Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 SUPER TIL BORGA VILTU NOTA FERÐINA? til: Kaupmannahafnar fyrir 18.780 kr., Frankfurt fyrir 16.170 kr., Glasgow fyrir 15.370 kr., Gautaborgar fyrir 18.780 kr., Lundúna fyrir 17.750 kr., Luxemborgar fyrir 18.600 kr., Oslóar fyrir 18.020 kr., eða Stokkhólms fyrir 22.500 kr. HVAÐER SÚPER APEX FARGJALD? Hámarksgildistími farseöils er 1 mánuður. Lágmarksgildistími er 1 sólarhringur meö því skilyröi aö gist sé aðfararnótt sunnudags. Sæti þarf að bóka með a.m.k. 14 daga fyrirvara með þeim undantekningum að í desember er hægt að bóka Súþer APEX til Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Oslóar og Stokkhólms fram að brottför. Ávallt skal bóka far báðar leiðir og greiða farseðil um leið. Engar breytingar er hægt að gera á farseðli eftir að hann hefur verið afhentur. Börn á aldrinum 2-11 ára fá 50% afslátt frá Súper APEX verði og börn yngri en 2 ára fá 90% afslátt. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. FLUGLEIDIR --------------------—-- Selló- o g píanóleikur Tónlist Jón Ásgeirsson Nú hefur fyrirtækið íslenska hljómsveitin verið endurskipulagt og samkvæmt fyrirhuguðum breyt- ingum á starfsháttum þess, stóð það fyrir tónleikahaldi með þátttöku Menningarmiðstöðvarinnar í Gerðu- bergi, Menningarstofnun Banda- ríkjannna og Tónlistarskólanum í Reykjavík. A þessum fyrstu tónleik- um Islensku hljómsveitarinnar komu fram bandarískir listamenn, Andrew Mark sellóleikari og Brenda Moore Miller píanóleikari. Tónleikamir hófust með sónötu eftir Debussy, sem var fallega flutt, þó nokkuð væri áberandi hversu mjög flytjendur lögðu áherslu á nákvæmni í samspili og mótun tón- hendinga. Þegar slíkt verður of áberandi má líkja því við ofleik í leikverki, sem getur leitt til þess að flutningurinn verði aðalatriðið en viðfangsefnið sjálft hverfí í skuggann. Annað verkið á efnisskránni, 5 Stucke im Volkton, op. 102, eftir Morgunblaðið/S verrir Andrew Mark sellóleikarí og Brenda Moore Miller píanóleikari. Schumann, vantaði heildarsvip þó þar sem tónskáldið leikur með mjögværifallegafariðmeð, einkum blíðlegt og söngrænt efni. Síðasta . . . í vélrænni rútínu hversdagsins. . . Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir harða hríð að „smáborgaraskapn- um“ sem einatt gengur þó erfið- lega að skilgreina nákvæmlega í hverju felst og í hveiju hann birt- ist. Báðir eru þeir miskunnarlausir við persónur sínar og handleika þær oft af hinni mestu grimmd. Báðir eiga þeir sameiginlega kímni sem er eina stundina hárfín og beitt, hina stundina er henni allt að því grýtt framan í áhorfendur. Helga Braga Jónsdóttir, Olafur Guðmundsson, Steinunn Olafsdóttir og Steinn A. Magnússon i hlutverkum Smith- og Martinhjónanna í Sköllóttu söngkonunni. Brecht og Ionesco eiga það einnig sammerkt að hafa verið — sérstaklega í upphafí ferðar — umdeildir í meira lagi og hvorugur virðist hafa hirt um annað en fylgja eigin sannfæringu og trú á að það sem þeir væru að gera skipti máli. í grein eftir Ionesco í leikskrá lýsir hann tilurð þáttarins um „Sköllóttu söngkonuna" á mjög skemmtilegan hátt, en það er ekki þar með sagt maður þurfi að taka hann bókstaflega, enda Ionesco, þessi meistari absúrdleik- hússins harla óútreiknanlegur einkum í fyrri verkum sínum. Bríet Héðinsdóttir hefur aug- sýnilega notið sín prýðilega við að stýra leikhópnum, hún skilur út í æsar verk höfundanna og ætlar leikendunum að skila trúverðugum persónum — þótt absúrd séu. í Smáborgarabrúðkaupi Brechts var þó, að mínum dómi, farið ögn yfir strikið í skopfærslunni og stundum á mörkunum að leikaramir réðu við það. Hér hefði mátt gæta meiri stillingar. Búningar og leikmynd Guðrún- ar Sigríðar Haraldsdóttur eru Nemendaleikhúsið frumsýndi í Lindarbæ: Smáborgarabrúðkaup eftir Bertolt Brecht Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson Flosi Olafsson þýddi vísur Leikmynd og búningar: Guðrún Sigriður Haraidsdójttir Lýsing: Egill Örn Árnason Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir og Sköllótta söngkonan eftir Eug- ene Ionesco Þýðing: Karl Guðmundsson Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir Lýsing Egill Örn Árnason Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Það er alltaf sérstök stemmning yfir sýningum Nemendaleikhúss- ins, hér eru nemendur á síðasta ári að spreyta sig og senn tekur alvara lífsins við og er farið að örla á henni Sýningar Nemenda- leikhússins eru því skyldar at- vinnuleikhúsum, kröfur eru gerðar til leikaranna og það er jafnan spennandi að fylgjast með þessu unga fólki spreyta sig. Hér hafa verið valdið tveir ein- þáttungar, um margt ákjósanlegir og þó svo að það megi taka undir með leikstjóra að höfundamir eigi fátt sameiginlegt utan að vera báðir í hópi merkustu leikskálda aldarinnar, er þó þegar betur er gáð ýmislegt sem er skylt með þáttunum. Báðir höfundar gera Rynkeby HREINN APPELSÍNUSAFI ÁN ALLRA AUKAEFNA J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.