Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 28
í>o 28 886f flHSMUT^aS .6S fHJOAOtlTMMH ,QI0AJ9I4U0ÍI0M MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Afganistan: Skæruliðar skjóta eld- flaugnm á Kabúl-borg Moskvu. Reuter. AÐ SÓGN TASS-fréttastofunnar sovésku fórust 35 manns og meira en 150 særðust á miðvikudag er skæruliðar skutu eldflaugum á Kab- úl, höfiiðborg Afganistan, þriðja daginn í röð. Eldflaugaárásin stóð í klukkustund og fórust flestir er ein flauganna lenti á fjölsóttu torgi í miðborginni. TASS sagði einnig að skotið hefði verið eldflaugum á miðstöðvar yfír- valda í héruðunum Gazni, Lagman, Nangahar, Balkh, Baktia, Parwan, einnig vígið Khust í austurhluta landsins. Á mánudag týndu 26 manns lífi í eldflaugaárás skæruliða á Kabúl en ekki er vitað um mannfallið á þriðrjudag. TASSítrekaði fyrri ásak- anir sovéskra stjómvalda á hendur Pakistönum um afskipti af innanrík- ismálum Afganistan og skýrði frá því að utanríkisráðherra kommún- istastjómarinnar í Kabúl hefði afhent fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Kabúl sjöttu mótmælin af þessu tilefni. „Með mótmælaorðsendingunni voru lagðar fram sannanir fyrir brotum Pakistana á friðarsamningi stríðsað- ila, er gerður var í Genf, og þess krafíst að málið yrði rannsakað," sagði fréttastofan. Bandaríkin: Árás kynþáttahat- ara sögð uppspuni New York. Reuter. Bandaríska dagblaðið New York Times skýrði frá því á Tíbet: Táragas gegn mótmælendum Peking. Reuter. LÖGREGLAN í Lhasa, höfuðborg Tíbets, skaut táragassprengjum að fólki, sem safiiast hafði saman, til að koma í veg fyrir mótmæli. Er það haft eftir vestrænum mönnum í borginni. Sagt er, að atburðurinn hafí átt sér stað á þriðjudag þegar sjö búdda- munkar gengu kringum Johkang- musterið og höfðu uppi hróp um sjálfstæði landsins. Þegar lögreglan kom á vettvang létu munkamir sig hverfa í mannfjöldann, sem tók á móti lögreglumönnunum með gijótkasti og ókvæðisorðum. Fjórir menn voru handteknir. Á þriðpudag var ár liðið sfðan tíbe- skir munkar fóru í mikla göngu til að mótmæla yfirráðum Kínveija og ijórum dögum síðar, 1. október, skaut lögreglan á mótmælendur og drap að minnsta kosti fjóra. þriðjudag að rannsókn hefði leitt í ljós að yfirgnæfandi líkur væru á því að frásögn svartrar stúlku, sem hefur haldið þvi fram að henni hafi verið rænt og nauðg- að, væri uppspuni. Litið hefur verið á hina meintu árás á stúlk- una sem tákn fyrir kynþáttahat- ur í Bandaríkjunum. Tawana Brawley fannst á síðasta ári, þá fímmtán ára að aidri, útötuð í hundasaur og með orð eins og „niggari" og „KKK“ - sem stendur fyrir öfgahreyfínguna Ku Klux Klan - rituð á líkamann. Móðir stúlkunnar sagði að sex hvítir menn hefðu rænt og nauðgað henni. New York Times greindi frá því að búist væri við að nefnd sem rann- sakar málið myndi opinbera að hún hefði ekki fundið neinar sannanir fyrir mannráni og nauðgun. Nefíid- armennimir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að stúlkan hefði ákveðið að fara ekki heim til sín daginn sem henni átti að hafa verið rænt. Ástæðan væri sennilega sú að hún óttaðist að sljúpfaðir hennar myndi refsa henni fyrir að koma of seint heim. Hún hefði því sjálf atað sig út og logið að lögreglumönnum, félagsráðgjöfum og öðmm sem tengdust málinu. Vilt þu kynna starísemi' fiölmiðla? w Ndmskeið e: eniað fíeíjast á eítiitöldum sviðum fjalmiðlimar: Útvarp: Þáttagerð fyrir - almenn dagskrárgerð. Sjónvarp: Gerð sjónvarpsþátta og frairikoma í sjónvarpi. Dagblöð og tímarit: Viðtöl og greinaskrií Eirikatímar: Framkoma i fjölmiðlum — samskipti við fjölmiðla. Konfúsíusar minnst Reuter Tævanskar skólastúlkur taka þátt í hátíðarhöldum árla gærmorguns í Tapei-musterinu þegar þess var minnst að 2,538 ár eru liðin frá fæðingu kínverska heimspekingsins Konfusíusar. Heiðurs- gestur við hátíðarhöldin var forseti Tævans, Lee Teng-hui. Pravda: Armensk yfirvöld hvött tíl að beita meiri hörku Moskvu. Reuter. