Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1988
'AtsaZahu. Lokcxr
gangv&jinunrLl"
Ekki svona einmitt þegar
verið er að sýna landsleik-
inn ...
Eiga einstæðir foreldrar
að borga hærri skatta?
Til Velvakanda.
Það er alveg sjálfsagt að borga
sína skatta en það verður að vera
réttlátlega skattlagt. Ég vil benda
á óréttlæti sem virðist vera í nýju
skattalögunum. Það er þannig að
einstæðir foreldrar greiða hærri
skatta en hjón þegar búið er að
draga bamabæturnar frá. Tökum
til dæmis einstætt foreldri með tvö
böm og á móti hjón með eitt bam.
Þetta em fjölskyldur með sama
fjölda einstaklinga. Einstæða for-
eldrið hefur 90.000 kr. í tekjur með
mæðra(feðra)launum. Einnig fær
hún(hann) rúm 11.000 á mánuði í
meðlag en þarf ekki að greiða skatt
af því. Af þessum tekjum þarf ein-
stæða foreldrið að greiða 15.588
kr. í skatt en þar á móti koma þess-
ar „stórhækkuðu barnabætur" sem
gera 7.370 kr. Mismunurinn er þess
vegna 8.218 kr. Aftur á móti em
hjónin skattlögð þannig að af
100.000 kr. tekjum annars . aðila
(hann notfærir sér 80% af persónu-
afslætti hins), greiða þau aðeins
6. 234 kr. í skatt og á móti koma
bamabætur fyrir eitt bam 1.621
kr. Mismunurinn hjá hjónum er því
4.613 kr. Eins og þið sjáið þá þarf
einstætt foreldri með sömu heimilis-
stærð að borga næstum því 100%
hærri tekjuskatt en hjón.
Ef við skoðum þetta dæmi aftur
og látum báða aðila hjónabandsins
vinna úti þá verður skattamismun-
urinn enn meiri. Einnig eykst hann
við hækkaðar tekjur.
í gömlu skattalögunum fengu
einstæðu foreldramir vissa upphæð
dregna frá áður en lagt var á þá.
Væri það hægt að láta einstæða
foreldra fá hærri persónuafslátt til
þess að jafna þetta óréttlæti?
Ætla yfirvöld að gera eitthvað
til þess að leiðrétta þetta? Ég vil
gjama fá svar frá nýja fjármálaráð-
herranum okkar sem segist aðhyll-
ast jafnaðarstefnu og jafnrétti.
0779-2158
Fyrirbyggjum
sinubruna
Til Velvakanda.
„Það á að sekta þá sem kveikja
í sinu.“ Eitthvað'á þessa leið voru
fyrirsagnir greina sem birtust í
Velvakanda í vor. Sinubruni er
vandamál í borg og bæjum sem
þarf að leysa. En hvað á að gera?
Þeir sem valda sinubruna em
líklega oft börn, sem gera það af
óvitaskap, eða þeir sem í hugsunar-
leysi henda frá sér logandi sígarett-
um.
En þriðji aðilinn á nokkra sök
að mínum dómi. Hann getur gert
fyrirbyggjandi ráðstafanir sem allt-
of lítið er um. Sinubmnar em því
aðeins hættulegir að óræktar
óslægjan nái alveg að skógrækt-
inni. Hvernig væri nú að bæjar-
félögin tækju sig til og létu plægja
hæfíleg belti umhverfis ttjáræktina,
sléttuðu og sáðu grasfræi í herfað
landið og síðan væri beltið slegið á
hverju sumri. Væri þetta gert
myndaðist varla nokkur sina sem
gæti bmnnið og þótt einhver eldur
kæmi upp yrði auðvelt að slökkva
hann. Vatn úr garðslöngu dygði.
Nú er tími til að plægja áður en
frost kemur í jörð. Nú er jörðin
blaut og gljúp eftir haustrigning-
amar.
Mundi frændi
Ekki nógu góð lýsing
Til Velvakanda.
Ég vil taka undir með höfundi
pistils sem birtist í Velvakanda fyr-
ir nokkm en hann kvartar undan
því að ekki sé nógu góð lýsing við
Fríkirkjuveg síðan nýir ljósastaurar
vom settir þar upp. Það er kannski
of mikið sagt að þarna sé
slysagildra en lýsingin er ekki nógu
góð. Vonandi verður bætt úr þessu.
