Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 31 JKtfigiiiMfifrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Stefhumörkun í stað persónudeilna ijú efnisatriði hafa ekki sízt sett svip á fjölmiðla- deilur formanna Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, eftir að upp úr slitnaði fyrra stjóm- arsamstarfí. í fyrsta lagi hver átti frumkvæði og undirbúning að skattkerfísbreytingu — stað- greiðslu skatta og samræm- ingu og lækkun tolla — sem fyrri ríkisstjóm kom í höfn. í annan stað hver áhrif tillaga Þorsteins Pálssonar um lækkun matarskatts og fleira hefði haft á stöðu ríkissjóðs, en ríkissjóðs- halli var vemlegur í fjámála- ráðherratíð formanns Alþýðu- flokksins sem og forvera hans úr Sjálfstæðisflokki. í þriðja lagi staðhæfíng formanns Al- þýðuflokksins, þessefnis, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í raun verið eftirbátur Alþýðu- flokksins, þegar á hólminn var komið, varðandi sölu ríkisfyrir- tækja. Jón Baldvin Hannibalsson setti fram óvenju hvassyrta gagnrýni á Þorstein Pálsson — vegna framangreindra atriða — í Morgunblaðinu en einkum í Alþýðublaðinu. Sá síðamefndi svarar síðan þessari gagnrýni í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Þar segir hann að ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar 1983-87 hafí haft á hendi alla forgöngu sem og undirbúning að staðgreiðslu- kerfí, en Sjálfstæðisflokkurinn fór með fjármálaráðuneytið á þessum tíma. Sú stjóm hafí og haft alla forgöngu og undirbún- ing að einföldun tollakerfísins. Það mál hafí verið komið vel á veg í fjármálaráðherratíð Al- berts Guðmundssonar — og því hafí verið að fullu lokið vorið 1987. Formaður Alþýðuflokks- ins hafí síðan lagt fullbúið frumvarp um þetta efni fyrir Alþingi. Virðisaukaskatturinn hafí og verið endurflutt mál frá fjármálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar. „Þótt skattkerfísbylting hafí ekki verið að fmmkvæði Jóns Hannibalssonar — nema mat- arskatturinn — á hann auðvitað þakkir skildar fyrir framlag til að koma henni í framkvæmd," segir Þorsteinn Pálsson í grein sinni. Gagnrýni formanns Alþýðu- flokksins á meinta linkind sjáif- stæðismanna varðandi sölu ríkisfyrirtækja, þ. á m. ríkis- banka, svarar Þorsteinn Páls- son svo: „Sannleikurinn í því máli er auðvitað sá að bankamálaráð- herrann beitti sér aldrei fyrir sölu ríkisbankanna utan það að hann var tilbúinn til að selja SÍS Útvegsbankann. Hvað gerðist þegar iðnaðarráðherr- ann lagði fram frumvarp í ríkis- stjóm um að breyta Sements- verksmiðju ríkisins í hlutafélag. Það stóð kengfast bæði í þing- flokki Framsóknar- og Al- þýðuflokks. O g enn mætti spyrja formann Alþýðuflokks- ins að því, hverjir það vom sem komu í veg fyrir að einkaaðilar gætu keypt Slippstöðina á Ak- ureyri. Er það rangminni að þar hafí alþýðuflokksmenn í bæjarstjóm Akureyrar verið í broddi fylkingar þeirra sem vildu viðhalda opinbemm rekstri?" Það hefur verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að selja ríkisfyrirtæki. En svo virðist sem flokkurinn þurfí meirihluta á þingi til að koma því hug- sjónamáli í höfn. Svo er einnig um ýmis önnur mál. En við núverandi aðstæður er hver áfangi sem vinnst mikilvægur á langri leið. íslenzkir sigrar í Seoul Islendingur vann mikið afrek í gærmorgun. Þá tókst Hauk Gunnarssyni að vinna gullið í 100 metra hlaupi á Heimsleik- um fatlaðra