Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 HARÐNANDI ANDSTAÐA GEGN HVALVEIBUMj OKKAR: Höfiim miklar áhyggjur af viðskiptahagsmunum — segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að það komi vel til greina að fresta hvalveiðum íslendinga i visindaskyni á næsta ári. Þá er fjórða og siðasta árið sem islenska visindaveiðiáætlunin gerir ráð fyrir hvalveiðum i visindaskyni áður en Alþjóðahvalveiðiráðið tek- ur hvalveiðibannið til endurskoðunar árið 1990. Steingrímur Hermannsson sagði við Morgunblaðið að stjómvöld hefðu undanfarið fylgst með þeirri þróun sem orðið hefði og hefðu miklar áhyggjur af þeim viðskiptahagsmun- um sem kunni að vera í húfi. Hann sagði að málið yrði rætt í ríkisstjóm- inni næsta fimmtudag en þá verður Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra kominn til landsins. Steingrímur sagðist aðspurður ekki hafa boðað neina tillögu um málið en hann hefði rætt þetta við sjávarút- vegsráðherra, og sagðist gera ráð fyrir því að hann, og ríkisstjómin tæki afstöðu til málsins í framhaldi af umræðunni á fundinum. Þegar Steingrímur var spurður hvort hann teldi það koma til greina að hætta vísindaveiðunum, sagði hann að sér fyndist ekki koma til greina að breyta þeirri framtíðar- .stefnu um nýtingu þessara dýra und- ir eftirliti, og áherslu á jafnvægi í náttúmnni, sem fylgt hefði verið. „Við höfum fyrst og fremst verið að undirbúa okkur undir það að Al- þjóðahvalveiðiráðið taki þessi mál til skoðunar árið 1990. Hins vegar tel ég vel koma til greina að fella niður veiðar næsta ár, sérstaklega ef hægt er að halda öðmm þáttum hvalarann- sókna úti, svo sem talningu en niður- stöður hennar em mjög mikilvægar fyrir fund ráðsins 1990.“ —Þú lagðir sem utanríkisráðherra mikla áherslu á nauðsyn íslendinga á hvalarannsóknum og þar með veið- um vegna sérstöðu landsins. Hefur þessi málflutningur ekki náð eymm manna? „Hann hefur það efalaust ekki. Þessir menn hlusta ekki á rök og þegar ég átti fund með Grænfriðung- um í tengslum við heimsókn forset- ans fann ég hvað upplýsingar til þeirra vom annað hvort af skomum skammti eða þá að þeir vildu ekki hlusta á þær. Þeir virðast trúa því að verið sé a’ útrýma hvalnum." —Halldór Ásgrímsson hefur barist hart fyrir alþjóðlegri viðurkenningu á vísindaveiðunum. Er hann ekki í erfiðri aðstöðu ef þeim verður fre- stað? „Megintilgangnum með þeim er nú náð. Vitanlega er alltaf erfítt að beygja sig fyrir svona öfgum en Halldór er manna ákveðnastur í því að taka meiri hagsmuni fram yfír minni. Ég held að það sé um það að ræða þama; ef veiðamar virðast ætla að valda miklum erfiðleikum í viðskiptum okkar verðum við að taka tillit til þess,“ sagði Steingrímur Hermannsson. VEÐUR ^ Heímild: Veáðrstcjfa isíSnd^ Igyggt á «eöursi3á kþJ6T5 kgær) / DAG kl. v 12.00: VEÐURHORFUR f DAG, 18. OKTÓBER YFIRLIT í GÆR: Búist er við stormi á Vestfjöröum, vesturdjúpi og suðvesturdjúpi. Yfir Skandinavíu er 1.030 mb hæð en 980 mb lægð um 400 km suðvestur af Reykjanesi þokast norðaustur í bili en síðar líklega norðvestur. Heldur er að hlýna. SPÁ: Austan- og norðaustanátt um land allt, víðast gola eða kaldi. Rigning á Austfjörðum og á Suðausturlandi, en skúrir á víð og dreif f öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 4—8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Austlæg átt og hlýtt í veðri. Dálítil rigning á Austurlandi og við suðurströndina, úrkoma á miðvikudag, en þurrt að mestu norðanlands og vestan-. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað É. Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * 10 H’itastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CXD Mistur —j. Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hHi veóur Akurayri 8 skýjaó Reykjavík 8 skýjað Bergen 11 skýjað Helsinki 13 láttskýjað Kaupmannah. 11 þoka f grennd Narssarasuaq +S heiðsklrt Nuuk -8 heiðskírt Osló 7 alskýjað Stokkhólmur 13 léttskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 21 skýjað Amsterdam 13 mistur Barcelona 25 skýjað Chicago 11 alskýjað Feneyjar 20 þokumóða Frankfurt 15 skýjað Glasgow 12 reykur Hamborg 11 þokumóða Las Palmas 25 léttskýjað London 14 mistur Los Angelas 18 þokumóða Lúxemborg 15 þokumóða Madríd 17 mistur Malaga 17rigning Mallorca 30 mistur Montreal 13 skýjað New York 16 þokumóða París 17 skýjað Róm 23 þokumóða San Diego 17 þokumóða Winnipeg 0.3 skýjað Hvalbátarnir í Reykjavíkurhöfn í gær. Morgunblaðið/Sverrir MAGNÚS G. FRIÐ- GEIRSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI: Hef engar get- gátur um áhrif Greenpeace „ÉG vil ekki vera með neinar get- gátur um það, hve mikil áhrif andóf Greenpeace og annarra hvalvemdunarsinna hefur haft á sölu sjávarafurða okkar. Séu uppi um það hugmyndir heima fyrir að endurskoða afstöðu okkar til hvalveiða, finnst mér sjál&agt að skoða það. Ákvörðun um breyt- ingu hlýtur að vera erfið og hana verður að grunda vel,“ sagði Magnús G. Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Corp. í Bandarikjunum, i samtali við Morgunblaðið. „Við reiknum ekki með því að úr þessu verði samið við Long John Sil- ver’s um sölu á flökum á þessum ársflórðungi. Það er farið að líða á hann, við liggjum ekki með miklar birgðir og kvóti skipanna heima fer minnkandi. Það er því í raun lítill grundvöllur fyrir samningi. Ég vil ekki vera með neinar getgátur um það, hvort áhrif Greenpeace hafa valdið þvi að ekkert er enn orðið úr sölu. Sé það svo verða stjómendur Long John Silver’s að staðfesta það. Greenpeace ræður engu um helztu þætti, sem snerta sjávarafurðasöl- una, þeir ráða ekki aflabrögðum, ekki verðsveiflum og ekki sveiflum í sölu. Væntanlega hafa þeir einhver áhrif á einstaka kaupendur, en þeir kaupendur verða þá að segja frá því. Ég vil að menn hafí þekkingu á lífríkinu umhverfís landið. Þeir, sem hana hafa taka svo ákvörðun um stefnuna í hvalveiðum og vega og meta saman áhrif hennar á lífríkið og efnahag landsins. Að öðru leyti hef ég ekkert um þetta að segja," sagði Magnús G. Friðgeirsson. MAGNÚS GÚSTAFS- SON, FORSTJÓRI: Verðum að endur- skoða hvalveiði- stefiiu okkar „BEIN áhrif af mótmælum Greenpeace og annarra hvalfrið- unarsamtaka eru orðin talsverð og fara vaxandi. Þau hafa orðið til þess að við höfiun misst af samningi við stóran viðskiptavin, skólar í Massachussetts, Main, Alabama, Californiu og Chicago kaupa sumir hveijir ekki fisk lengur og stórir viðskitpavinir hafa af þessu miklar áhyggjur. Þegar ekki dugir að fara að sam- þykktum Hvalveiðiráðsins og semja við bandarísk stjórnvöld, hljótum við að verða að endur- skoða hvalveiðistefhuna," sagði Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corp. íBanda- ríkjunum, ( samtali við Morgun- blaðið. „Þessi þróun er slæm. Skólamir