Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 NY RIKISSTJORN TEKUR VIÐ Stefiiuyfirlýsing ínkisslj óniar Steingríms Hermannssonar HER fer á eftir í heild stefiiuyfir- lýsing ríkisstjórnar Steingrims Hermannssonar, sem mynduð var í gær. 1. Ríkisstjóm Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju er mynduð til að leysa bráð- an efnahagsvanda, sem steðjar að þjóðinni. Höfuðverkefni hennar er að treysta grundvöll atvinnulífsins, stöðu landsbyggðarinnar og undir- stöðu velferðarríkis á íslandi. Stefna ríkisstjómarinnar byggir í senn á framtaki einstaklinga og samvinnu og samstarfi á félagslegum gmnni. 2. Aðgerðir ríkisstjómarinnar til lausnar aðsteðjandi vanda miða að því að treysta atvinnuöryggi í landinu, færa niður verðbólgu og vexti, veija lífskjör hinna tekju- lægstu, bæta afkomu atvinnuveg- anna og draga úr viðskiptahalla. í því skyni er nauðsynlegt að grípa til tímabundinna aðgerða í verðlags- og launamálum, lækkunar fjár- magnskostnaðar og ráðstafana til að bæta afkomu fyrirtækja í útflutn- ings- og samkeppnisgreinum og til að tryggja kjör tekjulágra einstakl- inga og fjölskyldna. 3. Meginatriðin í stefnu ríkisstjóm- arinnar eru sem hér segir: Efiiahagsmál Fyrstu aðgerðir ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum miðast við það að treysta atvinnuöryggi í landinu samtímis því að verðbólga er hamin. Á lqortímabilinu stefnir ríkisstjómin að því: • Að bæta lífskjör hinna tekju- lægstu. • Að viðskipti við útlönd verði hailalaus. • Að bæta afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina. • Að framfylgja árangursríkri byggðastefnu, sem komi á betra jafnvægi í byggðaþróun í landinu. Samræmd stjóm ríkisfjármála, peningamála og gengismála verður grundvöllur efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar. Stefnt verður að stöð- ugleika í gengismálum. Aðhaldi verður beitt í ríkisljármálum og pen- ingamálum til að koma á og við- halda jafnvægi í þjóðarbúinu á næstu árum. Ríkisíjámnál og lánsíjármál fyrir næsta ár munu miðast við að draga úr þenslu sem verið hefur í þjóðarbú- skapnum undanfarin missseri. Fjár- lög fyrir árið 1989 verða samþykkt með tekjuafgangi sem nemur 1% af tekjum. Til að ná þessu markmiði verða útgjöld ríkisins ekki hækkuð að raungildi frá því sem er á þessu ári. Auk þess verður tekna aflað í ríkissjóð meðal annars með skatt- lagningu fjármagnstekna. Lánsflár- lög munu mótast af ströngu aðhaldi að erlendum lántökum, meðal ann- ars verður lántökuskattur í breyttri mynd framlengdur til ársloka 1989 og ríkisábyrgð á lántökum banka og fjárfestingalánasjóða erlendis takmörkuð. Atvinnumál Mörkuð verður ný atvinnustefna sem stuðlar að hagvexti og skyn- samlegri nýtingu sameiginlegra auð- linda þjóðarinnar. Tekið verður fyllsta tillit til byggðasjónarmiða. Áthafnafrelsi einstaklinga og félaga verður meginregla í atvinnumálum og fijálsræði í milliríkjaviðskiptum. Ríkisstjómin mun með framkvæmd efnahagsstefnu sinnar móta al- menna umgjörð um atvinnustarf- semi, sem hvetji til ábyrgðar eigenda þannig að arðsemissjónarmið ráði ákvörðunum. • Skipulag rannsóknar- og þróun- arstarfsemi í þágu atvinnuveg- anna verður endurskoðað og stuðningur hins opinbera við áhugaverð nýsköpunarverkefni í íslensku atvinnulífi aukinn. • Stefnan í landbúnaðar- og fisk- veiðimálum verður endurskoðuð með byggðasjónarmið og aukna hagkvæmni fyrir augum. • Mörkuð verður sérstök fisk- vinnsiustefna. • Ákveðið verður með löggjöf hvar skuli draga mörk milli