Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Markmið landgræðsluáætlunar eru raunsæ og framkvæmanleg - segir Hallgrímur Indriðason framkvæmdastj óri Skógræktarfélags Eyfirðinga í ljósi hálfrar aldar reynslu af skógræktarstarfi, má full- yrða að markmið landgræðsluá- ætlunar frá 1974 eru öll raunsæ og framkvæmanleg. í áætlun- inni er skógræktarstarfi sett sjö markmið. Þau eru: framleiðsla á nytjaviði, framleiðsla á jólatij- ám, skógrækt á útivistarsvæð- um, skógrækt á friðlöndum, skógrækt á sumarbústaðalönd- um, ræktun beitiskóga og rækt- un skjólbelta. Þetta kom meðal annars fram í máli Hallgríms Indriðasonar firamkvæmda- stjóra Skógræktarfélags Ey- firðinga á umhverfismálaþingi þar sem hann fjallaði um útivist- arskóga. EINAR E. Sæmundsen garð- yrkjusljóri í Kópavogi segir umhverfismálin hafa hingað til borið vott um veikan lilekk hjá sveitarfélögunum samanborið við flesta aðra rekstrarþætti þeirra. Þeir málaflokkar, sem hefðu á bak við sig sterka lög- gjöf, vel mótað starfssvið og fjárframlög frá ríki, hefðu no- tið meiri athygli. „Ég tel mig hafa séð breytingar til batnaðar að undanförnu og óneitanlega vekur það vissar væntingar þeg- ar þessi málaflokkur nær at- hygli stofinunar eins og Norr- ænu ráðherranefndarinnar sem er samstarfsvettvangur allra ríkissfjórna Norðurlanda," sagði Einar. •x Nýlega sendi nefnd á vegum stofnunarinnar frá sér skýrslu, sem Qallar um „Útivistar- og umhverfismál næst byggð“. I skýrslunni er einnig að finna drög að áskorun Ráðherranefndarinnar til stjómmálamanna um þessi mál. Þar er farið fram á að: 1. Allir norrænir stjómmála- menn á þingum eða í sveitar- stjómum leggi sitt að mörkum til að auka mikilvægi um- hverfis- og útivistarmálefna við skipulagningu, sem og við stjómmálalegar ákvarðanir. Þannig að útivistarmál og umhverfismál næst byggð fái . sama vægi og önnur mikilvæg Hallgrímur dró markmið rækt- unar saman í tvo meginflokka: framleiðsluskógrækt og umhverf- isskógrækt. Framkvæmdaaðilar að framleiðsluskógrækt eru Skóg- rækt ríkisins, sem starfar sam- kvæmt skógræktarlögum, bændur á nokkmm stöðum á landinu sem stunda nytjaskógrækt, sem aukabúgrein í samræmi við skóg- ræktarlög og með stuðningi ríkis- ins og ennfremur nokkur stærri skógræktarfélög. Framleiðslu- skógræktinni er ætlað að gera íslendinga sjálfbjarga um allt gróftimbur í framtíðinni. Alitið er að heildarsvæðaþörf slíkrar fram- leiðslu sé um 40.000 hektarar að flatarmáli og er þá miðað við að málefni samfélagsins svo sem skólamál, heilbrigðismál og samgöngumál. 2. Að ríki búi þannig að sveitar- félögum að þeim sé kleift að ráðast í úrbætur á sviði úti- vistarmála. T.d. með löggjöf eða með fjárstuðningi til kaupa á landi og búa sem útivistarsvæði í nánd við byggð. 3. Skipulagsyfírvöld landanna gefi út leiðbeiningar til sveit- arstjóra, sem gæfu skipu- leggjendum og sveitarstjóm- armönnum hugmyndir að úr- lausnum þannig að þeir geti betur sinnt útivistarþörfum íbúanna. 4. Skipulagsyfirvöld Iandanna hvetji sveitarfélögin til þess að gera sérstakar áætlanir um hverfis- og útivistarmál í tengslum við aðalskipulags- gerð. 5. Að ábyrg yfirvöld standi vörð úm almannaréttinn, rétt al- mennings til frjálsrar um- ferðar um landið. 6. Að reynt verði að fýlgjast með þróun þessa málaflokks af hálfu skipulagsyfirvalda. 