Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
3
Verð á rækju
og hörpu-
diski hækkað
YFIRNEFND Verðlagsráðs
sjávarútvegsins ákvað á fúndi
sinum í gær 7% hækkun á verði
hörpudisks og 4% verðhækkun
á rækju. Verðið gildir frá 15.
október til 15. febrúar en er
uppsegjanlegt frá og með fyrsta
janúar. Samkomulag varð um
verðið á hörpudiskinum en
rækjuverðið var ákveðið með
atkvæðum seljenda og odda-
manns.
Samkvæmt ákvörðun þessari
verður verð á stærri hörpudiskin-
um 17,30 krónur á hvert kíló og
13 fyrir þann smærri. Fjórir verð-
flokkar eru á rækju, 67,50 fæst
fyrir þá stærstu, 61 króna fyrir
annan flokk, 57 þann þirðja og
25 krónur fyrir undirmálsrækjuna.
Yfímefndin var að þessu sinni
skipuð þeim Benedikt Valssyni,
oddamanni, Kristjáni Ragnars-
syni, Óskari Vigfússyni, Bjama
Lúðvíkssyni og Lámsi Jónssyni.
Forseti
til Kanada
FORSETI íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, fer áleiðis
til Vancouver i Kanada nk.
miðvikudag, 19. október.
Þar verður hún heiðurs-
forseti alþjóðaráðstefnu um
ferðamál í þágu friðar, sem
stendur 24.-27. þ.m.
Þá mun forseti hitta íslend-
inga og Vestur-íslendinga bú-
setta á þessum slóðum. I frétt
frá forsetaskrifstofunni segir
að forseti komi heim að
morgni 27. október.
Hafiiarfjörður;
Flutt á slysa-
deild efitir
umferðarslys
MAÐUR og kona voru flutt á
slysadeild eftir harðan árekstur
á mótum Reykjavíkurvegar og
Hjallabrautar síðdegis í gær.
Lítilli japanskri fólksbifreið var
ekið austur Hjallabraut og áfram
Hjallahraun og í veg fyrir Mitsu-
bitshi sendibíl sem ekið var norður
Reykjavíkurveg. Umferðarljós em
við gatnamótin. Við áreksturinn
kastaðist umferðarljósavita og
gekk staurinn inn í bílinn. Ekki
er ljóst hvorri bifreiðinni var ekið
gegn rauðu ljósi. Maður og kona
úr fólksbílnum vom flutt á slysa-
deild. Þau vom með skurðsár í
andliti auk annarra áverka.
Miklustolið
í innbroti
BROTIST var inn í verslun Ein-
ars Farestveit við Borgartún 28
um helgina. Talsverðum verð-
mætum var stolið.
Meðal annars er saknað 6-7
ferðaútvarpstækja, myndbands-
tækis, örbygljuofns og tveggja
símtækja. Rannsóknarlögregla
ríkisins vinnur að málinu.
JNNLEN-T
lOhmr
næstu
sexhelgsr
þegar...
LEIÐIR
...þúflýguríhelgarferð
meðFlugleiðum
til Kaupmannahafnar
BROTTFOR
á fimmtudögum, föstudögum
eða laugardögum.
Dvalið er í eina, tvær,
eða þrjár nætur.
Verð frá kr.
14.900
EIN NÓTT,
15.900
TVÆRNÆTUR,
16.900
ÞRJÁR NÆTUR.
Fyrir 10 krónurgefst farþegum
kostur á ferð með skíðabát til Malmö
í Svíþjóð, en þar eru verslanir
m.a. opnará sunnudögum
frá kl. 11.00-16.00.
Munið að söluskattur af vamlngl er endurgrelddur á Kastrup-
flugvelll á heimlelö gegn „TAX FREE" kvlttun.
Allarnánariupplýsingargefa
söluskrifstofur Flugleiða ísíma 25100
og ferðaskrifstofurnar.
*íslenskarkrónur
*Gisting með morgunmat á Hotel Absalon og dvalið
aðfaranótt sunnudags.