Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 5U Ellefta umferðin: Sovétmennimir í efetu sætunum EINS og fyrri daginn var það skák Jóhanns Hjartarsonar sem mesta athygli vakti á Heimsbikarmótinu í skák á sunnudag. Lætur nærri að hann hafi átt hug áhorfenda með skemmtilegri taflmennsku í hvem einustu umferð mótsins. Andstæðingur Jóhanns að þessu sinni var Sovétmaðurinn Alexander Beljavskíj. Jóhann beitti hinu ró- mantíska kóngsbragði sem litið hefur sést á stórmótum undanfarin ár. Þessi byijun átti sitt blómaskeið á síðustu öld en þó má finna dyRgfa áhangendur hennar meðal sterkra skákmanna og eru Jón L. Arnason og Bent Larsen þar á meðal. Er skemmst frá því að segja að skákinni lauk með jafiitefli eftir þráleiki meistaranna. Áhorfendur voru að venju fjöl- margir á sunnudaginn enda hefur 8|1 aðstaða fyrir þá sjaldan eða aldr- ei verið betri á skákmóti hérlendis. Munar þar miklu um sjónvarps- skjána sem eru víðs vegar um Borg- arleikhúsið þar sem hægt er að fylgj- ast með skákunum „í beinni útsend- ingu" sitjandi í leðurhægindi ef maður vill það við hafa. í skákskýringasalnum er jafnan múgur og margmenni upp úr klukk- an sjö þegar Jón L. Ámason tekur til við að skýra skákimar af sinni alkunnu snilld. Öðm hveiju er áhorf- andinn svo staddur í beinni sjón- varpsútsendingu Stöðvar 2 þegar Helgi Ólafsson og Páll Magnússon fara yfír stöðuna, oft með lands- þekktum gestum. Barnum lokað Á laugardaginn gerðist það svo að heilbrigðisyfirvöld komu á skákstað og lokuðu bamum sem staðið hefur gestum og gangandi opinn til þessa. Kom á daginn að handlaug vantaði fyrir barþjóninn og mátti að sjálf- sögðu ekki við svo búið standa. Þakka áhorfendur nú forsjóninni fyrir að gripið var í taumana áður en stórslys hlutust af. Nýstárlegt þykir lífsreyndum skákspekingum á Heimsbikarmótinu að sjá allan fjöldann af krökkum sem þar er samankominn til að fylgjast með, tefla inni í skákskýringasal og safna eiginhandaráritunum meistar- anna. Atgangurinn er stundum svo harður við að ná í kappana að Am- old Eikrem, hinn góðkunni skák- dómari frá Noregi, verður að sussa á bömin. Stundum kemur það líka fyrir að óbreyttir borgarar fá að baða sig ögn í frægðarljóma þegar unga kynslóðin þyrpist að þeim í misgripum fyrir Sax, Andersson eða Friðrik Ólafsson. Af öðmm úrslitum á sunnudag er það að segja að Sokolov og Spasskij, Tal og Kortsnoj, Ribli og Sax, Andersson og Nikolic gerðu allir tíðindalítil jafntefli. Kasparov tefldi stíft til vinnings gegn kóngs- indverskri vöm Nunns. Nunn hafði fyrir þessa viðureign tapað þremur skákum í röð gegn heimsmeistaran- um, öllum í innan við 30 leikjum. í þetta skipti tókst Kasparov ekki að knýja fram sigur og um jafntefli var samið skömmu eftir fyrri timamörk- in við 40. leik. Margeir teflir vörnina vel Margeir Pétursson, stigalægsti skákmaður mótsins, hefur haft það á orði að hann þurfí að tefla svo skolli vel gegn sterkari skákmönnun- um til að halda jöfnu. Skákin við Júsúpov var engin undantekning. Sovétmaðurinn neytti allra bragða til að leggja Margeir að velli en hann varðist mjög vel i lakara- enda- tafli og samið var um jafntefli. Ehlvest lagði Speelman með svörtu sem telst fremur óvenjulegt og komst Eistlendingurinn þar með í efsta sætið ásamt Beljavskíj og Tal með 7 vinninga. Kasparov og Sokolov voru í 4.