Morgunblaðið - 13.10.1988, Qupperneq 56
FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Stjórnarliðar
unnu 9 hlutkesti
Tvisvar á þúsund árum samkvæmt líkum
Sögulegt neihdakjör fór fram á Alþingi í gær. Stjórnarflokkarnir
unnu níu sinnum í röð hlutkesti um meirihluta í nefhdum neðri
deildar. Grípa þurfti til hlutkestis þar sem atkvæði féllu jöfia á milli
stjómar og stjómarandstöðu, 21:21. Sighvatur Björgvinsson var kjör-
inn formaður fjárveitinganefndar og Jóhann Einvarðsson formaður
utanríkismálanefndar eftir að leynileg kosning hafði farið fram
milli hans og Páls Péturssonar í þingflokki Framsóknar.
Tölfræðilegar líkur á úrslitum
sem þessum eru 1:512, eða sem
næst tveir á móti þúsund. Ef slíkt
nefndakjör hefði ávallt verið viðhaft
í gjörvallri sögu Alþingis, þá væri
það samkvæmt líkum í annað sinn
nú, að annar aðilinn ynni öll níu
hlutkestin.
Kosið var í fastanefndir á Al-
þingi í gær. Kom formennska §ár-
Stal meðan
húsráðandi
beið milli
vonar og ótta
BROTIST var inn í lqallara-
íbúð í Hlíðunum í Reykjavík
aðfaranótt miðvikudags. Sá
sem þar var að verki hafði
sig ekki á brott fyrr en
kona, sem býr þar ein ásamt
þriggja ára syni sínum, kall-
aði upp.
Konan varð vör við manninn
í íbúðinni, en þorði í fyrstu
ekki að láta á sér kræla, heldur
lá kyrr í rúmi sínu. Maðurinn
rótaði í hirslum drykklanga
stund, en konan á erfítt með
að gera sér grein fyrir hversu
lengi. Loks áræddi hún að kalla
upp og hljóp maðurinn þá á
dyr. Konan hringdi þegar til
lögreglunnar, en þá var klukk-
an um 2.30. Lögreglan kom
fljótt á staðinn og leitaði um
hverfíð, en fann innbrotsþjóf-
inn ekki. Ekki hafði tekist að
fínna hann í gærkvöldi.
Þegar konan fór að gæta að
eigum sínum kom í ljós að
maðurinn hafði haft á brott
með sér tvær sparisjóðsbækur
með töluverðum innstæðum.
Rannsóknarlögregla ríkisins
vinnur að málinu.
veitinganefndar í hlut Alþýðuflokks
og mun Sighvatur Björgvinsson
gegna því embætti. Framsóknar-
flokkur hefur tvo menn í utanríkis-
málanefnd og er annar formaður
nefndarinnar. Ekki náðist samstaða
í flokksforystunni um að Páll Pét-
ursson, formaður þingflokksins,
yrði formaður og stóð valið milli
hans og Jóhanns Einvarðssonar.
Kosið var leynilega í þingflokknum
og hlaut Jóhann 7 atkvæði, Páll 6.
Þá gaf Páll ekki kost á sér í nefnd-
ina og mun Guðmundur G. Þórar-
insson því taka sæti þar.
Sjá nánar þingfréttir á bls. 33.
Jóhann hefúr tak á Kortsnoj
JÓHANN Hjartarson lagði Viktor Kortsnoj að velli á Heims-
bikarmótinu í skák í gærkvöldi. Hélt Jóhann þvi áfram þar sem
frá var horfíð í áskorendaeinvíginu í Kanada siðastliðinn vetur
Þá skildu þeir Margeir Pétursson og heimsmeistarinn Gary Ka-
sparov jafhir. Á myndinni sést Jóhann glaðbeittur skýra skákina
fyrir áhorfendum efitir sigurinn. Á innfelldu myndinni er Kortsnoj
að velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Sjá nánar á miðopnu og viðtal við Boris Spassky á bls. 14-15.
Morgunblaðið/Gunnar H. Ársælsson
Ávöxtun sf. synjað um greiðslustöðvun:
Skiptaráðandi telur skuldir
vanmetnar en eignir ofinetnar
„Neyddir í gjaldþrot,“ segir Pétur Björnsson
ÁVÖXTUN SF. og eigendum þess var syqjað um greiðslustöðvun i
skiptarétti Reykjavíkur í gær. Pétur Björnsson segir að með þessu
séu eigendur fyrirtækisins sennilega neyddir í gjaldþrot. Ragnar
H. Hall borgarfógeti taldi engar iíkur á því að greiðslustöðvun
mundi verða til þess að greitt yrði úr fjárhagsvanda fyrirtækisins.
Samkvæmt greinargerð lögmanns Ávöxtunar sf. eru skuldir fynr-
tækisins umfram eignir um 45,6 miU[jónir króna. Skiptaráðandi telur
skuldir vanmetnar en eignir ofmetnar.
Eigendur Ávöxtunar sf., Pétur
Bjömsson og Ármann Reynisson,
bera auk þess ábyrgð á skuldbind-
ingum fyrirtækisins með einkaeign-
um sínum. Eignir Péturs era metn-
ar á 27,5 milljónir og eignir Ár-
manns á 5,5 milljónir umfram
skuldir. Skilanefnd Verðbréfasjóðs
Ávöxtunar hf. hefur lagt fram kröfu
í fógetarétti um löghald í eignum
Ávöxtunar sf. og eigenda þess til
tryggingar 63,5 milljóna skuld
þeirra við sjóðinn. Nefndin hefur
með bréfi til skiptaréttar lýst þeirri
skoðun að eigendum fyrirtækisins
sé skylt samkvæmt gjaldþrotalög-
um að óska eftir gjaldþrotaskiptum
fyrir félagið og sig persónulega.