í Seoul í S-Kóreu. Haukur hlaut bæði silfur og brons á Heimsleikunum í New York árið 1984. Þessi stórglæsilegi sigur Hauks var ekki sá eini sem íslendingur vann í Seoul. Ólaf- ur Eiríksson hreppti bronsið í 400 metra skriðsundi, í hörðum leik, og setti jafnframt íslands- met í greininni. íslenzka sund- fólkið sýndi frábæra frammi- stöðu í keppninni. Ástæða er til að áma íslenzku keppendunum á Heimsleikum fatlaðra í Seoul í S-Kóreu heilla í tilefni af glæsi- legri frammistöðu og þakka þeim góða landkynningu. Atvinnutryggingarsjóður: Gengistryggð lán til allt að tólf ára Skuldbreytingalán úr hinum nýstofnaða Atvinnutryggingar- sjóði útflutningsgreina skulu vera allt til tólf ára og af- borgunarlaus til allt að þriggja ára. Þau skulu bundin gengi- sviðmiðun og bera vexti sem miðist við erlenda markaðs- vexti, eftir þvi sem stjórn sjóðs- ins ákveður. Þetta kemur fram í reglugerð forsætisráðuneytis- ins um Atvinnutryggingarsjóð. Alls hefúr sjóðurinn heimildir tíl Iána útflutningsfyrirtækjum V erðbréfasj óðirnir: Vaxtalækkun kem- ur ekki strax fram Raunvaxtalækkun kemur ekki að fúllu fram í verðbréfa- sjóðum fíárfestingarfélaganna fyrr en eftir eitt til tvö ár, að sögn Gunnars Óskarssonar að- stoðarframkvæmdastjóra Fjár- festingarfélags íslands. Gunnar sagði að ef áformuð raunvaxtalækkun næði fram að ganga hefði hún afar lítil áhrif á ávöxtun bréfa verðbréfasjóðanna fyrst í stað en kæmi síðan smám saman fram á einu eða tveimur árum. Þegar sjóðimir væru orðnir þetta stórir væm ný bréf svo lítill hluti heildareignar sjóðsins að áhrif þeirra væra varla merkjanleg fyrr en að nokkram tíma liðnum. Aðspurður um hugsanlegar breytingar á verðbréfakaupum sjóða Fjárfestingarfélagsins í kjöl- far vaxtabreytinga, sagði Gunnar að of snemmt væri að segja til um það. En þó væri ljóst að í núver- andi millibilsástandi keyptu þeir ekki mikið af nýjum spariskírtein- um ríkissjóðs en meiri áhersla lögð á bankabréf á meðan ekki væri búið að lækka vexti þeirra. Hætt við að hækka sláturkostnað gömlu birgðanna: Samþykkjum þetta ekki með glöðu geði Sláturhúsin töpuðu 170 milljónum kr. á nýloknu verðlagsári „VIÐ litum á þessa hækkun sláturkostnaðar á birgðum sem viðurkenningu fimmmanna- nefindar á að slátur- og heild- sölukostnaðurinn hefði ekki verið rétt áætlaður í fyrra- haust. Því vorum við ekki hrifii- ir af þvi að sú viðurkenning skuli hafa verið tekin aftur,“ sagði Hreiðar Karlsson kaup- félagsstjóri á Húsavík og form- aður Landssambands slátur- leyfishafá þegar leitað var álits hans á ákvörðun fimmmanna- nefiidar um að hætta við að hækka sláturkostnað á gömlu kindakjötsbirgðunum. Hreiðar sagði að ætlun stjóm- valda með auknum niðurgreiðslum hefði verið að ná fram hraðri sölu á birgðunum og kæmi það sér vel fyrir sláturleyfishafa. „Við beygð- um okkur því undir þetta, þó ekki með glöðu geði,“ sagði Hreiðar. Hreiðar sagði að staða slátur- leyfishafa væri slæm, þeir hefðu tapað miklum peningum á tveimur. síðustu verðlagsáram. Heildartap þeirra hefði verið 70 milljónir kr. verðlagsárið 1986-87 og væri áætlað 170 milljónir á nýliðnu verðlagsári. „Sláturhúsin era mörg hver mjög illa stödd eftir þetta og sumir hafa lokað og jafnvel orðið gjaldþrota," sagði Hreiðar. Hann sagði að slátur- og heildsölukostn- aðurinn í haust væri mun nær raunverulegum kostnaði en undan- farin tvö ár, en taldi að