Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 45 Minning: Haukur Hafstein Fæddur 16. júlí 1941 Dáinn 10. september 1988 Eitt sinn er ég var að sækja dótt- ur mína í gamla ísaksskóla á haust- kvöldi var lítilli bamshendi stungið í lófa mér og spurt: „Má ég vera samferða?" Þá var Haukur 6 ára. Þetta vom okkar fyrstu kynni sem entust alla ævi hans og urðu mér og fjölskyldu minni ómetanleg. Haukur átti mjög skemmtilega kímnigáfu, alltaf stutt í gleðina og hláturinn. Dóttir mín Katrín og Haukur voru skólafélagar frá fyrstu tíð, þeim varð vel til vina, bæði hress og kát og alltaf líf og fjör þar sem þau voru á ferð. Alla tíð var stutt á milli heimila okkar og Haukur varð eins og einn af fjöl- skyldu okkar. Tryggari og raun- betri vinir en Haukur og hans fólk eru vandfundnir, og kom það best í Ijós þegar mikið áfall reið yfir íjöl- skyldu okkar. Nú er Haukur horfinn sjónum okkar en minningamar munu lifa, minningamar um góðan dreng og traustan vin verða ekki frá okkur teknar. Um leið og ég þakka Hauki fyrir ógleymanleg kynni bið ég Guð að vemda hann á ókunnum leiðum. HÞ Kveðja til vinar. Til elsku Hauks! Mikið er erfitt að trúa því að við eigum ekki eftir að hittast aftur í þessari jarðvist. Ég vissi reyndar að hann var búinn að vera veikur, en samt kom mér fréttin um andlát hans á óvart. Sennilega eigingimi af minni hálfu, vinátta okkar var þess eðlis, að mér fannst sjálfsagt að hann væri til jafnlengi og ég. Kvennalistakonur álykta: Vandinn ekki fólginn í of háum launatöxtum Kvennalistakonur víðs vegar af landinu héldu fund á Húsavík dagana 7.-9. október sl. A fúnd- inum var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundurinn ítrekar eindregna andstöðu Kvennalistans gegn árás- um stjórnvalda á réttindi og kjör launafólks. Vandinn í íslensku efna- hags- og atvinnulífi er ekki fólginn í of háum launavöxtum, heldur fyrst og fremst í of miklum ijármagns- kostnaði. Það er því forgangsatriði að ná tökum á þeim þætti efnahags- lífsins. Kvennalistinn leggur áherslu á að fá sundurgreinda út- tekt á stöðu og rekstri útflutnings- greinanna og aðgerðum verði hagað í samræmi við niðurstöður hennar. íslenskt atvinnulíf líður að mörgu leyti fyrir ytri aðstæður, svo sem óhagstæða þróun gengis og verð- lags á erlendum mörkuðum, en einnig fyrir ábyrgðarleysi í rekstrij vanþekkingu og rangar áætlanir. I þeim efnum sem mörgum öðrum er þörf fyrir breytt hugarfar, þar sem ábyrgð og virðing fyrir um- hverfinu og sameiginlegum verð- mætum okkar allra eru höfð í önd- vegi. Ég man þegar við hittumst fyrst, 5 og 6 ára krakkar í ísaksskóla. Það var í frimínútum að við vorum allur hópurinn í einhveijum leik og svo slysalega vildi til að hann sleit hnapp af kápunni minni. Daginn eftir var hann mættur heima áður en skólinn byijaði til að gefa mér perlur í staðinn fyrir hnappinn. Og þannig hófst vinátta okkar, sem skein eins og falleg perla allt fram til hins síðasta. Við urðum iðulega samferða í skólann, ég stóð við gluggann og horfði upp í Barma- hlíðina til að fylgjast með þegar hann kæmi. Við lékum okkur sam- an, saumuðum fullt af öskupokum úr efnisafgöngunum í saumakass- anum hennar mömmu og vorum full af allskonar uppátækjum og prakkaraskap. Ég man þegar hann kom einu sinni sem oftar, en í þetta sinn var hann í ekta herrafrakka og með hatt, sem foreldrar hans höfðu keypt handa honum erlendis. Hann spurði hvort ég ætti ekki ein- hveija fína kápu og jafnvel hatt líka, því hann vildi láta taka af okkur mynd. Unnur frænka var ræst út með myndavélina, myndin tekin og hún er yndisleg af okkur, 8 og 9 ára gömlum að þykjast vera fullorðin. í annað skipti bjargaði hann mér frá því er mér fannst mikilli skömm, en það var þegar við vorum að fara á dansæfingu í gamla skátaheimilinu. Það var búið að dubba mig upp í matrósafotin eilífu og háa uppreimaða skó, mér fannst ég vera hallærisleg með af- brigðum, en mamma sagði að svona skyldi þetta vera, þetta. væru bara svo fín föt. Svo kom hann, — ekki leist honum of vel á dansdömuna sína og endalokin urðu þau að ég fékk að skipta bæði um föt og skó. Mamma gat aldrei staðist hann þegar hann sagði: „Já en elsku Helga mín .. .“ Eg hugsa að ég væri ekki í nein- um vandræðum með að skrifa heila bók um öll uppátækin okkar en ég læt það vera, minningamar lifa í huga mér og hjarta. Æsku- og unglingsárin okkar liðu áfram við nám og leik og aldrei man ég eftir að skugga bæri á vináttu okkar. Heldur ekki þegar hann fór að skoða hinn stóra heim, fyrst í Eng- landi, síðan hjá frændfólki sínu í Bandaríkjunum og svo loks í Þýska- landi, þar sem hann átti hvað lengst heima. Þegar hann kom hingað heim í heimsókn var eins og við hefðum sést í gær. Við töluðum saman um heima og geima, ortar en ekki var tekið í spil og þá varð nú líf í tuskunum fyrir alvöm, því hann hafði mjög gaman af að taka áhættu í spilamennskunni. En mik- ið gátum við öll hlegið og skemmt okkur. Gamlar myndir og minningar um hann elsku Hauk munu ylja mér um hjartaræturnar um ókomin ár, og sjálf er ég ekki í vafa um að við eigum eftir að hittast einhvem- tíma aftur í annarri tilveru, eins og ég veit að við erum ekki að kveðj- ast á þennan hátt í fyrsta sinn núna. Ég vona að mínum elsku vini líði vel hvar sem hann er. Astarkveðjur frá hans gömlu vin- konu og leiksystur, Kötu Siggu JljL JZJL J=L BVWWs +SIN1»\SBL godarfregnir AF RYDfRHJ STALI! Markvisst samstarf við Damstahl A/S eykur styrk okkar í birgðahaldi á ryðfríu stáli. Með stærsta lager- fyrirtæki Norðurlanda að bakhjarli tryggir Sindra Stál viðskiptavinum sínum örugga þjónustu. Skjót afgreiðsla á sérpöntunum vegna ýmissa verkefna. Damstahl Ryðfrítt stál er okkar mál! SINDRA^STALHF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.