Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 27 HVAÐ SEGIR STJORNARANDSTAÐAN? Uppgjöf Alþýðuflokksins réð úrslitum í síðustu ríkisstjórn - segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fráfar- andi forsætisráðherra segir að það sem skeri mest í augu við nýafstaðna stjórnarmyndun sé niðurlæging Alþýðuflokksins sem fyrir síðustu kosningar hafí barist fyrir því að uppræta vel- ferðarkerfí atvinnuveganna á ábyrgð ríkissjóðs en verði nú að kingja því að einu efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar séu milljarða millifærsla á ábyrgð ríkissjóðs. Hann segir einnig að það sem hafi ráðið úrslitum í síðustu ríkissfjórn hafi verið upp- gjöf Alþýðuflokksins við að framfylgja raunhæfri stjómar- stefiiu eftir efiiahagsaðgerðir í maí sl. Þegar Þorsteinn var spurður álits á nýju ríkisstjóminni, m.a. með til- liti til þess að upp komu ásakaiir um trúnaðarbrest milli stjómar- flokkanna meðan á stjómarmynd- unarviðræðum stóð, sagðist hann hafa of langa reynslu af sambúðar- málum til þess að geta glaðst yfir að þessi stjóm byrjaði með meiri sambúðarerfíðleika en sú síðasta. „Ég vil aðeins taka málefnalega afstöðu til ríkisstjórnarinnar en mér sýnist upphafið ekki vera gæfulegt hvað málefnin varðar. Það er þó athyglisvert við þessa stjómar- myndun að Alþýðubandalagið skuli ganga inn á það núna- að afnema umsamdar launahækkanir og banna kjarasamninga. Fram til þessa hafa þeir aðeins tekið þátt í því að afnema umsamdar verð- bætur á laun. Ég geri ráð fyrir því að með þátttöku Alþýðubandalags- ins í ríkisstjórn verði ekkert úr þeim hótunum sem fram hafa komið frá BSRB um verkföll og frá ASÍ um aðgerðir til að draga úr afköstum í atvinnulífínu. Það sem sker þó mest í augu er niðurlæging Alþýðuflokksins sem verður nú að kyngja því að einu efnahagsráðstafanimar em millj- arða millifærsla á ábyrgð ríkissjóðs. Fyrir síðustu kosningar börðust þeir fyrir því að uppræta það sem þeir kölluðu: velferðarkerfi atvinnu- veganna á ábyrgð ríkissjóðs. Nú em þeir neyddir til að standa að mestu tilfærslum á ábyrgð ríkissjóðs sem sögur fara af og það stendur ekki ein fúaspýta eftir af efnahags- og fjármálastefnu flokksins. blossaði upp á ámnum 1985-86. Það varð hins vegar ekki samstaða í stjóminni um með hvaða hætti ætti að rétta við rekstur útflutn- ingsframleiðslunnar og iðnaðarins og í þeim efnum höfðum við sjálf- stæðismenn lagt fram einu raun- hæfu tillögumar um almennar að- gerðir sem hefðu skotið raunvem- legum stoðum undir sjávarútveg- inn, jafnframt því sem við lögðum til lækkun á skatt á matvæli sem hefði tryggt lækkandi verðbólgu og lægri vexti." - Var það pólitískt úthaldsleysi sem varð stjóminni að falli? „Það réð fyrst og fremst úrslitum að Alþýðuflokkurinn gafst upp á aðild að raunhæfri stjórnarstefnu við aðgerðimar í maí. Þá vom skoð- anakannanir famar að sýna mikið fylgistap flokksins þannig að þeir þorðu ekki að taka á málum og það kom fram í þeim mikla ágreiningi sem varð um maíaðgerðimar. Eftir það hafa þeir smám saman verið að færa sig í átt að millifærsluleið- inni. Sú leið er kannski sársauka- minni í upphafí og auðveld aðferð fyrir stjómmálamenn sem þora ekki að taka út erfiðleikana þegar taka þarf á, en algerlega gagnslaus í raunvemleikanum. Þess vegna hraktist flokkurinn í fangið á Fram- sóknarflokknum vegna þess að hann gafst upp með sama hætti og 1979. Nú er verið að gera ráðstafanir sem byggjast á margra milljarða tilfærslum á ábyrgð ríkissjóðs. Stór- aukin skattheimta mun ekki bjarga atvinnulífinu og heldur ekki aukið lánsfé og það er verið að hlaða hér upp vandamálum sem menn eiga eftir að glíma við eftir nokkrar vik- ur eða mánuði í mun stærri stil en nú vegna rangra ákvarðana," sagði Þorsteinn Pálsson. Þorsteinn Pálsson í annan stað verða þeir að sætta sig við það að Stefán Valgeirsson verði aðalútdeilingarstjóri á því fjár- magni sem ríkissjóður ber ábyrgð á og að hann skammti einstökum fyrirtækjum líf eða ekki líf eftir geðþótta. í þriðja lagi em þeir hraktir úr fjármálaráðuneytinu með gífurlega skuld við Seðlabankann sem óuppgerðan hlut. En það alvarlegasta er þó það, að Alþýðuflokkurinn gerði aðeins eina kröfu við þessa stjómarmynd- un, að Alþýðubandalagið fengi ekki neitunarvald um álframkvæmdir og virkjanir. Framsóknarflokkurinn neyddi Alþýðuflokkinn hins vegar til þess að afhenda þetta neitunar- vald þannig að það er sama hvern- ig á er litið, Alþýðuflokkurinn hefur alls staðar verið barinn niður. Nú bíður maður bara eftir því hvort nýi utanríkisráðherrann verður ekki innan tíðar að kyngja utanríkis- stefnu