Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSHQPTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 Ráðsteftia Stjórnunarfélagsins Fjarmagiis- og bankakerfíð sætír harðri gagnrýni HÖRÐ gagnrýni kom fram á íslenska fjármagnsmarkaðinn og banka- kerfið í erindum flestra fyrirlesara á ráðsteftau Stjórnunarfélags Is- lands um íslenskt atvinnulíf og breytingar framundan á því sviði, sem haldin var í Viðey sl. föstudag. „Hvernig væri að innleiða „perestrojka á íslandi? spurði Edda Helgason, aðstoðarframkvæmdasljóri breska fjármálafyrirtækisins Sleipner, eftir að hafa rakið tillögur hins nýja hugmyndafiræðings sovéska kommúnistaflokksins um endurskoðun á eðli eignarréttar og um sölu ríkisfyrirtækja, og taldi að það gæti orð- ið Islandi til mikillar hagsbótar ef nýjar hugmyndir fengju að leika um íslenska fjármálakerfið. „Staðreyndin er sú að á Islandi eru úreltar fjármálastofnanir sem veita ekki þjónustu á því sviði í takt við tímann," sagði Edda. „Alitof mörg fyrirtæki á Islandi eru ríkisrek- in og sérstaklega á það við um banka. Ríkisbankarnir á íslandi höfðu á sl. ári 72,8% af innlánum en einkabankarnir aðeins 27,2%. Hvergi á byggðu bóli er slík hlutföll að finna utan kommúnistaríkjanna.“ í sama streng tók Stefán Frið- fínnsson, fyrrum aðstoðarmaður fjármálaráðherra, í erindi sínu — Uppstokkun í ríkikerfinu. Hann sagði engin rök fyrir því að ríkið stundaði bankarekstur þar sem aðrir aðilar gætu einfaldlega innt það verkefni betur af höndum og því væru ríkis- bankamir meðal fyrstu ríkisfyrir- tækja sem selja ætti. Þorvaldur Gylfason, vék einnig að bönkunum í erindi sínu, þegar hann ræddi um að enn væri mikil þensla á peninga- markaði. Hann kvað háa raunvexti til marks um aðhald í peningamálum en það væri ekki nóg við núverandi , aðstæður. „Útlán bankakerfisins juk- A thugasemd frá Landsbankanum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Verðbréfaviðskiptum Lands- banka íslands: „Á forsíðu viðskiptablaðs Morgun- blaðsins fimmtudaginn 13. október sl. birtist frétt um lækkun vaxta á spariskírteinum og bankabréfum. Þar segir m.a. að verulegur hluti bankabréfa hafi verið seldur með 10,5—10,7% raunávöxtun að undanf- ömu. Samkvæmt nýlega birtum tölum í viðskiptablaðinu er Lands- bankinn einn stærsti útgefandi og seljandi bankabréfa. Þau kjör sem nefnd em í fyrmefndri frétt hafa ekki verið í boði hjá Landsbankanum. Raunávöxtun bankabréfa Lands- bankans hefur undanfarna mánuði verið á bilinu 9,25—9,75%.“ ust með vaxandi hraða allt síðasta ár. Fyrstu sjö mánuði þessa árs var útlánsaukningin um 44% á ári, jafn- vel þótt nauðsyn bæri til að halda útlánum í skefjum til að hamla á móti verðbólgu. Þannig hafa bank- amir dælt peningum út í efnahagslíf- ið síðustu mánuði og kynt undir þenslu með því móti.“ Síðar í erindi sínu vék Þorvaldur að því að ríkisvaldið hafi iðulega varpað fjárhagsvanda fyrirtækja yfir á almenning með seðlaprentun og gengisfellingum, sérstaklega þeirra fyrirtækja sem stjórnmálahagsmunir væm bundnir við, í stað þess að knýja þau til nauðsynlegrar end- urnýjunar og hagræðingar. „Ítök ríkisvaldsins í viðskiptabönkunum hafa ýtt undir þessa tilhneigingu, því að stjómmálahagsmunir hafa iðulega yfirgnæft hagkvæmnissjónarmið við ákvörðun útlána." Kristinn Bjömsson, forstjóri Nóa og Síríusar beindi einnig orðum sínum að bönkunum, þeim stofnun- um, sem hvað mestu máli skiptu í fyrirtækjarekstri á Íslandi. „Það er skemmst frá því að segja að banka- og lánastofnanir á íslandi eiga sinn stóra þátt í því að fyrirtækin eiga nú mörg hver í vemlegum rekstrar- erfiðleikum." Ástæðan, segir Krist- inn, em svo háir raunvextir af við- skiptavíxlum að fyrirtækin rísa tæp- ast undir þeim. Loks fékk Seðlabankinn skeyti frá Einari Oddi Kristjánssyni, fram- kvæmdastjóra, sem fjallaði um at- vinnulífið og dreifbýlið. Einar rakti að á síðasta ársfundi Seðlabankans hefði seðlabankastjóri lagt á það þunga áherslu að gengi krónunnar mætti ekki breyta heldur ættu íslenskir útflytjendur að taka sér tak, spara og hagræða. Á sama fundi hafi hins vegar verið dreift árs- skýrslu Seðlabankans fyrir 1987 og þar hafi mátt lesa að að rekstrar- kostnaður bankans hefði á því ári aukist um tæp 50%. „Það er því augljóst að þessir menn