Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 37 Minning: Pétur Gretar Steins- son, bifvélavirki Fæddur 31. mars 1919 Dáinn 4. október 1988 í dag kvedjum við elsku afa okk- ar seip lést á Landakotsspítala 4. október síðastliðinn. Við eigum erf- itt með að sætta okkur við það að hann skuli ekki vera hjá okkur leng- ur, en eftir eigum við minningar um yndislegan afa sein alltaf tók á móti okkur opnum örmum. Þrátt fyrir að heilsa hans hafí ekki alltaf verið sem best var alltaf stutt í gamanið hjá honum og ætíð ríkti gleði í návist hans. Afí hafði gaman af því að veiða og voru ófáar stund- imar sem hann dvaldi í veiðikofan- um sínum og veiddi handa okkur í soðið. Hann var einnig sérstaklega handlaginn og eigum við flest ein- hvem grip sem hann hafði unun af að búa til handa okkur. Munu þeir ætíð vera okkur kær minning. Við biðjum góðan guð að halda vemdarhendi sinni yfír afa og þökk- um honum fyrir allar góðu stundim- ar sem við áttum með honum. Elsku amma, megi guð styrkja þig á þessum erfíðu stundum og vera með þér í framtíðinni. Barnabörnin Aldrei verður það víst svo, að það komi manni ekki í opna skjöldu, þegar andlát góðs vinar ber að hönd- um. Þannig fór mér, þegar mér barst sú sorgarfregn, að vinur minn Pétur G. Steinsson, bifvélavirki, Tungu- vegi 96, væri látinn. Pétur fæddist á Siglufirði en flutt- ist með foreldmm sínum, Sigríði Þorláksdóttur og Steini Einarssyni, á fyrsta ári til Akraness og ólst þar upp. Tólf ára gamali fór hann á sjó- inn, og var þar'oft í góðum skipsrúm- um, meðal annars var hann með Bjama Ólafssyni, þeim mikla afla- manni. Á sjónum var Pétur flest stríðsárin en fluttist síðan til Reykjavíkur og réðst til Páls Stef- ánssonar, bifreiðakaupmanns. Þar hóf hann nám í bifvélavirkjun, sem hann síðan lauk hjá Kr. Kristjáns- syni. Að náminu loknu vann hann um skeið að iðn sinni hjá því fyrir- tæki. Næstu og síðustu vistaskipti hans um störf voru þau, að hann réðst til Vita- og hafnamálastofnun- arinnar og þar starfaði hann síðan um aldarfjórðung eða unz hann lét af störfum fyrir rúmum mánuði, farinn að heilsu enda þá stutt í ævilokin. Árið 1943 kvæntist Pétur Oddnýju Guðmundsdóttur frá Eski- firði, dóttur hjónanna Guðmundar Þórarinssonar, vélstjóra, og Súsönnu Guðjónsdóttur. Oddný missti móður sína komung og varð eftir það upp- eldisdóttir foreldra minna, Páls Bó- assonar og Vilborgar Einarsdóttur. Böm þeirra hjóna, Péturs og Oddnýjar, fímm að tölu, em þessi: Vilborg, gift Sigurði Haraldssyni, bifvélavirkja. Guðmundur, deildar- stjóri hjá hf. Tryggingu, kvæntur Elsu Jónsdóttur. Sigríður, gift Heið- ari Vilhjálmssyni kaupmanni. Hend- rik, rennismiður, kvæntur Salvöra Héðinsdóttur, og Halldóra, gift Jó- hanni Helgasyni, blikksmið. Bama- bömin era orðin 12 og barnabarna- bömin 2. Hjónaband þeirra Oddnýjar og Péturs var ætíð hið bezta og afkom- endur þeirra sómafólk. Má því ör- ugglega telja Pétur Steinsson hafa verið gæfumann í lífi hér, svo sem hann vissulega átti skilið. Veri svo minn góði vinur kært kvaddur. Ekkju hans, Oddnýju, bömum þeirra og öðrum afkomend- um sendum við Gunnar bróðir minn einlægar samúðarkveðjur. Einar H. Pálsson Þegar maður hugsar til baka er það oft skringilegt hvemig menn kynn- ast, hvemig þau kynni geta svo síðar meir endað i sama starfí þó aldursmunur sé mikill. Þannig var það með okkur Pétur Steinsson. Þegar ég var lítill strákur var Pétur alltaf að vinna í bflskúmum sínum á Suðurlandsbraut 111 og ég var að sniglast í kringum hann. Þegar lengra leið og ég fór að vita meira um lífíð og tilverana, kom það oft fyrir að ég fékk að sitja á kassanum við skrúfstykkið í skúmum og spyija um bfla og bflaviðgerðir. Hver veit nema að þama hafí áhug- inn fyrir bflaviðgerðum vaknað, í það minnsta lágu leiðir okkar Pét- urs saman þannig að við höfum báðir verið starfandi sem bifvéla- virlq'ar og í Félagi bifvélavirkja. Nú er hins vegar enginn Pétur Steinsson sem kemur á félagsfund lengur til þess að fylgjast með því hvað þar fer fram. í þeirri hörðu lífsbaráttu sem flest það fólk átti í sem bjó á Suður- landsbrautinni á þessum tíma, var ekki mikið um tilbreytingu í lífínu. Það gekk vanalega til vinnu snemma að morgni og kom seint heim að kveldi, þreytt eftir erfíði dagsins. En það fannst maður í hverfínu sem leyfði sér þann munað að rækta sitt umhverfi. Hann var það fallegur bletturinn hans Péturs að