Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 49 búin að vera krabbameinssjúklingur í rúm 2 ár, að ég held, og vera í mikilli meðferð. Hún sýndi frábær- an dugnað og styrk og gat miðlað öðrum af reynslu sinni. í apríl sl. þegar ljóst var hversu alvarleg veik- indin voru kom Lóa mér enn á óvart. Á einni viku hafði hún náð svo miklum styrk, að hún fór heim af sjúkrahúsinu degi fyrr en það takmark, sem hún setti sér í upp- hafi eða 10 daga. Ég veit að mánuð- imir sem fóru í hönd voru oft kvalafullir, samt var hún oft svo frískleg og hress, að manni duttu ekki veikindi í hug. Ég var því ekki tilbúin til að kveðja hana svona fljótt, mér fannst hún eiga svo mörgu ólokið. Við Lóa deildum þeirri lífsskoðun, að þessi tilvist okkar nú, væri bara ein af mörgum, við hefðum oft verið til áður og ættum aftur eftir að vera til og að við myndum hittast aftur. Það er sárt, að sjá á bak fólki, sem hverfur héðan í blóma lífsins, konu og móður, sem eiginmaður og synir þarfnast. Og það er sárt að vita aðstandendur harmi slegna yfir ástvinamissinum. En þrátt fyr- ir söknuð og sárindi hugga ég mig við þá staðreynd, að Lóa sé vel undirbúin til að takast á við þau verkefni, sem bíða hennar í framtíð- inni. Elsku Ásgeir Jón, Guðmundur, Jökull, Jón Trausti, Stella, Jón og aðrir nánir aðstandendur, við Helgi Valur flytjum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur, og ég vona að þegar fram líða stundir og sár ykkar taka að gróa getið þið glöð yljað ykkur við allar þær góðu minningar, sem þið eigið um Lóu. Og við Lóu mundi ég segja: „Góða ferð og gangi þér vel!“ Pála „Nam-mjóhó-renge-kjó er eins og öskur ljónsins. Hvaða sjúkdómur getur þá orðið til hindrunar?“ Þessum orðum Nichiresn Dais- honin fylgir mikill kraftur og hug- rekki. En einmitt þess vegna til- einka ég Lóu þessi orð. Við Lóa kynntumst fyrir nokkr- um árum í samtökum N.D. búdd- ista. En í þeim samtökum er hún búin að vinna mikið brautryðjenda- starf. Fyrir tæplega 3 árum kom í ljós að hún var með krabbamein. Frá fyrstu tíð var hún staðráðin í að breyta eitri í meðal. Með ein- lægri trú sinni og ótrúlegu hug- rekki tókst henni það. En ekki á þann hátt sem ég vildi. Því eigin- gimi mín vildi láta hana lifa það af. Ég vildi njóta góðs af henni leng- ur. En við sjáum ekki alltaf hvað er hveijum fyrir bestu. Ég veit að dauði hennar hefur tilgang. Dauð- inn hefur tvær hliðar, bæði gleði og sorgj eins og allir aðrir þættir lífsins. Ég segi gleði vegna þess að dauðinn er byijun á nýrri tilvist. Allt í þessum heimi lýtur sama lög- máli. Lítum á náttúruna og sjáum hvemig trén visna og fella lauf á haustin, við gætum haldið að líf þeirra væri á enda. En við vitum betur, á vorin vakna þau á ný og laufgast, en það koma ekki sömu laufin aftur. Ég trúi því að þetta sama lögmál eigi einnig við um okkur mennina. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Lóu og að hafa fengið tækifæri til þess að dýpka trú mína með því að fá að taka þátt í veikindum hennar. Hún var búin að fínna sitt hlutverk í lífinu og skildi hvaða þættir í lífi hennar or- sökuðu sjúkdóminn. Ég veit af eigin raun að það er ólýsanleg þjáning að missa móður sína. En í allri þjáningu skipta rétt lífsviðhorf miklu máli. Lóa er búin að sá fræjum í jarðveginn svo nú verðum_ við að halda starfi hennar áfram. í gegnum þjáninguna höfum við einmitt tækifæri til þess að þroskast og öðlast óhagganlega hamingju. Ég votta eiginmanni hennar og sonum, svo og öllum öðrum að- standendum, mína dýpstu samúð. Rakel Ólöf Bergsdóttir Aðför að samningsréttinum mótmælt ALMENNUR félagsfundur t Vershmarmannafélagi Árnessýslu mótmælir aðförum stjórnvalda að frjálsum samningsrétti verkalýðs- hreyfingarinnar. Með aðförum þessum ráðast stjórnvöld gegn grundvallannannréttindum i lýð- ræðislegu þjóðfélagi, segir í álykt- un félagsins. Fundurinn telur með öllu óþolandi að stjómvöld skuli, hvenær sem þeim hentar, taka samningsréttinn af launþegum, skerða umsamin laun og virða að engu gerða kjarasamninga. Fundurinn skorar á stjómvöld að þau viðurkenni nú þegar samnings- rétt launþega með því að fella bráða- birgðalögin úr gildi. Stjómunarfélag íslands Ánanaustum15 Sími: 6210 66 REKSTVS SMÆSSI FWSTÆKJA Hvernig er staða fyrirtækisins? Hvernig er hægt að sjá fyrir hugsanlegan greiðsluvanda og komast hjá honum? Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendum kleift að setja upp og meta þá þætti í rekstri fyrir- tækja sem hafa mest áhrif á rekstrarstöðu og greiðslugetu þeirra. Anámskeiðinu verður fjallað um stefnumörkun, nýtingu fjármagns og fjármálastýringu. Einnig verð- ur þátttakendum leiðbeint í að meta stöðu sinna fyrirtækja miðað við önnur fyrirtæki í sömu starfs- grein. Námskeiðið er ætlað stjórnendum/eigendum smærri fyrirtækja. Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Hagvangs hf. Tími og staður: 25.-26. október frákl. 8.30-12.30 í Ánanaustum 15. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.