Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 43 Opið bréf til fréttastofii Stjömunnar Nú sé ég hins vegar kaffistofuna okkar á fjórðu hæð, þularstofuna, gangana, hljóðstofur, sófa og alls konar skot í rósrauðum bjarma endurminningarinnar þegar glatt var á hjalla hjá útvarpsmönnum — og man aðeins sólskinið. Hversu marga vísuna, skrítluna eða skop- söguna skyldi maður hafa heyrt af vörum Péturs eða annars sam- starfsfólks þegar einheijir voru í essinu sínu? Gamlir útvarpsmenn fræddu okkur, hina yngri, um það sem gerst hafði fyrrum innan stofn- unar. Þannig öðluðumst við tilfinn- ingu fyrir samhenginu í sögu henn- ar. Er nú líklega vandfundinn heppilegri maður en Pétur til þess að fylgja gestum um útvarpshúsið nýja þegar svo ber undir og rifja upp á meðan ýmsa mola fróðleiks og fyndni úr sögu útvarpsins. Ósjaldan hélt Pétur Pétursson uppi dampinum við eitthvert borðið í kaffistofunni — og heyrðist á öll hin. Og væri hann ekki að segja sögur úr útvarpinu, þá voru þær úr Útvegsbankanum, verkalýðs- baráttunni, stríðinu eða af stór- brotnum körlum og konum eða ein- hveiju öðru sem áhuga vakti. Síðast í sumar sagði Pétur mér frá því þegar hann var ungur á ferð í Borg- arfirði og reið með Magnúsi Ás- geirssyni upp að Þverfelli að hitta Kristmann Guðmundsson. Ferða- langamir áðu á leiðinni á fallegum stað í góðu veðri og þar íslenskaði Magnús ljóð Kristmanns, „Lokk- inn“, og færði honum síðan. Þannig mætti lengi telja og fyrir slíkar stundir er maður þakklátur. Nú blása haustvindar um Lang- holt, Eyvindarmúla og Eyrarbakka og um Skúlagötu, Efstaleiti og í Garðastræti og aðra staði sem manni gæti dottið í hug að nefna á afmælisdegi Péturs Péturssonar. Mér finnst hins vegar fráleitt að hugsa haustlega til hans. í Garða- stræti berast nú kveðjur til hans og konu hans, Birnu Jónsdóttur, læknis Bjamasonar frá Steinnesi, og annarra vandamanna afmælis- bamsins. Ein er frá höfundi þessara lína sem hefði þó viljað vanda kveðju sína betur. Gott er hins veg- ar að eiga eitthvað ósagt. Það á Pétur Pétursson áreiðanlega. Og sú er afmælisósk mín til hans að hon- um auðnist að láta okkur njóta þess með sér — með einhveijum hætti. Hjörtur Pálsson Tímarit um dul- ræn málefini VERUND, nýtt tímarit um dul- ræn málefiii, er komið út. í þessu fyrsta tölublaði em m.a. tekin fyrir atriði tengd „lífínu fyrir handan" og má þar til nefna fyrsta hluta frásagnar íslenskrar konu af dulrænni reynslu sinni og sálförum, hugleiðing konu við útför föður síns og grein eftir breska miðilinn Eileen Roberts um atriði er stuðla að ár- angursríkum miðilsfundi. Þá er I blaðinu grein um guðspek- inginn Marcello Haugen, dulræna hæfíleika Winstons Churchills, áru 'mannsins o.fl. Tímaritið fæst í næstu bókabúð og á helstu blaðsölustöðum. Rit- stjóri er Guðjón Baldvinsson. — firá Hrekkjalóma- félaginu, Vestmannaeyjum Fyrir skömmu varð sá atburður í Vestmannaeyjum að lögreglustöð- in brann. Fjölmiðlar kepptust við að segja frá atburði þessum og er óhætt að segja að Fréttastofa Stjömunnar hafi verið þar framar- lega í flokki. En það var þó þannig með fréttaflutning