7. Af hálfu sveitarfélaganna á Norðurlöndum verði séð til þess að tekin verði frá hæf landsvæði til Qölbreytilegra útivistarafnota. Útivistar- svæði eiga ekki að vera af- gangssvæði. heildar grófviðarþörf okkar sé um 150.000 rúmmetrar á ári, að sögn Hallgríms. „í ljós hefur komið að sveitarfélögin eru fremst í fram- kvæmd umhverfisskógræktar. Einnig eru skógræktarfélögin og Skógrækt ríkisins þátttakendur." Einstaklingar leggja líka mikla fjármuni og vinnu í umhverfis- skógrækt og afkastamesti hópur einstaklinga eru eigendur sumar- bústaða og fullyrti Hallgrímur að þeir eigi eftir að hafa mikil áhrif á umhverfismótun á næstu árum. Hallgrímur rakti stuttlega sögu skógræktar á íslandi. Á tímabilinu frá 1899-1930 þróast skógræktar- starfíð hægt en nokkuð miðar þó bæði á hinu „pólitíska" og hinu 8. Sveitarfélög varðveiti nátt- úruleg landssvæði innan sinna marka til útivistar. 9. Að sveitarfélög sjái til þess að útivistarsvæðin séu að- gengileg öllum, að þau liggi vel við almenningssam- göngum og tengd göngu- og hjólreiðastígakerfum. Sér- staklega þarf að huga að að- gengi aldraðra, hreyfíhaml- aðra og bama. 10. Að lokum er fólk hvatt til að standa vörð um útivistar- möguleika næst byggð og til þess að taka til hendinni í samráði við sveitarstjórnir. í máli Einars kom fram að á síðustu 100 árum hefði orðið al- gjör kollsteypa í búsetuháttum íslensku þjóðarinnar. Þann 1. des. 1987 bjuggu 90% þjóðarinnar í þéttbýli og 10% í stijálbýli og fyr- ir einni öld voru hlutföllin með öfugum formerkjum. Islendingar hafa því ekki búið í þéttbýli í marga ættliði. Eftirsjáin eftir menningu bændasamfélagsins átti svo sterk ítök í hugum fólks að það gleymdi að beina athyglinni að kringumstæðum þar. Sú kyn- slóð, sem nú er að vaxa úr grasi, verður mest vör við þann skort á menningu, sem viðgengst í um- hverfismálefnum þéttbýlisins. „Lærir hún að bera virðingu fyrir umhverfi sínu ef hún kemst ekki á auðveldan hátt í snertingu við náttúruna þar sem hún býr? Krafan til úrbóta á umhverfínu næst þar sem maðurinn býr vex með hverjum degi. Nærtæk dæmi um breytt hugarfar er stofnun umhverfisflokka eða græningja- flokka í nærliggjandi löndum,“ sagði Einar. Gaumgæfa þarf öll landnotkunaráform Einar sagði að þó rúmt væri um flesta þéttbýlisstaðina á lands- byggðinni, væru aðstæður þannig á höfuðborgarsvæðinu að rík ástæða væri til að gaumgæfa vel öll landnotkunaráform með það sérstaklega í huga að eyðileggja ekki framtíðarkosti til útivistar næst byggð. Aukning á útivistar- þátttöku almennings væri áber- andi um allan hinn vestræna heim. „praktíska" sviði. Nefna má skóg- ræktarlögin, „Lög um skógrækt og vamir gegn uppblæstri lands", sem Hannes Hafstein ráðherra beitti sér fyrir og samþykkt voru á Alþingi 1907. Þar með var lagð- ur grundvöllur að stofnun Skóg- ræktar ríkisins. Hið „praktíska" frumkvæði kom ekki síst frá Ræktunarfélagi Norðurlands und- ir forystu Sigurðar Sigurðssonar búnaðarmálastjóra og Páls Briems amtmanns, en Sigurður hafði aflað sér ræktunarþekkingar í Noregi og kynnst þeirri ræktunarbjart- sýni, sem þar ríkti skömmu fyrir aldamót. Tijáræktin varð einn höfuðþátturinn í tilraunastarfi Ræktunarfélagsins. Glæsilegir minnisvarðar þeirra tilrauna eru tijágarðamir við Minjasafnið og Gömlu Gróðrarstöðina. Einnig er víst að tijágróðurinn i gamla inn- bænum á Akureyri á rætur sínar að rekja til starfsemi Ræktunarfé- lagsins. Segja má með sanni að tilraunastarfið hafi þannig skilað sér skjótt til almennings. Skógræktarfélag ís- lands stofnað 1930 Árið 1930 er síðan Skógræktar- félag íslands stofnað á Þingvöll- um. Því félagi var ætlað að virkja alla áhugasama skógræktarmenn til átaks. Hægt miðar í fyrstu en segja má að eftir 1930 séu virkir framkvæmdaaðilar að skógrækt í landinu orðnir tveir, Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Is- lands. Störf