Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 55 Sveinrún Jóns- dóttir - Minning Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fyigi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Okkur systumar langar að kveðja ömmu okkar, Sveinrúnu Jónsdóttur, með nokkmm línum. Amma Sveinrún eins og við kölluð- um hana, var fædd í Austdal við Seyðisfjörð 15. maí 1897. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Margrét- ar Einarsdóttur frá Ásgeirsstöðum í Eiðaþinghá og Jóns Jónssonar bónda í Austdal. Amma var ein af 6 systkinum og em þau nú öll látin. Ámma giftist Andrési Rassmus- sen sjómanni frá Seyðisfirði og bjuggu þau þar sín búskaparár. Þau eignuðust 3 böm saman, Guðrúnu sem býr á Akureyri, Oddnýju sem lést 3ja ára og Ásvald bifreiðasmið sem býr í Kópavogi, elsti sonur ömmu, Ragnar Bóasson býr í Los Angeles í Bandaríkjunum. Á búskaparámm afa og ömmu á Seyðisfírði var oft þröngt í búi og átti atvinnuleysi þar stærstan þátt. Árið 1945 lést afí eftir stutta sjúkralegu. Þetta var í stríðslok og litia eða enga atvinnu var að fá á Seyðisfírði á þessum tíma. Ásvaldur faðir okkar var þá 17 ára og ákvað hann að flytjast suður og freista þess að fá atvinnu þar. Hann sett- ist að í Keflavík og fluttist amma ásamt Guðrúnu dóttur sinni til hans árið eftir eða 1946. Þar bjuggu þau í 10 ár. Eftir að pabbi gifti sig, Emu Maríu Jóhannsdóttur, árið 1956 gerðist amma ráðskona og var hún lengst af hjá Guðbrandi Tómassyni bæði í Borgamesi og í Reykjavík. Eigum við systumar góðar minn- Minning: Gunnlaugur Páls- son — Siglufirði Fæddur 21. maí 1963 Dáinn 26. júlí 1988 Það eina sem við mennimir eig- um víst í þessari jarðvist okkar er dauðinn. Dauðinn er óumflýjanleg staðreynd, líkn þeim öldmðu og sjúku en allt of oft er ungt fólk í blóma lífsins hrifið á brott án nokk- urs fyrirvara og frá óloknu ævi- starfí. Þannig var því vissulega varið þann 26. júlí sl. þegar tveir ungir menn fómst af gúmmíbáti við Siglufy'örð. Annar þessara manna var systur- sonur minn, Gunnlaugur Pálsson, aðeins 25 ára gamall. Útför hans fór fram frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn 19. september sl. að viðstöddu fyölmenni. Það var 21. maí 1963 sem yngstu systur minni, Stellu Einarsdóttur, og manni hennar, Páli Gunnlaugs- syni, fæddist sonur sem skírður var nafni föðurafa síns, Gunnlaugur, en í daglegu tali alltaf kallaður Gulli. Áður vom fædd Óli Þór og Ásdís en síðar bættust við Ás- grímur, Siguijón og Róbert. Hann ólst upp með systkinum sínum við mikið ástríki á góðu og myndarlegu heimili. Eins átti hann góða að, þar sem vom móðurforeldrar hans, þau Dórothea og Einar, sem nú er lát- inn, og Ásgrímur móðurbróðir hans á Gmndargötu. Að hefðbundnu skólanámi loknu tók vinnan við, ungur fór hann til sjós en hin síðari ár vann hann við löndun á fiski. Hann þótti góður starfsmaður og var vel liðinn af félögum sínum. Gulli var mikið náttúmbam, allt útilíf freistaði hans mjög. Veiði- mennska var eitt af áhugamálum hans og kom hann oft færandi hendi til móður sinnar, sem svo matreiddi gómsæta rétti úr bráðinni. Annað áhugamál Gulla var lyftingar og áskotnuðust honum margir titlar í þeirri grein. Hann þótti sterkur vel, enda kölluðu félagar hans hann „Gunnlaug stálfíngur". Árið 1985 tók hann þátt í Heimsmeistaramóti unglinga í lyftingum, sem fram fór í Þýskalandi, og komst þar í úrslit. Á sl. ári varð hann þriðji í röðinni þegar keppt var um titiiinn sterk- asti maður Norðurlands. Árið 1982 hóf Gulli sambúð með unnustu sinni, Guðlaugu Sverris- dóttur, og áttu þau orðið eigin íbúð á Hvanneyrarbraut 62, Siglufirði. Þau eignuðust 2 böm, Halldóm