af atburðinum að ekki var hann, að manni virtist, alltaf sannleikanum samkvæmur. í hádegisfréttum Stjörnunnar daginn eftir voru fréttamenn þar enn að velta sér upp úr reyfaraleg- um fréttum af brunanum í Eyjum. Eftir að hafa lýst ijálglega gerðum þessa ógæfumanns, sem talið er að kveikt hafi í stöðinni, morguninn áður en bruninn átti sér stað, sagði fréttamaðurinn eitthvað á þessa leið: Finnst mönnum í Eyjum að brennuvargurinn hafi „staðið sig svo vel“, á þeim tíma sem hann hefur dvalið í Eyjum, að Hrek- kjalómafélagið í Eyjum hefur ákveðið að taka hann inn í félags- skap sinn. Eftir að frétt þessi birtist hélt stjóm Hrekkjalómafélagsins skyndifund þar sem samþykkt var að krefjast þess af Stjömunni að hún leiðrétti þessa ósmekklegu og ósönnu frétt ög bæðist afsökunar á henni. Haft var samband við frétta- stofu Stjömunnar og lofaði frétta- maður þar, eftir talsvert karp, að verða við þessum óskum Hrekkja- lómafélagsins. Þrátt fyrir þessi lof- orð birtist leiðrétting á fréttinni ekki í fréttatímum Stjömunnar þann daginn. Stjóm Hrekkjalómafélagsins vill lýsa yfir vanþóknun sinni á áður- nefndum fréttaflutningi Stjömunn- ar og harmar það að fréttamenn, sem hafa það að atvinnu að útvarpa fréttum yfir landslýð, skuli ekki hafa sannsögli að leiðarljósi. Það ber ekki vitni um góða frétta- mennsku. Þó að Hrekkjalómafélagið sé fé- lagsskapur sem hefur það fyrir markmið að hrekkja náungann, þá er það ávallt á léttu nótunum byggt og ekki gert til að valda einhveijum skaða. Það er álit stjómar Hrekkjalóma- félagsins, að það að hafa ógæfu- verk sjúkra manna sem skotspón í einhveijum flimtingum sé ekki við hæfi. Allra síst í fréttum fjölmiðils sem mikill hluti landsmanna hlustar á. Það er von Hrekkjalómafélagsins að fréttastofa Stjömunnar taki upp þá lágmarks siðsemi að birta leið- réttingar, ef þess er óskað, við ffétt- ir sem með öllu ósannar em, og geta verið meiðandi. Ef það verður ekki gert er vonandi að fréttastofa Stjömunnar leggist niður áður en stærri slys verða, þar á bæ, en orð- ið hafa hingað til. Með vinsemd og von um breytt vinnubrögð. F.h. Stjómar Hrekkalómafélags- ins í Vestmannaeyjum, Þórarinn Sigurðsson Landsbankinn býr vel um hnútana í verðbréfaviðskiptum í Verðbréfaviðskiptum á Laugavegi 7 og á 43 afgreiðslustöðum um land allt býður Lands- bankinn örugg verðbréf í mörgum verðflokkum og með mismunandi gildistíma. Spari- skírteini ríkissjóðs eru þar á meðal, að ógleymdum bankabréfum Landsbankans. Banka- bréf Landsbankans eru ein traustasta fjárfesting sem nú er völ á. Ástæðan er einföld: Bankabréf eru útgefin og innleyst af bankanum sjálfum. Þau eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu, gefa háa ávöxtun og eru auk þess með endursölutryggingu, sem tryggir skjóta innlausn þegar þörf krefur. /; N. í Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7, býðst viðskipta- mönnum fjárvarsla, sem felur í sér ráðgjöf og umsjón með fjármunum, s.s. verðbréfum og innláns- ^ ö reikningum. Þér er óhætt að treysta verðbréfaþjónustu og ráðgjöf Landsbankans. L Lapdsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.