Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 50
* 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1988
EÞÍÓPÍA
• • ________________
Onnur hlið á Eþíópíu
Sigríður K. Sverrisdóttir er sjálf-
boðaliði á vegum Rauða Kross-
ins í Bahír Dar, Gojjam héraði í
Eþíópíu. Hún sendi Morgunblaðinu
eftirfarandi lýsingu á lífinu þar,
ásamt myndum.
Hvemig er annað hægt en að
heillast af Eþíópíubúum og menn-
ingu þeirra? Þetta brosmilda og
opinskáa fólk er með eindæmum
gestrisið og vill allt fyrir náungann
gera. Fátækt er mikil, húsnæði er
oft á tíðum mjög bágborið og böm
ganga í slitnum fötum. En illa van-
nærð böm em sjaldséð og á þessum
árstíma þ.e. við lok regntímans er
gróðursæld mikil. Þannig að sú
hugmynd sem margir íslendingar
virðast hafa um Eþíópíu samræmist
ekki raunvemleikanum.
Sjálfsbjargarviðleitni fólksins er
að sama skapi mikil. Betlarar, skó-
burstarar og konur sem selja ristað-
an maís eða kom em á hveiju götu-
homi og smástrákar, sem hafa
tyggigúmmí og sígarettur eða
happdrættismiða, til sölu em hlaup-
andi út um allt.
Laugardagar em markaðsdagar
í allri Eþíópíu; annasömustu dagar
vikunnar. Ovenju margt fólk er á
ferli á götum úti og markaðstorgið
er troðfullt af fólki, ösnum, hænsn-
um, geitum og rollum. Jafnvel em
dæmi þess að fólk ferðist um 30
km. vegalengd, til að komast á
markaðinn. En þá em asnar notað-
ir til að bera klyíjar og verslað er
fyrir 2-3 vikur í hvert skipti. Á
markaðnum má finna allt milli him-
ins og jarðar Kom, krydd, græn-
meti, sauð- og fiðurfé til slátmnar
í heimahúsum; fatnað, skrautmuni
úr leir, skartgripi úr silfrí ofl. ofl.
Einnig er mikið um fallega vefnað-
arvöm. Marglita renninga, sem
konur veija um mitti sér og stór
hvít sjöl, sem flestar eldri konur og
margir karlmenn sveipa sig dags
daglega.
Félagsleg samskipti em geysi-
lega mikil meðal fólksins. Frítíman-
um er oftast eytt með vinum og
kunningjum og mikið er um gesta-
gang á heimilum. Við slík tækifæri
er hefðbundin kaffiathöfn mjög vin-
sæl. Hún fer þannig fram, að fyrst
em kaffibaunir brenndar og ilmur-
inn látinn fylla herbergið. Kaffið
er soðið þrisvar sinnum og er fólki
boðið kaffi eftir hveija suðu. Fyrsti
bollinn Avole, er sterkastur, þá
Tona, en Bereka kaffið er mjög
vatnskennt. Athöfnin getur tekið
allt að tveimur klukkustundum svo
vissara er að hafa nægan tíma fyr-
ir sér ef boðið er kaffi. Sé dmkkið
úr fyrsta bollanum, er ætlast til að
Hvftu andlitin eru geysilega vinsæl meðal barna og fullorðinna. Sjá-
ist myndavél á lofti koma krakkamir hlaupandi úr öUum áttum.
Ein af mörgum sölukonum á markaðstorginu. En geysUega misjafnt
er hversu mikinn vaming fólk hefur á boðstólum.
■'h'M
Hans Gebhard við orgelið. Nemendur fylgjast með á sjónvarpsskjánum.
MORGUNBLAÐIÐ/Þorkell
ORGANISTANÁMSKEIÐ í HALLGRÍMSKIRKJU
Leikið af fíngrum firam
Prófessor Hans Gebhard, hélt
i
nýlega námskeið í leik af
fingrum fram fyrir organista.
Námskeiðið var haldið á vegum
söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar
og fór kennslan fram í Hallgrí-
mskirkju. Fimmtán organistar
sóttu námskeiðið.
i Að sögn Hauks Guðlaugssonar,
söngmálastjóra, var kveikjan að
námskeiðinu sú að fyrrverandi nem-
andi Gebhards, frétti af kennslubók
í leik af fingrum fram, sem Geb-
hard hefur nýlega gefið út og fór
þess á leit við hann að koma hingað
og Ieiðbeina íslenskum organistum
í þessari gömlu list. Námskeiðið var
sérstætt að því leyti að sjónvarp
var notað við kennsluna og þar
gátu nemendur fylgst með handa-
hreyfingum meistarans við orgelið.
