Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞMÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
29
Reuter
Stólar og annað brak úr úgandísku þotunni á jörðinni, skammt frá Fiumicino-flugvellinum í Róm.
A.m.k. 31 fórst er flugstjóranum mistókst að lenda þotunni i svartaþoku.
Ítalía:
Orsakir flugslyss-
ins enn ekki ljósar
Þoka ásamt misskilningi flugmanna og
flugumsj ónarmanna helst neflidar til
Róm. Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
ENN ER ekki fyllilega ljóst hvað
oUi þvi að Boeing 707- þotu frá
Úganda mistókst lending á
Fiumicino-flugvellinum í Róm,
skömmu eftir miðnætd aðfara-
nótt mánudags. 31 fórst en ails
Útgáfe Njósnaveið-
arans í Bretlandi:
Fara fram
á rannsókn
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari
Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Verkamannaflokkurinn hyggst
fara fram á opinbera rannsókn á
þeirri staðhæfingu, sem fram
kemur í bók Peters Wright,
„Njósnaveiðaranum11, að gert hafi
verið um það samsæri innan
bresku leyniþjónustunnar að
steypa stjóm Harolds Wilsons,
fyrrum forsætisráðherra.
Lávarðadeild breska þingsins, sem
er æðsta dómstig landsins, létti (
slðustu viku banni af birtingu bókar-
innar og eru deilur hafnar um, hvort
Peter Wright hafi staðið fyrir sam-
særi gegn löglega kjörinni ríkisstjóm
landsins.
Lávarðadeildin féllst á birtingu
bókarinnar einungis vegna þess, að
það þjónaði engum tilgangi lengur
að reyna að halda henni leyndri.
Hins vegar væri Peter Wright eftir
sem áður landráðamaður.
Verkamannaflokkurinn hyggst
fara þess á leit, að opinber rannsókn
fari fram á staðhæfingum Wrights
um samsæri innan leyniþjónustunnar
um að steypa stjóm Harolds Wilsons
á sjöunda áratugnum. Wright segir
ýmist, að flöldi leyniþjónustumanna
hafi unnið að því að safna ásökunum
á hendur Wilson eða að hann hafi
farið fyrir litlum hópi manna sjálfur.
Fram kemur í The Observer síðastlið-
inn sunnudag, að aðrir leyniþjónustu-
menn staðfesta sögur Wrights um
samsæri. Hinn 9. maí í fyrra lýsti
Margaret Thatcher forsætisráðherra
því hins vegar yfir í neðri deild þings-
ins, að um ekkert slíkt samsæri hefði
verið að ræða. Vitað er, að stjómin
hyggst leggjast gegn þvl, að opinber
rannsókn fari fram á þessum ásökun-
um Wrights.
voru 52 manns um borð, lang-
flestir Úgandabúar. Svartaþoka
var yfir borginni og reyndi flug-
stjórinn þrisvar að lenda þo-
tunni. í siðustu tilrauninni átti
hann eftir um 800 metra flug að
iendingarbrautmni er þotan
lækkaði skyndilega flugið, virtist
fleyta kerlingar á nokkrum
byggingum áður en hún lenti á
jörðunni þar sem hún brotnaði i
tvennt.
„Ég sá nokkra, sem sloppið höfðu
lifandi, skelfingu lostna og suma
slasaða, klæði nokkurra vom I ljós-
um logum. Lögreglan fann íitla
stúlku á lífi en hún dó f höndunum
á þeim,“ sagði Stefano Pensabene,
næturvörður sem varð vitni að slys-
inu. Bmnnið Iík tveggja ára gamals
drengs fannst undir stéli þotunnar
eftir að móðirin hafði leitað hans
örvæntingarfull í nokkrar klukku-
stundir. Lík annars bams sást í
gati á bol þotunnar. Rúmlega
þrítugur Breti, kona hans og átta
mánaða gamalt bam þeirra sluppu
öll lítt sködduð úr slysinu; hjónun-
um tókst að komast út úr brakinu
áður en kviknaði I því. Með þotunni
var einnig fyrrverandi sendiherra
Úganda í Páfagarði og slapp hann
ómeiddur um neyðarútgang er var
rétt við sæti hans. Áhöfn þotunnar
taldi sex manns og komst aðeins
einn þeirra lífs af.
Lík og brak úr þotunni dreifðust
um stórt svæði á akurlendinu þar
sem mestur hluti bols þotunnar féll
til jarðar, nokkur hundmð metra
frá fiskiþorpinu Fiumicino og um
kílómetra frá flugvellinum. Nokkrar
stundir tók að slökkva eldinn i brak-
inu. 28 hinna látnu eru taldir hafa
látist samstundis, tveir dóu á
sjúkrahúsi. Af þeim 22, er komust
af, em ijórir taldir f lífshættu.