-5. sæti með 6V2 vinning. Eftir 11 umferðir voru Sov- étmenn því í fimm efstu sætunum. Skák Portisch og Timmans fór í bið eftir 60 leiki og var hún jafntefl- isleg. Snöggsoðinn sigur hjá Jóhanni Skák Bragi Kristjánsson og Karl Þorsteins í fyrri viðureignum hefur Timman ætíð reynst Jóhanni skeinuhættur andstæðingur. í þeim fímm skákum sem þeir hafa teflt saman hefur Timman borið sigur úr býtum í þremur skákum og jafíitefli hefur verið niðurstað- an í hinum. Nú var allt annað upp á teningnum. Jóhann kom á óvart í byijuninni í enn eitt skiptið á mótinu með því að velja drekaaf- brigðið af Sikileyjarvörn. Timman hefur líklegast óttast undirbúning heima fyrir og valdi heldur bit- laust afbrigði sem ekki er líklegt til að gefa hvítum frumkvæðið. f framhaldinu urðu á hinn bóginn sviptingar. Jóhann hirti peð af andstæðingi sínum en riddari hans var hættulega staðsettur og í mörgum tilvikum var hótunin að loka hann úti. Jóhann sá þó auð- veldlega við þeim ráðabrögðum og skákin virtist stefna í jafnteflisátt þegar Timman lék grófum afleik. Yfírsást taktísk vending og í einu vetfangi var skákin óveijandi Hol- lendingnum snjalla og hann mátti játe ósigur sinn áhorfendum til mikillar ánægju eftir 25 leiki þeg- ar peð var fallið og frekara liðstap var framundan. Hvitt: Jan Timman Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn I. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Rc3 — g6, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 — Bg7, 6. Be3 - Rffi, 7. Rb3 - 0-0, 8. Be2 - d6 Drekaafbrigðið af Sikileyjar- vöm er komið upp á skákborðinu. Afbrigði sem Jóhann hefur sjaldan eða aldrei teflt áður. 9. 0-0 - Be6, 10. f4 - Ra5, 11. Khl II. f6 — Bc4, 12. e5!? kom einnig til greina en hvítur getur ekki vænst neinna stöðuyfírburða frek- ar en í skákinni. 11. - Bc4 12. e5?! - Bxe2, 13. Dxe2 — dxe5, 14. fxe5 — Rd5, 15. Hadl Eftir 15. Rxa5 — Dxa5 væri svarta staðan betri sökum hins veika miðborðspeðs á e5 15. — Rxc3, 16. Hxd8 — Rxe2, 17. Hxa8 — Hxa8 18. Rxa5 — Bxe5, 19. c3 - Hd8! Snjall leikur og raunar einnig nauðsynlegur. Svörtum er lífsnauðsyn að virkja hrókinn því hvítur hótar í mörgum tilvikum að loka svarta riddarann inni. 20. Rxb7 - Hd3, Annar möguleiki var 20. — Hb8. Áframhaldið gæti þá orðið 21. Ra5 - Hxb2, 22. Rc4 - Hb5, 23. Rxe5 — Hxe5, 24. Bxa7 — Ha5 og staðan er flókin. Leikur Jóhanns er virkari. 21. Bh6T? Afdrifarík yfírsjón. 21. Bxa7 leiddi væntanlega til jafnteflis eft- ir 21. - Hd7 22. Hel - Hxb7 23. Hxe2 - Hxa7 24. Hxe5 - Hxa2 25. h3. Það var nauðsynlegt að halda hvíta biskupnum á skálín- unni a7-gl til þess að veijast máthótunum svarts. Timman yfír- sést á hinn bóginn hótun svarts í framhaldinu. 