Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
Lyfjamisnotk-
un í íþróttum
eftirBirgi Guðjónsson
Inng-angnr
Atburðir síðustu daga í Seoul
hafí vakið upp ýmsar spurningar
varðandi lyfjanotkun íþróttamanna,
útbreiðslu, eðli, eftirlit og viðurlög,
hér heima sem erlendis. Skýringar
eða svör hafa ekki komið nægjan-
lega fram. Hér verður reynt að
gera nokkra grein fyrir þessum
málum.
„Dóping“ (lyfjamisnotkun) hefur
verið bönnuð innan Ólympíuhreyf-
ingarinnar og alþjóðasérsambands
frá seinni hluta sjötta áratugarins.
„Dóping“ er bæði skilgreind sem
neysla keppanda og úthlutun til
keppanda á vissum efnum eða notk-
un aðferða sem gætu haft áhrif til
að bæta óeðlilega líkamlegt og/eða
andlegt ástand keppanda fýrir eða
í keppni og þannig aukið íþrótta-
árangur hans. „Dóping" hefur al-
mennt verið þýtt sem lyfjamisnotk-
un og verður það orð notað hér en
bann er mun víðtækara eins og
skýrt verður. Bannið nær einnig til
hesta þegar keppt er í hestaíþrótt-
um.
Lyfjamisnotkun
Flest þau lyf og aðferðir sem
bönnuð eru hafa upphaflega komið
fram til lækninga og eru fýllilega
„lögleg“ og réttmæt þegar þau eru
notuð á réttan hátt og sum eru í
raun ómissandi í nútímalæknis-
fræði. Aðeins örfá þeirra lyfja sem
bönnuð eru teljast vímugjafar. Eins
og flest lyf geta þessi lyf orðið
hættuleg ef þeirra er neytt í stórum
skömmtum. Á það sérstaklega við
karlkynshormón og skyld lyf.
Lyf geta komið að gagni í einni
íþróttagrein en skipta engu máli í
annarri, t.d. notast þvagræsilyf að-
allega í þeim greinum þar sem
keppt er í þyngdarflokkum og
„betablokkerar" þar sem hand-
styrkur þarf að vera mikill, t.d. í
skotfimi. Bannlisti sérsambanda
þar sem þeir eru til staðar eru því
mismunandi og afmarkaðri en t.d.
listi Alþjóðaólympíunefndarinnar
sem tiltekur öll lyf sem hægt er að
misnota í hvaða iþrótt sem er.
í meginatriðum hafa íþróttamenn
notað lyfín annars vegar til þess
að hraða uppbyggingu á æfínga-
tímabili og hins vegar til þess að
bæta ástand sitt í keppninni sjálfri.
Þegar orðið „ólögleg" er notað
um lyfín er í fyrsta lagi átt við það
að þau eru bönnuð innan íþrótta-
hreyfíngarinnar, í öðru lagi að þau
eru í sölu og notkun hjá aðilum sem
ekki hafa leyfí til þess (þ.e. ekki
læknum eða ljrfsölum), í þriðja lagi
geta einstakar lyfjategundir verið
taldar óþarfar og ekki leyfðar í
ákveðnu landi þegar aðrar svipaðar
gerðir hafa verið valdar til skrásetn-
ingar. Sjaldnast er um efni að ræða
sem allstaðar eru ólögleg vegna
fíkni eða ávanahættu svo sem kók-
aín eða heróín.
Meðal efna og aðferða sem mis-
notkun getur náð til eru eftirtaldir
flokkar:
1. Efiii, lyf.
a) Anabolískir sterar (kynhorm-
ón, veQaaukandi lyf):
Þessi flokkur er þekktastur og
mest umtaiaður. Aðallyfíð í þessum
flokki er testósterón, karlkyns-
hormón, sem verður til í eistum
karlmanna og er einnig hægt að
framleiða efnafræðilega. Mörg af-
brigði hafa verið framleidd af því
með mismunandi kyn-vefjaaukandi
áhrifum, þar á meðal stanósólól
(sem fannst hjá Ben Johnson).
Þessi hormón eru mjög gagnleg
þegar þau eru gefín við ýmiss kon-
ar ástandi sem meðfæddur skortur
á testósteróni veldur. Flýta þau þá
kynþroska og orsaka vöxt og vefja-
aukningu. Þessi lyf voru einnig.
notuð við ýmiss konar sjúklegu
ástandi t.d. til að hraða uppbygg-
ingu vefja eftir veikindi og/eða stór-
ar skurðaðgerðir svo og til að
styrlqa bein aldraðra. Er slíkt enn
gert, en í takmörkuðum mæli því
gagn hefur ekki alltaf þótt mikið.
Testósterón var einnig um tíma
notað gegn bijóstakrabbameini hjá
konum og hefur komið að gagni
við vissa tegund blóðleysis.
Óljóst er hvenær notkun þessara
lyfja hófst meðal íþróttamanna en
ætla má að þau hafí við reynd t.d.
við íþróttameiðslum. Þær rannsókn-
ir sem gerðar hafa verið með tilliti
til vefjaaukandi áhrifa á fullþroska
karlmenn hafa ekki stutt það álit
íþróttamanna að þau séu til mikils
gagns. Þau voru þó bönnuð þegar
menn grunaði að þau gætu haft
óeðlileg áhrif á getu íþróttamanna
og í ljós kom mikil tilhneiging til
misnotkunar og hættur því sam-
fara.