Guðlaugu, fædda í september 1984, og Pál sem fæddist í mars á þessu ári. Gulli hlúði vel að heimili sínu og man ég hvað hann var hreykinn þegar hann tiikynnti fæðingu bama sinna. Þau fara mikils á mis að fá ekki lengur að njóta samvista við föður sinn, en þau eiga góða móður og góða að sem munu styðja þau í framtíðinni. Frá fyrstu tíð var Gulli frændi minn mér sérstaklega kær og þó að ég og fyölskylda mín flyttum frá Siglufírði aðeins rúmu ári eftir að hann fæddist rofnuðu tengslin aldr- ei. Bæði var að ég hef reynt að fara norður á ári hveiju og ef Gulli var hér í Reykjavík kom fyrir að hann dveldi á heimili mínu tíma og tíma. Gulli var hiédrægur maður, jafn- vel feiminn, og hafði sig lítið í frammi. Hann gat líka verið glett- inn og ræðinn og munum við hjón- in margar ánægjulegar stundir með honum. I apríl sl. dvaldi ég í tvær vikur í vonskuveðri á Siglufirði. Þegar veðrinu slotaði keyrði Gulli mig upp í Varmahlíð í veg fyrir rútu sem fór til Reykjavíkur. í för með okkur var Dóra, litla dóttir hans. Veðrið var fagurt, alít var þakið snjó svo sá ekki á dökkan díl. Hann var glaður og ánægður með lífið og ræddum við margt á leiðinni. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá hann. Þessi síðasta sam- verustund okkar verður mér alltaf minnisstæð. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og þessi dagur hafí verið táknrænn, því eins og bjart var yfir öllu, þá er bjart yfir öllum minningum mínum um hinn látna frænda minn og vin. Hugur minn er hjá syrgjandi ást- vinum. Þau hafa öll mikið misst. Guð gefi þeim styrk í sorg þeirra. Að leiðarlokum viljum við Páll og fjölskyldur þakka hinum unga frænda samfylgdina. Sérstakar kveðjur eru frá Einari, því þeir voru miklir mátar. Ég vil kveðja Gulla frænda minn með þessu fallega ljóði Stephans G. Stephanssonar: Æ vertu sæll _þú sefur vel og rótt, hér sit ég einn og minningunni fagna og ég skal brosa og bjóða góða nótt uns brosin dvína og vinakveðjur þapa. Ásta Einarsdóttir Fiskideildir á Snæfellsnesi: Auka þarf rann- sóknir á Breiðafírði Stykkishólmi. AÐALFUNDUR fiskideilda á Snæfellsnesi var haldinn í Stykkishólmi fyrir skömmu. Um 40 fulltrúar af Nesinu mættu á fundinn, auk Þor- steins Gíslasonar, fiskimálastjóra og Björns Ævars Steinarssonar, fiski- fræðings. Guðmundur Runólfsson, útgerðar- maður á Grundarfirði og formaður deildarinnar, stjórnaði fundinum. Málshefjandi var fiskimálastjóri, sem ræddi um fiskveiðar landsmanna og þróun þeirra undanfarin ár og eins hvemig mætti koma veiðum þannig fyrir að það yrði framtíð landsmanna fyrir bestu. Þá ræddi hann um mis- jafnan afla landsfjórðunga og hvem- ig vertíð í vetur brást við Breiðafyorð- inn. Bjöm Ævar ræddi um rannsóknir Hafrannsóknastofnunar ríkisins. Sagði hann þorskinn það mikilvægan í markaðsöflun að stofninn þyrfti að styrlqast verulega. Ýsustofninn hefði styrkst og mætti veiða meira úr hon- um, en lítil beyting væri á öðmm stofnum, utan hvað rækjan virtist á undanhaldi. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri i Stykkisliólmi, hafði síðan framsögu um afkomumál sveitarfélaga í sam- bandi við fiskvinnslu og útgerð. Lagði hann fram ábendingar, sem ákveðið var að yrðu uppistaða í til- lögugerð til aðalfundar fiskideilda Vesturlands. Ábendingar Sturlu fyöl- luðu um að rannsóknir á Breiðafirði verði auknar, verðmæti sjávarafurða aukið með fullvinnslu hér á landi, hætt verði að stefna mörkuðum í hættu vegna hvalveiða, samgöngur milli byggða verði bættar sem liður í því að bæta afkomu í sjávarútvegi með stækkun atvinnu- og þjónustu- svæða, beinar tekjur sveitarfélaga af sjávarútvegi verði auknar og loks