Morgunblaðið - 13.10.1988, Page 13

Morgunblaðið - 13.10.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 13 Theódór Júlíusson í hlutverki W.C. Williams. Þráinn Karlsson í hlutverki Ezra Pound. lægur og sterkur — sérlega agað- ur. Það síðast nefnda er eindregin framför á farsælum ferli Theodórs í ieikhúsinu. Túlkun Þráins á Ezra Pound er um fram allt myndræn — gervið frábært, flutningur orðsins öruggur — hið fjarræna „ólíkinda- tól“, sem hefur villst í myrkum frumskógi afvegaleiddra stjórn- mála, birtist á sviðinu, eða miklu oftar handan þess í ljóskeilu — skáldið er enn fjær, mynd þess óræð, snilld þess fjarlægur draum- ur, sem maður efast um að hafí nokkru sinni-verið veruleiki. Leik- stjóm Viðars Eggertssonar ræður hér miklu. Hann ætlast til mikils af áhorfendum, sýnir þeim fyllsta traust; veit sjálfur hvað hann vill og tekst að gæða sýninguna mikilli listrænni reisn. Ekkert af boðskapn- um missir marks, heldur er hann áleitinn, krefst athygli og lifandi dómgreindar viðtakenda. Það á enginn erindi í þennan sal, sem ætlar einungis að skemmta sér og slappa af. Sýningin er kjörin til mótvægis við mikið trimm og iíkamsrækt, sem þjálfa eiga alla líffærastarfsemi, nema heilabúið. Hér er kærkomið trimm fyrir það og þá ekki síst til aukins þroska siðgæðisvitundarinnar og heilbrigðs lífsviðhorfs. Sviðsmynd Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur er frumlega gerð, þetta hringlaga grasi gróna heima- hlað Williams á móti dimmum gráma baksviðsins, og beiting ljós- anna er góð, þá ekki síst, þegar Pound beljar áróðurssíbylju sína í stríðslogum. Ingvar vinnur sem fyrr af kunnáttu og nákvæmni. Tónlist Lárusar H. Grímssonar fellur vel að verkinu og kemur raunar ekki á óvart, því mér er í minni tónverk sem hann gerði við ljóð eftir Walt Whitman, er heitir „I sing the body electric“. Var það flutt á Kjarvals- stöðum fyrir nokkrum árum af Háskólakómum. Það lofaði góðu, lifir í minningunni og tónlist Lárus- ar við leikrit Árna Ibsen er í fyllsta samræmi við það fyrirheit, sem þá var gefíð. Þessi sýning L.A. mun að líkind- um teljast áhættusöm með tilliti til aðsóknar og íjárgróða, en hún er leikhúsinu til sóma. □ KORKFLÍSARKR. 690,- m2 : TEPPAFLÍSARKR. 600rm= 1 FLÍSAR FRÁ KR. 400,- m* 1 FÁNASTÖNG M/FÁNA KR. 16.375,- 2 RÖROGFITTINGS -SNITTÞJÓNUSTA 2 HREINLÆTISTÆKI □ MARMARI □ TEPPAMOTTUR □ BAÐMOTTUSETT OGHENGI □ VINNUFÖT □ VERKFÆRI0G FLEIRA STÓRAFSLÁTTUR afflestumvörum BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN BURSTAFELL BÍLDSHÖFÐA14, SÍM338840 Hausdaukar Ræktun haustlauka er auðveld og árangursrík. Nú er rétti timinn til að setia niður túlipana, páskalil krókusa o.fl. Ijur, Við minnum á magntilbodin vinsælu: Erika (hlómslrandi stofulyng) ítigum IIÚ óvenjufallegar Erikui ágcíðu veröi. Blómstrandi Erika í leirpotti á aöeins ,390 \\ 50 stk.túlipanar .......... 2) 25-30 stk.páskaliljurkr....' 3) 36 stk. krókusar kr. % M. f Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.