Einnig er bönnuð sérhver efni
sem auka hlutfall testósteróns/ep-
isteróns í blóði t.d. Human Chori-
onic Gonadotrophin (HCG), en það
efni er gagnlegt óftjósemismeðal
og er t.d. notað við getnað glasa-
bama.
Mikil og langvarandi notkun
þessara lyQa minnkar endanlega
eigin /ramleiðslu á testósteróni hjá
karlmönnum og leiðir til getuleysis
og ófijósemi. Vitað er einnig um
krabbameinsmyndun í lifur eftir
notkun.
Eftir að íþróttahreyfíngin bann-
aði íþróttafólki notkun þessara lyfja
Birgir Guðjónsson
„Nöfnum alvarlegra af-
brotamanna er haldið
leyndum af „tillits-
semi“. Nafh Bens John-
sons mun hins vegar
aldrei mást af spjöldum
sögunnar. Fall hans er
algert og smán mikil
og framtíð óviss, en
sökin er ekki hans eins.
Hann á alla mína sam-
úð.“
hafa þau ekki verið notuð í þessum
tilgangi í hefðbundinni læknisfræði.
Notkun þeirra og framleiðsla hefur
færst „neðanjarðar" og virðist
öflugur iðnaður hafa þróast til að
fínna upp ný lyf í þessum flokki sem
hafa sem mest vefjaaukandi áhrif
en hverfa sem fljótast út úr líkam-
anum .eftir að töku lýkur.
b) Orvandi lyf:
Flest lyf í þessum flokki eru skyld
adrenalíni, hormónalíku efni sem
framleitt er í nýrnahettum. Við
ýmiss konar spennu- og hættu-
ástand eykst framleiðsla þess í
skyndi. Adrenalínið eykur m.a.
samdrátt æða og hjartslátt, hækkar
blóðþrýsting og víkkar berkjupípur.
Adrenalínið er þannig viðbrögð lík-
amans við ýmiss konar átökum.
Þekktasta lyfíð í þessum flokki
er efedrín sem er t.d. notað til að
hækka of lágan blóðþrýsting hjá
öldruðum og er útbreitt í ýmiss
konar kvefmeðulum og nefdropum.
Af öðrum meðulum má nefna
amfetamín sem við fyrstu fram-
leiðslu átti að vera allra meina bót
en sýndi sig hafa mikla ávana-
hættu. Amfetamín og skyld lyf eru
nú eingöngu réttlætanleg við svefn-
sýki og vissum geðtruflunum hjá
bömum.
Við töku þessara lyfa töldu
íþróttamenn sér aukast þróttur,
snerpa og úthald. Efedrínið hefur
verið misnotað í mörgum greinum
svo og amfetamínið, t.d. meðal hjól-
reiðamanna í langri keppni.
Koffíns er einnig bannað að
neyta í lyfjaformi, þótt það sé leyft
í kaffídrykkju.
c) Deyfi- og verkjalyf:
Meðal efna í þessum flokki eru
t.d. petidín og morfín sem notuð
eru á sjúkrahúsum, t.d. eftir skurð-
aðgerðir og til meðhöndlunar á
verkjum eftir kransæðastíflu.
Alþjóðaólympíunefndin bannar
einnig kódín sem almenningur
þekkir af ýmsum töflum svo sem
kódimagnýl, kódípar, parkódín og
mörgum fleirum. Alþjóðaftjáls-
íþróttasambandið leyfír hinsvegar
kódín til lækninga.
Að auki bannar Alþjóðaólympíu-
nefndin eftirtalda lyfjaflokka:
f) Betahemjarar (betablokker-
ar):
Þekktust þeirra hér eru Própran-
ól, Inderal, Tenormin, Tensól, Visk-
en, Seloken, Trasicor og Atenólól.
Þessi lyf eru meðal gagnlegustu
lyfja í nútímalyfjabúri. Þau eru
notuð við of háum blóðþrýstingi,
hjartverk, eftirmeðferð kransæða-
stíflu, hjartsláttaróreglu og fleiri
hjartasjúkdómum. Þau eru einnig
gagnleg við migreni og hand-
skjálfta.
Vegna þessa síðastnefnda atriðis
gerir það einnig skotmenn í keppni
handstyrkari og_ er því bannað.
g) Þvagræsilyf:
Þar eru þekktust: Lasix, Furix,
Burinex, Furosamíð, Centyl, Klór-
ótísíð, Aquasíð, Hydróklórótíasíð,
Moduretic og Hydramil. Segja má
að þessi meðul séu undirstaða í
meðferð hjartasjúkdóma. Þegar
u0 íSjjf*
fUf
i«*
c<
Nýjung: Tékkaábyrgð
án bankakorts á
tékkum með mynd
af reikningshafa.
Nú ábyrgist Búnaðarbankinn tékka, útgefna
af eigendum Gullreiknings að upphœð allt að
kr. 10.000,- án framvísunar bankakorts.
Til þess þarf tékkinn að bera mynd af
reikningshafa en slíkt stendur eigendum
Gullreiknings til boða.
Pað fer ekki milli mála hver þú ert.
TRAUSTUR BANKI