Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 41- Herbjörg Wassmo um orðlist- ina sem töfraspegil tilverunnar eftir Óskar VistdaJ Að líkindum er orðið tímabært og velta fyrir sér lífsgildi þeirra bókmennta í nútímanum sem höfða til stórra lesendahópa um leið og þær stefna að alvöru og nýsköpun. Þóru-þríleikurinn eftir norsku skáldkonuna Herbjörgu Wassmo sannar þó að afþreying og skapandi frásagnarlist geta farið saman. Þetta er ekki aðeins metsöluverk á mörgum þeirra ellefu tungumála, sem það hingað til hefur verið þýtt á, heldur hefur það einnig fengið afar góðar undirtektir hjá fremstu gagnrýnendum víða á Norðurlönd- um. Að margra dómi er norræn skáld- sagnagerð í endurnýjun um þessar mundir; sumir halda því jafnvel fram að á sviði hefðbundinnar skáldsagnagerðar skari Norður- löndin fram úr öðrum Evrópulönd- um. Þessa stöðu eigum við ekki síst heimsfrægum skáldkonum eins og Selmu Lagerlöf og Sigríði Und- set að þakka. Af samtímahöfundum má nefna Eevu Joenpelto, Kerstinu Ekman, Hönnu Maríu Svendsen og Herbjörgu Wassmo sem framúr- skarandi fulltrúa norrænnar frá- sagnarlistar, bæði þegar um er að ræða að varðveita hefðina og end- umýja hana. Þessa dagana sækir Herbjörg Wassmo ísland heim í tilefni af íslenskri útgáfu Máls og menningar á „Húsinu með blinda sólbyrgið" í þýðingu Hannesar Sigfússonar. Fyrir þá bók hlaut Herbjörg. Wassmo hin eftirsóttu verðlaun Félags norskra gagnrýnenda þegar bókin kom út á frummálinu árið 1981. 1983 hlotnuðust henni verð- laun norska bóksalafélagsins fyrir „Þögla herbergið", framhald fyrr- nefndrar bókar. En hápunkturinn voru bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs sem fellu Herbjörgu í skaut árið 1987 fyrir lokabindi sagnabálksins um stúlkuna Þóru, „Himinn án hörunds". Söguefnið er harmrænt í eðli sínu. Hið blinda og þögla í lífí Þóru sem heiti fyrstu tveggja bóka benda á, vitnar um spillt félagsleg og mannleg samskipti og um tilfínr.- ingalegar og líkamlegar þjáningar. í síðustu bók sagnafíokksins lýsir höfundurinn Þóru sem stálpaðri stúlku í einvígi við öfl sem reynast henni um megn. Að lifa undir „himni án hörunds“ er að lifa vam- arlaus og hjálparvana. Þóra er fóm- arlamb sifjaspells, og svipað sígildu harmleikjahetjunum glímir hún við spuminguna: Em mín illu örlög sjálfri mér að kenna? Fyrstu tvær bækumar fjalla um erfíð æsku- og uppvaxtarár Þóru í háleygsku sjávarþorpi á fímmta og sjötta áratugnum. Faðir hennar var þýskur hermaður í Noregi á stríðs- ámm, en fórst áður en hún fædd- ist. Þóra er m.o.ö. ástandsbarn eða „þjóðverjabam", enda fær hún oft að kenna á óréttmætri útskúfun og fyrirlitningu eyjaskeggjanna vegna Bíókjallar- inn opn- aður aftur í KVÖLD verður Bíókjallarinn opnaður að nýju. í fréttatilkynn- ingu segir að opið verði i Bíó- kjallaranum alia daga vikunnar nema föstudags- og laugardags- kvöld, þegar Tunglið og Bíókjall- arinn sameinast í eitt. Einnig segir að ætlunin sé að hafa sem fjölbreytilegasta dagskrá í Bíókjallaranum á sem flestum listasviðum. Eva Harr — 88. „óþjóðemislegrar ástar“ Ingríðar móður sinnar, sem sér fjölskyldunni farborða með fiskvinnu. Ingríður giftist sægarpinum og drykkjurút- inum Hinrik, sem er fullur af minni- máttarkennd og ofbeldishneigð. Ólga og ótti ráða ríkjum á heimilinu. Á fermingaraldri verður Þóra fyrir þeirri ógæfu að stjúpfaðir hennar nauðgar henni. Hún verður bamshafandi og elur andvana bam í lejmum og grefur það í urð nokk- urri. Lokabókin „Himinn án hör- unds“ segir síðan frá örvæntingar- fullri baráttu „hömndslausu" mannverunnar Þóm og frá þraut- seigju, einmanleika, hugarvíli, sál- arangist