Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
Sovéskur gagnnjósnari:
Veröldin rambaði
á barmi kjamorku-
styrjaldar 1983
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
kominn né hvað stöðvaði Sovét-
FYRSTU dagana í nóvember
árið 1983 rambaði veröldin á
barmi kjarnorkustyrjaldar að
sögn Olegs Gordijevskíjs, fyrr-
um leyniþjónustumanns Sov-
ésku leyniþjónustunnar, KGB,
að því er fram kemur í Sunday
Telegraph síðastliðinn sunnu-
dag.
Oleg Gordijevskíj er talinn vera
mikilvægasti njósnari, sem vest-
rænar leyniþjónustur hafa haft á
sínum snærum innan KGB. Bre-
skir leyniþjónustumenn fengu
hann í sínar raðir, þegar hann var
KGB-njósnari í sendiráði Sovét-
manna í Kaupmannahöfn 1974.
Sumarið 1985 skipulagði breska
leyniþjónustan flótta hans frá
Moskvu, þegar hann þóttist viss
um, að honum væri ekki lengur
vært þar. Fyrr á þessu ári veitti
hann Gordon Brook-Shepherd við-
tal fyrstum vestrænna blaða-
manna vegna bókar, sem hann var
að skrifa. Hluti úr henni birtist í
Sunday Telegraph síðastliðinn
sunnudag.
Mikhail Gorbatsjov lýsti sérs-
takri velþóknun sinni á hæfileikum
Gordijevskíjs eftir heimsókn sína
til Lundúna 1984. Þá var
Gordijevskíj yfírmaður KGB í
sendiráðinu í Lundúnum og upp-
lýsti leiðtoga Sovétríkjanna um
bresk málefni samkvæmt fyrir-
mælum frá bresku leyniþjón-
ustunni. Árið 1981 hafði KGB
verið fyrirskipað að vinna með
leyniþjónustu hersins, GRU, að því
að afla upplýsinga, sem bentu til
þess, að Átlantshafsbandalagið
væri að undirbúa kjamorkuárás á
Sovétríkin. Leyniþjónustumenn í
sendiráðum Sovétríkjanna á Vest-
urlöndum fengu fyrirmæli um að
fylgjast vandlega með öllum
óvenjulegum ferðum þjóðarleið-
toga, mikilli vinnu í vamarmála-
ráðuneytum, söfnun matarbirgða
og blóðs, og öðru svipuðu.
Ótti leiðtoga Sovétríkjanna við
fyrirætlanir Vesturlanda nálgaðist
hreina sefasýki, þegar kom fram
á árið 1983. Þeim hafði ekki verið
sérlega vel til Jimmy Carters
Bandaríkjaforseta og þeir höfðu
búist við, að Ronald Reagan mundi
hegða sér svipað og Richard Nix-
on, þegar hann hefði tekið við
embætti: vera harðorður í fyrstu
um Sovétríkin, en snúa sér síðan
að samningum. En Reagan dró
ekkert úr hörkunni og kallaði Sov-
étríkin „Hið illa heimsveldi". Á
þessum tíma vom Vesturveldin
einnig að taka í notkun nýjar eld-
flaugar, sem Sovétmenn töldu
ógna sér.
Leiðtogar Sovétríkjanna vom
einnig óömggir um sig á þessum
tíma vegna þess að Leonid Brez-
hnev lést í nóvember 1982 og Júríj
Andropov, sem ekki gekk heill til
skógar, varð leiðtogi ríkisins.
Hinn 2. nóvember 1983 hóf
Atlantshafsbandalagið æfingu á
viðbrögðum sínum við allsherjar-
kjamorkustyijöld. Sovétmenn
hafa lengi talið, að slíkar æfíngar
yrðu upphafíð að árás. í þetta sinn
bmgðust þeir við, eins og um slíka
árás yrði að ræða, að sögn
Gordijevskíjs.
Hann greinir ekki frá því, hve
stríðsundirbúningurinn var langt
^^^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
menn. En vitað er, að upplýsingar
Górdijevskíjs hafa haft áhrif til
þess, að Reagan hefur orðið hóf-
samari í tali um Sovétríkin og
Atlantshafsbandalagið hefur gert
ráðstafanir til að útiloka misskiln-
ing af þessu tæi í framtíðinni.
Reuter
Mikki mús
með Mishja
Mikki mús er nú staddur í
Sovétríkjunum í fyrsta sinn
og um helgina sýndi hann sig
á Rauða torginu við mikinn
fögnuð nærstaddra barna.
Með honum í för var björninn
Mishja, eftirlæti allra rússn-
eskra krakka. Mikki gerði sér
ferð í Austurveg af því til-
efni, að þar eru að hefjast í
fyrsta sinn sýningar á Walt
Disney-myndunum, meðal
annars Fantasíu, Mjallhvít,
Bamba og fleiri.
I
WOO A 2 FWÆNJM
HPPmUMIM
Örtölvutækni býður sérstakt tilboðsverð á
Hewlett Packard LaserJet, DeskJet og
dufthylkjum.
Örtölvutækni hefur sérhæft sig í tengingum
og tengt flestar „alvöru“ tölvur við HP prentara.
7/7 þess notum við sérstaklega aðlagaðan
hugbúnað og í sumum tilvikum sérhannaðan
vélbúnað að auki.
TILBOÐS VERÐ:
HP LaserJet
HP DeskJet
Dufthylki
Kr. 169.900-
Kr. 75.500,-
Kr. 6.700,-
Ath. Verðin eru miðuð við staðgreiðslu og að gömlum
dufthylkjum sé skilað inn við kaup á nýjum.
Örtölvutækni - leiðandi á sínu sviði
r r r r
ORTOLVUTÆKNI
Tölvukaup hf., Ármúla 38, 108 Reykjavik.
Simi 687220, Fax 687260.
i