Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 26
vv
26
88GÍ Haaoi^o . jOAGTJIGIJM .GIGAiiaMTJOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
Bandaríkin:
Játar að Bush
hafi viimingiim
Boston. Reuter.
MICHAEL Dukakis, forseta-
frambjóðandi Demókrataflokks-
ins, viðurkenndi á sunnudag, að
George Bush, frambjóðandi
repúblikana, stæði betur að vígi
í kosningabaráttunni en hann
kvaðst líka vera viss um, að sam-
an drægi með þeim fyrir kjör-
dag.
„Þegar ég hóf þessa baráttu fyr-
ir hálfu öðru ári átti ég á brattan
að sækja og nú þegar þijár vikur
eru til stefnu er enn þungt undir
fæti. Ég er þó staðráðinn í að berj-
ast áfram fyrir þeim hugsjónum,
Sovétríkin:
Einn fall-
innfyrir
alnæminu
Moskvu. Reuter.
DAGBLAÐ í Leningrad
skýrði fyrir skömmu frá
nafni fyrstu manneskjunnar,
sem deyr úr alnæmi f Sov-
étríkjunum, og birti af henni
mynd. Kom þetta fram í
fréttum TASS-fréttastofunn-
ar um helgina.
Dagblaðið Lenínskaja Prav-
da birti mynd af Olgu Gaev-
skaju, 29 ára gamalli vændis-
konu, sem lést f Leníngrad 5.
september sl., og ráðlagði þeim,
sem hafa haft viðskipti við
hana, að fara f læknisskoðun.
Sagði í blaðinu, að hún hefði
stundað vændið þar til skömmu
áður en hún lést. TASS sagði
einnig, að rétt væri að birta
myndina í Finnlandi því að það-
an hefðu komið margir við-
skiptavina Gaevskaju.
I fréttinni kom einnig fram,
að af fjórum milljónum borg-
arbúa í Leníngrad hefðu
540.000 verið alnæmisprófuð.
Hefðu fundist 24 sýktir ein-
staklingar, 15 útlendingar og
níu Sovétmenn. Er þá vitað alls
um 80, sem sýkst hafa alnæmi
í Sovétríkjunum.
sem ég trúi á og eru kjaminn f öllu
okkar starfi," sagði Dukakis á kosn-
ingafundi í Boston og var vel fagn-
að af stuðningsmönnum sínum.
Aðeins tveimur dögum fyrr hafði
hann haldið því fram, að þeir Bush
væru hníflafnir.
Dukakis og demókratar höfðu
bundið miklar vonir við sjónvarps-
einvígið sl. fimmtudag en útkoman
varð sú, að það var Bush, sem fór
með sigur af hólmi, og hann hefur
nú 10% umfram Dukakis f skoðana-
könnunum.
Aðstoðarmenn Dukakis hafa
neitað frétt, sem birtist í Washing-
ton Post, en þar sagði, að demó-
kratar ætluðu að einbeita sér að
18 ríkjum á lokaspretti kosninga-
baráttunnar.
Pakistan:
Reuter
Ekkja Zulfikars Ali Bhuttos, fyrrum forseta Pakistans, Begum Musrat Bhutto, leggur inn framboð sitt
fyrir þingkosningamar í Pakistan sem haldnar verða 16. nóvember næstkomandi.
Skemmdarverkamenn
grönduðu flugvél forsetans
Islamahad. Reuter.
í SKÝRSLU pakistanska Ðughersins og bandariskra aðila um orsak-
ir flugslyssins 16. ágúst s.l., sem varð Zia-ul-Haq, forseta Pakistans,
að aldurtila, kemur fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða.
í skýrslunni segir að ekkert bendi til þess að vélarbilun hafi orðið
og tílgátum um sjálfemorðsleiðangur áhafharinnar er vísað á bug.
