Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Oft er sagt að þekking á stjömuspeki leiði til aukins skilnings á mannlegu eðli og umburðarlyndis í garð náung- ans. Ef vel er á málum haldið ætti hún því að geta stuðlað að bættum samskiptum manna á meðal. ViÖhorf til barna Á einu sviði mannlegra sam- skipta mætti vel koma til auk- inn skilningur, eða í samskipt- um bama og fullorðinna. Oft má sjá visst virðingarleysi í hegðun fullorðinna gagnvart bömum og unglingum. í verslunum ryðjast fullorðnir framfyrir böm sem þó hafa beðið í lengri tíma eftir af- greiðslu. Hegðun fullorðinna gagnvart þeim er einnig ólík því sem gengur og gerist á milli fullorðinna. í stað þess að beðið sé um að lækka í útvarpi svo dæmi sé nefnt, er kallað eða öskrað og þá notað skipunarform. „Slökktu á þessu helv ... gargi." Viröingarleysi Þetta virðingarleysi birtist m.a. í því að þrátt fyrir að margir unglingar safnist sam- an niður í miðbæ Reykjavíkur að kvöldlagi, er eina opinbera saleminu I miðbænum lokað um tíuleytið, eða í þann mund sem unglingamir eru að tínast I bæinn. Ætli fullorðnir segðu ekki eitthvað ef þeim væri úthýst á þann hátt sem hér um ræðir. Mikilvœgi uppeldis Lengi býr að fyrstu gerð seg- ir máltækið, og þvf er mikil- vægt að komið sé vel fram við bömin. Við getum ekki hundsað þau en jafnframt krafist þess að þau standi sig með sóma. Við getum ekki kastað lyklum I unga krakka, látið þau ganga sjálfala, á meðan við vinnum, öskrað á þau þegar við komum heim og ætlast síðan til þess að þau séu kurteis og prúð þegar út I þjóðfélagið er komið. Ef við viljum bæta þjóðfélag okkar þurfum við að fara vel með efniviðinn, æskuna sem á að erfa landið, skilja að hvert bam býr yfír ákveðnum ein- staklingseinkennum sem nauðsynlegt er að virða og hlúa að. Dregurdámaf. . . Það sem skiptir máli I sam- skiptum bama og fullorðinna er að þeir fullorðnu sýni gott fordæmi. í stað þess að byrsta rödd sína og tala niður til bamsins er réttara að tala við það af yfirvegun og skyn- semi. Á þann hátt lærir bam- ið að tjá sig á yfírvegaðan og skynsamlegan hátt. Það skiptir einnig máli að þeir fúllorðnu reyni að setja sig I spor þeirra yngri, og koma fram við þau eins og þeir vilja að aðrir komi fram við sig. Mannlegt eöli Það sem hér er sagt virðist kannski sjálfsagt og svo ætti að vera. En reynslan sýnir þvf miður að svo er ekki, að vfða er pottur brotinn og að marg- ir fullorðnir mættu sér að skaðlausu endurskoða hegðun sfna gagnvart bömum. Eina helstu ástæðuna fyrir þvf að við vanrækjum böm okkar, eða komum ekki alltaf fram við þau sem skyldi, tel ég vera þá að í menningu okkar vantar þekkingu og skilning á þörfúm einstaklingsins. Við hugsum ekki nógu mikið um hið breytilega upplag ein- staklinganna, erum ekki nægilega meðvituð um okkar eigin hegðun og höfum því ekki alltaf þekkingu til að bera þegar að því kemur að ala önn fyrir öðru fólki. :::::::::::::::::: :::::::::::::::::: :::::::::::::::::: GRETTIR BRENDA STARR ÉG NOTA EtOa F&KSÍPUMA , LE/r A£> KÆNASTA P&SSy^AALLT' þETTA EP PAGBLAO, EKK/ SPÆTJAPA - S70PA PyKAe fZÍKT OG 'ASTSJÚKT FÓLK ' g1 lt-hjóN'N AÐ srypjyt GEPÐAOA Ms L E/K HE//U1/L/S- USPA OG þM VEB&UCZ H/ETT V/E> t=>AE>, EN EF V/D GEISUAA ÞAÐ EKK/ HÆTH -HJÓN/l DÝRAGLENS í dag heiti ég Jezebel. Jezebel var hin illa drottn- ing Ah^bs konungs I Gamla testamentinu ... 1 annarri Konungabók seg- ir að þjónar hennar hafi fleygt henni út um glugga og hún komið niður á höf- uðið... í dag heiti ég Súsanna. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson Nokkur pör fundu réttu vöm- ina gegn flórum hjörtum suðurs í lokaumferð Butler-keppni BSI. Þeirra á meðal vom Stefán Guðjohnsen og ísak Sigurðsson, og bræðumir Hermann og Ólaf- ur Lárussynin Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 98753 VD5 ♦ 7 ♦ KG732 Vestur Austur ♦ 102 ♦ DG6 T 976 V84 ♦ ÁG96542 ♦ KD3 ♦ Á ♦ 108654 Suður ♦ ÁK4 VÁKG1032 ♦ 108 ♦ D9 Á einu borði gengu sagnir þannig: Vestur Norður Auatur Suður Pass Pass Pass 1 hjarta 2 tiglar Dobl 3 tiglar 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur á út og leggur fyrst niður laufás. Stappar svo í sig stálinu og læðir út tígultvisti. Þar er austur í athyglisverðri stöðu. í flestra augum skiptir engu máli hvort hann lætur drottninguna eða kónginn. En svo er ekki — það skiptir makk- er nefnilega miklu máli! Með því að láta drottninguna er tauga- spenna hans framlengd um nokkrar sekúndur á meðan sagnhafí er að blaða í spilunum sínum og leita að tígli. Ef maður vill hafa makker sæmilegan á geðsmunum er því vissara að setja hæsta spilið í þessum stöð- um. Þetta er útúrdúr. Austur spil- ar auðvitað laufí um hæl, eins og um er beðið, og svo setur vestur punktinn yfír i-ið með því að spila tígulás og ónýta þannig KG f laufí sem niðurköst. Það var í þessari stöðu sem nokkrir spilarar misstigu sig, spiluðu spaða eða trompi. Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Novi Sad f Júgó- slavfu í sumar kom þessi staða upp í skák sovézka stórmeistarans Vasjukovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Júgóslavans Berkovics. 19. Ba7+! - Kxa7, 20. Rb5+ - Kb6 (Þetta jafngildir auðvitað uppgjöf, því svartur leyfír mát f einum leik. 20. - Kb8, 21. Rxc7 var hvort eð var vonlaust.) 21. a5 mát. Ólympíumótið 1990 fer fram í Novi Sad og verða haidin nokkur opin skákmót þar fram að því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.