Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 64
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Sjóefiiavinnslan: LyQafyrir- tækirifta "'samning’i Grindavík. LYFJAFYRIRTÆKIN Pharmaco hf. og Delta hf. sem nýlega tóku við rekstri Sjóefhavinnslunnar á Reykjanesi hafa rift leigusamn- ingnum við Hitaveitu Suðurnesja. Telja ráðamenn fyrirtækjanna að forsendur fyrir rekstrinum, sem lágu fyrir við samninga, hafi ver- ið rangar. LyQafyrirtækin gerðu samníng við HS í sumar um leigu á fast- eignum og tækjum Sjóefnavinnsl- unnar hf. og tóku við rekstrinum í byijun þessa mánaðar. Starfsmönnum Sjóefnavinnslunn- ar, um 8 talsins, hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. nóvem- ber en af hálfu eigenda fyrirtækisins hefur ekki verið tekin ákvörðun um framhaldið. Kr.Ben. Reykinga- • • jnonnum fækkar úr 40% í 34% Á fjögurra ára starfstímabili Tóbaksvarnanefiidar, sem lýkur starfstíma sínum í haust, hafa reykingar fullorðinna (18-69 ára) minnkað rnikið. Árið 1985 reyktu 40% landsmanna daglega en í ár er talið að 34% reyki. Samkvæmt upplýsingum frá Tóbaksvarna- nefiid er þetta mesta minnkun reykinga sem vitað er um. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs -hefur sala tóbaks og neysla dregist saman og er það í samræmi við þróun undanfarinna ára. Sala á vindlingum hefurdregist saman um V2%, vindla um tæp 2%, neftóbaks um tæplega 2% og sala reyktóbaks um liðlega 12%. Morgunblaðiö/Ragnar Axelsson Næst þeim eru Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þá Ólafiir Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnað- ar- og samgönguráðherra og ystur situr Svavar Gestsson mennta- málaráðherra. Lengst til hægri situr Guðmundur Benediktsson ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneyti. Rikisstjórn Steingríms Hermannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöð- um i gær. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, situr við borðs- endann, og við hlið hennar sitja Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Við hlið þeirra sitja Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-, dóms- og kirkj umálaráðherra. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tekin við: Millifærslur og launa- og verðstöðvun áfram RÍKISSTJÓRN Steingríms Her- mannssonar tók við völdum á ríkisráðsfundi klukkan 14 í gær á Bessastöðum. Áður hafði rikis- stjórn Þorsteins Pálssonar skilað af sér á ríkisráðsfundi á Bessa- stöðum. Nýja ríkissljómin hélt '»*' Skútur áferð Þó hausti sé tekið að halla og allra veðra von eru segl- skútur enn á ferð við landið. Þessi þýska seglskúta lenti í erfiðleikum vegna veðurs suð- ur af landinu um síðustu helgi. Áhöfnin óskaði eftir að fá að taka þátt í Tilkynning- arskyldunni, en á leiðinni til Reykjavíkur gaf hún sig ekki fram. Var þá farið að svipast um eftir skútunni, og við venjulega eftir- grennslan fannst hún síðan heilu á höldnu í Grindavikurhöfii. Morgunblaðið/Guðmundur Valdimarsson sinn fyrsta hefðbundna fund klukkan 16 i gær þar sem sam- þykkt vom bráðabirgðalög um efiiahagsaðgerðir, sem forseti íslands undirritaði síðan, og yfir- lýsing um fyrstu aðgerðir í efiia- hagsmálum. Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra sagði á fréttamanna- fundi, sem formenn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks héldu að afloknum fyrsta ríkisstjómarfundinum, að bráða- birgðalögin beindust að því að snúa við þeirri þróun sem verið hefði í íslensku atvinnulífi og tryggja að hjólin færu að snúast á ný. Ólafur Ragnar Grímsson, §ár- málaráðherra, boðaði breyttar áherslur í skattamálum. Hann sagði að vaxtagróði yrði skattlagður og þeir sem hefðu grætt á góðæri und- anfarinna ára yrðu skattlagðir til að ijármagna „bakfærslu" til út- flutningsatvinnuveganna. Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins var veitt heimild með bráðabirgða- lögum að taka 800 milljóna króna lán til greiðslu verðbóta á freðfísk og hörpudisk, og stofnaður var Atvinnutryggingasjóður útflutn- ingsatvinnugreina sem fær 2 millj- arða til ráðstöfunar á næstu tveim- ur árum, auk þess sem honum er heimilt að' hafa milligöngu um skuldbreytingu á allt að 5 milljörð- um króna af lausaskuldum útflutn- ingsfyrirtælqa. Laun, sem og al- mennt fiskverð, verða fryst til 15. febrúar og verðstöðvun ríkir til 28. febrúar og jafnframt var Seðla- banka heimilað að breyta grunni lánskjaravísitölu þannig að launa- vísitala vegur þar helming. Gert er ráð fyrir að fiskvinnsla og útgerð í heild verði rekin halla- laus eftir aðgerðir ríkisstjómarinn- ar. Útgerðin verður hins vegar rek- in með 3% halla, en frystingin með V2% hagnaði. Áðrar greinar fisk- vinnslu verða reknar með V2-8V2% hagnaði, samkvæmt fyrstu útreikn- ingum. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það sem skeri mest í augu við nýaf- staðna stjómarmyndun sé niður- læging Alþýðuflokks, sem standi nú fyrir milljarða millifærslu á ábyrgð ríkissjóðs eftir að hafa bar- ist fyrir að uppræta „velferðarkerfí atvinnuveganna". Hann sagðist myndu taka málefnalega afstöðu til ríkisstjómarinnar, en sér sýndist upphafið ekki gæfuíegt hvað mál- efnin varðaði. Sjá fréttir á bls. 2, 26, 27, 32, 33 35, 40, 41 og 44. Gengið fellt um 3% HÆTT var að skrá gengi krón- unnar klukkan 10 í gærmorgun og þvi ekki hægt að fá afgreidd- an gjaldeyri í bönkum eða að leysa vörur út úr tolli. Gengis- skráning hófst svo aftur klukkan 14, þegar gengið hafði verið fellt um 3%. Sigurður Öm Einarsson, skrif- stofustjóri hjá Seðlabankanum, sagði að menn vissu að það hefði ekki verið óeðlilega mikið gjaldeyr- isútstreymi úr bönkunum á síðustu dögum. Gunnar Þórhallsson, deild- arstjóri hjá Tollstjóraembættinu, sagði að oft hefði verið meira að gera við tollafgreiðslu þegar rætt hefði verið um gengisfellingu. Seðlabankinn hafði heimild til 3% gengisbreytingar í bráðabirgðalög- um fráfarandi ríkisstjómar frá því í maí. Gengisfellingin f gær var gerð að ósk ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar um að þessi heim- ild yrði notuð í tengslum við efna- hagsaðgerðir stjómarinnar. Sölugengi bandaríkjadollars er nú 48,26 krónur, en var áður 46,91 króna. Söluverð sterlingspunds hækkaði úr 78,408 krónum í 82,292 krónur, danskrar krónu úr 6,5058 í 6,7032 krónur, þýsks marks úr úr 24,9316 í 25,6811 og japansks yens úr 0,34851 í 0,35963 krónur. Sjá gengisskráningu á bls. 34.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.