almanna- eignar og einkaeignar á náttúru- gæðum. • Skipulag orkuvinnslu og dreif- ingar verður endurskoðað með sameiningu orkufyrirtækja að markmiði. Orkulindir verða nýtt- ar til atvinnuuppbyggingar. • Unnið verður að því að endur- skoða lög og reglur til þess að búa íslenskum fyrirtælcjum starfsskilyrði sem eru sambæri- leg við það sem samkeppnisaðil- ar þeirra erlendis njóta. • Við fjárhagslega endurskipu- lagningu útflutningsfyrirtækja sem er eitt fyrsta verkefni þess- arar stjómar verður stefnt að aukinni hagkvæmni í rekstri þeirra. Vinnumarkaður Ríkisstjómin æskir vinsamlegra samskipta við aðila vinnumarkaðar- ins og mun hafa við þá samráð um stefnuna í kjaramálum. Hún mun hafa frumkvæði um: • Að auka starfsmenntun í atvinn- ulífinu. • Að leita leiða til að auka fram- leiðni og bæta kjör. • Að taka upp viðræður um skipu- lag vinnumarkaðarins og starfs- mannastefnu ríkisins í því skyni að auðvelda mörkun samræmdr- ar launastefnu, sem tryggi auk- inn launajöfnuð. • Að setja löggjöf um aukna hlut- deild starfsfólks í rekstri og stjómun fyrirtækja. Fjármagnsmarkaður Ríkisstjómin mun beita sér fyrir markvissum endurbótum á skipulagi og starfsháttum á fjármagnsmark- aði þannig að hann gegni betur og á ódýrari hátt þýðingarmiklu hlut- verki sínu í greiðslumiðlun og í miðl- un fjármagns frá sparifjáreigendum til lántakenda. • Stefnt verður að sammna og stækkun banka meðal annars með endurskipulagningu á við- skiptabönkum í eigu ríkisins. Markmiðið er að ná aukinni hag- kvæmni og rekstraröryggi í bankakerfinu, draga úr vaxta- mun og tryggja eðlilega sam- keppni vðskiptabankanna og bæta þjónustu. • Lög verða sett um hvers konar starfsemi á fiármagnsmarkaði. • Lög verða sett um greiðslukorta- og afborgunarviðskipti. • Sjóðakerfi atvinnuveganna verð- ur endurskoðað og einfaldað. • Fjármagn sjóða verður í auknum mæli varðveitt og ávaxtað í heimabyggð jafnframt því sem athugaðir verða möguleikar á því að efla atvinnuþróunarsjóði á landsbyggðinni. Utanríkismál Markmið utanríkisstefnu Islend- inga eru að treysta sjálfstæði lands- ins og gæta hagsmuna þjóðarinnar á alþjóðlegum samskiptum. Að því verður unnið með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Þessum mark- miðum verður meðal annars náð: • Með aukinni aðstoð og samvinnu við þróunarríki. • Með stuðningi við baráttu fyrir mannréttindum hvar sem hún er háð. • Með því að stuðla að friðsam- legri og bættri sambúð þjóða. • Með virkri þátttöku í umræðum um afvopnunarmál og kjam- orkuvopnalaus svæði í okkar heimshluta. Áhersla verður lögð á að auka þekkingu íslendinga á vígbúnaðarmálum, sérstaklega á hemaðarumsvifum á Norður- Atlantshafi, til þess að leggja óháð mat á öryggismálefni landsins og nálægra svæða. • Með því að hvetja til og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um umhverfísmál, sérstaklega um mengunarvamir á Norður-Atl- antshafi. • Með því að búa íslenskt atvinnu- líf undir þær breytingar sem verða á viðskiptaháttum og efna- hagsstjóm í Evrópubandalaginu á næstu ámm. Sérstaklega verð- ur unnið að því að laga íslenskt efnahagslíf að hinum nýju að- stæðum og tryggja viðskipta- stöðu íslenskrar atvinnustarf- semi án aðildar að bandalaginu. Ríkisstjómin áréttar áður yfir- lýsta stefiiu Alþingis að hér á landi skuli ekki vera kjamorkuvopn. Ríkis- stjómin mun ekki gera nýja samn- inga um meiri háttar hemaðarfram- kvæmdir og skipti íslendinga við vamarliðð verða endurskipulögð. Sljómkerfísbreytingar Stjómkerfi