Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 1
72 STÐUR B 238. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rúmenía: Hætt við að aftná sjö þúsund þorp? Vín. DaUy Telegraph. RÚMENSK stjómvðld hafa, að sögn fulltrúa á Ráðstefhunni um öryjggi og samvinnu í Evrópu (ROSE), fallið frá áformum um að jafiia sjö þúsund þorp við jörðu. TU stóð að flytja íbúana, sem einkum era af ungverskum og þýskum uppruna, í háhýsa- hverfi í borgum landsins og leggja jarðnæðið undir sam- yrkjubú. Talið er að mikil reiði erlendis, Filippseyjar: Samkomulag umbandarísk- ar herstöðvar Washíngton. Reuter. BANDARÍKIN og Filippseyjar undirrituðu i gær samkomulag sem felur í sér að bandarísk stjóravöld greiða 1,46 milljarða dala (69 mil(jarða isi. króna) fyr- ir að fá að hafa áfram herstöðv- ar á Filippseyjum. Hann nær til ársins 1991 en eftir er að semja um hvað gerist þá. Tuttugu þúsund bandarískir starfsmenn bandaríska hersins hafa aðsetur í Subic-flotastöðinni og Clark-herflugvellinum, auk flög- urra smærri herstöðva. Bandaríkja menn líta á herstöðvamar sem ómissandi hlekk f vömum sinna hagsmuna í Asíu. Aðdragandi samningsins er lang- ur og fóm Filippseyingar fram á mikla hækkun á aðstöðugjaldinu. Undanfarið hafa Bandaríkjamenn greitt 180 milljón dali á ári fyrir herstöðvamar. einkum í Ungveijalandi, og áskoran- ir frá sendinefndum Ástralíu, Bret- lands og Kanada á RÖSE hafi vald- ið stefnubreytingunni hjá rúmensk- um yfírvöldum. Rúmenska sendi- nefndin á ráðstefnunni hefur neitað að tjá sig um málið en vænst er opinberrar staðfestingar innan tíðar. Eyðilegging þorpanna sjö þúsund, sem eru um það bil helmingur þorpa landsins, átti að vera hápunktur í þeirri stefnu einræðisherrans, Nik- olais Ceausescus, að afmá öll sér- kenni minnihlutahópa í landinu. Nú virðist sem rúmensk yfírvöld ætli einfaldlega að láta þorpin og íbúa þeirra sigla sinn sjó. I nýrri bygging- aráætlun Ceausescus er þorpanna sjö þúsund ekki getið. Talið er að þorpsbúar geti framvegis ekki reikn- að með aðstoð ríkisins við að fínna sér efnivið til viðhalds og nýbygg- inga. Júgóslavía: Reuter Reyntað bjarga hvölum í viku hafa eskimóar í Barrow nyrst i Alaska haldið vök opinni fyrir þijá gráhvali, en sú tegund er í útrýmingarhættu. íshellan fraus saman yfir hvölunum þegar þeir voru á leið suður á bóginn til Kahforniu. ísbrjótur átti i gær 250 mílur ófaraar að Barrow til að bijóta hvölunum leið úr prisund- inni en þeir eru orðnir mjög máttfarair af viðureigninni við ísinn. Áform eru einnig uppi nm að toga hvalina með hjálp þyrlu sjö milna vegalengd eftir ísnum út á opið haf. Leiðtogar Serba og Albana deila hart í miðstjóminni Rplomr). Rpntpr SNÖRP orðaskipti urðu milli leiðtoga Serba og Albana á mið- stjórnarfundi júgóslavneska kommúnistaflokksins í gær. Slobodan Milosevic, hinn um- deildi formaður flokksdeildar- innar i Serbiu, sagðist reiða sig Tímamótaheimsókn Reuter Elisabet Englandsdrottning kom í gær í fyrstu opinbera heim- sókn bresks þjóðhöfðingja til Spánar. Soffia Spánardrottning sést hér taka móti Elísabetu. Bretadrottning og Jóhann Karl Spánarkonungur eru Qórmenningar, Viktoría drottning er lang- amma beggja. Tengsl konungsQöIskyldna á Bretlandseyjum og Spáni má rekja aftur til ársins 1170 þegar Elenóra systir Rikharðs (jónsþjarta gekk að eiga Alfons VIII af Kastillu. á stuðning annarra sjálfsstjórn- arlýðvelda landsins við kröfii hans um aukin yfirráð yfir Kosovo, sjál&stjórnarhéraði inn- an Serbiu. Serbar hafa sakað albanska meirihlutann i hérað- inu nm mikinn yfirgang. „Serbar ásælast ekki lendur i öðrum lýð- veldum landsins en við höfum fullan hug á yfirráðum á heima- velli,“ sagði Milosevic i ræðu sinni. Azem Vlasi, háttsettur fé- lagi í flokksdeild kommúnista- flokksins í Kosovo, svaraði með þessu orðum: „Það er hættuleg árátta að nota gifuryrði og áróð- ursvél til að þrýsta á gjörvafla forystu Kosovo-héraðs.