Morgunblaðið - 13.10.1988, Síða 1
72 SIÐUR B
234. tbl. 76. árg.
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988
Júgóslavía:
Leiðtogar Serba
sæta gagnrýni
Reuter
Ihaldsmenn vilja selja kolanámur
o
Glatt var i Brighton hjá Margaret Thatcher og félögum á öðrum degi þings breska Ihaldsflokksins.
Þá boðaði Cecil Parkinson, orkumálaráðherra, sölu bresks kolaiðnaðar til einkaaðilja. „Lengra
verður ekki komist í einkavæðingunni," sagði ráðherrann. Víst þykir að þessi áform mæti harðri
andstöðu verkalýðshreyfingarinnar og stjórnarandstöðunnar. Þjóðnýting kolaiðnaðar var kjarninn
í efnahagsstefnu Verkamannaflokksins og stjórnar Clements Attlees eftir stríð.
Yasser Arafat á fundi með Hosni Mubarak:
Ákvörðun um sjálfstætt ríki
Palestínumanna ekki frestað
Belgrað. Reuter.
MESTA stjórnmálakreppa í
Júgóslavíu frá stríðslokum
versnaði í gær þegar þjóðernis-
sinnaðir Serbar urðu fyrir mik-
ilU gagnrýni frá leiðtogum ann-
Deilan um
JanMayen
tekin fyrir
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen
Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
Alþjóðadómstóllinn í Haag
hefúr nú tekið fyrir mál Dana
á hendur Norðmönnum í deilu
um lögsögumörk Grænlands
og Jan Mayens. Að sögn
danska dagblaðsins Politiken
er búist við að þijú ár líði
áður en dómur fellur. Telur
blaðið líklegt að hann verði
Dönum í vil.
Deila ríkjanna er þannig til
komin að Norðmenn og íslend-
ingar, sem hafa gert samning
sín á milli um samnýtingu fiski-
miða á þessu svæði, halda því
fram að draga skuli miðlínu
milli Jan Mayens og Grænlands
vegna þess að ekki er nægilegt
svigrúm fyrir báða aðila að hafa
200 mflna efnahagslögsögu.
Danir segja fyrir hönd Græn-
lendinga að Jan Mayen sé svo
lítil eyja að Norðmenn hafi ekki
rétt á að draga 200 mflna lög-
sögu í kringum hana. Þess vegna
eigi Danmörk rétt á fullri 200
mflna lögsögu út af Austur-
Grænlandi.
Utanríkisráðherra Danmerk-
ur, Uffe Ellemann-Jensen, lýsti
þvi yfir í sumar, að deilan um
svæðið kæmi íslendingum ekk-
ert við. Hins vegar var haft eft-
ir Thorvald Stoltenberg, utanrík-
isráðherra Noregs, að ekki yrði
samið um svæðið án aðildar ís-
lendinga. íslensk stjómvöld
gagnrýndu þá ákvörðun Dana
að vísa málinu til Alþjóðadóm-
stólsins.
arra þjóðflokka í landinu. Komm-
únistaflokkur Júgóslavíu býst nú
til að reka þriðjung félaga í
Stjóramálaráðinu og þriðjung
miðstjórnarmanna flokksins á
miðstjóraarfúndi á mánudag.
Leiðtogar annarra lýðvelda í
Júgóslavíu en Serbíu sökuðu for-
ystumenn Serba í gær um að færa
sér óeirðir í héraðinu Kosovo í nyt.
„Það er kominn tími til að grípa í
taumana og bjarga landinu frá
stjómleysi," sagði Milan Kucan á
fundi miðstjómar flokksdeildarinn-
ar í Slóveníu. Stefan Korosec, fé-
lagi í Stjómmálaráðinu, æðstu
valdastofnun landsins, sagði að ver-
ið væri að búa til lista yfir þá sem
fengju að fjúka á miðstjómarfund-
inum á mánudag. Búist er við mestu
hreinsunum innan flokksins frá
upphafi. Þykir það sýna að ráða-
menn í Júgóslavíu óttist að ríkið
sé að liðast í sundur.
í Júgóslavíu em sex lýðveldi og
tvö sjálfstæð hémð, Kosovo og
Vojvodina. Á þessu ári hefur spenna
aukist milli Albana og Serba, efna-
hagur landsins er í rúst, verðbólga
nemur 217%, atvinnuleysi 15% og
lifskjömm hefur hrakað mjög.
