Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 JÓLAKORT Líknarfélög, söfnuðir, íþróttafélög, skólar o.fl. sem eru í fjáröflunarhugleiðingum. Nú er rétti tíminn til að láta prenta jólakortin. Prentum eftir Ijósmyndum eða teikningum. Höfum fyrirliggjandi fjölmargar gerðir af fallegum kortum, landslagsmyndir eftir Rafn Hafnfjörð, klippmyndir eftir Sigrúnu Eldjárn, málverk eftir Kjarval og mikið úrval af jóla- og helgimyndum. Leitið tímanlega upplýsinga um verð og gæði. Offsetprentsmiðjan LITBRÁ Höfðatúni 12. Reykjavík - Símar 22930 og 22865 Brautarholt 20, Sími 29098 Spennandi veitingastaður í hlýlegu umhverfi Stjörnuseðill vikunnar Gæsalifrarfrauð með hunangslegnu glóaldini og portvínslegnum rúsínum Rauðaldinsúpa með íslensku sjávarsælgæti - ★ - ★ - Myntulagaður agúrkukrapís -★-★-★- Léttsteiktar lundabringur með maltsósu og rifsberjasoðnum perum -★-★-★-★- Ástríðuís í amarettolaufi á mangósósu — ★ — ★ — ★ — ★ — ★ — Stjörnustél vikunnar ★ Blámi ★ 3 cl. Finlandia vodka, 1,5 cl. Apricot brandy, 1,5 cl. Cointreau, skvetta af Blue Curacao, gulaldinsafi, hrist- ur, fylltur með grape ★ skemmtilega skreyttur. - ★ — Minnum einnigá glæsilegan sérréttaseðil og skemmtilegan léttvínsseðil. — ★ — Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 19.00. Vetrarbrautin, Brautarholti 20. Símar: 29098 og 29099. Kam ýáfátt Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS) Vetrarnámskeiðin hefjast ínæstuviku Almenn námskeið 5vikur hefjast þriðjudaginn 25. oktober. Kennsluefni m.a.: Andlits- og handsnyrting Fata- og iitavai Líkamsstaða Göngulag Fótaburður Borðsiðir Almenn framkoma Model námskeið 7 vikuralls hefjast miðvikudaginn 26. október. Kennsluefni: Alltsem tilheyrir tískusýningum ogljósmynda- fyrirsætustörfum. Innritun og upplýsingar alla daga (nema sunnudaga) frá kl. 16-19 í síma 38126. Hanna Frímannsdóttir. Kasparov sýndi loks lit Það skiptust á litlausar jafhteflisskákir og snarpar sóknarskákir í 10. umferð á Heimsbikarmótinu á laugardag. Ehlvest og Andersson voru fyrstir að ljúka af skák sinni og sömdu um jafntefli eftir 15 leiki. Ovænt ákvörðun, ekki síst með tilliti til þess að Ehlvest stýrði hvítu mönnunum. Sax og Speelman fylgdu í kjölfarið og sömdu um jafhtefli eftir 17 leiki. Byijunin var Caro-Kann-vörn og skákin fylgdi sömu slóðum og skákin Nunn-Speelman fyrstu 15 Ieikina. Þá kom Sax með nýjan leik en bauð siðan jaflitefli leik síðar. Nunn ýtti peðum sinum áfram á kóngsvæng af mikilli áfergju í byrjun tafls gegn Sokolov hinum sovéska. Ekkert frumkvæði öðlaðist hann samt af bröltinu og sættist á friðarsamninga að lokum 21 leik í jafiiri stöðu. Margeir beitti Nimzo-indverskri vöm gegn forystusauðinum Tal og fómaði peði strax í 9. leik. Tal varð- ist af öryggi, gaf peðið til baka og þegar mikil uppskipti voru yfirvof- andi var jafntefli samið eftir 18 leiki. Timman og Ribli tefldu þæf- ingsskák þar sem Timman reyndi að knýja fram sigur en vamar- múrar svarta liðsaflans voru trygg- ir ogjafntefli var samið eftir 51 leik. Það kom í hlut Jóhanns Hjartar- sonar enn og aftur að tefla skák umferðarinnar. Hann beitti svörtu mönnunum gegn Spassky og