Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
Vaxandi áhugi á útgáfu ís-
lenskra bókmennta erlendis
Eftirmáli regn-
dropanna fær
góðar viðtökur
í Danmörku
BÆKUR eftir Einar Má Guð-
mundsson rithöfund eru nýlega'
komnar út í þremur löndum:
Riddarar hringstigans í Þýska-
landi, Vængjasláttur í þakrenn-
um í Svíþjóð og Eftirmáli regn-
dropanna í Danmörku. Þetta
er fjórða bókin sem út kemur
eftir Einar Má á dönsku, önnur
á sænsku og fyrsta á þýsku.
Einnig hafa tvær bækur hans
komið út á norsku.
Gagmýnandi danska blaðsins
Information, Asger Schnack, á
varla nógu sterk orð til að lýsa
hrifningu sinni á Eftirmála regn-
dropanna. Hann kallar Einar Má
íslending með náðargáfu og segir
engum vafa undirorpið að hann
fylli flokk hinna stóru í heims-
bókmenntunum. „Ef ég væri ís-
iand væri ég stolt niður alla
hamra" segir Asger Schnack í lok
ritdómsins.
Blaðamaður hafði samband við
Einar Má og spurði hvort hann
hyggi á frekara andlegt strand-
högg úti í hinum stóra heimi.
„Það er í athugun hjá forlagi
í Kanada að gefa út Riddarana
og þeir eru fremur jákvæðir. Einn-
ig hafa forlög í Englandi og
Frakklandi sýnt áhuga, en ég hef
ekki fengið svör frá þeim enn.“
Hveiju þakkarðu þennan
áhuga?
„Áhugi á íslenskum bókmennt-
um er að aukast og í Danmörku
koma t.d. út þtjár íslenskar bækur
á þessu ári, Eftirmáli regndro-
panna, Grámosinn glóir eftir Thor
Vilhjálmsson og Þar sem Djöfla-
eyjan rís eftir Einar Kárason. Það
getur verið að þetta sé tilviljun
en það er langt síðan svo mörg
íslensk skáldrit hafa komið út á
einu ári í Danaveldi. í Þýskalandi
er aukinn áhugi á norrænum bók-
menntum og þar hafa undanfarin
ár verið gefnir út þó nokkrir norr-
ænir höfundar. Ef við lítum um
öxl þá sjáum við að norrænar
bókmenntir skipuðu mun stærri
sess í heimsbókmenntunum um
síðustu aldamót og það er ekkert
fráleitt að ætla að svo verði einn-
ig um næstu aldamót."
Kanntu skýringu á þessum
aukna áhuga?
„Það er almennt álitið í dag
að það fijóa í heimsbókmenntun-
um komi frá minni menningar-
og málsvæðum. Þessi áhugi nær
ekki einungis til Norðurlandanna,
það er líka gefið út mikið af bók-
um frá litlu sovét-lýðveldunum,
t.d. Eistlandi og Litháen. Við-
horfíð sem liggur til grundvallar
þessari skoðun er það að talið er
að fólk á minni og einangraðri
menningarsvæðum nái betur utan
um sinn heim og skýrasta dæmið
um það er Heinesen, sem breytti
Þórshöfn í alheiminn. Þetta er
auðvitað nokkuð takmarkað við-
horf þvj bókmenntasköpun er í
ákveðnu alþjóðlegu samhengi;
sköpunin sjálf stendur alls staðar
frammi fyrir sama vanda. En það
er tilhneiging á hinym alþjóðlega
bókmenntamarkaði að hugsa bók-
menntir landfræðilega, leita eftir
ákveðnum svæðum þar sem eitt-
hvað sérstakt er að gerast í bók-
menntunum og eru þau svæði þá
gjaman metin eftir því hvaða
stormar standa um þau í heims-
fréttunum. Þetta er andbókmenn-
talegt viðhorf, engin tilraun er
gerð til að finna þann hnattræna
Einar Már Guðmundsson.
anda sem ríkir í bókmenntasköp-
un. Höfundar á íslandi og í Ástr-
alíu geta verið að hugsa það sama
á sama tíma, þótt hvorugur viti
af öðrum."
Hvað finnst þér um stöðu bók-
menntanna um þessar mundir?
„Nú lifum við bókmenntalegt
endurreisnarskeið. Það er gríðar-
lega mikið að gerast í bókmennt-
unum eftir endurreisn frásögunn-
ar. Sú endurreisn á sér þjóðfélags-
legar skýringar að vissu leyti.
Frásagnargleðin á sér rætur í
þeim krossgötum sem mannkynið
stendur á; þegar menn sjá fram
á endalok heimsins er tímabært
að líta um öxl, rifja upp og fínna
ákveðin lífsgildi. Og ef við lítum
til þeirra tímabila sem margir
sækja fyrirmyndir til í dag, t.d.
miðaldanna, þá eru það tímabil
endaloka, en um leið sú deigla sem
fæðir af sér eitthvað nýtt.“
FB
Efri-Völlur í Gaulveijabæjarhreppi:
sumardvalarstað
Gaulverjabæ.
ÞAÐ EIGA inargir orðið sumar-
afdrep og sumarhús hér á ís-
landi og telst ekki í frásögur
færandi. Oftast fer fólk í þessa
bústaði til að hvílast og eiga frí
frá amstri og vinnu.
Vakið hefur athygli hér í sveit
að á nokkrum árum hefur eyðibýlið
Efri-Völlur sem var í niðumíðslu
breyst í fallegan og myndarlegan
sumardvalarstað. Gamla húsið var
gert upp í áföngum og greinilega
sést á því og umhverfínu að hjónin
Sigurður P. Þorleifsson og Valgerð-
ur Elíasdóttir úr Reykjavík koma
ekki austur til að liggja í leti. Þar
var ekki faríð auðveldustu leiðina
að ná sér í sumarhús.