eru okkur mililvægir, en mikilvægast er að íslenzkur fiskur fái ekki á sig það orð, að hann eigi ekki að borða. Vísindaáætlun okkar var unnið fylgi innan Hvalveiðiráðsins og við náðum samningum við ríkisstjóm Reagans. Við höfum rökin okkar megin, en það dugir bara ekki til. Almenningur vill ekki að hvalur sé drepinn. Hann stendur í þeirri meiningu að allar hvalveiðar hafi verið bannaðar vegna þess að stofnamir voru hætt komnir. Nánast ómögulegt virðist að draga þar undan hvalveiðar íslendinga, þó viðkomandi stofnar séu í góðu ásig- komulagi. Fréttimar frá Þýzkalandi ( lok síðustu viku og erfiðleikamir við að senda hvlakjötið um Þýzka- land, Holland og Finnland sýna að það er víðar en hér, sem almenning- ur háir heilagt stríð gegn hvalveiði- þjóðunum. Greenpeace er að vaxa ásmeginn og þeir hafa náð til al- mennings. Coldwater stendur föstum fótum og með því að útskýra málstað íslenzku þjóðarinnar hefur okkur tekizt að halda megninu af viðskipt- um okkar, en nú er hættan að auk- ast. Við verðum að endurskoða af- stöðu okkar svo minni hagsmunum verði ekki fómað fyrir meiri," sagði Magnús Gústafsson. ÁRNIGUNNARSSON ALÞINGISMAÐUR: Fleiri þýzk fyrir- • tæki kunna að hætta fiskkaupum vegna hvalveiðanna Árni Gunnarsson alþingismaður segist hafa fengið upplýsingar um að fyrirtæki f Þýskalandi, sem keypt hefur sjávarafurðir af ís- lendingum, kunni að hætta þeim viðskiptum vegna hvalveiða ís- lendinga. Áður hafði þýska fyrir- tækið Tengelmann ákveðið að hætta að kaupa (slenskar afiirðir vegna hvalveiðanna. Árni hafði undirbúið þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin endurskoði hvalveiðistefiiuna og stöðva visindahvalveiðar um tiltekið ára- bil en ljúki þess i stað nauðsynleg- um vísindarannsóknum á hvala- stofim án veiða. Árni hefiir þó ákveðið að fresta framlagningu tillögunnar fram yfir ríkisstjóm- arfimd á fímmtudag þar sem hann segist hafa ástæðu til að ætla að ríkisstjórain ákveði þá að hval- veiðar verði ekki hafiiar næsta sumar. Ámi Gunnarsson sagðist, í sam- tali við Morgunblaðið, vera þeirrar skoðunar að sá tvískinnungur gengi ekki lengur, að þrátt fyrir samþykkt Alþingis um að mótmæla ekki hval- veiðibanni Alþjóðahval veiðiráðsins, sé hvalveiðum haldið áfram. Þetta hafi haft þær afleiðingar að Islend- ingar fái umhverfísvemdarmenn upp á móti sér, sem þegar hefði kostað íslendinga stórfé vegna tapaðra við- skipta. Ámi sagðist telja það mun alvar- legra að þýska fyrirtækið Tengel- mann skuli hætta að kaupa sjávaraf- urðir af íslendingum en bandarísk fyrirtæki, þar sem tæp 60% af heild- arútflutningi íslendinga sé til Evr- ópulanda en um 20% til Banda- ríkjanna. „Þama er mjog stór markaður í hættu og við verðum að horfast í augu við það að tekjur okkar af hval- veiðum em hlægilega litlar og mun minni en þær tekjur sem við höfum misst vegna samninga sem fallið hefur verið frá vegna þeirra,“ sagði Ámi. —Telur þú þá að rök íslenskra stjómvalda fyrir vísindaveiðunum haldi ekki? „Ég véfengi alls ekki rétt íslend- inga til að stunda þessar veiðar en ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að menn verði að horfast í augu við staðreyndir. Við erum hluti af stórri viðskiptaheild og við verðum að taka tilltit til þeirra hreyfinga og breyt- inga sem verða á afstöðu þjóða," sagði Ámi Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.