Haukur sagði Gebhard mjög þekkt-
an „improvisatör" og héldi hann oft
námskeið í Bandaríkjunum, auk
þess sem hann hefði oft tekið þátt
í keppnum í leik af fingrum fram.
Kennslan hefði verið sérlega lif-
andi og hefðu allir þátttakendur
haft mikið gagn af.
Eþiópísk fegurð. Súkkulaðibrúnar konur í góðum holdum eru taldar
fegurstar.
Við fyrstu og siðustu suðuna er
brennt ilmefni, sem svipar til
myrru. Þijú skilningarvit eru því
virkjuð við þessa athöfii þ.e. sjón,
lyktarskyn og bragðlaukar.
fólk silji út athöfnina, nema góð
og gild afsökun sé fyrir hendi.
Þegar náinn ættingi deyr, fyllist
húsið af gestum í 3-7 daga eftir
andlátið. Stólum er raðað þannig
að sem flestir geti setið eða slegið
er upp tjaldi með bekkjum fyrir um
10-20 manns. Fyrstu tvo dagana
er grátið og syrgt. En að morgni
þriðja dagsins, eftir að búið er að
heimsækja gröfína, getur fólk farið
að taka gleði sína á ný. Farið er í
leiki og spilað á spil, í þeim til-
gangi að hjálpa aðstandendum við
að gleyma sorgum sínum. Venjan
er að fólk komi með mat með sér.
Ríkt fólk 10 injera, en fátækt þijá
injera. Eftir andlát náins ættingja
klæðast konur svörtum fatnaði í
mánuð.
Þjóðarrrétturinn injera er búinn
til úr þunnu sýrðu brauði og kássu
(wat), sem inniheldur ýmist kjöt
(kjúklingakjöt til hátíðabrigða) og
grænmeti, baunir eða innmat s.s.
lifur, nýru eða maga. Einnig telja
sumir hrátt kjöt herramannsmat.
Venjulega er kryddað vel, oft með
Berberi, sem er mjög sterkur pipar
og vilja eþíópíubúar meina að það
haldi landinu lausu við eyðni. En á
flestum heimilum er injera á boð-
stólum þrisvar sinnum á dag.
Það er svo sannarlega margt sem
kemur á óvart í Eþíópíu. En þó
mest hvað fólkið er hjálpsamt,
lífsglatt og stolt af menningu sinni
þrátt fyrir erfíðar aðstæður.
Hjörleifiir og Inga ásamt Sigríði, eiganda Kjarna, og Jónasi firá
Hugtaki sf.
VESTMANNAEYJAR
Þúsundasti mynd-
lykillinn
Verslunin Kjarni í Vestmanna-
eyjum seldi I vikunni þúsund-
asta myndlykilinn fyrir Stöð 2 í
Eyjum. Það var Hjörleifur Guðna-
son sem keypti þennan afruglara
og í tilefhi af timamótunum var
honum færð að gjöf ársáskrift að
Stöð 2 ásamt afiruglaranum sem
hann ætlaði að kaupa.
Útbreiðsla Stöðvar 2 í Eyjum hef-
ur verið með ólíkíndum og lætur nú
nærri að 70% heimila þar njóti efnis
hennar. Hjörleifur Guðnason, hand-
hafi þúsundasta myndlykilsins, sagði
að hann hefði lengi verið búinn að
hugsa um að fá sér lykil. Hann hefði
loks látið verða af því til að gefa
Ingu konu sinni í afmælisgjöf, en
hún á afmæli um þessar mundir.
Hjörleifiir og Inga Halldórsdóttir
kona hans veittu myndlykli slnum
formlega viðtöku við dálitla athöfh
í versluninni Kjama. Sigríður
Óskarsdóttir eigandi verslunarinnar
afhenti þeim lykilinn ásamt blóm-
vendi og Jónas Sigurðsson frá Hug-
taki sf., sem sér um áskriftarkerfíð
í Eyjum, afhenti þeim ársáskrift að
Stöð 2.
Þau hjón sögðu að eftir að Ómar
Ragnarsson flutti sig yfir á Stöð 2
hefðu þau faríð að hugsa til þess að
fá sér myndlykil. Einnig kvaðst Inga
hafa saknað þess að sjá ekki Dallas-
þættina sem væru hennar uppáhalds-
þættir. „Svo eigum við orðið talsvert
af bamabömum sem koma mikið til
okkar og hafa kvartað sáran undan
því að sjá ekki bamaeftiið sem er á
Stöð 2, þannig að það ýtti nú undir
okkur líka,“ sögðu þau hjón að lokum
um leið og þau héldu brosandi heim
á leið með nýja myndlykilinn sinn.
— Grímur j