Um borð f vélinni, sem var af V amarmálaráðherra Pakistans,
gerðinni Hercules C-130, var auk Ijlal Haider, sagði að fundur efn-
forsetans sendiherra Bandarílq'anna
í Pakistan, Amold Raphel, ásamt
háttsettum mönnum innan pakist-
anska hersins. í skýrslunni segir
að 31 maður hafi farist f flugslysinu
en orsakir þess voru ekki tilgreind-
ar nákvæmlega.
Engin ummerki fundust eftir
öfluga sprengingu en leifar minni
sprengingar gætu hafa eyðst í eld-
inum sem kom upp í flugvélinni,
segir f skýrslunni.
Á leifum mangóávexta, sem skip-
að var um borð í Bahawalpur
skömmu fyrir flugtak, fannst
óvenjumikið magn kalíums, fosfórs,
klórs og antfmons. Með samsetn-
ingu þessara efna tókst rannsókn-
araðilum að búa til hvellhettu. Líkur
voru leiddar að því að með lítilli
sprengingu hefði eiturgas verið leitt
inn í flugstjómarklefann.
anna hefði vakið gmnsemdir um
að sprenging hefði orðið en hins
vegar væru sönnunargögnin ekki
næg til að staðfesta að bvo hefði
verið.
Þess var getið í skýrslunni að
ekkert hljóðupptökutæki hefði verið
í flugstjómarklefanum og lagði
rannsóknamefndin til að þeim yrði
komið fyrir í svipuðum flugvélum f
Pakistan. Ekki væri hægt að útiloka
að utanaðkomandi aðili eða einhver
í áhöfiiinni hefði átt við stjómtæki
vélarinnar. En sönnur á slíkt vant-
aði vegna skorts á hijóðupptöku.
í skýrslunni segir að ekki verði
bent á tæknilegar ástæður fyrir
flugslysinu í ljósi þeirra sönnunar-
gagna sem rannsóknamefndin hef-
ur undir höndum. Glæpsamlegt at-
hæfi eða skemmdarverk hljóti að
vera orsök þess að áhöfnin missti
stjóm á flugvélinni og hún hrapaði
til jarðar.
Zia-ul-Haq hrifsaði til sfn völd í
Pakistan árið 1977 og lét taka for-
vera sinn, Zulfikar Ali Bhutto, af
lífi. í ellefu ár stjómaði hann pakist-
önsku þjóðinni, sem telur 104 millj-
ónir íbúa, með harðri hendi. Óvissa
ríkir í stjómmálum landsins í kjöl-
far fráfalls Zia-ul-Haqs og kosn-
ingabaráttan er hafin fyrir alvöm
fyrir kosningamar sem verða 16.
nóvember n.k.
Stjómmálaskýrendur telja hugs-
anlegt að fylgismenn Zia-uI-Haqs,
sem sitja enn í ríkisstjóm landsins,
höfði til kjósenda á þeim forsendum
að hinn látni forseti hafí verið fóm-
arlamb hiyðjuverkamanna. Sumir
gagnrýndu að skýrslan kæmi fram
í dagsljósið aðeins mánuði áður en
kosningar fara fram og sögðu að
með þessu vildi ríkisstjómin kasta
rýrð á helsta stjómarandstöðuflokk
landsins, Þjóðlegu alþýðufylking-
Hvar er Bretland?
London. Reuter.
NÆRRI helmingur Breta getur
ekki Lagt saman verðið fyrir þrjá
einfalda réttí á veitingahúsi og
sjötti hver veit ekki hvar Bret-
landseyjar eru á heimskortinu.
Kemur þetta fram f könnun, sem
birtíst um helgina í breska blað-
inu Sunday Times.
Könnunin náði til 1.000 manna
og kom í ljós, að 42% þeirra gátu
ekki lagt saman verðið fyrir þijá
rétti á hamborgarastað. 17% gátu
ekki fundið Bretlandseyjar á korti.
