Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 37
88er aaaMaiqag .es HUDAQUTMMia .öiaAjawuDauM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 37 ili. Fyrstu verkefni félagsins voru því friðun þessara svæða. Áhugi félagsmanna beindist þó ekki síður að nýrækt nytjaskóga og í þeim tilgangi voru friðuð umfangsmikil svæði: Vaðlareitur, Miðhálsstaðir og Kjarnaskógur. Hefðbundin landbúnaðarframleiðsla á Eyja- fjarðarsvæðinu setti þó skógrækt- arstarfínu þröngar skorður. Þegar kom fram undir 1970 var talið nokkuð einsýnt að ekki fengjust nein veruleg landsvæði til skóg- ræktar hér. Á tíu ára tímabili frá 1970-1980 skipast veður í lofti. Hefðbundin landbúnaðarfram- leiðsla dregst saman og við það losna lönd til skógræktar. Allt í einu stöndum við frammi fyrir því að geta valið um lönd í stað þess að vera úthlutað argasta óræktarl- andi. 38 bændur vildu skóg- rækt sem aukabúgrein í kjölfar þessarra breytinga gerðum við könnun á áhuga bænda á félagssvæðinu á skóg- rækt sem aukabúgrein og kom- umst að því að ekki færri en 38 bændur voru tilbúnir að leggja um 900 hektara lands til framleiðslu- skógræktar. Þar með hófst nýtt tímabil í skógrækt á félagssvæði Skógræktarfélags Eyfirðinga.“ Af rúmlega 600 hektara skógarsvæði á vegum félagsins má telja um 470 hektara til umhverfísskóga og útivistarskóga. í Vaðlareit er lágmarksþjónustu haldið uppi við grisjun, þar eru sorpílát, stígagerð er enn í lágmarki, en bílastæði hafa verið gerð. Ekkert sérstakt hefur þó verið gert til að draga fólk inn á svæðið. Eigendur lands- ins eru þrír bændur í nágrenninu. Þegar svæðið var friðar 1936 afsö- luðu þeir umráðarétti sínum til félagsins gegn því að fá í sinn hlut helming af nettótekjum þegar skógurinn yrði höggvinn. Með tímanum hafa forsendur breyst þannig að tekjur þeirra eru enn mjög óvissar. Því telst það eðlilegt að samningar verði endurskoðaðir þar sem skógurinn hefur fengið nýtt markmið, að sögn Hallgríms. Örvaþarffólk til útivistar „Kjamaskógur hefur aftur á móti nokkra sérstöðu. Þegar svæð- ið var að mestu fullplantað um 1972 afsalaði Skógræktarfélag Akureyrar, sem þá var deild innan Skógræktarfélags Eyfírðinga, sér svæðinu til Akureyrarbæjar með sérstökum kvöðum um áfram- haldandi framkvæmdir. Umhverf- isnefnd í umboði bæjarstjómar flallar árlega um tillögur Skóg- ræktarfélagsins um rekstur svæð- isins og getur á þann hátt komið á framfæri sínum óskum og ábendingum. Á 16 ára tímabili hefur svæðið þróast frá því að vera lokað skógræktarland í að vera fjölsóttur útivistarskógur. Skógræktarfélagið hefur það meg- inmarkmið með framkvæmdum á svæðinu að þær örvi fólk til hollr- ar útivistar allan ársins hring. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við meðal annars lagt um 10 km af göngustígum, þar af um 3 km með upplýstri trimmbraut, sem nýtist allan ársins hring, byggt leiktæki fyrir fullorðna og böm og komið fyrir útigögnum ýmis konar. En fyrst og síðast höfum við haldið áfram skógrækt á svæðinu. Til þess að örva enn frekar til útivistar höfum við stað- ið fyrir námskeiðum, í svepp- atínslu, ratleik, skíðagöngu og grasafræði. Einnig höfum við gert þar tilraun með rekstur vettvangs- skóla," sagði Hallgrímur. Nokkrir ráðstefiiugesta hlýða á setningu. Morgunbiaðið/Rúnar Þór Fjölmenni á ráðstefnu um umhverfismál á Akureyri FÉLAG íslenskra landsiagsarki- tekta stóð fyrir ráðstefhu um umhverfismál á Akureyri um helgina í samvinnu við um- hverfisdeild Akureyrar og Skipulag ríkisins. Flutt vom nokkur erindi, þeirra á meðal ræddi Þorvaldur S. Þor- valdsson forstöðumaður borgar- skipulags Reykjavíkur um hugtak- ið „Winter Cities" — bæir á norð- urslóð. Hallgrímur Indriðason framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Eyfírðinga ræddi um útivist- arskóga. Einar E. Sæmundsen garðyrkjustjóri í Kópavogi og Hallgrímur Guðmundsson sveitar- stjóri á Höfn í Homafirði fjölluðu um stjóm umhverfísmála hjá sveit- arfélögum og prófessor Sven Ing- var Andersson frá Arkitektaskó- lanum í Kaupmannahöfn ræddi um útivistarsvæði í bæjum. Þátt- takendur á ráðstefnunni vom yfír 150 talsins. Sjálfstæðismenn, stöndum vörð um Sjálfstæðisflokkinn, eflum flokksstarfið. Gerum skil á heimsendum happdrættismiðum. .HAPPDRÆTTI HAUST. , SJALFSTÆÐISFLOKKSINS VERÐMÆHR VINININGAR GREIÐSLUKORTAÞJ ÓNUSTA HRINGIÐ I SIMA 82900 Skrifstofan Háaleitisbraut 1 er opin virka daga frá kl. 9-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.