Morgunblaðið - 13.10.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 13.10.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 41 Tónleikar til styrktar byggingu tónlistar- húss Sinfóníuhljómsveit íslands gengst fyrir tónleikum í Há- skólabíói í kvöld kl. 20.30 í sam- vinnu við fjölda einsöngvara og tvo karlakóra til styrktar bygg- ingu tónlistarhúss undir yfir- skriftinni „Látum drauminn ræt- ast, byggjum tónlistarhús!" Tónleikamir eru utan reglulegra áskriftartónleika og eru miðar seld- ir í Gimli við Lækjargötu og einnig við innganginn í Háskólabíói í kvöld. Stjómandi á tónleikunum verður breski hljómsveitarstjórinn Ant- hony Hose, en hann stjómaði ný- lega á kynningartónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Hánn hefur einnig stjórnað í íslensku ópemnni og er því vel kunnugur íslenskum söngvurum. A efnisskrá verða atriði úr vin- sælum ópemm eftir Mozart, Bell- ini, Bizet, Verdi, Beethoven, Ross- ini, Giardano, Puccini, R. Strauss, Gounod og Donizetti. Einsöngvarar sem koma fram em Signý Sæmundsdóttir, Rann- veig Bragadóttir, Guðjón Óskars- son, Viðar Gunnarsson, Elísabet Eiríksdóttir, Anna Júlíana Sveins- dóttir, Kristinn Sigmundsson, Elín Ó. Óskarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Júl- íus Vífill Ingvarsson og Sigurður Björnsson ásamt karlakómum Fóstbræðmm - og Karlakór Reykjavíkur. Allar tekjur af tónleikunum renna til byggingar tónlistarhúss. Það fylgir því sérstök fjölskyldustemmning að taka slátur Mmmmm w m mm mm m M mm Otatung Ein fulikomnustu sjónvarpstækin ámarkaðnum Kynntu þér októberkjörin okkar!! 14“ -15“-20“-21“ - 22“ - 25“ og 28“ stærðir. Videoborð með hjólum fylgir 20“ tækjunum og stærri. Tatung framleidd í fullkomnustu sjónvarps- tækjaverksmiðju Evrópu. Einar Farestveit&Co.hf. BOnOARTUH 28, SIUAR: («1) 1IHJ OO «22*00 - NJiQ «|U»T«W Nú er slátursala SS í Glæsibæ Ásamt bjartsýni og æðruleysi hefur slátur verið helsti lífgjafi íslensku þjóðarinnar í baráttu hennar á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars. Slátur er sérstaklega riæringar- og fjörefnarík fæða og hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og virðingar á nýjan leik. SS hefur nú opnað slátursölu í Glæsibæ, þar sem SS-búðin var áður. Þar er til sölu nýtt slátur og allt til sláturgerðar svo sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, haframjöl, rúsínur, saumagarn, nálar og frystipokar. í einu slátri eru: Sviðinn og sagaður haus, lifur, hjarta, tvö nýru, hálsæðar, þind, hreinsuð vömb og keppur, 1 kg mör og 750 gr blöð. í slátrið þarf síðan 1,5 kg af mjöli, sem gefur af sér 5-6 stóra slátur- keppi. Á ódýrari fæðu er tæpast kostur. í kaupbæti færð þú svo ítarlegan leiðbeiningarpésa um sláturgerð. Slátursalan er opin kl. 9-18 mánudaga til fimmtu- daga, 9-19 föstudaga og kl. 9- 12 á laugardögum. Allt til sláturgerðar á einum stað. Slátursala © Slátursala SS Glæsibæ, sími 68 51 66 G0n FOLK / SIA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.