Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 Sovéskur gagnnjósnari: Veröldin rambaði á barmi kjamorku- styrjaldar 1983 St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. kominn né hvað stöðvaði Sovét- FYRSTU dagana í nóvember árið 1983 rambaði veröldin á barmi kjarnorkustyrjaldar að sögn Olegs Gordijevskíjs, fyrr- um leyniþjónustumanns Sov- ésku leyniþjónustunnar, KGB, að því er fram kemur í Sunday Telegraph síðastliðinn sunnu- dag. Oleg Gordijevskíj er talinn vera mikilvægasti njósnari, sem vest- rænar leyniþjónustur hafa haft á sínum snærum innan KGB. Bre- skir leyniþjónustumenn fengu hann í sínar raðir, þegar hann var KGB-njósnari í sendiráði Sovét- manna í Kaupmannahöfn 1974. Sumarið 1985 skipulagði breska leyniþjónustan flótta hans frá Moskvu, þegar hann þóttist viss um, að honum væri ekki lengur vært þar. Fyrr á þessu ári veitti hann Gordon Brook-Shepherd við- tal fyrstum vestrænna blaða- manna vegna bókar, sem hann var að skrifa. Hluti úr henni birtist í Sunday Telegraph síðastliðinn sunnudag. Mikhail Gorbatsjov lýsti sérs- takri velþóknun sinni á hæfileikum Gordijevskíjs eftir heimsókn sína til Lundúna 1984. Þá var Gordijevskíj yfírmaður KGB í sendiráðinu í Lundúnum og upp- lýsti leiðtoga Sovétríkjanna um bresk málefni samkvæmt fyrir- mælum frá bresku leyniþjón- ustunni. Árið 1981 hafði KGB verið fyrirskipað að vinna með leyniþjónustu hersins, GRU, að því að afla upplýsinga, sem bentu til þess, að Átlantshafsbandalagið væri að undirbúa kjamorkuárás á Sovétríkin. Leyniþjónustumenn í sendiráðum Sovétríkjanna á Vest- urlöndum fengu fyrirmæli um að fylgjast vandlega með öllum óvenjulegum ferðum þjóðarleið- toga, mikilli vinnu í vamarmála- ráðuneytum, söfnun matarbirgða og blóðs, og öðru svipuðu. Ótti leiðtoga Sovétríkjanna við fyrirætlanir Vesturlanda nálgaðist hreina sefasýki, þegar kom fram á árið 1983. Þeim hafði ekki verið sérlega vel til Jimmy Carters Bandaríkjaforseta og þeir höfðu búist við, að Ronald Reagan mundi hegða sér svipað og Richard Nix- on, þegar hann hefði tekið við embætti: vera harðorður í fyrstu um Sovétríkin, en snúa sér síðan að samningum. En Reagan dró ekkert úr hörkunni og kallaði Sov- étríkin „Hið illa heimsveldi". Á þessum tíma vom Vesturveldin einnig að taka í notkun nýjar eld- flaugar, sem Sovétmenn töldu ógna sér. Leiðtogar Sovétríkjanna vom einnig óömggir um sig á þessum tíma vegna þess að Leonid Brez- hnev lést í nóvember 1982 og Júríj Andropov, sem ekki gekk heill til skógar, varð leiðtogi ríkisins. Hinn 2. nóvember 1983 hóf Atlantshafsbandalagið æfingu á viðbrögðum sínum við allsherjar- kjamorkustyijöld. Sovétmenn hafa lengi talið, að slíkar æfíngar yrðu upphafíð að árás. í þetta sinn bmgðust þeir við, eins og um slíka árás yrði að ræða, að sögn Gordijevskíjs. Hann greinir ekki frá því, hve stríðsundirbúningurinn var langt ^^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 menn. En vitað er, að upplýsingar Górdijevskíjs hafa haft áhrif til þess, að Reagan hefur orðið hóf- samari í tali um Sovétríkin og Atlantshafsbandalagið hefur gert ráðstafanir til að útiloka misskiln- ing af þessu tæi í framtíðinni. Reuter Mikki mús með Mishja Mikki mús er nú staddur í Sovétríkjunum í fyrsta sinn og um helgina sýndi hann sig á Rauða torginu við mikinn fögnuð nærstaddra barna. Með honum í för var björninn Mishja, eftirlæti allra rússn- eskra krakka. Mikki gerði sér ferð í Austurveg af því til- efni, að þar eru að hefjast í fyrsta sinn sýningar á Walt Disney-myndunum, meðal annars Fantasíu, Mjallhvít, Bamba og fleiri. I WOO A 2 FWÆNJM HPPmUMIM Örtölvutækni býður sérstakt tilboðsverð á Hewlett Packard LaserJet, DeskJet og dufthylkjum. Örtölvutækni hefur sérhæft sig í tengingum og tengt flestar „alvöru“ tölvur við HP prentara. 7/7 þess notum við sérstaklega aðlagaðan hugbúnað og í sumum tilvikum sérhannaðan vélbúnað að auki. TILBOÐS VERÐ: HP LaserJet HP DeskJet Dufthylki Kr. 169.900- Kr. 75.500,- Kr. 6.700,- Ath. Verðin eru miðuð við staðgreiðslu og að gömlum dufthylkjum sé skilað inn við kaup á nýjum. Örtölvutækni - leiðandi á sínu sviði r r r r ORTOLVUTÆKNI Tölvukaup hf., Ármúla 38, 108 Reykjavik. Simi 687220, Fax 687260. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.