lítið feng- ist upp í fyrra tap. 2 milljarða króna og að breyta 5 milljörðum króna af lausa- skuldum þeirra í föst lán. Hér á eftir fara nokkur helstu atriðin í reglugerðinni um sjóðinn: - Hlutverk Atvinnutryggingar- sjóðs er að veita lán til endurskipu- lagningar og hagræðingar hjá fyr- irtækjum sem framleiða til útflutn- ings, og að breyta lausaskuldum þeirra í föst lán. - Skuldbreytingar fara fram með þeim hætti að viðkomandi fyrir- tæki gefur út skuldabréf til At- vinnutryggingarsjóðs með þeirri fíárhæð sem lánardrottnar hafa samþykkt að skuldbreyta, allt til 10 ára. Atvinnutryggingarsjóður gefur síðan aftur út skuldabréf til lánardrottna, allt til 6 ára. Óheim- ilt er að gefa út skuldabréf fyrir hærri fíárhæð en 2,5-faldri upp- hæð skuldbreytingalána. - Lánum er skipt í tvo flokka; annars vegar skuldbreytingalán, en hins vegar lán sem til endur- skipulagningar fyrirtækja. - Fyrirtæki koma þá aðeins til álita við lánveitingu og skuldbreyt- ingu að grandvöllur teljist fyrir rekstri þeirra að loknum skipulags- breytingum á fíárhag þeirra og rekstri. - Ríkisendurskoðun á að gefa Alþingi árlega skýrslu um starf- semi sjóðsins og skulu reikningar hans birtir. - Stjómarmenn geta haft fram- kvæði að einstökum málum, en annars gerir sérstök samstarfs- neftid tillögur um lánveitingar til stjómarinnar. Samstarfsnefndina skipa fimm fulltrúar, tilnefndir af Sambandi viðskiptabanka, Fisk- veiðasjóði íslands, Iðnlánasjóði, stofnlánadeild landbúnaðarins og Byggðastofnun. Kalla má til full- trúa viðskiptabanka þess sem sæk- ir um lán. - Stjómarmenn skulu ekki taka þátt í meðferð mála sem þeim era tengd. - Flýta skal afgreiðslu umsókna eins og verða má. Um 6-8 metrar af jarðvegi liggja nú ofan á gömlp öskuhaugunum. Neskaupstaður: Engin hætta á PCB mengim neysluvatns — segir Ásgeir Magnússon bæjarstjóri ASGEIR Magnússon bæjarstjóri á Neskaupstað segir að engin hætta sé á að PCB mengun berist í neysluvatn bæjarbúa. Vatnið sé tekið úr straumharðri á í um 10 km fjarlægð frá þeim stað sem þéttar með PCB Aroclor eru urð- aðir. Ásgeir telur að mál þetta hafi verið blásið út í fjölmiðlum meir en efni standa til. Þéttar með PCB eru urðaðir á gömlu öskuhaugunum á Neskaup- stað. Ásgeir segir að þeir hafi senni- lega komið úr gömlu síldarbræðsl- unni og að þeir sem urðuðu þá hafi ekki vitað hve hættulegt eftii þeir voru með í höndunum. Ekki er vitað nákvæmlega hve mikið magn af þétt- um sé í haugunum en talið að það liggi á bilinu 20 til 30 stykki. „Þótt við teljum að umræðan um þetta mál hafi verið blásin út meir en efni stóðu til er hún samt nauðsyn- leg,“ segir Ásgeir. „Bæjaryfirvöld hér gera nú þá kröfu til Hollustu- vemdar að mál þetta sé rannsakað frekar. Málið er að þessir þéttar voru urðaðir hér á áranum 1974 til 1978. Jarðýta var notuð til að slétta út haugana og við þurfum að vita hvort þessi leki kom þá strax. upp og sé kannski að fjara út núna. Eða hvort þéttamir hafi ryðgað í sundur og mengunin sé því rétt að byija," seg- ir Ásgeir. Hann telur að til að fá úr þessu skorið verði að gera mælingar á Neskaupstað á hveiju ári næstu árin. Einnig verði Hollustuvemd að gefa Morgunblaaið/Bjami Ásgeir Magnússon bæjarstjóri á Neskaupstað. bæjaryfirvöldum góð ráð um hvemig eigi að fyrirbyggja hættu af völdum þéttanna. Ásgeir segir að hann hafi undir höndum skýrslu frá Hollustuvemd um málið. Þar standi að kostnaðurr við að fjarlægja og láta eyða jarðveg- inum sem hugsanlega er mengaður sé 197 krónur á hvert kíló. Um sé að ræða 70 þúsund rúmmetra af mold og sé kostnaðurinn því í kring- um 14 milljarða. Þetta sjái hver maður að er óraunhæft dæmi. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafiiarfírði: Ottast ekki framgang ál- málsins í ríkisstjórninni ÞAÐ er ekkert launungarmál að ég styð eindregið byggingu nýs álvers i Straumsvík. Eg tel að það geti verið styrkur fyrir ann- ars ágætt atvinnulíf í bænum og mikilvægur hlekkur i atvinnulifi Jijóðarinnar," segir Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri i Hafnarfirði. Hann hefúr tekið þátt í viðræðum um álmálið við innlenda og erlenda aðila fyrir hönd Hafharfjarðarbæjar og kveðst ekki óttast um framgang álmálsins í núverandi ríkisstjórn. Mikill meirihluti Alþingis sé hlynntur byggingu nýs álvers, reynist það hagkvæmt, og málið sé í réttum farvegi hjá Jóni Sig- urðssyni, iðnaðarráðherra. Guðmundur Ámi sagði að bygg- ing nýs álvers hefði verið rædd á bæjarstjómarfundum og honum hefði verið falið að taka þátt í nauð- synlegum viðræðum um málið. Hann hefði verið á fundum með starfshópi fyrri ríkisstjómar og embættismönnum iðnaðarráðu- neytisins og einnig rætt óformlega við hina erlendu aðila sem áhuga hafa á smíði álversins og fulltrúa bandaríska ráðgjafafyrirtækisisns Bechtel. Rætt hefði verið um atriði eins og skattamál, hafnarmál, mengunarvamir og skipulagsmál, en Straumsvíkurland er í lögsagna- ramdæmi Hafnarfjarðarbæjar. Beinar tekjur Hafnafjarðarbæjar af álverinu í Straumsvík hafa farið minnkandi, að sögn Guðmundar Áma. Þær hefðu komist upp í 10% af tekjum bæjarins en væra nú komnar niður í 2%, meðal annars vegna þess að hlutur bæjarins í svonefndu framleiðslugjaldi hefði dregist saman. Þá byggi um helm- ingur hinna 600 starfsmanna ál- versins í Hafnarfírði. Nýtt álver yrði þó að öllum líkindum ekki eins mannaflafrekt og lítil ástæða til að óttast þensluáhrif af því. Þróun mála að undanfömu benti til að íslendingar þyrftu hugsanlega að fara að hafa áhyggjur af sam- drætti í atvinnulífinu á næstunni. Guðmundur Árni var spurður hvort hann óttaðist um framgang álmálsins í ríkisstjóminni. Hann sagði að engin breyting hefði orðið á undirbúningi þess með stjómar- skiptunum og af samtölum sínum við Alþýðubandalagsmenn réði hann að andstaða flokksins við nýtt álver væri ekki almenn. Hann hefði til dæmis ekki trú á að formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragn- ar Grímsson - sem jafnframt væri varaþingmaður Reykjaneskjör- dæmis - myndi bregða fæti fyrir þetta hagsmunamál kjördæmisins. Guðmundur Ámi sagði að tillaga sem hann bar fram á flokksstjóm- arfundi Alþýðuflokksins á úrslita- stundu stjómarmyndunarviðræðn- anna, en dró siðan til baka að ósk formanns flokksins, hefði ekki sett byggingu álvers sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku, heldur aðeins áréttað afstöðu Alþýðuflokksins t málinu. AF ERLENDUM VETTVANGi fsrael: eftir jóhönnu kristjónsdóttur Kosningabaráttan er hafín - en það vantar kosningamál Baráttan í ísrael vegna þingkosninganna þann 1. nóvember er hafin fyrir nokkru, en fréttaskýrendum ber saman um að hún sé með dauflegra móti og hvorki Shimon Peres, foringja Verka- mannaflokksins, né Yitzak Shamir, forsætisráðherra og forsvars- manns