byij- unin var drottningarindversk vöm. Minnugur hagstæðra úrslita í fyrri viðureignum gegn Jóhanni tefldi Spasský djarft og tók á sig veik miðborðspeð fyrir sóknarmögu- leika. Áframhaldið tefldi Jóhann af nákvæmni, hann varðist af hug- kvæmni á kóngsvæng og sótti að veikum peðum hvíts á drottningar- væng. Spassky tók það til bragðs að fóma liði til þess að sækja að svarta kónginum en hafði ekki er- indi sem erfíði og játaði ósigur sinn að afloknum 32 leikjum. Heimsmeistarinn Garrí Kasparov var einnig í sviðljósinu og sýndi að lokum þá takta sem hann er kunn- ur fyrir. Andstæðingurinn var Vikt- or Kortsnoj sem stýrði hvítu mönn- unum gegn Grunfeld-vöm heims- meistarans. Kortsnoj var í vígahug og beitti fmmlegum hróksleik í byijun tafls í stað þess að þræða þekktar slóðir. Árangurinn var þó heldur rýr og áframhaldið tefldi hann ráðleysislega. Upp kom staða sem heimsmeistarinn kunni vel við. Hann beitti drottningu sinni og hrókum af mikilli snilfd. Lék löngum drottningarleikjum og náði frum- kvæðinu auðveldlega með því að sækja að miðborðspeðum hvíts. Eftir grófan fíngurbijót af hendi Kortsnojs var hann þvingaður til að láta drottninguna af hendi fyir hrók og riddara. Úrslitin voru þá þegar ráðin og eftir tímahrakið sem Garrí Kasparov sigraði Kortsnoj örugglega á laugardag. fylgdi í kjölfarið gafst Kortsnoj upp saddur lífdaga eftir 43 leiki. Ni- kolic kom á óvart með sigri gegn Júsúpov. Drottningarbragð var þar upp á teningnum og náði svartur aldrei að jafna taflið og gafst upp þegar mikið liðstap var framundan eftir 34 leiki. Beljavskíj hefur teflt mjög vel í mótinu og komst í efsta sætið ásamt Tal með því að sigra Portich í ágætri skák. Nimzo-ind- versk vöm kom þar upp og örlítið frumkvæði úr byijuninni hagnýtti Beljavskíj sér snilldarlega og þving- aði fram uppgjöf Ungveijans eftir 57 leiki þegar ljóst var að mát væri ekki umflúið. Jóhann vann Spasskíj örugglega SKÁK Bragi Kristjánsson Karl Þorsteins Góðkunningi okkar íslendinga, Boris Spasskíj, lét þau orð falla við komuna til landsins að hanr. hefði nú meiri metnað til að standa sig heidur en á undanfömum árum. Hann hefur þótt latur og flestum skákum hans lokið með jafntefli eftir örfáa leiki. Á heimsbikarmót- inu í Belfort stóð Spasskíj sig vel og því væntu menn mikils af honum í þessu móti. Klaufaleg töp í 3. og 5. umferð gegn Ehlvest og Júsupov virðast hafa dregið allan mátt úr Spasskíj og vermir hann nú sext- ánda sætið og hefur ekki enn unnið skák. Spasskíj tapaði í þriðja sinn á mótinu í viðureigninni við Jóhann Hjartarson í 10. umferð. Spasskíj hafði hvítt og tefldi rólyndislegt byijunarafbrigði, sem hann hefur oft notað með góðum árangri. Spasskíj brá snemma út af venju- legum leiðum en lenti við það í erfíð- leikum. Jóhann tefldi af öryggi og örvæntingarfullar sóknaraðgerðir Spasskíjs báru engan árangur. Heimsmeistarinn fyrrverandi mátti játa sig sigraðan eftir 32 leiki. Þetta er mikill sálfræðilegur sigur fyrir Jóhann því hann hefur átt erfítt með að tefla við Spasskíj og tapað tvisvar mjög illa fyrir honum. Sigur- inn verður enn stærri fyrir þá sök að sjaldgæft er að sjá Spasskíj svo gjörsigraðan sem í þessari skák. Hvítt: Boris Spasskíj. Svart: Jóhann Hjartarson. Drottningarindversk-vöm. 1. d4 - RP6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. Rc3 - Bb7. Eftir 4. — Bb4 kemur upp vin- sælt afbrigði í Nimzoindverskri- vöm, en Jóhann vill greinilega bjóða Spasskfj upp á þá byrjun sem upp kemur í skákinni. 