þeirra manna, sem á þessu tímabili skipast í forystu- sveit íslenskra skógræktarmanna má að mörgu leyti líkja við störf trúboða. Þeirra verkefni var meðal annars að eyða vantrú. Það vom þessir menn, sem gáfu þjóðinni nýjan gróður. Á ámnum eftir 1930 og fram undir 1970 em gerðar tilraunir með margar tegundir. Fræ og græðlingar em sóttir á ýmsar norðlægar slóðir. Niður- stöður þessara tilrauna em að koma í ljós og á þeim munum við byggja starfið í framtíðinni. Vetrarstarf Kammerhljóm- sveitar Akureyrar fer nú senn að heljast. Hljómsveitin, sem rekin er að hluta sem atvinnu- mannahljómsveit, hefúr nú starf- að í tvö ár og er farin að skipa sér fastan sess í bæjarlífinu. Síðasta vetur var aðsókn að tón- Ieikum hljómsveitarinnar mun meiri en fyrra starfsár hennar og gefúr það bjartar vonir um að grundvöllur sé fyrir starfsemi slíkrar hfjómsveitar. Hlutverk hennar er að gefa áheyrendum tækifæri á að hlýða á fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum, segir í fréttatilkynningu firá Kammer- hljómsveitinni. í Kammerhljómsveit Akureyrar eru kennarar og nemendur við Tón- Morgunblaðið/Rúnar Þór Hallgrímur Indriðason firam- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Landgræðsluáætlun Árið 1971 skipaði Halldór Sig- urðsson þáverandi landbúnaðar- ráðherra nefnd, sem kölluð var landnýtingar- og landgræðslu- nefnd. Þessi nefnd skilaði síðan af sér landgræðsluáætlun 1974- 1978. í erindisbréfi nefndarinnar er henni falið að vinna að heildará- ætlun um alhliða landgræðslu og skipulega nýtingu landgæða. I kjölfar áætlunarinnar kom svo þjóðargjöfin 1974 á 1100 ára af- mæli Islandsbyggðar. Þá var ákveðið að veija til skógræktar og landgræðslu einum milljarði á þávirði til viðbótar þeim íjármun- um, sem einstöku stofnanir höfðu á fjárlögum ríkisins, sagði Hallg- rímur. Skógræktarfélag Eyfirðinga Um starfsemi Skógræktarfé- lags Eyfirðinga sagði Hallgrímur að starfsvettvangur þess væri allt Eyjaijarðarsvæðið, frá Grýtu- bakkahreppi í austri til Ólafsfjarð- ar í vestri. Á svæðinu byggju um 25.000 manns. „Þegar félagið var stofnað árið 1930 voru náttúruleg- ir skógar nánast horfnir, aðeins þekktar birkileifar á þremur stöð- um í sýslunni, í Leyningshólum, Vöglum á Þelamörk og Garsárg- listarskólann á Akureyri auk þess sem hljóðfæraleikarar annars stað- ar frá hafa veitt hljómsveitinni lið- styrk sinn. Einleikarar og stjórn- endur hafa verið innlendir og er- lendir listamenn. Nú hefur hljóm- sveitin hug á að kanna áhuga bæj- arbúa fyrir hljómsveit af þessu tagi til að fá vissu fyrir því hvort starfs- grundvöllur sé fyrir henni í raun. Fyrirhugað er að stofna áhuga- samtök um rekstur Kammerhljóm- sveitarinnar. Slík samtök myndu að hluta til sjá um rekstur hljóm- sveitarinnar sem yrði þá sjálfstætt fyrirtæki. Með þessu er Kammer- hljómsveitin að vísa því til bæjarbúa hvort þeir vilji hafa hljómsveit, sem þessa í bænum og er starfið því að mjög miklu leyti komið undir við- brögðum fólks. IMorðlendingar! Stofnfundur SÁÁ - N Samtaka áhugamanna um áfengisvandamálið - Norðurlandi verður haldinn í Borgarbíói kl. 14.00 laugardaginn 1. október. Allir áhugamenn velkomnir. Kaffisala á hótel Varðborg. Fyrirlestur Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁA flytur erindi um forvarnarstarf og horfur í áfengismálum. Allirvelkomnir. Undirbúningsnefnd. Umhverfismál látin silja á hakanum hjá sveitarfélögum - segir Einar E. Sæmundsen garðyrkjustjóri í Kópavogi Kammerhljómsveit Akureyrar: Fyrirhuguð stofiiun áhugamannasam- taka um reksturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.