Likud-bandalagsins, hafi fram að þessu tekist að kveikja áhuga hjá kjósendum. Þó hefúr komið fram í skoðanakönnunum, að meirihluti ísraelskra kjósenda er frábitinn þeirri hugmynd að samstjórn stóru flokkanna verði mynduð á ný, fari svo að styrk- leiki verði svipaður. Mönnum finnst reynslan af þeirri stjórn sem situr nú ekki þannig að æskilegt væri að endurtaka þann leik. Það sem er kannski allra verst er þó, að svo virðist sem stóru flokkarnir séu báðir í jafnmiklum vandræðum með að komast að niðurstöðu um, hvað sé aðalmál kosninganna, svo fáránlega sem það hljómar eftir margra mánaða „intifada" Palestínumanna á herteknu svæðunum. Astæðan fyrir því liggur þó kannski í augum uppi. Það blandast engum hugur um, að uppreisn Palestínumanna í desem- ber sl. kom báðum stjómarflokk- unum í opna skjöldu og því eiga talsmenn beggja í erfiðleikum með að ráðast á hinn fyrir and- varaieysi. Shamir var að vísu for- sætisráðherra, þegar uppreisnin hófst, en Yitzak Rabin úr Verka- mannaflokknum bar ótvíræða ábyrgð sem vamarmálaráðherra. Flestir ætluðu að uppreisnin myndi renna út í sandinn fljót- lega, en önnur hefur orðið raunin og þrautseigja Palestínumann- anna þótt við ofurefli sé að etja hefur sett báða stóra flokkana í meiri háttar vanda. Fram hefur komið, að áhugi hins almenna kjósenda sé líka enn sem komið er í lágmarki en ekki vantar flokkana og flokksbrotin sem bjóða fram, þeir era samtals 28 og að auki hafa svo ýmsir ein- staklingar sem hafa annað hvort ekki komist á neina lista eða era ekki dús við það sem er í boði, boðið sig fram einir og sér. Trúarlegu flokkunum hefur fjölgað enn, þeir era nú samtals sex. Þessir flokkar eiga það allir sameiginlegt að þeir hafa mjög takmarkaðan áhuga á þjóðmálum í víðara samhengi og sækjast fyrst og fremst eftir að koma sínum einkaskoðunum á framfæri í ein- stökum málaflokkum og þá eink- um tengdum trúarsiðum. Áhrif hinna ýmissu trúarlegu flokka hafa farið vaxandi á stjóm Israels undanfarin ár, enda hefur þótt nauðsynlegt að hafa stuðning þeirra og á það við um báða stóra flokkana. Þeir veigra sér við að ganga í berhögg við vilja strang- trúuðu gyðinganna, þó svo að ýmsar hugmyndir þeirra sam- ræmist hvergi nútímahugsunar- hætti og hafi þar af leiðandi átt sinn þátt í því að draga ísrael á lægra plan í almennri þjóðmá- laumræðu, að ekki sé nú talað um tiltölulega sjálfsagða fram- þróun. Strangtrúuðustu flokkam- ir eru andsnúnir öllum framföram, menn eiga að iðka guðrækni og láta lönd og leið eftirsókn eftir veraldlegum gæðum. Forsvars- mönnum þessara flokka hættir þó til nokkurrar tvöfeldni, þegar á herðir kemur í ljós að fæstir era þeir þeir meinlætamenn sem þeir vilja vera láta. Það stendur svo baráttu stóra flokkanna fyrir þrifum, að þeir standa uppi án málefnastefnu- skrár, eins og áður var minnst á. Shimon Peres, utanrikisráð- herra, sagði að vísu í ræðu á Alls- heijarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkram dögum, að nú væru ísraelar reiðubúnir að tala við sendinefnd Jórdana og Palestínu- Peres utanríkisráðherra í New York ásamt Reagan, Banda- rílqaforseta. manna, eða jafnvel beint við Pa- lestínumenn. Þetta hljómaði ágætlega uns komið er að þeim skilyrðum sem sett era. Þessir Palestínumenn verða að vera hóf- samir og þeir mega náttúrlega ekki tengjast PLO-samtökunum á neinn hátt. Það era ísraelar sem ætla að dæma um