Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 Minning": Jóhannes Þorgríms son, Eiðhúsum Fæddur 16. október 1898 Dáinn 25. september 1988 Það er komið haust, svipur um- hverfisins ber því glöggt vitni, blómin, sem lifnuðu í vor við mis- jöfn veðurskilyrði, bera þess merki, þau hafa fölnað, líf þeirra er að flara út. Slíkt er gönguskeið alls þess lífs sem þrífst hér á jörðu, það lifnar við misjöfn vaxtarskilyrði, þegar hátindur lífshlaupsins er, hnignar lífíð smátt og smátt, þar til jörðin — moldin skilur að leiðar- lokum. Við sjáum og trúum því að líf okkar sé þeim lögmálum háð, að þetta sé vilji þeirra, sem hag- sæld okkar hefur í hendi sinni. Við komu okkar í þennan heim erum við dæmd til hlýðni við hið æðsta vald. Þegar aldraður og mætur sam- ferðamaður er kvaddur, þá sest stundum að okkur sorg, en vissa um þakklæti fyrir samfylgdina. Trú okkar á hið góða, sem í fari sam- ferðamannsins býr, brynjar okkur og minnir okkur á að lífið er þessum lögmálum háð. Samferðamaðurinn er okkur ógleymanlegur og sam- fylgdin er vörðuð þökk og virðingu. Jóhannes Þorgrímsson fyrrver- andi bóndi á Eiðhúsum kvaddi þennan heim þann 25. september sl. Útför hans var gerð þann 1. október. Hann fæddist á Kóngs- bakka í Helgafellssveit þann 16. október 1898, átti hann því fáa daga í 90 ára dvöl í heimi hér. Foreldrar hans voru Soffia Jóhann- esdóttir og Þorgrímur Ólafsson, búandi á Kóngsbakka. Ekki kann ég ættir þeirra frekar að rekja, þó er mér kunnugt um að þau muni þó eiga ættir sínar að rekja til Borg- arfjarðar, frá Ferjukoti fluttu þau að Kóngsbakka í Helgafellssveit. Ábúð höfðu þau ekki á jörðinni Kóngsbakka, en voru þar í hús- mennsku, sem almennt var títt, á þeirra tíma vísu. Þau systkinin voru flögur, elst var Sesselja, fyrrum húsfrú á ísafírði, Ásgrímur fyrrum bóndi á Borg í Miklaholtshreppi, Jóhannes, sem hér skal minnst, og Anna, frú í Reykjavík. Sú æska, sem ólst upp í byijun aldar, hefur frá mörgu að segja, sem nútíma- fólki þykir fáránlegar frásagnir. Vinnan og dyggðin var allt, æðsta boðorð, boðorð til þess að verða trúr þegn síns þjóðfélags. Sú dyggð var látin víkja fyrir skólagöngunni, en sá skóli, sem lífið gaf þessu fólki, reyndist mörgum farsæll, ekki síst þeim sem höfðu áhuga og vilja- þrek til að nýta sér. Jóhannes er nú síðastur af sínum systkinum sem kveður jarðvist þessa lífs. Þessi systkinahópur varð fyrir þeirri sáru sorg að missa foreldra sína. Báðir foreldrar þeirra dóu sama árið, árið 1904. Móðirin dó úr lungnabólgu en faðirinn drukknaði. Við nútíma- fólk getum eflaust látið okkur til hugar koma, hvað beið nú þessara munaðarlausu bama, framtíð þeirra var óráðin gáta, umkomuleysi og örbirgð var kannski ekki fjarlægur veruleiki. í hugskoti þessara bama bjó manndómur, kjarkur og vilja- styrkur, sem gaf þeim þrótt og trú til áframhaldandi starfa. Þótt vitað væri að lífsbrautin til fullorðinsár- anna væri vandrötuð og þymum stráð, víða væm hættur og vörður á Kfsbrautinni, sem leitt gætu til áfalla ef út af væri bmgðið og því margt að varast. Örlög þessara munaðarlausu systkina urðu þó á þann veg að Sesselja, sem var þeirra elst, tók litla