Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Betri heilsa ÍTóró25eru 15vítamínog 10 steinefni í réttum hlutföllum. Eitt hylki gefur fullan dag- skammt allra helstu vítamína og steinefna. Tóró 25 er e.t.v. besta fáanlega fjölvítamínið, hvað varðar verð og gæði. „Sífellt fleiri rannsóknir á efn- um til varnar sjúkdómum benda til þess að nokkur næringarefni dragi úr tíðni krabbabeins í þekjuvef líkam- ans. Meðal þeirra eru A, C og E vítamín, B-karótín (for- veri A vítamíns) og selen". Hollar og fjölmettaðar fitusýr- ur fyrir hjarta og æðakerfi. Ekkert annað lýsisþykkni á íslandi er ríkara af omega-3 fitusýrum, þ.e. 50% innihald af EPA og DHA. Hylkin inni- halda ekki A og D vítamín. Gerið verðsamanburð. Jifí TÓRÓ H Síöumúla 32, I08 Reykjavík, cr 686964 Listín að fiillorðnast Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hún á von á barni („She’s Having a Baby“). Sýnd i Háskólabíói. Bandarísk. Leikstjóri, hand- ritshöfundur og framleiðandi: John Hughes. Kvikmyndataka: Don Peterman. Helstu hlutverk: Kevin Bacon, Elisabeth McGov- em, Alec Baldwin, William Win- dom og Paul Gleason. Munið þið eftir unga manninum sem náði leigubílnum á undan Steve Martin eftir mikinn eltingaleik um götur stórborgarinnar í upphafi gamanmyndarinnar Á ferð og flugi („Planes, Trains and Automobiles") eftir John Hughes? Það var Jeffer- son Briggs (Kevin Bacon) að flýta sér heim til sín og ef þið farið að sjá þessa næstu Hughes-mynd Hún á von á bami ( She’s Having a Baby“), sem líka er sýnd í Há- skólabíói, fáið þið að kynnast Briggs, konunni hans, vinum, for- eldrum og tengdaforeldrum, ná- grönnum, starfinu, getuleysinu ... Hér þarf að spóla aðeins til baka. Briggs var alls ekki þessi hamingju- hrólfur sem hann lítur út fyrir að vera í dag. Efi á stærð við Hamlet nagaði hann í mörg ár. Átti hann að ganga í hjónaband, átti hann að axla ábyrgð í lífinu, koma sér fyrir í úthverfinu, kaupa hús og bíl og fá trausta vinnu í borginni, verða pabbi? Var loksins kominn tími til að fullorðnast? Gat hann komist hjá þvf? Kemst einhver hjá því? Heitir þetta líf að fullorðnast? Hvað var svona gott við það? Hún á von á bami svarar þessum spumingum flestum um leið og hún rekur sögu manns sem lætur full- orðinsárin ríða yfir sig án þess nokkumtímann að reyna að ná taki á þeim eða hafa áhuga á því yfir- leitt. Hann fær allt upp í hendumar án þess að sækjast verulega eftir því nema einhverstaðar langt í íjarska er eins og hann heyri skyld- una kalla: Eignastu fjölskyldu, hús og bíl. Tengdapabbinn, að eilífu pirrað- ur útí tengdasoninn, þolir ekki dáð- og áhugaleysið sem fylgir vanda Briggs við að takast á við fullorðins- árin, vinur hans er sífelldur minnis- varði um piparsveinalífið sem var og í nágrönnunum sér hann það sem verður; garðsláttur á sunnudags- morgnum og svo er setið á sólstól- um með bumbuna út í loftið og rif- ist um bestu sláttuvélina. Kevin Bacon leikur eiginmanninn unga og tvístígandi og það er hans besta hlutverk til þessa. Hann nær því ótrúlega vel og á kíminn máta að lýsa hikandi og óöruggri ferð stráksins inní heim ábyrgðar og Martröð- in á háa- loftinu Martröð á háaloftinu („Flowers in the Attic“). Sýnd í Regnbogan- um. Bandarísk. Leikstjóri: Jefifrey Bloom. Handrit: Jefifrey Bloom, efiir sögn V.C. Andrews. Fram- leiðendur: Sy Levin og Thomas Fries. Kvikmyndataka: Frank Byers og Gil Bubbs. Helstu hlut- verk: Louise Fletcher, Victoria Tennant, Kristy Swanson og Jeb Stuart Adams. Frá því hún vann til Óskarsverð- launa fyrir Gaukshreiðrið höfum við séð Louise Fletcher bregða fyrir í misjöfnum aukahlutverkum í mis- jöfnum myndum. Hún ætlar seint að losa sig við harðstjóraímyndina sem hún skapaði sér í Gaukshreiðr- inu og hún ætlar seint að losa sig úr ódýrum B-myndum eins og þeirri sem nú er sýnd í Regnboganum og heitir Martröðin á háaloftinu („Flowers in the Attic"). Myndin er byggð á metsölubók um §óra krakka sem