það kom ekki til mála hjá okkur strákunum að spila fótbolta á hon- um eftir að blómin fóra að springa út og fuglamir að undirbúa hreiður- gerð í tijánum hans Péturs, enda kom það oft fyrir að húsbóndinn á Suðurlandsbraut 111 væri að skríða um garðinn á íjórum fótum eftir langan vinnudag, tínandi arfa og einn og einn ánamaðk sem var þá settur í kistuna. Það var aldrei að vita nema hægt væri að fara einn og einn dag yfír sumarið í silung- sveiði, en það var aldrei hægt ef ÍA var að keppa á Laugardalsvellin- um. Þá rölti Pétur á völlinn með allan strákaskarann á eftir sér. Það var reglan hjá Pétri að allir fengu að fara með sem vildu. Þegar Pétur var í mannfagnaði var hann vana- lega miðdepill samkvæmisins, enda hláturinn mikill þar sem hann var. Hæfileiki hans við að fínna spaugi- lega hlið mannlífsins án þess að meiða nokkum var einstakur. Nú þegar öll íbúðarhúsin eru fall- in á Suðurlandsbrautinni og þeir eru einnig famir að tína töluijni sem þar bjuggu, fínnur maður fyrir söknuði og tómleika í sálinni, ekki hvað síst þegar góður drengur er fallinn í valinn áður en hann náði þeim aldri að geta notið elliáranna til þess að veiða silung eins og hugurinn stóð til. ■ J'lJlÍl /,111111 jœis C0UMC710M Laugavegi 59, 2. h., sími: 1 52 50 Minningin um glaðværan og traustan félaga sem gerði baráttu lítilmagnans að sínum málstað, er góð minning sem ekki verður tekin frá manni þó lífshlaupi hér á jörðu sé lokið. Hafí hann heila þökk fyrir gott samstarf, vináttu og tryggð. Guðmundur Hilmarsson í dag verður til moldar borinn Pétur Gretar Steinsson, bifvéla- virki, Tunguvegi 96, Reykjavík. 25. maí 1964, fyrir 24 árum, kynnt- umst við Pétri er við hófum að vinna saman hjá Áhaldahúsi vita- og hafnamála í Kópavogi. Frá fyrsta degj tókst með okkur mikil vinátta sem aldrei féll skuggi á. Pétur var svo einstakur maður og fjölhæfur að það fyllti stóra bók ef allt ætti að taka til sem hann hafði áhuga á. Pétur hafði gott vald á íslenskri tungu og var mjög annt um móður- málið eins og hortum var það mikið mál að ísland væri hreint og ómeng- að. Pétur hafði ákveðna meiningu en var jafnframt viðkvæmasta sál sem ekkert mátti aumt sjá og var stöðugt á þönum við að hjálpa öðr- um. En kæmi það fyrir að Pétur þyrfti á hjálp að halda þá var það aldrei fullþakkað. íþróttir, laxveið- ar, garðrækt, á öllu hafði Pétur áhuga. Fljótlega eftir að Pétur hóf störf hjá Hafnamálum var hann kosinn í stjóm starfsmannafélags- ins og var mikil gróska í félaginu. Athyglisgáfa Péturs var frábær og kom hann oft á óvart. Hann var mikill mannþekkjari og stundum var engu líkara en hann læsi hugs- anir manna. Pétur var góður fag- maður og jafnvígur á þungavinnu- tæki sem úrverk. Listhneigður var hann og era til margir fagrir hlutir sem hann bjó til. Pétur var mikill húmoristi og var ætíð glatt á hjalla í kringum hann, því hann var hrók- ur alls fagnaðar og hvers manns hugljúfi. I 24 ára samstarfi kynntust fíjöl- skyldur okkar og margar ógleymau** legar gleðistundir áttum við á ferða- lögum og öðram mannamótum með Pétri og Oddu, eiginkonu hans, sem er einstök kona fyrir hlýju og tryggð. Nú þegar kveðjustundin er rannin upp og ekki verður til baka snúið. Þökkum við fjölskyldan í Aratúni 3 forsjóninni fyrir að hafa átt slíkan mann að vini og þökkum hoiium samstarfíð og samfylgdina. Blessuð sé minning Péturs Gretars Steinssonar. Oddnýju, bömum, tengdabömum og bamabörnum svo og öðram ást<4i vinum hans flytjum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hafdís og Hilmar t Eiginkona m(n, dóttir m(n og móðir okkar, ÁSDfS SVAV ARSDÓTTIR, Laugavegi 132, lóst 29. september. Útför hennar fór fram 7. október. Þökkum auðsýnda samúð. Gunnlaugur Sigurgeirsaon, Slgurbjörg Ögmundsdóttlr, Svavar Egllsson, Slgurbjörg Egllsdóttir, Eglll Halldór Egllsson, Anna María Egllsdóttlr, Guftjón Egllsson. Lokað í dag fimmtudag 13. október frá kl. 12-15 vegna jarðar- farar GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR. Afgreiðsla Kassagerðar Reykjavíkur. 50 ÁRA AFMÆLI Afmælishátíð S.Í.B.S. verður haldin að við- stöddum forseta íslands í Súlnasal Hótels Sögu fóstudaginn 14. október nk. og hefst stundvíslegakl. 15.00. Eftir kaffiveitingar verður fræðsludagskrá í hliðarsal A um nýjungar í ofnæmisforvömum og endurhæfingu lungna- og hjartasjúklinga. Stjórn S.Í.B.S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.