bróður, Jóhannes, að sér og vann fyrir sér og honum þar til Johannes fór að geta unnið fyrir sér sjálfur. Yngsta systirin, Anna, fór til hjóna í Stykkishólmi og gengu þau henni í foreldrastað. En Ásgrímur fór þess á leit við hjónin á Staðarbakka að hann fengi að dvelja þar áfram, lofaði hann því að reyna að vinna þeim það sem hann gæti fyrir uppeldi sínu. Þann- ig var nú þessi systkinahópur sund- ur slitinn, vegna þeirra örlaga sem áður er lýst. Samvera móður og föður var þeim fjarlægt hugtak í hjörtum þeirra, trúlega hefur þetta stóra sár sett sitt mark á framtíðar- drauma þeirra. Fyrst og fremst var Iífið að vinna, en þó var takmarkið að reyna að komast áfallalaust á þennan tind, að vera nýtur þegn síns þjóðfélags, en til þess hefur ömgglega, við þessar aðstæður, þurft mikinn kjark og viljastyrk, sem bjó í hjörtum þeirra allra. Lífsgangan gmndvallaðist fyrst og fremst á trú á Guð, trú á manninn og hæfileika hans og kjark til þess að verða sífellt batnandi og getu til þess að vera nýtur þegn síns samfélags og umfram allt að rækta þær skyldur sem þeim bæri. Þannig var lífsganga Jóhannesar á Eið- húsum, þar til fullorðinsárín tóku við, — með léttan mal og lítinn veraldarauð en viljastyrk lá leiðin út í llfið, en hvað tók þá við? — Lífsganga hans var að mestum hluta hér I Miklaholtshreppi, hér stofnaði hann sitt heimili og vann hörðum höndum við hvers konar störf, sem til heilla horfði fyrir hann og fjölskyldu hans. Þann 21. maí 1926 kvæntist Jó- hannes Johönnu Halldórsdóttur frá Gröf, hér í sveit. Jóhanna var mikil- hæf kona og sönn móðir og eigin- kona í orðsins fyllstu merkingu. Kona sem vildi láta gott af sér leiða og vildi öllum götu greiða með hlýju hjarta og bros á brá, þrátt fyrir veikindi sem voru alvarleg á tíma- biii og ekki séð fyrir hver endalok yrðu. Kraftaverk gjörast stundum og þannig fór hjá Jóhönnu. Heilsan kom aftur á undraverðan hátt, og aftur gat hún sinnt sínum heimilisstörfum, og notið gleði sinnar með manni sínum og böm- um. Jóhannes kunni vel að meta hæfileika sinnar góðu konu og var henni trúr og traustur meðan bæði lifðu. En þótt sól skini í heiði á stundum, þá getur dregið ský fyrir sólu og þar kom þungt ský, sem dró Jóhönnu til dauða í júní 1970. Þeim hjónum van5 10 bama auð- ið, en 2 dóu ung. Jóhanna átti einn son áður en hún giftist og gekk Jóhannes honum f föðurstað. Eftir fráfall konu sinnar dvaldi Johannes á heimili sínu á Eiðhúsum í skjóli sonar síns, Erlings, og konu hans, Ólínu Guðjónsdóttur. Mér er kunn- ugt um að þar átti Jóhannes góðu að mæta. Þar átti hann ellidaga, þau vildu láta honum líða sem best. Efalaust var hans ósk að fá að lifa þar Iífinu þar til kallið kæmi. Hann fékk sfna osk uppfyllta, veiktist snögglega og var fluttur á Landa- kotsspítala. Þar lifði hann 3 sólar- hringa, — léstþar 25. september sl. Þegar ég nú kveð minn ágæta vin eftir rúmlega 40 ára samfylgd, þá skal fyrst og fremst framborin þökk fyrir það tímabil. Jóhannes var maður dulur, flíkaði ekki sfnum tilfinningum við hvem sem var, en tryggur og fölskvalaus í þess orðs bestu merkingu. Jóhannesi var margt vel gefið, en hann vildi lítið hafa sig f