Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
SIGLFIRÐINGAFELAGID
Reykjavik og nágrenni
Aðalfundur Siglfirðingafélagsins í
Reykjavík og nágrenni verður haldinn í
Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar,
Drafnarfelli 2-4, föstudaginn
21. október og hefst kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
Síðasti séns!!
Já, ef þú ert kominn með prófskrekk út af haustannarprófunum,
þá færðu nú tækifæri til að bjarga þér fyrir hom. Það getur þú
gert með þvi að drífa þig á síðasta hraðlestramámskeið ársins sem
hefst miðvikudaginn 26. október nk.
Á námskeiðinu geturðu lært að margfalda lestrarhraðann í öllu
lesefni með betri eftirtekt á lnnihald þess en þú hefur áður vanist.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
50
forvitnileg
l{ námskeid
MATREIÐSLUSKÓLINN
KKAR
Á næstunni bjóðum við fjölda frábærra námskeiða
fyrir konur og karla á öllum aldri.
Dæmi um námskeið á næstunni:
□ Lambakjötsréttir
□ Smjördeigsbakstur
□ Réttir frá Evrópu
□ Smáréttir fyrir hanastél
Því ekki að eiga góða kvöldstund með ættingjum
og vinum og læra matargerðarlist um leið.
Hafið samband við okkur strax í dag í síma 651316 frá kl. 13-22.
Hilmar B. Jónsson og Elín Káradóttir
Afinæliskveðja:
Pétur Pétursson
þulur — Sjötugur
Þegar ég fór að vinna hjá útvarp-
inu, ungur strákur að norðan,
snemma á sjöunda áratugnum, var
Pétur Pétursson ekki kominn þar
aftur til starfa eftir nokkurt hlé sem
varð á útvarpsferli hans þann tíma
sem hann haslaði sér völl í við-
skiptalífinu. Þegar ég fór að „fara
upp með fréttirnar" var ég hins
vegar fljótlega kynntur fyrir einka-
dóttur hans, glæsilegri gerðarkonu
sem fetað hafði í fótspor föður síns
og hafði bækistöð á Skúlagötu 4,
sjöttu hæð, ásamt fleiri góðum
mönnum og konum. Með okkur
Ragnheiði Astu tókst fljótt góð vin-
átta, enda hefur hún þegið margar
góðar og skemmtilegar fylgjur úr
sínum sunnlensku og norðlensku
ættum. Ekki tafði það heldur fyrir
góðum kynnum að á milli okkar eru
ekki nema tíu dagar. Tíminn leið.
Brátt var Pétur, faðir Ragnheiðar,
tekinn til starfa hjá útvarpinu á ný,
kominn á vaktina við hlið dóttur
sinnar og Jóns Múla, Jóhannesar
og Gerðar, svo að aðeins séu nefnd
þau sem ég þekki best. Og nú er
hann sjötugur í dag.
Þessar línur, hripaðar í kappi við
klukkuna, verða varla annað en
kveðja og þakkarorð til samstarfs-
manns fyrir að hafa mátt fylgja
honum einhvern spöl á lífsins
göngu. Því verða hvorki sögð hér
nein deili á ætt og uppruna afmælis-
bamsins né störf þess rakin í smá-
atriðum. Hefði það þó verið freist-
andi, því að þar er af nógu að taka.
Bót er í máli að mörgum er sitt-
hvað um það kunnugt og líklega
vandfundinn sá íslendingur sem
kominn er af bamsaldri og ekki
veit hver Pétur Pétursson er.
Einhvern tíma hef ég séð það
haft eftir mætum manni á prenti
að starf útvarpsmannsins sé að sá
í vindinn. Því starfi fylgja þó stund-
um meiri og sérstæðari tengsl við
ijölda fólks en útvarpsmaðurinn
gerir sér alltaf grein fýrir sjálfur.