“ Efnt var til miðstjómarfundarins í gær til að bregðast við verstu stjórnmálakreppu í sögu júgóslavn- eska kommúnistaflokksins. Átök þjóðflokka í Serbíu, stærsta lýð- veldi landsins, hafa stigmagnast og óttast flokksforystan að ríkið sé að liðast í sundur. í setningar- ræðu miðstjómarfundarins sagði Stipe Suvar, leiðtogi kommúnista- flokks Júgóslavíu, að þjóðemis- sinnar stefndu miðstjómarvaldi í landinu í voða. Orðum hans var beint til Serba sem efnt hafa til fjölmennra mótmælaaðgerða und- anfama mánuði til stuðnings Mi- losevic, leiðtoga sínum. Flokks- forystan í Vojvodina, sjálfsstjómar- héraði í Serbíu, hefur þegar þurft að segja af sér vegna óeirðanna. Búist var við því fyrir miðstjóm- arfundinn í gær að þar yrði til- kynnt um mestu hreinsanir innan flokksins frá upphafí. Gerður hefur verið listi yfír þá sem fjúka eiga og að sögn má þriðjungur mið- stjómarinnar og stjómmálaráðsins eiga von á brottvikningu. Strax á sunnudag sögðu tveir félagar í stjómmálaráðinu af sér embætti, Milanko Renovica frá Bosníu- Herzegóvínu og Kolj Siroka frá Kosovo. Reiknað er með að miðstjómar- fundinum verði fram haldið í dag og boðað hefur verið til neyðar- fundar á morgun, miðvikudag, til að ræða stjómarskrárbreytingar, þar með talin stjómarfarsleg tengsl Serbíu og Kosovo. Bandaríska vikuritið Time: Nancy brýtur lof- orð og feer lánuð föt New York. Reuter. Bandariska vikuritið Time segir frá þvi i þessari viku að Nancy Reagan, eiginkona Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, hafi brot- ið loforð sitt frá árinu 1982 um að hætta að fá lánuð dýr föt og skartgripi hjá þekktum tiskuhönnuðum. Að auki hefiir henni láðst að telja fatalánið fram til skatts i samræmi við bandarisk lög um siðferði í stjórasýslu. Að sögn Marlins Fitzwaters, talsmanns Bandaríkjastjórnar, „hafa þessar árásir á forsetafrúna komið forsetanum úr jafiivægi“. Fyrir sex árum hét Nancy Reagan því að hætta að þiggja dýrar tískuvörur að láni eftir að sú venja hennar komst í hámæli og olli pólitísku hneyksli. Time vitnar í David Hayes, tískuhönnuð í Los Angeles, sem segist hafa lánað Nancy milli 60 og 80 kjóla undanfarin átta ár og hafí það haft mjög góð áhrif á söluna hjá honum. Starfsmenn hjá tískufyr- irtæki James Galamos hafa svip- aða sögu að segja. Chris Blazak- is, sem áður vann hjá Galamos, og vinnur að bók um forsetahjón- in, segir að Nancy hafí sjaldnast borgað fyrir föt frá klæðskeranum og ekki skilað þeim nema þau væru lagfæringar þurfí. Ónafngreindur starfsmaður hjá gimsteinasalanum Harry Winston segir einnig að Nancy hafi öðru hverju fengið dýra skartgripi að láni, m.a. demantseymalokka að verðmæti 800.000 dalir (38 millj- ónir ísl. króna). Lokkana hafi hún einungis borið utan Banda- ríldanna. I gær sagði Elaine Crispen, talsmaður forsetafrúarinnar, að lögfræðingar Hvíta hússins hefðu mælt með því árið 1982 að Nancy hætti að fá lánuð föt til að forð- ast vandræði en það þýddi ekki að slíkt bryti í bága við lög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.