5. Bg5 - h6, 6. Bh4 - Be7. Önnur leið, kennd við Botvinnik, er 6. — g5,7. Bg3 — Rh5 o.s.frv. 7. e3 - 0-0. Jóhann gat einnig leikið 7. — Re4, t.d. 8. Bxe7 — Dxe7, 9. Rxe4 - Bxe4, 10. Be2 - 0-0, 11. 0-0 - d6, 12. Rd2 - Bb7, 13. Bf3 - c5!, 14. Bxb7 - Dxb7, 15. Rf3 - Rd7 með örlítið betra tafli fyrir hvít (Spasskíj — Tal, 5. einvígisskák 1965). 8. Bd3 - c5, 9. 0-0 - cxd4, 10. exd4 Til greina kemur að drepa með riddara á d4. 10. - d5, 11. cxd5?! Þessi leikur er vafasamur og í framhaldinu tekst Spasskíj ekki að réttlæta hann. Venjulega er fyrst drepið á f6, en þannig tefldist t.d. 5. einvígisskák Spasskíjs og Port- isch í Genf 1977: 11. Bxf6 - Bxf6, 12. cxd5 — exd5, 13. Hel — Rc6, 14. Bb5 - Re7, 15. Re5 - Bxe5, 16. Hxe5 — Rg6, 17. He3 með lítið eitt betri stöðu fyrir hvít. 11. - Rxd5, 12. Bg3 - Rxc3, 13. bxc3 - Rc6, 14. Hel - Bf6, 15. Hcl - Hc8, 16. De2 - Ra5, 17. Re5 - Dd5, 18. f4?! Betra var 18. f3, en eftir 18. — Bxe5, 19. Bxe6 — Rc4 hefur svart- ur a.m.k. jafnt tafl. Spasskíj reynir með leiknum í skákinni að blása til sóknar. 18. - Bxe5!, 19. fxe5 - Hc7. Með 18. leik lokaði hvítur biskup- inn á g3 og því tvöfaldar svartur hrókana á c-línunni og valdar um leið viðkvæmasta reitinn í eigin herbúðum, f7. 20. D£2 - Hfc8, 21. He3. Ef hvítur skiptir upp á biskupum með 21. Be4 ásamt 22. Bxb7 standa eftir hjá honum peðaveikleikar og biskup, sem ekki getur annað en valdað eigið peð. Spasskíj valdar óbeint peðið á c3 með leiknum: 21 — Hxc3?, 22. Hxc3 — Hxc3, 23. Bh7n— Kxh7, 24. Hxc3 o.s.frv. 21. - Rc4, 22. He2 Hvítur getur ekki leikið 22. Hf3 - Dd7, 23. Hf4 - Rxe5, 24. dxe5 — Dxd3 o.s.frv. 22. - Ra3. Spasskíj gefst upp við að valda peðið á c3 og reynir á örvæntingar- fullan hátt að ná sókn. Hann gat ekki leikið 23. Del — Rb5, 24. Hec2 - Rxc3, 25. Hxc3 — Dxg2, mát. Eftir 23. Del - Rb5, 24. Be4 - Dc4, 25. Bxb7 — Hxb7, hefði hvítur að vísu getað haldið peðinu á c3 lengur, en hefði þá verið í vonleysis- lega óvirkri stöðu. Spurningin er hins vegar hvort svartur á auðvelt með að komast áfram eftir 23. He3!? 23. Hfl - Rb5, 24. He4 Eftir 24. Be4 — Dc4, 25. Bxb7 — Hxb7 hefur svartur gott vald á f7 og getur drepið peðið á c3, þeg- ar honum þóknast. Ekki gengur heldur 24. c4 — Dxd4, 25. cxb5 — Dxd3 með vinningsstöðu fyrir svart, því hann á peði meira og allir menn hans standa betur en þeir hvítu. 24. — Rxc3, 25. Hg4 — Dxa2, 26. Hxg7+ Auðvitað ekki 26. Df6 vegna 26. — Dxg2, mát. 26. - Kxg7, 27. Df6+ - Kg8, 28. Hf2 - Re4! Eftir þennan einfalda og sterka leik kemst svartur út í auðunnið endatafl. 29. Hxa2 Eftir 29. Bxe4 - Hcl+, 30. Hfl — Hxfl+ ásamt 31. — Bxe4 þarf ekki að sökum að spytja. 29. — Rxf6, 30. exf6 — Hc3, 31. Hd2 - a5, 32. K£2 - a4 og Spasskíj gafst upp því hann á skiptamun og peði minna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.