólf sem þeir vilja ekki opna. Svo mótsagnakennt sem það kann að hljóma er kurteisin þeirra stærsti kostur og alvarleg- asti galli. Samt fæ ég á tilfínninguna, að konur búi við hlutskipti sem þær viija ekki. Þær hafa ekki verið ald- ar upp við að segja hug sinn og hversu þróað ser iapanskt sam- félag er í sjálfu sér, hefur þetta varla breyst. En við sitjum þarna og borðum hráan gómsætan fisk og alls konar smárétti sem ég kann ekki að nefna og einhverra hluta vegna fást þær stöllur til að spjalla um sig. En skríkja svo hálfvandræðalega, eins og þær skammist sín í aðra rönd- ina: þær eru að tala um það sem á ekkert að vera að minnast á. Eins og til dæmis að kvarta yfir stöðu kvenna. Er þegar allt kemur til alls yfir nokkru að kvarta? segir Reiko. Þær eru komnar um og yfir þrítugt og allar hafa þær góða vinnu og gætu þess vegna haldið að framtíð- in þyrfti ekki að vera ein mæða. Onnur þeirra, Kyoko, sem hefur opið og kátt andlit og hlær stöð- ugt, hefur haldið við bandarískan mann sem vinnur í Japan í nokkur ár. En til þes að foreldrar hennar komist ekki að því hafa þau útbúið sérstakar leynidyr milli samliggj- andi íbúða, svo að hann geti flúið eins og fætur toga ef svo óheppi- lega vildi til að foreldrar hennar eða einhveijir úr ijölskyldunni slæddust inn. Reiko bjó einnig með Bandaríkja- manni í nokkur ár. Síðan fór hann í burtu og sleit sambandinu við hana. Síðan hefur hún ekki getað á heilli sér tekið, og hefur nú grip- ið til þess ráðs sem milljónir gera, að setja nafn sitt í hjúskaparmiðlun- arskrifstofu í þeirri von að henni takist að ná sér í mann. Japanska konan varð mér áleitið umhugsunarefni vikumar í Japan. Þær eru helmingur af 120 milljóna manna þjóðfélagi og þær virðast upp til hópa fyrirlitnar af karlmönn- um, í réttu hlutfalli við fjöldann. Eg veitti því athygli á jámbraut- arstöðvum, að konumar drösluðust alltaf með þyngstu byrðamar, böm- in á bakinu og töskur í báðum hönd- um og við hlið þeirra spígsporaði stöðutákn þeirra, beint í baki og ánægt með sig. Leit öðru hveiju um öxl og hreytti í konuna ónotum, ef hún dróst aftur úr með hafur- taskið. Þótt fram komi í nýlegri skoð- anakönnun meðal japanskra kvenna um hvemig þær meti stöðu sína að meirihlutinn telji æskilegt að vinna utan heimilis, svo fremi sem starfs- menntunar hafi verið aflað, sögðu þó um 64 prósent kvenna að van- kantar við útivinnu væru „að þær gætu ekki annast nægilega vel um heimilið". Og 62 prósent sögðust ekki geta sinnt börnunum sóma- samlega. Um tuttugu prósent þeirra tóku fram að útivinna gæti leitt til versnandi sambands milli hjóna. En í fljótu bragði verður ekki séð að samband milli japanskra hjóna sé sérlega náið. Fæstir eiginmenn telja konu sína jafnoka sinn og því hafa þeir takmarkaðan áhuga á að halda uppi samræðum við þær. Það segir einnig sína sögu um afstöðu karla og kvenna að 43 pró- sent karlmanna sögðu að fulikomið jafnrétti væri milli kynja, en innan við 30 prósent kvenna höfðu þá skoðun. Hvað varðar almenna fé- lagslega stöðu verður munurinn þó enn meiri. Af þessum fáu tölum sem ég hef hér dregið fram má sjá, að hvað sem öðru líður gera konur sér grein fyrir því að staða þeirra er hin óþekkilegasta. En þá komum við náttúrlega aftur að þeirri spum- ingu, af hveiju þær leita ekki ein- hverra ráða til að snúa þróuninni við; því að varla þarf að taka fram að í svo þróuðu tækniþjóðfélagi sem Japan er konan auðvitað jafnrétthá karlmanni samkvæmt flestum lög- um. Það gæti virst að konum þætti þolanlegra að sætta sig við sitt, en óska sér einhvers betra, einhvem tíma. Til dæmis sögðust 53 prósent kvenna vilja fæðast í næsta lífí sem karlar, en um 30 prósent vildu fæð- ast aftur sem konur! Eins og komið hefur fram í við- tali sem ég átti við Takako Doi, formann Sósíalistaflokks Japans, hér í Morgunblaðinu fyrir nokkmm dögum — og einu konuna sem hef- ur náð árangri í stjómmálum — er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.