Fréttaritari Morgunblaðsins
heimsótti hjónin fyrir stuttu á
ósviknum haustdegi glampandi sól
en rokgambri. Eftir að hafa sporð-
rennt ijómavöfflum og kaffí segi
ég við Sigurð að þau hafí heldur
betur tekið til hendinni.
„Já hér er alltaf nóg að gera og
aldrei verkefnaskortur. Ég er kaup-
maður, á og rek Ijósmyndavöru-
versiunina Amatör á Laugavegi.
Þetta er líkamlega áreynslulaust
starf og maður hefur ótrúlega gott
af að koma hingað, reyna á sig og
fá loft í lungun. Við erum hér
hveija einustu helgi. Byijum yfir-
leitt í apríl og erum út september."
Bærinn Efri-Völlur fór í eyði
1964. Var svo til 1980 en þá byij-
uðu þau hjónin að endurbyggja.
Húsin voru mjög léleg og var til
dæmis haft opið fyrir fé því til
skjóls. Datt enda engum í hug að
húsin yrðu nýtt aftur. Reyndar
hafði staðið til að fá jarðýtu á hús-
in því byijað var að fjúka efni úr
þeim. Sigurður sagði að Iínumenn
frá Rafmagnsveitunum hefðu einn-
ig komið og ætlað að taka streng-
inn og spennistöðina. Þá viidi svo
heppilega til að þau voru nýbúin
að mála gaflana á húsunum og
leist línumönnum svo vel á að þeir
hættu við. Á því sagðist Sigurður
hafa grætt og hló við. Þau hafa
því haft rafmagn frá byijun og
vatn fengu þau frá vatnsveitu
1983.
Sigurður P. Þorleifsson og
þeirra er Svandís sem var
Ankeri sem ættað er frá Eyrarbakka.
Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson
Valgerður Elíasdóttir úti á stétt. Á milli
stödd hjá afa og ömmu.
Þeirra fyrsta verk var því að
stinga út skán, en síðan rak hvað
annað. Húsið lak og ýmislegt fleira
bjátaði á. „Þó var sá kostur að ég
þurfti ekkert að vökva blómin í
suðurgluggunum. Það var sjálf-
virkt,“ sagði Valgerður og hló.
Reyndar lak það mikið að kjallarinn
hálffylltist af vatni í stórrigningum.
Húsið var síðan klætt og einangrað
að utan, skipt um glugga og fleira.
Einnig var húsið stækkað fyrir
tveimur árum og eru nú öll þæg-
indi fyrir hendi. Sigurður sagðist
hafa notið hjálpar sonar síns við
tréverkið en annað hefði hann gert
sjálfur.
Á miðju gólfi stendur forláta
gljáandi ofn greinilega nýr. „Ég
fann þennan í Iowa í Bandaríkjun-
um sl. vetur. Þar eru svona ofnar
algengir og fylgdi allt með, stromp-
ur uppúr þakinu leiðbeiningar og
það sem þurfti. Hann er ótrúlega
fljótur að hitna og þarf lítið elds-
neyti. Það er líka svokallaður eftir-
brennari sem veldur því að lengi
Eyðibýli breytt í
logar í viðarkolunum eftir að gas
myndast.
En utanhúss hafa hendur ekki
síður staðið fram úr ermum. Gamla
fjósið er notað sem geymsla. Það
var nærri dottið niður en Sigurður
tjakkaði það upp aftur og setti bita
undir þakið.
„Við erum búin að planta á ann-
að þúsund tijáplöntum hér um alla
móa. Alaskavíðir virðist koma best
út hér um slóðir því hann er fljót-
vaxinn. Einnig lifír greni vel en það
er seinvaxið og vandamálið er að
ná því uppúr jörðinni. Hér var helj-
arinnar fjóshaugur gamall og var
hann orðinn svört mold. Að við-
bættu kalki var þetta besti áburður
sem fengist gat undir trén.“
Úti stendur gamall Ferguson
ættaður frá Flugmálastjórn. Hafði
hann staðið ónotaður í bragga ein
25 ár en er greinilega vel nýttur í
dag. Gamall jarðtætari er aftan á
og öldruð ámoksturstæki að fram-
an. Það kemur sér að Sigurður er
bifvélavirki að mennt. Margt fleira
bar fyrir augu. Þar má nefna, tijá-
gróður í uppvexti, kartöflugarð og
kartöflukofa með gamla laginu sem
Sigurður útbjó, lítið gróðurhús með
rósarækt og fleiru. Einnig hafa þau
fjóra hesta á staðnum. Loks stóð
á hlaðinu gamalt ankeri frá Eyrar-
bakka. Er það talið af verslunar-
skipi um 300 tonna skútu. Annað
flautið var brotið af en Sigurður
útbjó nýtt.
„Við kunnum vel við okkur í
Flóanum. Útsýnið er fallegt og sér-
lega víðsýnt. í stað þess að vera
einhvers staðar inn í dal og sjá
ekkert nema næsta fjall eða hól
höfum við þessa víðáttu. Það er
að vísu nokkuð vindasamt, en okk-
ur er aldrei kalt úti. Ef maður vinn-
ur og hreyfir sig þá er manni ekki
kalt,“ segja þessi vinnuglöðu hjón
að lokum.
Á Efra-Velli sjá þau árangur
verka sinna og gamlir hlutir ásamt
nýjum eru þar nýttir saman á
skemmtilegan hátt.
- Valdim. G.