Morgunblaðið - 29.09.1988, Page 47

Morgunblaðið - 29.09.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 47 Foreldra- og kennarafélag Foldaskóla: Opið bréf til borgaryfirvalda Enn einu sinni þarf að huga að skólamálum íbúa Grafarvogs. Hvers vegna? Jú, Foldaskóli, einn yngsti grunnskóli borgarinnar, er orðinn þriðji stærsti grunnskóli í Reykjavík og þó tæplega hálf- byggður. Enn vantar hluta af 2. áfanga, 3. áfanga, lóð og íþrótta- hús. Fjölgun nemenda á milli ára var rúmlega 200 og ekkert bendir til þess að sú tala lækki næsta ár. Hvernig má það verða? Jú, hverf- ið er svo vinsælt og eftirsótt enda gott hverfí. Borgaryfírvöld úthluta og út- hluta lóðum og láta hanna ný og ný íbúðasvæði. Spurningin er sú hvort ekki þarf að vera samband á milli íbúða- byggðar og þjónustu eins og skóla- bygginga? Þegar þrýst er á borgaryfirvöld um meira fé og hraðari uppbygg- ingu skólahverfisins, þá benda þau iðulega á þá staðreynd að ríkið eígi að standa straum af helmingi bygg- ingarkostnaðar skóla. Frá bæjardyrum leikmanns þá fínnst nú sumum þetta allskrýtin röksemdafærsla að borgaryfírvöld geti úthlutað og selt lóðir endalaust og síðan skýlt sér á bak við skyldur ríkisins! Það liggur í augum uppi að því fleiri lóðir sem borgaryfírvöld selja því auðveldara á að vera að setja fé í sjálfsagða þjónustu við borgarana eins og skólabyggingar. í Foldaskóla er aðeins lokið við hluta 2. áfanga skólabyggingarinn- ar þrátt fyrir loforð borgarstjóra um að hann yrði allur tilbúinn haustið 1988, samanber borgara- fund í Foldaskóla 19. maí 1987. Foreldra- og kennarafélag Folda- skóla óskar mjög eindregið eftir því að lokið verði við 2. áfanga strax „Borgaryfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að sinna þessu fremur afskekkta og gjöfula hverfi af meiri alóð en hingað til.“ og að bygging 3. áfanga og lág- marks íþróttaaðstöðu verði hafin sem allra fyrst þannig að létti þrengslum af skólanum og hætt verði að aka nemendum út um allan bæ. Borgaryfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að sinna þessu fremur afskekkta og gjöfula hverfi af meiri alúð en hingað til. Það er ekki nóg að úthluta lóðum til íbúðabygginga ef hin félagslega þjónusta situr á hakanum. Pétur Sigurðsson, formaður Foreldra- og kennarafélags Foldaskóla. P.S. Bréf þetta er sent sem opið bréf því öðrum bréfum okkar til skóla- og borgaryfirvalda hefír ekki verið svarað. Ný sending af finnskum kuldafatnaði á dömur og herra •5- TS ÚTILÍFt Sími 82922 RÍÓ er alveg ekta... RÍÓkaffipakkinn er harður og lofttæmdur því þannig helst RÍÓkaffið ferskt og bragðríkt alla leið í bollann þinn. Rjúkandi RÍÓ -hörkugott kaffi AUK hf. 93.3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.