Alþýðubandalagsins og Framsóknar,“ sagði Þorsteinn. Þegar hann var spurður hvað honum væri efst í huga þegar hann léti af embætti forsætisráðherra, sagði hann að fráfarandi ríkisstjóm hefði ekki verið langlíf en samt náð talsverðum árangri við að koma á betra jafnvægi í efnahagsmálunum. „Það hafði dregið úr þeirri miklu þenslu í viðskiptum ogþjónustu sem Höfumfýrrséð fögur fyrirheit - segir Kristín Halldórsdóttir þing- maður KvennaUsta „ÞETTA eru orð. Við höfúm fyrr séð fögur fyrirheit í stefnuyfír- lýsingum. Það eru gerðimar sem tala og við Kvennalistakonur bindum nákvæmlega engar vonir við ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti og félagshyggju og leyfir sér að heQa sinn feril með launafólkið í fjötrum, eins og einn stuðningsmanna þessarar stjórnar orðaði það,“ sagði Kristin Halldórsdóttir þegar Morgunblaðið spurði hana um álit á stefiiuyfírlýsingu ríkis- stjórnarinnar og fyrstu aðgerð- um i efnahagsmálum. Kristín vildi þó ekki hafna þess- ari stefnuyfirlýsingu með öllu. „Það er margt í stefnuskrá þessarar ríkisstjómar sem við Kvennalista- konur getum tekið undir,“ sagði Ágreiningnr í utanríkismál- um leiðir til stjórnarslita — segir Albert Guðmundsson formaður Borgaraflokks t ÉG VIL nú helst ekkert ræða ennan nýja stjórnarsáttmála. Ig held að það verði bara að koma í yós hvað hann þýðir,“ sagði Albert Guðmundsson, þeg- ar Morgunblaðið leitaði í gær álits hans á stefiiuyfirlýsingu ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Albert sagðist enn- fremur trúa að verði ágreiningur innan sljórnarinnar í utanríkis- málum hljóti það að leiða til stjórnarslita. „Það er svo auðvelt að tor- tryggja það sem væntanleg stjóm- arandstaða segir um vinnubrögð stjómarinnar. Fæst orð bera minnsta ábyrgð, svo að ég held að ég láti þá bara eiga sig svona fyrst um sinn,“ sagði Albert. Hann var spurður hvort einhver Albert Guðmundsson einstök atriði málefnasamningsins styngju í augu öðmm fremur. Hann kvað margt vera í samningnum sem hann væri ekki sáttur við og Borg- araflokkurinn hefði gert athuga- semdir við á sínum tíma, en vildi ekki segja frekar hver þau atriði væm. „Við verðum bara að sjá hver verður útkoman hjá þeim,“ sagði hann. Um utanríkismálakafla málefna- samningsins sagði Albert Guð- mundsson: „Ég held að þeir boði enga sérstaka nýja stefnu í utanrík- ismálum. Ég reikna með að stefnan verði sú sama áfram og ég held að kommamir komist ekkert upp með það að koma í veg fyrir fram- kvæmdir eða annað. Það held ég að hljóti að þýða stjórnarslit, ef þeir ætla að fara að skipta sér af utanríkismálum." _____MH' 'EE^AFÍjrAÐ, Kristín Halldórsdóttir hún. „Sem dæmi má nefna kaflann um umhverfismálin. Sá málaflokk- ur hefur verið mjög ofarlega á blaði hjá okkur og mér finnst ekki ör- vænt um að þar kunni að nást árangur og við munum sannarlega leggja því lið. Mér fínnst vanta þama miklu meiri áherslu á málefni kvenna, í ríkisstjóm manna sem margsinnis hafa kennt sig við jafn- rétti og félagshyggju. Þess sér ekki nægilega stað í þessari stefnuyfir- lýsingu. En það em ekki orðin sem skipta meginmáli heldur gerðimar, þannig að ég sé ekki beinlínis ástæðu til að fara nákvæmlega í þessa stefnuyfirlýsingu.“ Kristín var spurð um fyrstu að- gerðir ríkisstjómarinnar í efnahags- málum. „Þetta em vitaskuld skammtímalausnir," sagði Kristín, „sem við teljum útaf fyrir sig nauð- synlegar og em nokkuð hliðstæðar þeim hugmyndum sem við höfðum um bráðaaðgerðir í efnahags- og atvinnumálum. En, það er fram- haldið sem skiptir máli og við höfum lagt áherslu á það að fram fari sundurgreind úttekt á þessum vanda og reynt verði að treysta stoðimar til langframa svo að við lendum ekki aftur og aftur í þess- ari aðstöðu að þurfa að hindra hmn eins og menn tala um.“ SPECIAL" Ódýrt en best Skötuselssúpa Monkfish soup kr. 225.- Humarsúpa Lobstersoup kr. 395.- Pasta með krækling í hvítlaukssósu Pasta with mussels in garlic sauce kr. 325.- Rækjur með hrísgrjónum | barbecue Shrimps with rice barbecue kr. 325.- Ofnbakaður saltfiskur lasagne Ovenbaked saltfish lasagne kr. 795.- Hámerisbauti í rauðvíni Steak of porbeagle in redwinesauce kr. 695.- Grísarifjar í súr sætri sósu Pork rib in sweet and sour sauce kr. 810.- Reykt súla með sveppasósu Smoked gannet with mushroomsauce kr. 895.- Pönnusteikt smálúða að eigin vali Panfried founder at your choose kr. 795.- Að sjálfsögðu er einnig boðið uppá okkar rómaða „a la carte“. AINARHÖLL BBSmjRANT opinn á kvöldin frá kl. 18:00, ] þriðjud. til laugard. pantanasími 18833 Hverfisgötu 8—10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.