Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988
Kappræðufundur Verkfræðingafélagsins:
Harðar deilur um
staðsetningu Reykja-
víkurflugvallar
HLUTI fundarmanna greiddi atkvæði með óbreyttri staðsetningu
Reykjayíkurflugvaliar á kappræðufundi Verkfræðingafélagsins í fyrra-
kvðld. í umræðum komu fram ýmis sjónarmið varðandi staðsetningu
vallarins, til dæmis að hann gegndi ómetanlegu hlutverki fyrir sam-
göngur innanlands eða væri ófreskja og móðgun við vitsmuni fólks.
Það var kynningamefhd Verk miðbæjarstarfsemi og háskólastarf-
fræðingaféiags íslands sem efndi
til fundarins í Norræna húsinu og
var fúndarefhið staðsetning
Reykjavíkurflugvallar. Fram-
sögumenn vom Þorgeir Pálsson
verkfræðingur og Gestur Ólafs-
son arkítekt, en fundarstjóri
Tryggvi Sigurbjamarson verk-
fræðingur.
Flugvöllurinn gegnir
ómetanlegu hlutverki
Þorgeir Pálsson fjaliaði í upphafi
ræðu sinnar um mikilvægi
Reykjavikurflugvallar og sagði hann
gegna ómetanlegu hlutverki í sam-.
göngukerfi landsins, enda færu 90%
farþega í innanlandsflugi um hann.
Hann sagði að í raun væru aðeins
tveir valkostir í þessu máli; að flytja
innanlandsflugið til Keflavíkur eða
hafa flugvöllinn áfram á sama stað.
Taldi hann hugmyndir um gerð flug-
vallar í Kapelluhrauni óraunsæjar
vegna mikils kostnaðar sem því væri
samfara.
Hann benti á, að sú hætta sem
íbúum borgarinnar stafar af flugum-
ferð sé ekki meiri en sú áhætta, sem
menn væru reiðubúnir að taka á
öðrum sviðum þjóðlífsins og f 47 ára
sögu vallarins hefði enginn maður á
jörðu niðri slasast vegna flugslyss.
Varðandi hávaðamengun sagði Þor-
geir, að bílaumferð í borginni ylli
meiri hávaða heldur en flugumferð.
Á að flytja höfnina
út úr Reykjavík?
Hann fjallaði enn fremur um þá
röksemd, að spara mætti stórfé með
því að byggja íbúðarhúsnæði á flug-
vallarsvæðinu, fresta þannig út-
þenslu borgarinnar og spara sam-
göngukostnað. Hann sagði: „Sýna
má fram á með sömu röksemda-
færslu, að uppbygging Mosfellsbæjar
og annarra byggða fjarri höfuð-
borginni hafi verið dýr mistök og að
til greina komi að flytja önnur mann-
virki en flugvöllinn, svo sem
Reykjavíkurhöfn, út fyrir borgar-
landið."
I máli Þorgeirs kom fram, að flug-
völlurinn færði Reykjavíkurborg
miklar tekjur, auk þess sem núver-
andi staðsetning auðveldaði lands-
byggðarmönnum að sækja þjónustu
til borgarinnar. Flutningur innan-
landsflugs til Keflavíkur myndi hins
vega valda erfíðleikum hvað það
varðaði. „Frá sjónarmiði þeirra, sem
bera ábyrgð á flugrekstri væri flutn-
ingur innanlandsflugsins til Keflavík-
ur hin versta ráðstöfun, þar sem flug-
leiðir til nánast allra áfangastaða
myndu lengjast, auk þess sem
Keflavíkurflugvöllur er illa undir það
búinn að taka það hlutverk að sér.“
Þorgeir benti að lokum á, að er-
lendis leituðu menn nú leiða til að
byggja flugvelli í nágrenni miðborga
og hefði slíkur völiur nýlega verið
tekinn í notkun í London. í ljósi þess
væri nú hlálegt að leggja niður
Reykjavíkurflugvöll.
Ekki um stundar-
hagsmuni að tefla
Gestur Ólafsson ræddi í upphafi
máls síns um þá miklu hagsmuni sem
alltaf væri um að ræða við skipulag
borga og landsvæða. „Við viljum öll,
að þær leiðir, sem eru valdar, færi
okkur hagkvæmt, fallegt, heilsusam-
legt, hættulaust og mengunarlaust
umhverfi, eftir því sem frekast er
kostur, því hér er ekki einungis um
stundarhagsmuni að tefla, heldur um
líf og lífshamingju okkar allra."