ríkisins þarf að vera í stöðugri þróun ssem tryggi árang- ursríka stjómsýslu með lágum til- kostnaði. I því skjmi mun ríkisstjóm- in vinna 'að eftirtöldum verkefnum á kjörtímabilinu: • Sett verða almenn stjómsýslulög sem miða að aukinni valddreif- ingu. • Settar verða skýrar reglur um upplýsingaskyldu stjómvalda. • Æviráðning embættismanna verður afnumin. • Starfshættir og skipulag stjóm- arráðsins verða tekin til endur- skoðunar. • Sett verða lög um aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds og unnið að endurskoðun annarra þátta réttarkerfisins. • Unnið verður að heildarendur- skoðun stjómarskrárinnar. • Kosningalög verða endurskoðuð. Byggðamál Ríkisstjómin mun beita sér fyrir jafnvægi í byggðaþróun meðal ann- ars með eftirfarandi aðgerðum: • Sveitarfélögin í landinu verða efld og aðstaða þeirra til að veita Bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar um efiiahagsaðgerðir Ríkisstjómin setti í gær bráða- birgðalög um efnahagsaðgerðir. Hér birtast þessi lög í heild. FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Forsætisráðherra hefir tjáð mér að brýna nauðsyn beri til að ákveða þegar aðgerðir til að koma í veg fyrir stöðvun mikil- vægra útflutningsfyrirtælqa, styrkja afkomu atvinnuvega, draga úr verð- bólgu og lækka vexti, og koma þann- ig í veg fyrir yfirvofandi atvinnu- leysi og leggja grunn að atvinnuör- yggi og stöðugleika í efnahagslífinu. Fyrir því eru hér með sett svo- felld bráðabirgðalög samkvæmt 28. grein stjómarskrárinnar: I. kafli Aðgerðir í atvinnumálum 1. gr. Stjóm deildar fyrir frystar afurðir í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins er heimilt að taka lán hjá Seðla- banka íslands eða fyrir milligöngu hans að ijárhæð allt að 800 milljón- um króna eða jafnvirði þeirrar fjár- hæðar í erlendri mynt. Fjármálaráð- herra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að takast á hendur sjálfskuldar- ábyrgð á endurgreiðslu láns þessa. Allt að 750 milljónum króna af andvirði láns samkvæmt 1. mgr. skal varið til greiðslu verðbóta á .LL’tíi is-jniyjfQ&s .01 lijlo | freðfisk en allt að 50 milljónum króna af andvirði þess skal varið til greiðslu verðbóta á hörpudisk. Við ákvörðun verðbóta skal fylgt ákvæð- um laga nr. 72, 28. maí 1969, með síðari breytingum. Þó skal tekið sérstakt tillit til afkomu viðkomandi vinnslugreina, og er í því skyni heim- ilt að breyta ákvörðunum um viðmið- unarverð og verðjöfnun frá 1. júní 1988. Lán það sem tekið er skv. þessari grein skal endurgreitt af tekjum Verðjöfnunarsjóðs af viðkomandi afurðum á næstu þremur árum eftir að það er tekið. Það sem þá kann að vera ógreitt fellur á ríkissjóð. 2. gr. Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laga nr. 72, 28. maí 1969, um Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins með síðari breyt- ingum, skal átímabilinu 1. júní 1988 til 31. maí 1989 einkum hafa hlið- sjón af verðiagi undangenginna tveggja ára við ákvörðun viðmiðun- arverðs fyrir skelfletta rækju í deild fyrir frystar afurðir í Verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins. Stjóm deildar fyrir frystar afurðir skal heimilt að endurskoða ákvörðun um viðmiðun- arverð og verðjöfnun frá 1. júní 1988. 