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, hvatti í gær yfir- völd í Armeníu til að sýna meiri hörku gagnvart verkfallsmönnum og sagði, að niðurrifestarfsemi síðustu níu mánaða yrði að linna. í fyrradag var verkfallsmönnum hótað hörðum refeingum sneru þeir ekki strax aflur til vinnu. Stjórnandi: Arnþrúður Karlsdóttir, cand.mag. Upplýsingar og innritun í síma 45103 á milli kl. 16 og 19 næstu daga. í Prövdu sagði, að armensk yfír- völd hefðu sýnt, að þau réðu ekki við ástandið enda hefðu allar til- raunir þeirra einkennst af fálmi og fáti. Sagði ennfremur, að alls konar „spillingaröfl" kyntu undir ókyrrð- inni til að athyglin beindist síður að þeim sjálfum og nefndi sem dæmi, að þegar saksóknarinn í Nagomo-Karabakh hefði loksins farið að rannsaka spillinguna, mútugjafír og svik, hefði verið hert á þjóðemiskröfunum um allan helming. Talsmaður armenska utanríkis- ráðuneytisins í Jerevan sagði í gær, að enn væru víða verkföll í verk- smiðjum og flutningastarfsemi en Frakkland: Útferarstofii- anir sakað- ar um mútur Cannes. Reuter. SVO óvægin er samkeppnin milli útfararstofiiana á Frönsku River- íunni, að nokkrar hafa brugðið á það ráð að „kaupa“ lík, múta hjúk- runarfólki, starfemönnum líkhúsa og embættismönnum til að beina viðskiptunum til þeirra. Málið kom upp á Cote d’Azur þar sem eftirlaunafólk er fjölmennt en þar hafa þijár stórar útfararstofnan- ir lengi setið einar að viðskiptunum. Að undanfömu hafa hins vegar ný og lítil fyrirtæki reynt að komast inn á þennan markað við lítinn fögnuð þeirra, sem fyrir voru. Þau gripu þá til þess að múta starfsfólki sjúkrahúsanna og embættismönnum til að tryggja sér viðskiptin. Ein litlu útfararstofnananna hefur nú kært forsvarsmenn hinna þriggja stóru og aðstoðarforstjóri eins þeirra hefur viðurkennt að hafa greitt um 300.000 kr. á ári í mútur. ástandið væri þó að færast í eðli- legt horf. í fyrradag hótuðu yfírvöld í Arm- eníu að beita þá hörðum refsingum, sem ekki snem strax aftur til vinnu, og var meðal annars nefnt, að þeir jrðu sviptir launum, sviptir sumar- leyfísrétti og síðast en ekki síst þurrkaðir út af húsnæðisbiðlistum væri þá þar að fínna. Er það ekk- ert gamanmál fyrir almenning í Sovétríkjunum þar sem fólk verður að bíða ámm saman eftir eigin húsnæði. Bretland: Harold Macmillan fær uppreisn æru St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í SÍÐUSTU viku birti nefiid niðurstöður sínar um hlut Harolds Macmillans í að afhenda Sovétmönnum kósakka eftir síðari heims- styijöldina, en þeir höfðu flúið frá Sovétríkjunum í byltingunni 1917. Nikolai Tolstoy greifi, rithöfundur i Bretlandi, hafði grafið upp skjöl um þessa afhendingu og birt frásagnir af þvi í tveimur bókum sínum. Fyrir tveimur árum gaf Tolstoy út bók sína „Ráðherrann og fjölda- morðin", þar sem hann leiðir rök að því, að Macmillan hafi staðið að baki því, að breskir yfirmenn í stríðsfangabúðum bandamanna í Klagenfurt í Austurríki afhentu Sovétmönnum 70.000 kósakka, sem ekki voru sovéskir ríkisborgar- ar. Þeir voru allir myrtir umsvifa- laust. Sömuleiðis afhentu Bretar Júgóslövum landa þeirra, sem bar- ist höfðu gegn hersveitum Títós, en þetta braut í bága við Yalta- samkomulagið. Hersveitir Títós drápu alla þá fanga þegar í stað. Vitað er, að Macmillan, sem síðar varð forsætisráðherra Bret- lands, kom til Klagenfurt 13. maí 1945 til að hitta Keightley hers- höfðingja. Tolstoy taldi, að Mac- millan og hershöfðinginn hefðu gert samsæri um að afhenda Sovét- mönnum og Júgóslövum alla stríðsfanga án tillits til ríkisfangs og vilja þeirra sjálfra. Niðurstöður nefndarinnar eru þær, að um ekkert samsæri hafí verið að ræða. Macmillan hafí gert samning við Sovétmenn og Júgó- slava um að fá frá þeim breska stríðsfanga og þeir fengju landa sína í staðinn. Þegar Macmillan átti tal við Keightley hafi enginn vitað, að í fangabúðunum í Klagen- furt voru kósakkar, sem ekki höfðu sovéskt ríkisfang. Þegar Macmillan fékk fregnir af því, stöðvaði hann afhendingu þeirra umsvifalaust, en þá var búið að láta tugi þúsunda kósakka í hendur Sovétmönnum og and- kommúnista í hendur Júgóslövum. Það verði einnig að hafa í huga, segir í áliti nefndarinnar, að bresku hersveitimar í Austurríki hafi verið háðar velvilja Sovétmanna, sem hertóku austurhluta landsins í lok seinni heimsstyijaldarinnar. Því hafi verið eðlilegt að gera samning- inn og Macmillan hafí í einu og öllu farið eftir fyrirmælum yfír- manna sinna í Lundúnum. Tolstoy hvikar ekki Tolstoy segir í viðtali við The Sunday Times síðastliðinn sunnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.