og lokst frá uppgjöf og ósigri stúlkunnar. I þessari baráttu skipta náin tengsl Þóm við Rakel frænku henn- ar miklu, þar sem sem móðursystir- in axlar sektarkennd stúlkunnar vegna þess sem fyrir hana kemur og gengur henni í móðurstað. Rak- el og Símon, eiginmaður hennar, em fulltrúar hins góða, ástarinnar og umönnunarinnar. Þau em einu hjónin í plássinu sem kemur vel saman. Þau em iðin, hjálpfús og þakklát gagnvart lífínu þrátt fyrir ólæknandi krabbamein Rakelar. Þau hafa séð um skólagöngu Þóm og kostað hana til náms í gagn- fræðaskólanum. Þóra skapar sér draumóraheim sem grípur hana æ sterkari tökum í baráttunni við grimmd umhverfis- ins, baráttu sem Rakel á úrslita- aðild að. En að frænku sinni látinni tekur Þóra við hlutverki hennar að öllu leyti og þar með grípur hana líka sektarkenndin heljartökum á ný. Ógæfan verður Þóm um megn og sér hún enga aðra leið út úr vandanum en að svipta sig lífi. Þess em fá dæmi að yngri rithöf- undar í Noregi hafí hlotið jafn al- menna viðurkenningu og vinsældir á svo skömmum tíma sem Herbjörg Wassmo með hinum tilfinninga- næmu og jafnframt raunsæju lýs- ingum sfnum í sagnabálkinum um Þóm. Reyndar er þetta bæði þroskasaga, kvennaskáldsaga um kynkúgun og sveitarsaga um tortímingu einstaklings vegna for- dóma og ofbeldis umhverfisins. Frá- sögnin er aldrei mærðarfull eða væmin, heldur einkennist hún af óvægnu raunsæi og gráu gamni á mörkum grófleikans. Því hefur verið haldið fram að bókmenntalegur styrkur Herbjarg- ar Wassmo felist ekki síst í ljóðræn- um frásagnarhætti hennar, sem þó er um leið raunsæislegur, enda er myndmál hennar með því frumlegra og ljóðrænna sem hefur sést í norskri skáldsagnagerð upp á síðkastið. Þetta myndmál gefur í skyn hið óáþreifanlega handan hins raunsæja, þ.e.a.s. hinar dularfullu geðhræringar sem knýja atburða- rásina áfram. Með þessu ljóðræna myndmáli fær lesandinn heillegri skilning á rugluðu raunveruleika- skyni aðalpersónunnar, auk þess sem það eykur samræmi og sam- hengi textans í stað brota og sundr- unar. Herbjörg Wassmo í þakkarorðum sínum á Norður- landaþingi í Helsinki vorið 1987 komst Herbjörg Wassmo þannig að orði: „Hugmyndaflugið er töfra- spegill lífsins. Bókmenntimar og listin raða spegilbrotunum saman í munstur á þann hátt að við getum áttað okkur á lífí okkar. Og vopn bókmenntanna er orðið." Ætli það sé ekki einmitt þetta sem umfram allt einkennir baráttu stúlkunnar Þóru: Hún reynir að fínna sjálfa sig í orðum sínum. Herbjörg Wassmo fæddist 6. desember 1942 í Vestur- áli í Norðurlandsfylki, en fluttisW- síðan að Hlöðuengi í Lófóti. Hún er kennari að mennt og stundaði ritstörf með kennslu lengi vel. Rit- höfundarferil sinn hóf hún með ljóðabókinni „Vængjasláttur" árið 1976 og ári síðar kom frá henni annað ljóðasafn, „Á flóðinu". Eftir það hefur hún mestmegnis haldið sig við sagnagerð fyrir utan út- varpsleikritin „Vetur í júní“ (1983) og „Millilending" (1985). Auk þríleiksins um Þóru hefur Herbjörg sent frá sér heimilda^ skáldsöguna „Leiðin" (1984), sem færði henni verðlaun sem veitt eru ár hvert í Noregi fyrir bestu bók þessarar tegundar. Skáldsagan flallar um háleygsku andspymu- hreyfinguna og aðallega um þátt- töku kvenna og bama í starfí henn- ar og þær fómir sem þau færðu í heimsstyrjöldinni síðari. Herbjörg Wassmo segir frá rit- störfum sínum og les valda kafla úr Þóru-þrfleiknum í Norræna hús- inu þriðjudaginn 18. október nk. kl. 20.30. Höfundur er aendikennari i norsku við Háskóla íslands. Glæsilegur franskur kvenfatnaður Neðst við Dunhaga, SIITli 622230.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.