frammi, unni fyrst og fremst sinni fjölskyldu, sem var stór, og þurfti því oft að vinna hörð- um höndum til að framfleyta henni. Hann kvaddi þennan heim, er hausta tók, sáttur við alla, lffsþrótt- urinn var búinn, því er gott fyrir slfkan mann heilum vagni heim að aka eftir langt og giftudijúgt dags- verk. Sveitin hans, sem hann unni, geymir hann við hlið hans elskulegu konu. Fyrir góða samfylgd liðinna ára biðjum ég og kona mín Guð að geyma minningu Eiðhúsahjónanna. Astvinum þeirra sendum við samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning þeirra. Páll Pálsson, Borg Móðir okkar, t JÓHANNA E. SIGURÐARDÓTTIR, áöur Selvogsgötu 9, Hafnarfirði, er látin. Börnin. t Bróðir okkar. SIGURÐUR ELÍASSON garðyrkjumaöur frá Saurbse, Holtahreppi, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. október. Systkinin. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÁTVARÐUR JÖKULL JÚLÍUSSON, Miðjanesi, lést á Dvalarheimilinu Barmahlíö, Reykhólum, að morgni 15. októ- ber. Rósa Hjörleifsdóttir og börn. t Konan mín, móðir okkar og dóttir, GUÐRÚN ÞORBJÖRG STEINDÓRSDÓTTIR, Vitastíg 18, lést í sjúkrahúsi í Róm þann 15. október. Þorgeir Lawrence, Guörún Ellen Þorgeirsdóttlr, Steindór Walther Þorgelrsson, Steindór Marteinsson, Jóhanna M. Bjarnadóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR TÓMASSON, Brekkubyggð 39, Garöabœ, lést f Borgarspítalanum sunnudaginn 16. október. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Elfnborg Guðmundsdóttir. t Eiginkona mfn og móðir okkar, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Stekkjargötu 3, Neskaupstað, lést i fjórðungssjúkrahúsinu i Neskaupstað föstudaginn 14. október. Eyþór Þórðarson, Ólfna Þorlelfsdóttir, Þorlelfur Þorleifsson, Hallbjörg Eyþórsdóttir, Elfnborg Eyþórsdóttlr. Föðurbróðir okkar. t JENS DAVÍÐSSON, Austurgötu 47, Hafnarfiröi, andaðist á heimili sínu föstudaginn 14. október. Jarðarförin verð- ur auglýst síöar. Davfö Á. Gunnarsson, Kristján Krlstjánsson. t Ástkær eiginmaöur minn, faöir og afi, ÓLAFUR JÓNSSON til heimllis á Laugavegl 27a, ! lést 15. október á heimili sfnu. Fyrir hönd aðstandenda, Fanný Asdfs Bjömsdóttir, böm og barnaböm. t Eiginkona mfn, ÓLÖF GRÍMEA ÞORLÁKSDÓTTIR, Stóragerði 23, veröur jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 19. október kl. 15.00. Slgursveinn D. Kristinsson. t Útför mannsins míns, GUNNBJÖRNS GUNNARSSONAR, Sæviöarsundi 29, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim er vildu minnast hans er bent á Styrktar- og Ifknarsjóð Oddfellowa. Elfnborg Guöjónsdóttir. t Innlegar þakkir fyrir auösýnda samúö vegna andláts og útfarar KRISTÍNAR GÍSLADÓTTUR frá Mosfelii, til helmllls f Furugeröi 1. Svava P. Bernhöft, öm Bemhöft, Geir Pótursson, Jóhanna Hjörleifsdóttir, Gfsli Pétursson, Sigrfður Eystelnsdóttir. t Jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ELLERTS HELGASONAR, Sogavegi 136, verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 20. október kl. 16.00. Sveinn Ellerts, Anna Ellerts, Erlingur Ellertsson, Þórhildur Ellertsson, Bergljót Ellertsdóttlr, barnabörn og barnabarnaböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.