Kairó, Jerúsalem. Reuter.
NÚ DREGUR að útlagaþingi
Þjóðarráðs Palestínu þar sem
gæti farið svo að lýst yrði yfir
stofnun sjálfstæðs rikis Pal-
estínumanna. Yasser Arafat,
formaður Frelsissamtaka Pal-
estinu, PLO, sagði í gær á fúndi
með Hosni Mubarak, Egypta-
landsforseta, að Þjóðarráðið
myndi ekki fresta þvi að taka
ákvörðun fram yfir þingkosning-
ar í Israel eða forsetakosningar
i Bandarikjunum. Mubarak og
ýmsir aðrir ráðamenn i araba-
heiminum höfðu hvatt PLO til
að bíða átekta fram yfir mánaða-
mót til þess að hægri menn i ísra-
el gætu ekki nýtt sér niðurstöðu
fúndar Þjóðarráðsins i kosninga-
baráttunni.
„Við tökum ekki tillit til þess sem
er að gerast í Bandarílq'unum eða
í ísrael," sagði Arafat við frétta-
menn þegar hann var spurður hvort
fresta ætti yfirlýsingu um stofiiun
sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.
„Markmið mitt er að finna þjóð
minni land.“ Arafat sagði að á fund-
inum hefði einnig verið rætt um
nauðsyn þess að halda Alþjóðlega
friðarráðstefnu um deiluna fyrir
botni Miðjarðarhafs.
Abu Mazim, formaður sendi-
nefndar PLO sem stödd er í Moskvu,
sagði í gær að hann teldi að Banda-
ríkin væru farin að hallast að hug-
myndum samtakanna um slíka frið-
arráðstefnu. Hann bætti því við að
sovésk stjómvöld væru hlynnt því
að lýst yrði yfír stoftiun sjálfstæðs
ríkis Palestínumanna.
Yitzhak Rabin, vamarmálaráð-
herra ísraels, sagði f gær í Jerúsal-
em að ísraelski herinn væri reiðubú-
inn að yfirgefa hemumdu svæðin
að mestu og láta palestínska fanga
lausa ef óeirðunum linnti. Hann
ítrekaði þá afstöðu stjómar sinnar
að ekki yrði samið við PLO heldur
einungis við Palestínumenn sem
Prentsmiðja Morgunblaðsins
búa á hemumdu svæðunum. Enn-
fremur sagði ráðherrann að lausn
væri óhugsandi án þátttöku Jórd-
ana. „Við eram hlynntir jórdansk-
palestínsku ríki austan ísraels svo
fremi um eina stjóm, ein lög, einn
fána og eina höfuðborg — Amman
— verður að ræða.“
Vitranir í
Jórdaníu
Amman, Jórdaníu. Reuter.
JÓRDÖNSK kona, Lina Qara-
bashi, tvítug að aldri, segir að
María mey hafi vitrast sér 11
sinnum siðan á föstudag i síðustu
viku. Þvi til stuðnings bendir hún
á ljósrauðan kross á barmi sér.
Qarabashi segir að María mey
hafi fyrst birst sér er hún lá á
sjúkrahúsi eftir uppskurð. Hún seg-
ir að þegar sýnin hafi horfið hafi
hún fundið fyrir bruna á barmi sér.
Eftir stóð ljósrautt krossmark á
bringu stúlkunnar.
Læknir sem rannsakað hefur
krossmarkið segist ekki geta fundið
náttúralegar skýringar á þvi. Kaþ-
ólskir prestar í Jórdaníu hafa ekki
tekið afstöðu til þess hvort um
kraftaverk sé að ræða.
Umbótum
lofaðíAlsír
Borgarstarfsmaður í Algeirs-
borg sést hér gera við klukku
sem skemmdist í óeirðum um
helgina. Neyðarlögum, sem
giltu í sex daga, hefúr verið
aflétt og herinn dregið úr við-
búnaði í borginni. Talið er að
250 manns hafi fallið og mörg
hundruð slasast í óeirðunum
sem hófúst 4. október. Chadli
Benjedid, forseti Alsírs, til-
kynnti í gær að dregið yrði úr
völdum Þjóðfrelsisfylkingar-
innar, eina flokks landsins frá
árinu 1962, og efiit til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um stjómar-
skrárbreytingar.
Reuter