flytja með mömmu sinni heim til afa og ömmu þegar pabbinn deyr. Mamman hafði gifst í óþökk foreldra sinna fyrir 17 árum og dauðvona pabbi hennar má alls ekki vita um bömin ijögur því þá gerir hann hana arflausa. Svo þau eru falin uppá háalofti undir umsjón ömmunnar (Louise Fletcher) á meðan mamman (Vic- toria Tennant) ætlar að byija nýtt líf. Bömin virðast ekki eiga undan- komu auðið og þau gera sér grein fyrir um síðir að líklega muni þau aldrei sleppa lifandi af háaloftinu. Ekkert galin saga en handrits- höfundinum og leikstjóranum Frank Bloom gengur illa að koma henni til skila. Handritið er óttalega ósannfærandi og gloppótt. Það er t.d. aldrei gefin viðhlýtandi skýring á breytingu Tennant úr elskulegri, bamgóðri flögurra bama móður í miskunnarlausan bamamorðingja. Leikstjómin er spennulaus að kalla og hallærisleg í lýsingu á fullkomna IMNHMII ICOSTUR FYRIR ÞIG (VA 2.3 KG' FYBIB BAB MH-T BÍÓÍVA1L- NIÐ 3-0 KG' PV0L0.5L 1NGABEFNI2-0L- OÚN MÝKIf babn® KB- 311.- KB. 336- KB. 16°-' KB. 62-' KB-155' KB.166' KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT! fullorðinsára; það er eins og hann sé búinn að míga á sig á brúðkaups- myndinni. Hann á auðvelt með að vinna samúð áhorfandans með sínu pínlega litla sjálfstrausti og óvissu á leið til skilnings um að þú finnur ekki hamingjuna heldur skapar hana sjálfur. Hún á von á bami er enn ein myndin sem John Hughes skrifar, framleiðir og leikstýrir og hún ætti að standa með bestu myndum hans. Glettilega góð frásögnin er oft á mörkum draums og veruleika, of- skynjana og óttalegra hugsýna Briggs og afturhvarfa sem Hughes blandar saman í eina bráðfyndna og skemmtilega heild með viðeig- andi athugasemdum sögumannsins, sem er Briggs sjálfur, og skreytir og íjörgar með popptónlist eins og honum einum er lagið. Þegar kynlíf- ið þeirra hjóna er orðið að vélrænni æxlun og endalausu striti í tilraun til að eignast bam syngur Sam Cook „Chain Gang“ undir. Eins og Hughes hitti áður í mark þegar hann fjalla.ði um unglinga hittir hann á rétta strengi þegar hann fjallar um sambýlið, ekki síst í lítil- vægum smáatriðum sem fá aukna og hlægilega þýðingu. Hann getur skapað eftirminnilegar persónur eins og bálreiðan tengdapabbann, sem aldrei getur látið hjá líða að lýsa yfir hversu óverðugur tengda- sonur Briggs er, og æskuvininn, sem situr fastur í sömu spomm, úr litlu eða engu efni. Hughes er leikstjóri leikaranna og þeir standa sig allir með prýði í stómm og smáum hlutverkum, vel innstilltir á góðlátlega kímnina. Ber þar hæst hina gullfallegu Elisabeth McGovem í hlutverki eiginkonunn- ar og Alec Baldwin í hlutverki æskuvinarins. Louise Fletcher; enn eitt harð- stjórahlutverkið í myndinni Mar- tröð á háaloftinu, sem sýnd er í Regnboganum. fjölskyldulífinu í byijun; þegar pappinn kemur heim úr vinnunni fela krakkamir sig skríkjandi á bak við sófa og stökkva fram til að fagna honum, sem væri allt í lagi ef tveir þeirra væm ekki að nálgast tvítugsaldurinn. Leikur krakkanna er aldrei góð- ur, sérstaklega ekki hjá Jeb Stuart Adams og Kristy Swanson, sem leika eldri krakkana. Swanson minnir helst á það þegar hún var afturganga með tölvukubb í hausn- um í Wes Craven-hrollvekjunni „Deadly Friend". Andlitsförðun krakkanna, sem á að sýna hungur þeirra og áhrif innilokunarinnar, er fullkomlega óekta og lítið dæmi um hvemig kastað hefur verið til hend- inni við gerð þessarar myndar. Hin breska Victoria Tennant finnur sig hvergi í hlutverki mömm- unnar, hvorki þegar hún er góð eða slæm og hún á oft erfitt með að fínna amerískan hreim líka. Og þá er Fletcher eftir í hlutverki illu ömmunnar sem kreistir Biblíuna á milli handanna eins og sjóhatt og notar orð hennar til að refsa. Hún er sú eina sem eitthvað líf er í en hún er þreytuleg samt eins og hún vildi fengin losna úr þessu harð- stjórafangelsi og fá frelsi í mildari ömmuhlutverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.