Gestur sagði að ýmsir, sem ættu
hagsmuna að gæta í fluginu teldu
rétt að flugvöllurinn yrði áfram þar
sem hann er nú. Margir hefðu hins
vegar komist að gagnstæðri niður-
stöðu. Flugvallar8væðið væri álitlegt
byggingarland, kjörið svæði fyrir
semi, auk þess sem þar mætti reisa
um 10.000 mann íbúðarbyggð.
Gestur rakti síðan umflöllun
skipulagsyfírvalda um flugvöllinn, en
þau munu aldrei hafa gert athuga-
semdir við staðsetningu hans. Hann
benti hins vega á, að bandaríski flug-
vallarsérfræðingurinn James C.
Buckley hefði komist að þeirri niður-
stöðu 1961, að á höfuðborgarsvæð-
inu væru þrír staðir heppijegri en
núverandi flugvallarstæði; Álftanes,
Garðahraun og Almenningur suð-
vestan Hafnarfjarðar. Gestur sagði
að enn værí mögulegt að byggja
völl fyrir innanlandsflugið á Almenn-
ingi.
Hann vitnaði síðan í skýrslur Flug-
vallamefndar frá 1967, Heilbrigð-
iseftirlitsins 1976 og Þróunarstofn-
unar Reykjavíkur frá 1979. í þeim
kemur fram andstaða við staðsetn-
ingu flugvallarins og í niðurstöðum
Þróuharstofnunar er mælt með því
að möguleiki á flugvelli í Kapeliu-
hrauni verði kannaður vel.
Áhættan of mikil
Gestur nefndi einnig máli sínu til
stuðnings, að flugöryggi á vellinum
væri ekki í samræmi við kröfur Al-
þjóða flugmálastofnunarinnar, að
Landsspítali og Borgarspítali,
stærstu sjúkrahús landsins, væru í
nágrenni flugbrauta og við enda
Hluti fundarmanna á kappræðufúndi Verkfræðingafélagsins I Norræna húsinu
síðastliðið þriðjudagskvöld.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
einnar flugbrautarinnar væru marg-
ar helstu stofnanir landsmanna.
Hann minnti einnig á að nýlega hefðu
tvær flugvélar farist í nágrenni
Reykjavíkurflugvallar og það væri
mikil mildi, að ekki hefði hlotist stór-
slys af.
Gestur sagði að lokum, að rök
varðandi tekjutap borgarinnar væru
léttvæg, til langs tíma litið. Hins
vegar þyrfti nú að taka afstöðu til
þess, hvort flugvöllurinn ætti að vera
á sama stað um aldur og ævi. Því
hafnaði hann og sagði: „Ahættan er
of mikil — fómin er of stór — það
em til betri kostir þegar á heildina
er litið."
Mikið flugöryggi
í Reykjavík
Að loknum framsöguræðum var
fundarmönnum gefinn kostur á að
tjá sig um málið. Fyrstur tók til
máls Páll Gíslason. Hann benti á
að aldrei hefði myndast meirihluti í
borgarstjóm fyrir flutningi vallarins.
Hann sagði flugvallarsvæðið vera
með stærstu vinnustöðum f borginni;
þar ynnu eitthvað á annað þúsund
menn. Páll sagði að lokum, að flugör-
yggi væri mikið í Reykjavík, en veð-
urskilyrði verri í Kapelluhrauni.
Næstur á mælendaskrá var Gutt-
ormur Einarsson. Hann vildi að
innanlandsflugið yrði flutt til
Keflavíkur, enda mætti flytja far-
þega þaðan til Reykjavíkur á 10
mínútum með svo kölluðum hátein-
ungum.
Flugvöllinn suður
á Miðnesheiði
A eftir honum tók FIosi Ólafsson
til máls. Hann sagði að í stríðinu
hefðu Bretar staðsett flugvöllinn í
grennd við íbúðarbyggð og mið-
bæinn, því þeir hefðu treyst á að
mannvinurinn Adolf Hitler léti ekki
varpa sprengjum þar. Flosi benti á
hversu stórt flugvallarsvæðið væri
og sagði að fólk hefði orðið að flytja
upp fyrir snjólínu vegna skorts á
byggingarlandi í borginni. Flugvöll-
urinn væri ófreskja í hjarta borgar-
innar og móðgun við vitsmuni fólks.
Hann sagðist því vilja flytja innan-
landsflugið suður á Miðnesheiði.