21. - ffi! 22. Rc5 Taflið er nú tapað en hvað var til ráða? Hvíti biskupinn er á villi- slóðum og svartur hótar einfald- lega að leika 22. — g5 ásamt því að ráðast með hróknum á peð hvíts á drottningarvæng. 22. - Hd5! 23. Be8 23. Rb3 — Bxh2! var enn verra II 'orld Cup Chess Tournament, Reykjavfk 1988 17.10.1988 22:11 Nafn 1 2 3 4 5 6 1 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Alls Röð 1 Alexander Beliavskv M ‘A ‘A 1 1 0 ‘A '/2 '/2 1 '/2 ‘A 1 l‘A 1-3 2 Jan Tiniman '/2 m '/2 0 1 '/2 1 '/2 ‘A 0 ‘/2 1 6+B 9 3 (Jvula Sax '/2 'A sp 1 ‘A !A ‘A '/2 ‘A 0 '/2 ‘A '/2 6 10 4 Jaan Ehlvcst 0 1 0 ill 1 ‘A ‘A 1 ‘A ‘A ‘A 1 1 VA 1-3 5 Predrae Nikolic 0 0 ‘A 0 m 1 ‘A '/2 '/2 1 '/2 '/2 '/2 5‘A 11-14 6 Arlur Júsúnov 1 '/2 '/2 '/2 0 M ‘A ‘/2 '/2 '/2 '/2 1 '/2 6‘A 6-8 7 Ulf Andersson Vl 0 '/2 '/2 ‘A '/2 P 1 0 '/2 '/2 ‘A ‘/2 S‘A 11-14 8 Jonathan Sneelman ‘A '/2 '/2 0 ‘A k '/2 ‘A ‘A 0 1 '/2 ‘A 5‘A 11-14 9 Zoltan Ribli <A >A ‘A <A m ‘A '/2 ‘A '/2 0 0 'A '/2 5 15 10 Laios Porlisch 0 1 '/2 Íi 1 ‘A '/2 0 0 0 '/2 0 4+B 17 11 Jóhann Hiartarson '/2 1 ‘A ‘A 0 ' 0 0 '/2 1 ‘/2 1 1 6‘A 6-8 12 Andrci Sokolov ‘A 0 ‘A '/2 ‘A 1 m 1 '/2 '/2 'A ‘A 1 7 4-5 13 Garrv Kasnarov ‘A 1 '/2 '/2 '/2 1 0 ipi ‘A 1 '/2 ‘A ‘/2 7 4-5 14 Mikhail Tal ‘A ‘/2 '/2 I 1 1 '/2 '/2 '/2 m ‘A '/2 >A VA 1-3 15 Viklor Kortsnoi ‘A 0 ‘A '/2 0 1 1 0 ‘A 0 ‘A I S‘A 11-14 16 John Nunn ‘/2 ‘A '/2 ‘A ‘/2 '/2 '/2 1 ‘A ‘A ‘/2 ‘A m 6‘A 6-8 17 Boris Spasskv 'A '/2 0 'A 0 ‘A '/2 'A ‘A 0 '/2 '/2 K 4'A 16 18 Margeir Pétursson 0 0 ‘A 0 ‘A ‘A 1 0 0 '/2 ‘A 0 s 3‘A 18 hvítum en skást var e.t.v. 23. Hel þótt taflið eftir 23. — Rxc3 sé vitanlega tapað. 23. - Bxh2! Sleggjuleikur! Á svip Jóhanns mátti lesa sigurvissu eftir þennan leik. Staðan er líka auðunnin því biskupinn er friðhelgur vegna 24. - Hh4 mát 24. Hel - Bd6 25. g4 - He5! Best! Hótar biskupnum og hvítur getur ekki drepið riddarann á e2 vegna 26. — Bxc5 og skipta- munur fellur í viðbót hjá hvítum. Timman sá því sæng sína upp reidda og gafst upp. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI f þúsundum lita, úti og inni, blandað eftir hinu vinsæla TINTORAMA-litakerfi, sem farið hefur sigurför um alla Evrópu. Gæðin þekkja allir þeir sem notað hafa NORDSJÖ-málningarvörur. Útsölustaðir: Reykjavík Málarameistarinn Síðumúla 8, sími 689045 Hafnarfjörður Lækjarkot sf. Lækjargötu 32, sími 50449 Grindavík Haukur Guðjónsson málarameistari Blómsturvöllum 10, 92-68200 Keflavík BirgirGuðnason málarameistari Grófinni 7, sími 92- 11950 Höfn, Hornafirði Kaupfélag Austur- Skaftfellinga sími 97-81206 Borgarnes Einar Ingimundarson málarameistari Kveldúlfsgötu 27, sími 93- 71159 Akranes Málningarbúðin Kirkjubraut 40, sími 93-12457 Sauðárkrókur Verslunin Hegri Aðalgötu 14, sími 95-5132 Selfoss Fossval Eyrarvegi 5 sími 99-1800/1015 Einkaumboð fyrir ísland: Þorsteinn Gíslason heildverslun SfAumúla 8, sími 689046
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.