Bjarni
Fríkirkjuvegurinn eftir breytmguna.
Slysagildra á Fríkirkjuve
Til Velvakanda.
— Ég vil aðeins benda á það að
síðan skipulaginu við tjömina var
breytt og ijósastauramir við
FrílúsH^|siimvoru fiarlægðir o v
nógu vel út á götuna svo þama er
niðamyrkur á kvöldin og nætumar.
Það er stórhættulegt því þettaej
mikil umferðanrata 0ír_liftteSáB
HÖGNI HREKKVlSI
HANN SA1ÍPA£>I SÉR rLXZLAHÚS!
Víkverji skrifar
Fyrir rúmri viku, sunnudaginn
9. október, birtist á baksíðu
Morgunblaðsins mynd, sem vakti
verulega reiði meðal margra les-
enda blaðsins. Texti með myndinni
var svohljóðandi: bmgðið á leik í
sláturtíðinni. Fjölmargir höfðu orð
á því við starfsmenn ritstjómar, að
það væri smekkleysi að birta mynd
þessa, aðrir hringdu á ritstjómina
til þess að mótmæla birtingu mynd-
arinnar og enn aðrir sendu blaðinu
bréf með slíkum andmælum.
Það er mikils virði fyrir Morgun-
blaðið að fá slík viðbrögð frá lesend-
um og það aðhald, sem í þeim er
fólgið. Gagnrýnin á Morgunblaðið
er því fagnaðarefni frá sjónarhóli
Víkverja, enda veitir ekki af, að
almenningur veiti fjölmiðlum að-
hald.
XXX
Hér í Morgunblaðinu og raunar
öðmm blöðum einnig hafa að
undanfömu birzt auglýsingar frá
Stöð 2, þar sem einstakir starfs-
menn stöðvarinnar era kynntir og
starfsferill þeirra. Er allt gott um
það að segja. Sjónvarpsstöðvamar
em svo ríkur þáttur í daglegu lífi
fólks, að menn vilja gjaman vita
sitthvað um fyrri störf þeirra, sem
þar vinna.
En þá skiptir auðvitað máli, að
rétt sé frá sagt. í einni slíkri auglýs-
ingu, sem birtist í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 11. október sl. er Sig-
hvatur Blöndahl, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Stöðvar 2 kynntur.
Þar segir: „Um 8 ára skeið var
hann ritstjóri viðskiptasíðu Morg-
unblaðsins." Þetta er rangt. Hið
rétta'er, að Sighvatur Blöndahl var
blaðamaður á Morgunblaðinu og
vann við almenn fréttaskrif. Hann
gegndi því starfí í eins konar auka-
vinnu, að hafa umsjón með við-
skiptasíðu í blaðinu, sem þá birtist
óreglulega.
Annars er öll þessi auglýsinga-
mennska hálfneyðarleg. Hvað
segðu menn t.a.m. ef blöðin væm
stanzlaust að biðja starfsmenn sína
að láta birta af sér myndir og
hvetja fólk til að greiða áskriftir?
Er þétta starfsfólkinu samboðið?
XXX
Stöðugt berast nýjar fréttir af
gjaldþrotum fyrirtækja. At-
hyglin hefur síður beinzt að því,
hveijir tapa á gjaldþrotunum. Nú
hefur Kristinn Bjömsson, forstjóri
Nóa-Siríus upplýst, að sennilega
tapi íslenzk iðnfyrirtæki hátt í 200
milljónum á þessu ári á gjaldþrotum
, aðallega hjá mat- og nýlenduvöm-
verzlunum. Að auki er ljóst, að
bæði heildsalar og fjölmargir aðrir
tapa miklum fjármunum á gjald-
þrotunum.
Ifyrirtækin, sem tapa á gjald-
þrotunum hafa auðvitað misjafn-
lega mikið bolmagn til þess að taka
á sig þessi áföll. Það skyldi þó aldr-
ei vera, að gjaldþrotin eigi eftir að
hafa keðjuverkandi áhrif og víðtæk-
ari en menn hafa gert sér grein
fyrir til þessa.