Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 3 Verð á rækju og hörpu- diski hækkað YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fúndi sinum í gær 7% hækkun á verði hörpudisks og 4% verðhækkun á rækju. Verðið gildir frá 15. október til 15. febrúar en er uppsegjanlegt frá og með fyrsta janúar. Samkomulag varð um verðið á hörpudiskinum en rækjuverðið var ákveðið með atkvæðum seljenda og odda- manns. Samkvæmt ákvörðun þessari verður verð á stærri hörpudiskin- um 17,30 krónur á hvert kíló og 13 fyrir þann smærri. Fjórir verð- flokkar eru á rækju, 67,50 fæst fyrir þá stærstu, 61 króna fyrir annan flokk, 57 þann þirðja og 25 krónur fyrir undirmálsrækjuna. Yfímefndin var að þessu sinni skipuð þeim Benedikt Valssyni, oddamanni, Kristjáni Ragnars- syni, Óskari Vigfússyni, Bjama Lúðvíkssyni og Lámsi Jónssyni. Forseti til Kanada FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fer áleiðis til Vancouver i Kanada nk. miðvikudag, 19. október. Þar verður hún heiðurs- forseti alþjóðaráðstefnu um ferðamál í þágu friðar, sem stendur 24.-27. þ.m. Þá mun forseti hitta íslend- inga og Vestur-íslendinga bú- setta á þessum slóðum. I frétt frá forsetaskrifstofunni segir að forseti komi heim að morgni 27. október. Hafiiarfjörður; Flutt á slysa- deild efitir umferðarslys MAÐUR og kona voru flutt á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar síðdegis í gær. Lítilli japanskri fólksbifreið var ekið austur Hjallabraut og áfram Hjallahraun og í veg fyrir Mitsu- bitshi sendibíl sem ekið var norður Reykjavíkurveg. Umferðarljós em við gatnamótin. Við áreksturinn kastaðist umferðarljósavita og gekk staurinn inn í bílinn. Ekki er ljóst hvorri bifreiðinni var ekið gegn rauðu ljósi. Maður og kona úr fólksbílnum vom flutt á slysa- deild. Þau vom með skurðsár í andliti auk annarra áverka. Miklustolið í innbroti BROTIST var inn í verslun Ein- ars Farestveit við Borgartún 28 um helgina. Talsverðum verð- mætum var stolið. Meðal annars er saknað 6-7 ferðaútvarpstækja, myndbands- tækis, örbygljuofns og tveggja símtækja. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að málinu. JNNLEN-T lOhmr næstu sexhelgsr þegar... LEIÐIR ...þúflýguríhelgarferð meðFlugleiðum til Kaupmannahafnar BROTTFOR á fimmtudögum, föstudögum eða laugardögum. Dvalið er í eina, tvær, eða þrjár nætur. Verð frá kr. 14.900 EIN NÓTT, 15.900 TVÆRNÆTUR, 16.900 ÞRJÁR NÆTUR. Fyrir 10 krónurgefst farþegum kostur á ferð með skíðabát til Malmö í Svíþjóð, en þar eru verslanir m.a. opnará sunnudögum frá kl. 11.00-16.00. Munið að söluskattur af vamlngl er endurgrelddur á Kastrup- flugvelll á heimlelö gegn „TAX FREE" kvlttun. Allarnánariupplýsingargefa söluskrifstofur Flugleiða ísíma 25100 og ferðaskrifstofurnar. *íslenskarkrónur *Gisting með morgunmat á Hotel Absalon og dvalið aðfaranótt sunnudags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.