Héldu sumir, að þær væri að fínna
undan ströndum Norður- eða Suð-
ur-Ameríku eða jafnvel í Austur-
löndum §ær. Þrír af hundraði bentu
á Afríku.
Sjö af hundraði töldu, að stysta
leiðin til Spánar frá Bretlandi væri
f háaustur, þijú vildu fara í vestur,
tvö í norður og 13% höfðu enga
skoðun á því.
Pýramídi við Louvre-saftiið
Reuter
Við Louvre-safnið í París hefur ný viðbót nú verið tekin f notk-
un. Það er pýramídi úr glerí sem er i forgarði safnsins, sem
kenndur er við Napóleon. Þar verður inngangurinn f safiiið og
þjónustumiðstöð. Myndin er tekin á dögunum við vigslu pýramf-
Hans og sjást þeir fremst á henni Ieoh Ming Pei, arkitekt nýbygg-
ingarinnar, og Francois Mitterrand, Frakklandsforsetí.
Nóbelshafar í læknisfræði:
Breti ogtveir Baudaríkja-
menn deila verðlaunum
Stokkhólmi. Reuter.
KARÓLÍNSKA stofiiunin f Stokk-
hólmi skýrði frá þvf f gær að
Nóbelsverðlaununum f læknis-
fræði hefði að þessu sinni verið
skipt milli eins Breta og tveggja
Bandaríkjamanna. Vfsindamenn-
imir fengu verðlaunin fyrir að
uppgötva „mikilvæg lögmál varð-
andi lyljameðferð", að sögn stofn-
unarinnar. Meðal þeirra sjúk-
dóma, er verðlaunahafarnir hafá
rannsakað, eru |
hvftblæði, þvag-
sýrugigt, of hár |
blóðþrýstingur,
magasár, hjarta-
kveisa og ýmsir
smitsjúkdómar.
Bretinn Sir Ja-
mes Black er 64
ára að aldri og sir Jame8 BUck
starfar við Kings
College-sjúkrahúsið í London. Black
varð fyrstur til að skilja hvemig nota
mætti svonefnd beta-blocking lyf til
að meðhöndla kransæðasjúkdóma.
Gertrude Elion George Hitchings
Þá er súrefnisstreymi til hjartans
minnkað en það verður til að minnka
vinnuálag á hjartað. Árið 1962 upp-
götvaði starfshópur undir stjóm
Blacks lyfið pronethalol, undanfara
propranolols, fyrsta nothæfa lyfsins
af áðumefndu tagi. Slík lyf hafa
einnig reynst árangursrfk gegn of
háum blóðþrýstingi.
Bandarílq'amennimir Gertrude
Elion, 70 ára gömul, og George Hitc-
hings, sem er 83 ára, hafa starfað
saman við Wellcome-rannsóknar-
stöðina í Norður-Karólínuríki síðan
1945. Þau hafa rannsakað muninn
á efnaskiptum í kjamasýrum heil-
brigðra og sjúkra frumna með það
að markmiði að finna leiðir til að
stöðva vöxt krabbameinsfrumna og
illkynjaðra æxla. Hafa þessar rann-
sóknir stuðlað að þróun krabba-
meinslyfja sem ekki skaða heilbrigð-
ar frumur.
Snemma á sjötta áratugnum
fundu Elion og Hutchings upp lyfið
6-mercaptopurine, sem enn er notað
gegn hvíblæði. Á siðari ámm hafa
rannsóknir þeirra óbeint leitt til upp-
finningar ÁZT, lyfs sem seinkar
verulega áhrifum eyðniveirunnar á
mannslíkamann.
„Áður fólst þróun lyfia aðallega í
því að gerðar voru efnafræðilegar
breytingar á náttúrulegum afurðum.
[Elion og Hutchings] kynntu nýjar
og árangursríkari aðferðir sem
byggjast á skilningi á lífefnafræði-
legum og líffræðilegum ferlum,"
sagði í yfirlýsingu Karólínsku stofn-
unarinnar.