að samtök útgerðar og fiskvinnslu annars vegar og sveitarfélaga hins vegar snúi bökum saman til vamar hagsmunum þeirra byggða sem eiga allt sitt undir afkomu í sjávarútvegi. Árni ingar frá þeim tíma er amma og Guðbrandur bjuggu á Kleppsvegin- um. Árið 1964 varð amma sjúklingur og fluttist til okkar á Löngubrekk- una í Kópavoginum. Þar var hún til ársins 1984 en þá fór hún á elli- og hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð þar sem hún dvaldi sín fyögur síðustu æviár, amma lést í Sunnuhlíð sunnudaginn 18. september 91 árs að aldri. Amma taiaði alltaf með söknuði um Seyðisfyörð og þær voru margar og fróðlegar sögumar hennar um tímana þar. Hún hefur sjálfsagt aldrei sætt sig við að þurfa að flytja þaðan. Amma hafði mikinn áhuga á þjóðmálum, hún fylgdist vel með öllum pólitískum umræðum. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir og bar hag lítilmagnans ætíð fyrir bijósti, hvar svo sem hann var í heiminum. Síðustu fyögur árin bjó amma í Sunnuhlíð í Kópavoginum þar leið henni mjög vel. Við viljum þakka starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir alla þá umhyggju er það sýndi ömmu þann tíma er hún dvaldi þar. Við kveðjum ömmu Sveinrúni með eftirlætissálmi hennar og minnumst allra góðu stundanna- sem við áttum með henni í bam- æsku okkar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín ieiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína ég glaður kyssi. Dauðans strið af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (H. Pétursson) Hanna Sveinrún, Regína og Ragnhildur Ásvalds- dætur. t BALDVINA J. BRYNJÓLFSDÓTTIR, Kleppsvegl 40, sem lóst 24. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. október kl. 15.00. Linda Hreggviðsdóttir, Sævar Hallgrímsson, Guðrún Vilmundardóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGVAR ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON fyrrverandi rakari, Flókagötu 12, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. september kl. 15.00. Sigrún Sigurgeirsdóttir, Þórdfs Ingvarsdóttir, Sverrir Guömundsson Sigrún Sverrisdóttir, Jón Óskar Sverrisson, Ingvar Þorsteinn Sverrisson, Aðalsteinn Sverrisson. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BALDURS ÞÓRARINSSONAR, Sæbóli, Blönduósi, fer fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 1. október kl. 14.00. Guðrún Erlendsdóttir, Þórarinn Baldursson, Magnús E. Baldursson, ÞrándurÓ. Baldursson, Sigurbjörg H. Baidursdóttir, Steinvör M. Baldursdóttir, Sigurlaug B. Baldursdóttir, Helga Sigurðardóttir, Emilfa Stefánsdóttir, Hreiðar Margeirsson, Friðrik Steingrfmsson, Efrfkur Garðarsson og barnabörn. t Útför eiginmanns mfns og föður okkar, SKARPHÉÐINS ÁSGEIRSSONAR forstjóra, Akureyri, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 22. september, verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudagínn 30. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Kjarnalund, heilsuhaeli Náttúrulækningafélags Akureyrar. Laufey T rygg vadóttir, Brynjar Skarphéðinsson, Birkir Skarphéðinsson, Kristján Skarphéðinsson. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Mánastfg 2, Hafnarfirði, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 30. september nk. kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeim, er vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Brynjólfur Þorbjarnarson, Sigurður K. Brynjólfsson, Unnur Einarsdóttir, Þorbjörn Brynjólfsson, Stefán H. Brynjólfsson, Svava Þorsteinsdóttir, Jón Brynjólfsson, Grethe Have, Magnús B. Brynjólfsson, Sigrún Karlsdóttir, Guðmundur Brynjólfsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.