3. gr. Stofna skal sjóð er nefnist At- vinnutryggingarsjóður útflutnings- 080 greina. Hlutverk sjóðsins skal vera það að veita lán til endurskipulagn- ingar, hagræðingar og framleiðni- aukningar hjá útflutningsfyrirtækj- um. Jafnframt skal sjóðurinn hafa forgöngu um að breyta lausaskuld- um fyrirtækja í útflutningsgreinum í föst lán til langs tíma. 4. gr. Forsætisráðherra skipap fimm menn í stjóm Atvinnutryggingar- sjóðs. Skulu fjármálaráðherra, iðn- aðarráðherra, sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra hver um sig tilnefna einn stjómarmann en einn skal skipaður án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður sjóðsstjómar. Stjóm sjóðsins ákveð- ur lánveitingar að fengnum tillögum samstarfsnefndar lánastofnana at- vinnuveganna og Byggðastofnunar. Ríkisendurskoðandi fylgist með starfsemi sjóðsins og gefur Alþingi reglulega skýrslu um starfsemi hans. 5. gr. Stofnfé Atvinnutryggingarsjóðs skal vera 1.000 milljónir króna. Skal ríkissjóður leggja sjóðnum til 600 milljónir króna sem koma til lækkun- ar á framlagi ríkissjóðs til Atvinnu- leysistryggingarsjóðs, skv. 15. gr. laganr. 64, 2.júní 1981, vegnatíma- bilsins 1. júlí 1988 til 30. júní 1990. . i iri il; r i> l aAértíKi j Jafnframt skal ríkissjóður leggja Atvinnutryggingarsjóði til 400 millj- ónir króna sem aflað skal með sér- stökum tekjuskattsauka á ámnum 1989 og 1990. Stjóm sjóðsins er heimilt að taka lán hjá Seðlabanka íslands eða fyrir milligöngu hans að fjárhæð allt að 1.000 milljónum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að takast á hendur sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu láns þessa. 6. gr. Atvinnutryggingarsjóði er heimilt að hafa milligöngu um skuldbreyt- ingu á allt að 5.000 milljónum króna af lausaskuldum útflutningsfyrir- tækja. í því skyni er sjóðnum heim- ilt að taka við skuldabréfum frá fyr- irtækjum í útflutningsgreinum og gefa út skuldabréf til lánardrottna þeirra. Ber sjóðurinn ábyrgð á greiðslu þeirra skuldabréfa með eignum sínum. 7. gr. Byggðastofnun annast reiknis- hald og rekstur sjóðsins eftir nánara samkomulagi við stjóm Atvinnu- tryggingarsjóðs. Ríkisendurskoðun annast endur- skoðun reikninga Atvinnutrygging- arsjóðs. .Ufoimojjtj go Jil í V BOiIifJú mpqí 8. gr. Atvinnutryggingarsjóður útflutn- ingsgreina skal undanþeginn öllum opinbemm gjöldum og sköttum hveiju nafni sem nefnast. Öll skjöl viðvíkjandi lánum sem sjóðurinn veitir eða tekur, skulu undanþegin stimpilgjaldi. 9. gr. Forsætisráðherra setur með reglugerð nánari reglur um Atvinnu- tryggingarsjóð sbr. 3. til 8. gr. laga þessara. 10. gr. Greiða skal sérstakt gjald af loðnu og öðmm bræðslufiski sem fluttur er út óunninn til vinnslu erlendis. Gjaldið rennur til reiknings fyrir loðnuafurðir í deild fyrir mjöl og lýsi í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins. Gjaldið skal ákveðið sem tiltekin Qárhæð á hvert tonn bræðslufisks. Sjávarútvegsráðherra skal að feng- inni umsögn stjómar Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins ákveða með reglugerð fjárhæð gjaldsins til þriggja mánaða í senn. Við þessa ákvörðun skal taka mið af áætluðum greiðslum til Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins vegna útflutnings á loðnuafurðum miðað við hvert hrá- efnistonn samkvæmt mati Þjóð- hagsstofnunar. Gjadið fellur í gjalddaga við skil á gjaldeyri vegna sölunnar þó eigi síðar en þijátíu dögum eftir löndun erlendis. Um innheimtu gjalds þessa þ. á m. um dráttarvexti, lögtaksrétt og ábyrgð, gilda að öðm leyti ákvæði laga nr. 13, 16. mars 1988, um að- gerðir í sjávarútvegi, eftir því sem við getur átt. Sjávarútvegsráðherra setur nán- ari reglur um framkvæmd þessarar greinar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.