Það er eitt af því sem gerir starf
hans skemmtilegt og það skynjar
hann best þegar brauðið sem hann
kastaði á vatnið kemur til hans
aftur þegar síst varir og e.t.v. á
allt annan hátt en hann hefði getað
ímyndað sér. Ræða klerksins á
Mosfelli var „ekki rituð á blað, en
rist inn í fáein hjörtu". Hve mörg
hefðu þau getað orðið ef þetta hefði
verið útvarpsmessa? Hver veit hvað
sprettur upp af því sem sáð er í
vindinn eða hvar og hvenær það
ber ávöxt?
Nærri liggur að drepa á þetta
þegar menn eins og Pétur Pétursson
eiga í hlut. Öll þjóðin þekkir hann
og hann er áreiðanlega einn af þeim
sem eiga fleiri vini á íslenskum
heimilum í borg og sveit en þeir
vita um sjálfir. Skýrri og hljómmik-
illi þularrödd hans man ég eftir frá
því er ég var drengur fyrir norðan
og heyrði líka um hann talað þar
sem heimilisvin — eins og fleiri út-
varpsmenn. Nú er mér löngu ljóst
að í vitund hlustenda er Pétur ekki
aðeins hinn gamalreyndi þulur sem
enn lætur reglulega í sér heyra og
rabbar um tónlist, menn og málefni
í þættinum „Góðan dag, góðir hlust-
endur!“ á sunnudagsmorgnum. Þó
að þularstarfið væri löngum hans
fasta starf er hann útvarpsmaður
með miklu breiðari skala, einn
þeirra sem með starfi sínu byggðu
útvarpið upp og kom víða við sögu
í því starfi. Fyrr á árum sá hann
um ýmsa þætti til fróðleiks og
skemmtunar, m.a. spurningaþætti,
vakti stundum drjúgan hluta lands-
manna til morgunverka með tónlist-
arkynningu og rabbi um alla heima
og geima, tók saman dagskrár-
þætti og ræddi við fólk í útvarpi
og sjónvarpi. Fyrir vikið hafa hlust-
endur fengið að njóta þess hve vel
Pétur er máli farinn og víða heima.
Þessu tengist lifandi áhugi Pét-
urs Péturssonar á lífínu í kringum
hann og mönnum, lífs og liðnum.
Hann er hafsjór af alls konar fróð-
leik um sögu íslendinga, ekki síst
verkalýðs- og stjómmálasögu,
Reykjavík fyrri ára, mannfræði og
vísur, ljóð og lög. Rannsókn hans
á öldum og undirstraumum á þriðja
áratugnum eins og þetta speglaðist
í átökunum út af „drengsmálinu“
og Ólafí Friðrikssyni er líklega
þekktasta dæmið um sagnfræði-
áhuga Péturs, enda hefur hann
gert efninu skil í útvarpsþáttum hjá
tveimur stöðvum og heimildariti
sem hann sá um ásamt Haraldi
Jóhannssyni og Sagnfræðistofnun
Háskóla Islands gaf út fyrir tveim-
ur árum. í umfjöllun um efni sem
þeta kemur glöggt fram hve Pétur
á létt með að tengja reynslu sína
og áhugamál þeim fróðleik úr ýms-
um áttum sem hann hefur heyjað
sér á langri leið. Að einhveiju leyti
er skýringin eflaust sú að bæði í
uppeldi sínu og umhverfí á æskuár-
um mótaðist hann af róttækum
mannúðar- og félagshyggjuviðhorf-
um þeirra tíma. Þetta vita þeir
glöggt sem Pétur þekkja og eitt-
hvað vita um uppruna hans og
ættfólk. Óhætt mun að segja að
þar hafí farið geðmikið dugnaðar-
og gáfufólk af sterkum, sunnlensk-
um stofnum. Það lætur ógjarna
hlut sinn og kann því illa að níðst
sé á þeim sem minnst mega sín.