Skilanefnd féllst á að fresta málinu
þar til afstaða skiptaráðanda til
greiðsiustöðvunar lægi fyrir.
„Ég átti ekki von á þessu," sagði
Pétur Bjömsson, er hann var spurð-
ur álits um niðurstöður fógetaúr-
skurðarins. „Ég hélt að maður fengi
að ganga frá málum sínum í róleg-
heitum og með sanngimi, þannig
að sem minnstur skaði hlytist af.
En það era einhver önnur öfl sem
ráða. Með þessu eram við sennilega
reknir í gjaldþrot og raunvirði fæst
ekki fyrir eignir seldar nauðunga-
sölu úr þrotabúi. Við höfum ekki
reynt að fela neitt, enda höfðum
við sameignarfélag en ekki hlutafé-
lag um reksturinn." Pétur sagði að
fljótlega mundi skýrast hvort þeir-
leituðu eftir gjaldþroti.
Við meðferð málsins í skiptarétti
kom einnig fram að Pétur og Ár-
mann hafa gengist í persónulegar
ábyrgðir fyrir 60-70 milljón króna
skuldir annarra aðila sem þeir
standa í viðskiptasambandi við. Er
þar um að ræða 50-60 milljóna
króna ábyrgðir fyrir Kjötmiðstöð-
ina, sem veitt hefur verið greiðslu-
stöðvun og er talin skulda um 84
milljónir umfram eignir, og um
12,5 milljónir vegna viðskipta
Hjartar Nielsen hf. við þrotabú
Ragnarsbakarís hf. Telur skipta-
réttur verulegar líkur á að á þessar
ábýrgðir muni reyna. Pétur Björns-
son sagðist hins vegar á öðra máli.
Viðræður við lánadrottna Kjötmið-
stöðvarinnar gæfu fyllsta tilefni til
bjartsýni á að úr rættist. Ávöxtun
sf. og Pétur og Armann persónu-
lega eiga alls 45% hlutafjár í Kjöt-
miðstöðinni og era aðaleigendur
Hjartar Nielsen hf.
Sjá blaðsíðu 31.
Tilboð í bifreiðaviðskipti ríkisins:
86 milljónir króna sparaðar í
kaupum, tryggingum og leigu
Innkaupastofnun ríkisins hefur sparað ríkissjóði um það bil
86 milljónir króna á þessu ári, með því að bjóða út bifreiðavið-
skipti. Stofimnin hefíir leitað eftir tOboðum um afslátt frá fiillu
verði hjá bifreiðainnflytjendum, tryggingafélögum og bílaleigum.
Stofnunin hefur nú á ný sent bifreiðainnflytjendum fyrirspurn
um afelátt og er það fjórða árið i röð sem slíkt er gert.
Þessi spamaður er miðaður við milljónir króna miðað við útsölu-
fullt verð samkvæmt verðskrám verð bílanna. Keypt var frá fleiri
viðskiptaaðila. í fyrra vora keypt- en einu umboði, mest þó af jap-
ar 157 nýjar bifreiðir fyrir ríkið önskum bílum.
og var afsláttur samanlagt 26,6 Boðnar vora út tryggingar fyr-
ir 1.000 ríkisbifreiðir og barst
lægsta tilboðið frá Samvinnu-
tryggingum, alls 69,2% afsláttur
frá iðgjöldum tryggingaársins
1988. Afslátturinn nemur alls
rúmum 30 milljónum króna. Sa-
mið var við bflaleiguna Geysi eftir
útboð um allt að 45% afslátt af
leigugjöldum. Gert er ráð fyrir að
sá afsláttur skili sér í 20-30 millj-
óna króna spamaði á þessu ári.
í byijun október sendi stofnun-
in bréf til bifreiðainnflytjenda þar
sem óskað er verðtilboða vegna
bifreiðakaupa fyrir ríkisstofnanir.
í bréfinu segir m.a.: „Lögð er
áhersla á gæði bifreiðanna, án
óþarfa aukabúnaðar eða ytra
skrauts." Tilboðum á að skila fyr-
ir 11. nóvember næstkomandi.
Innkaupastofnun biður nú um
verðtilboð fyrir 100 til 116 bíla.
Vextir
af spari-
skírtein-
um lækka
Fjármálaráðuneytið og söluað-
ilar spariskírteina gerðu í gær
með sér samkomulag um að
lækka vexti af spariskírteinum
þannig að vextir af 3 og 5 ára
skírteinum lækka i 7,3%. Vextir
af 8 ára skírteinum verða hins
vegar áfram 7%. Jafnframt varð
samkomulag milli aðila um að
ávöxtun bankabréfa og annarra
hliðstæðra bréfa lækki til sam-
ræmis við lækkun vaxta af spari-
skírteinum.
Fjármálaráðuneytið hafði áður
gert tillögu um enn meiri lækkun
á vöxtum af spariskfrteinum þar
sem gert var ráð fyrir að vextir af
3 og 5 ára skírteinum yrðu 7,25%
og vextir af 8 ára skírteinum 6,75%.
Bankamenn og forráðamenn
verðbréfafyrirtækja sem Morgun-
blaðið ræddi við f gær töldu al-
mennt að vaxtalækkunin hlyti að
draga úr sölu spariskírteina og að
nú reyndi á samstöðu banka og
sparisjóða um vaxtalækkun á
bankabréfum.
Sjá enn fremur Bl.