hveijir era hæfir til að sitja í slíkri nefnd og þeir hafa hvað eftir annað hafnað hugmyndum og tillögum frá Pa- lestínumönnum á Vesturbakkan- um um skipan í slíka nefnd. Þar við bætist svo að ísraelar ætla hvorki að skila herteknu svæðun- um né heldur leyfa stofnun Pa- lestínuríkis og þaðan af síður vilja þeir að komið sé á einhvers konar sambandsríki Palestínumanna og gyðinga. Nú hafa Palestínumenn lýst því yfír að þeir ætli að stofna sérstakt ríki á hemumdu svæðun- um, með sérstakri útlagastjóm. í þessu felst, eins og þegar hefur verið bent á, að Palestínumenn viðurkenna tilverarétt ísraels. Hvorki Peres né Shamir kæra sig um að túlka það svo og vísast að báðir hafni þessu. Shamir er þó sýnu ósveigjanlegri og hamrar enn á því að ísraelar tali aldrei við PLO sem augljóslega séu pott- urinn og pannan í þessu nýja uppátæki. „PLO vill eyða ísrael," segir hann og lætur eins og vind um eyra þjóta að PLO hefur á undanfömum mánuðum og áram verið að fjarlægjast allar þær hugmyndir í þá átt. Því vefst fyr- ir mér og væntanlega fleiram að skilja hvað ísraelar eiga við, þeg- ar gefnar era yfirlýsingar eins og Peres gerði hjá Sameinuðu þjóð- unum, um að nú væri orðið tíma- bært að tala við Palestínumenn. Það er vandséð hvað ísraelar hafa að semja um, meðan þeir kvika ekki frá úreltum skoðunum sem ekki fá staðist nú um stundir og bera vott um ofsóknaræði. Þá hefur Rabin vamarmálaráð- herra kastað olíu á eldinn með því að segja það að ísraelar muni í auknum mæli beita plastkúlum í viðureign við uppreisnaröfl á Vesturbakka og Gaza, til þess að særa sem allra flesta og draga þannig úr baráttuþreki Palestínu- manna. Ummæli Rabins vöktu — og ekki í fyrsta sinn — mikla andúð og reiði víða um lönd. Blað- ið Jerasalem Post sá ástæðu til að skrifa sérstaka forystugrein til að skýra út hvað Rabin hefði ekki meint. Blaðið benti á að Rabin væri ekki nógu laginn í samskipt- um við fíölmiðla. Það sem hann hefði ætlað að segja hefði verið að með þessu móti mundi verða komið í veg fyrir mannfall, því að eingöngu sérþjálfaðir mættu skjóta þessum plastkúlum og að- eins miða á fætuma. Hins vegar fór að versna í því, sagði Jerasalem Post, þegar kom í ljós að þessar kúlur gátu drepið, ekki síður en venjulegar byssukúl- ur. Sennilega hefði ráðherrann ekki áttað sig á því. Menn væra minnugir þess að Rabin hefði skömmu eftir síðustu áramót lagt til að hermenn beittu síður skot- vopnum í viðureign við Palestínu- menn, en lemdu þá í staðinn sund- ur og saman, en ættu helst ekki að gera það svo hraustlega að menn hefðu bana af. Fljótlega kom svo í ljós að ísraelsku her- mennirnir misstu sumir hveijir gersamlega stjóm á sér í barsmíð- unum svo að Rabin ákvað að líklega væri betra að hætta barsmíðunum. Einu spámar um væntanlegar kosningar ganga út á það nú að öfgaflokkar til hægri og vinstri, svo og trúarlegu flokkamir, muni sennilega fá fleiri atkvæði og þá á kostnað stærri flokkanna. Upp- reisnin á hemumdu svæðunum — og vanmáttur stjómarinnar til að leiða málið til lykta, hefur veikt tiltrú manna á stjómarflokkunum. Sú staða sem gæti komið upp í ísrael eftir kosningamar kynni að verða enn ruglingslegri en sú sem nú er og varla til þess fallin að greiða úr vandamálum ríkisins. Shamir á atkvæðaveiðum. Uppreisnin kom báðum stjórnarflokkunum í opna skjöldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.