Gísli Halldórsson sagði að Gestur
hefði vitnað í úreltar skýrslur, því
þær hefðu miðast við alþjóðaflugvöll
í Reykjavík. Hann sagði að hægt
væri að gera völlinn að „perlu
Reykjavíkur", ef til þess fengjust
peningar. Orri Eiríksson benti á að
Landspítali og Borgarspítali væm til
hliðar við aðflugsleiðir að flugvellin-
um og slysahætta væri meiri í um-
ferðinni f miðbænum heldur en í flug-
inu. Aðrir sem tóku til máls voru:
Ólafur Steinar Valdimarsson, Magn-
ús Jón Ámason, Sigurður Harðarson,
Trausti Valsson, Omar Ragnarsson,
Skúli Norðdahl, Magnús Skúlason,
Tómas Waage og Björk Gfsladóttir.
í lok fundarins var hugur fundar-
manna til staðsetningar Reykjavík-
urflugvallar kannaður. 32 töldu rétt
að flytja hann en 66 voru fylgjandi
óbreyttri staðsetningu. Fimmtán
tóku ekki afstöðu.
Þrúður Krisfjáusdóttir
Morgunblaðið/Sverrir
Skólastjórar og yfirkennarar á skólabekk. Börkur Hansen kennir.
Kennaraháskóli íslands:
Nám fyrir stjórn-
endur í skólum
NÁMSKEIÐ fyrír stjórnendur grunnskóla og framhaldsskóla sem
stuðla á að bættum stjórnunarháttum og árangursríkara skólastarfi
stendur yfir þessa dagana.
Kennsla þessi fer fram í Kenn-
araháskóla fslands og er námið
skipulagt í þijú námskeið sem eru
5 einingar hvert, en samkvæmt ein-
ingakerfi Kennaraháskólans er ein
námseining ígildi einnar viku vinnu.
Fyrsti hluti námsins hefur yfír-
skriftina, „Skólinn sem stofnun“,
annar hlutinn „Hegðun og sam-
skipti í skólum sem stofnun" og
þriðji hlutinn „Mat, úttektir og
breytingar í skólum sem stofnun".
Hvert námskeið stendur í tvær vik-
ur og er síðan framhaldið með fjar-
kennslu sem lýkur með prófverk-
efni. Öll þrjú námskeiðin eru skipu-
lögð sem ein heild þar sem hvert
námskeið er nauðsynleg forsenda
fyrir því sem eftir kemur.
Aðdragandinn að þessu verkefni
er sá að á árunum 1978 til 1981
starfaði nefnd á vegum Kennarahá-
skóla íslands sem vann ítarlegar
tillögur og fjárhagsáætlun um að
eins árs framhaldsnám yrði sett á
laggimar við Kennaraháskólann,
ætlað skólastjórum og yfirkennur-
um.
Þrátt fyrir góðar hugmyndir
komst þó ekki skriður á málið fyrr
en önnur nefnd var sett á laggimar
að tilhlutan þáverandi menntamála-
ráðherra Sverris Hermannssonar
árið 1986. Nefnd þessi skilaði tillög-
um síðla sama ár og í ársbyijun
1987 fól menntamálaráðuneytið
Kennaraháskólanum að heflast
handa um undirbúning að námi
fyrir stjómendur skóla. Þá um
haustið var Berki Hansen kennara
falið að gera tillögur um skipulagn-
ingu fyrirhugaðs náms.
„Spennandi og áhugavert“ pah Dagbjartsson
Morgunblaðið ræddi stuttlega við
tvo þátttakendanna þau Þrúði
Kristjánsdóttur frá Búðardal og Pál
Dagbjartsson skólastjóra í
Varmahlíð í Skagafirði og innti þau
álits á þessu námi sem þeim væri
þama boðið uppá.
Þrúður sagði að það væri spenn-
andi og áhugavert að taka þátt í
þessu námi og hér er um skemmti-
lega nýjung að ræða, þar sem skóla-
stjórar og yfirkennarar hafi ekki
átt kost á framhaldsnámi af þessu
tagi fyrr. Þrúður lagði áherslu á
það að skólarnir væru öðruvísi en
aðrar stofnanir, með aðrar stjóm-
unarlegar þarfir. Hann sagðist vera
búinn að vera við kennslu í um 20
ár og þar af ein 16 ár skólastjóri
og það væri einfaldlega tími til
kominn að hrista upp í sjálfum sér
og ná sér upp úr hjólförunum.
Páll sagðist í sjálfu sér ekki vera
með neinar væntingar af þessu
námi, en það víkkaði sjóndeildar-
hringinn og skapaði tilbreytingu í
gráma hversdagsleikans.
Þau Páll og Þrúður vom sam-
mála um það að skólastarfið byggð-
ist á stjómendunum og hversu sjálf-
stæðir þeir nái að vera í starfinu.