Þeirra einkenna hafa stundum sést
merki þegar Pétur hefur blandað
sér í hið eilífa stríð um kjör og rétt
opinberra starfsmanna og annarra
launþega, hvort sem er í samtökum
þeirra, á vinnustað eða í blaðagrein-
um. En í blöðum hefur hann stund-
um rifjað upp ýmislegt frá gamalli
tíð og freistað þess að forða öðru
frá gleymsku, m.a. með því að laða
fram upplýsingar um það sem getur
að líta á gömlum ljósmyndum.
Mættu bæði hann og aðrir gera
meira af slíku, því að samkvæmt
lífsins lögmáli fækkar þeim sífellt
sem það vita með vissu.
Þegar ég áttaði mig á því að
Pétur Pétursson yrði sjötugur á sunnu-
dag og ég fór að setja saman þessar
línur varð mér auðvitað undir eins
litið um öxl til áranna sem ég átti
á Skúlagötu 4 með honum og öðru
útvarpsfólki áður en Ríkisútvarpið
fluttist í Efstaleiti og hinn gamli
vinnustaður okkar varð vettvangur
stjórnarmyndunar. Lengi lifir í
gömlum glæðum og kemur margt
upp í hugann.
Það var svo sem ekki alltaf jafn
skemmtilegt og menn ekki ætíð
annars bræður í leik. í hópi sam-
starfsmanna gat stundum gustað
bæði af Pétri Péturssyni og um
hann, því að hvorki er hann skap-
laus né geðlaus. Vel má vera að
einhvem tíma hafí slest upp á vin-
skapinn hjá afmælisbaminu og und-
irrituðum út af einhveiju, en löngu
er það þá gleymt og eru raunar
ekki tíðindi þó að hæðir og lægðir
skiptist á hjá fólki á stómm vinnu-
stað sem mjög er áveðurs- í þjóðlíf-
inu.
Olafur Davíðsson formað-
ur ráðgjafanefhdar EFTA
Á FUNDI ráðgjafanefndar
Fríverslunarsamtaka Evropu
fyrir skömmu var Ólafur Daví-
ðsson, framkvæmdastjóri Félags
íslenskra iðnrekenda, einróma
kjörinn formaður nefndarinnar
til eins árs. I ráðgjafanefnd
EFTA eiga sæti fulltrúar sam-
taka atvinnulífsins, bæði laun-
þega og vinnuveitenda, frá öllum
EFTA-ríkjunum. Helsta verkefiii
nefndarinnar hefiir verið að
fjalla um áhrif framvindunnar
innan Evrópubandalagsins á
EFTA-ríkin og þá einkum áhrif
áætlunar bandalagsins um sam-
eiginlegan markað fyrir vörur,
þjónustu, fjármagn og vinnuafl
árið 1992.
Milli launþega og vinnuveitenda
er lítill ágreiningur um það að taka
þessa áætlun alvarlega og telja
þeir að hún muni hafa afdrifaríkar
Ólafur Davíðsson.
afleiðingar á efnahag landanna ut-
an bandalagsins, segir í frétt frá
Félagi íslenskra iðnrekenda. Sam-
vinna ráðgjafanefndarinnar og
efnahags- og félagamálanefndar
Evrópubandalagsins hefur aukist á
síðustu ámm, en sú nefnd fjallar
um öll mál sem eru á dagskrá
bandalagsins og setur fram álit sitt
á þeim gagnvart framkvæmda-
nefnd og ráðhermm bandalagsins.
Meðal annars af þessari ástæðu
þykir nú nauðsynlegt að efla starf-
semi ráðgjafanefndarinnar. Þess
vegna er nú í fyrsta skipti kosinn
sérstakur formaður nefndarinnar til
eins árs í senn.
Af íslands hálfu sitja auk Ólafs
Davíðssonar fund ráðgjafanefndar-
innar í Genf þeir Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASÍ, Jóhann J.
Gunnarsson, formaður Verslunar-
ráðs íslands, og Magnús Gunnars-
son fyrir hönd VSÍ.