Framkvæmdastjóri flugvallarins
taldi mögulegt að þokan hefði vald-
ið slysinu en haft var eftir innanrfk-
isráðherra Ítalíu, Antonio Gava, að
til greina kæmi að ítalskir flugum-
ferðarstjórar og flugmenn þotunnar
hefðu misskilið hver annan. Aðrir
embættismenn töldu hugsanlegt að
flugsljórinn hefði villst á flugbraut-
arljósum og Ijósum við mikla um-
ferðargötu. Svarti kassinn með upp-
tökum af samræðum flugumferðar-
stjóra og flugstjóra fannst I gær-
morgun og mun hann væntanlega
leiða I ljós orsakir slyssins.
Frakkland:
Krefjast afsagnar
vegna orðbragðsins
Paris. Reuter.
FORMAÐUR eins stjórnarandstöðuflokkanna i Frakklandi hefur
krafist þess, að Michel Charasse Qárlagaráðherra segi af sér
embætti. Segir hann ástæðuna vera þá, að ráðherrann hafi kailað
tvær blaðakonur „blauðar tíkur“ og hótað að siga á þær skattalög-
reglunni.
Charasse, sem er frægur fyrir
heldur stórkarlalegar yfírlýsingar-
og sundurgerð í klæðaburði, sat
á miðvikudag fyrir svömm hjá
tveimur blaðakonum á sjónvarps-
stöðinni Rás 5 og spurðu þær
hann meðal annars um bankann,
sem er grunaður um að hafa
hreinsað" fé fyrir eiturlyíjasala.
I fyrstu vildi Charasse fáu svara
en sagði sfðan: „Þessi kvikindi
eitra fyrir æskunni og taka fé
fyrir. Eg skal sko troða því öfugu
ofan í þau.“
Að viðtalinu loknu viidi Cha-
rasse koma í veg fyrir, að viðtalið
væri sýnt en blaðakonumar voru
á öðm máli. „Þið emð blauðar
tíkur báðar tvær,“ sagði hann þá
við þær og síðar fómst honum svo
orð í votta viðurvist: „Þessar
blaðakonur; ég mun finna þær í
fjöru þótt síðar verði. Ég ræð
nefnilega yfir skattalögreglunni.
Þær verða hirtar upp.“
Alain Juppe, formaður RPR,
Lýðveldisbandalagsins, sagði, að
hefði ríkisstjómin einhvem vott
af sjálfsvirðingu, ætti Charasse
að segja af sér á stundinni.
Ferðaskrifstofur, flugfélög, hótel, bankar,
útflutningsfyrirtæki, ríkisstofnanir og
aðrir sem áhuga hafa á góðri landkynningu.
JÓLAKORT
og landkynningarbæklingur
Höfum fyrirliggjandi mikið úrval af jólakortum
með fallegum vetrarmyndum.
Einnig fallegan landkynningarbækling eftir
Dr. Hannes Jónsson, þar sem saga landsins
er rakin í máli og myndum.
Sérprentum texta eftir þörfum.
Offsetprentsmiðjan LITBRÁ
Höfðatúni 12. Reykjavík - Símar 22930 og 22865
TÚRBÍNUR
Getum boðið aflager
vatnsaflstúrbínur tll raforkuframlaiðslu.
Stærðir:
Teg. 10: 30-600 vött
Teg. 20: 120-2000 vött
Teg. „PELTAX Vertical": 1-15 kv
Stöðvarnar eru fyrir fallhæð 10-15 mtr
og flæði 0,6-45 Itr/sek.
Hentugar þar sem lækir eru í nágrenni
sumarbústaða eöa við minni býli.
□ K0RKFUSARKR.
690,- m2
□ TEPPAFUSARKR.
600,-m*
□ FUSARFRÁKR.400y m2
□ FÁNASTÖNG M/FÁNA
KR. 16.375,-
□ RÖROGFITTINGS
-SNITTÞJÓNUSTA
□ HREINLÆTISTÆKI
□ MARMARI
□ TEPPAM0TTUR
□ BAÐM0TTUSETT
0GHENGI
□ VINNUFÖT
□ VERKFÆRI0G FLEIRA
STÓRAFSLÁTTUR
afflestum vörum
BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN
BURSTAFELL
BÍLDSHÖFÐA14. SÍMI38840