praktisera ekki sjálfir það sem þeir prédika," sagði Einar Oddur. AFHENDING — Frá afhendingu viðurkenningarinnar frá Zanders — f.v. Gísli Benediktsson, skrif- stofustjóri Iðnlánasjóðs, Marteinn Viggósson frá Prentsmiðjunni Grafík, Ottó Ólafsson frá Gylmi og Kristján Gunnarsson, framkvæmdastjóri Gunnars Eggertssonar hf., umboðsaðila Zanders. Prent Fengn viðurkenningn frá Zanders V—ÞÝSKI pappírsframleiðand- inn Zanders veitti í byrjun vik- unnar Prentsmiðjunni Grafik og Ottó Ólafssyni frá Auglýsinga- stoftanni Gylmi hf. sérstaka við- urkenningu fyrir fagmannleg vinnubrögð við gerð ársskýrslu Iðnlánasjóðs fyrir siðasta reikn- ingsár. Tildrög þessa em að á árlegum allsheijarfundi Zandersmanna er jafnan efnt til sýningar á prentgrip- um, unnum á Zanderspappír. Fund- inn sækja fulltrúar fyrirtækisins frá á annað hundrað þjóðlöndum. Hver þeirra leggur til sýningarinn- ar best unnu gripina frá viðkom- andi þjóðlandi á því ári. Umboðsað- ili Zanders hér á landi er Gunnar Eggertsson hf. og vegna sýningar- innar í ár.lagði forstjóri fyrirtækis- ins Kristján Gunnarsson einmitt fram árskýrslu Iðnlánasjóðs. Það er skemmst frá því að segja að niðurstaða sýningarinnar varð sú að forsvarsmenn Zanders ák- váðu að veita íslenska gripnum við- urkenninguna nú eða öllu heldur hönnuðinum Ottó Ólafssyni og Prentsmiðjunni Grafík, fyrir hönn- un ársskýrslunnar, prentun hennar og frágang allan. Afhenti Kristján Gunnarsson frá Gunnarri Eggerts- syni hf. þeim viðurkenninguna í hófí nú í vikunni. Fyrirtækið Zanders Feinpapiere GmbH & Co var stofnað 1829 í Bergisch Gladbach í Þýskalandi, og hefur fyrir löngu áunnið sér það álit að merki Zanders er viðurkennt sem tákn fyrir hágæðapappír. Hjá fyrirtækinu starfa alls um 4 þúsund manns og fer um helmingur fram- leiðslunnar til útflutnings. Landbúnaður Aðaláherslan eru slátrun og kjötvinnsla í starfsemi Þríhyrningssamsteypunnar á Suðurlandi Selfossi. STOFNUN Þríhyrnings hf. og sú starfsemi sem er innan vé- banda fyrirtækisins og hjá þeim aðilum sem að því standa tryggir samkeppni á sviði slátrunar á Suðurlandi. Þeir aðilar sem standa að Þríhyrningi hyggjast auka úrvinnslu afurðanna heima í héraði. Hjá Þríhyrningssam- steypunni starfa samtals 115 manns á þremur stöðum á Suð- urlandi: í Þykkvabæ, á Hellu og Verðbréf Alþýðubankinn hefiir starfsemi ' Verðbréfamarkaðar ALÞÝÐUBANKINN heftar sett á stofii sérstaka deild til að annast verðbréfaviðskipti, Verðbréfamarkað Alþýðubankans, sem mun ann- ast rekstur á nýju hlutafélagi sem nefiit er Verðbréfafélag Al- þýðubankans hf. Hlutverk félagsins verður að reka verðbréfasjóði og hefiir fyrsti sjóðurinn fengið nafnið Valsjóðurinn. Tildrögin að stofnun Verðbréfamarkaðs Alþýðubankans eru sívaxandi viðskipti með verðbréf á undanförnum misserum en stórir kaupendur með verðbréf eru meðal viðskiptavina bankans að því er segir í frétt frá Verðbréfamarkaðnum. Þá segir ennfremur að eigendur veðskuldabréfa og annarra verð- bréfa geti með aðstoð Verðbréfa- piarkaðarins leitað kaupenda að bréfunum og gangi salan yfírleitt hratt fyrir sig ef tryggingar eru í lagi. Auk verðbréfamiðlunar tekur Verðbréfamarkaður Alþýðubank- ans að sér vörslu og innheimtu verð- bréfa, og sér um að endurfjárfesta afborganir og vexti í verðbréfum í nýjum verðbréfum í samráði við eigendur þeirra. Valsjóðurinn mun fjárfesta í ýmsum tryggum verðbréfum svo sem ríkisskuldabréfum og skulda- bréfum opinberra aðila, bankabréf- um, skuldabréfum stórra og .raustra fyrirtækja auk veltryggðra /eðskuldabréfa á fyrirtæki og ein- staklinga. Verðbréfamarkaðurinn er til húsa að Suðurlandsbraut 20 og veitir honum forstöðu Þórarinn Klemensson viðskiptafræðingur. Mor«unblaðið/Emilía VERÐBRÉF — Þórarinn Klemensson, forstöðumaður Verðbréfamarkaðar Alþýðu- bankans. Selfossi. Þrjú sláturhús eru inn- an samsteypunnar með stór- gripaslátrun, sauðfjár- og svína- slátrun. Þá er hjá einum aðilanna starfandi fullkomin kjötvinnslu- stöð sem verður þýðingarmikil undirstaða starfsemi Þríhyrn- ings hf. Þríhyrningur hf. var stofnaður 7. júní á þessu ári. Hluthafar eru Djúpárhreppur, Loðskinn á Sauðár- króki, Höfn hf. Selfossi og nokkrir einstaklingar. í stjórn Þríhyrnings eru Bjarni V. Magnússon forstjóri Islensku umboðssölunnar og stjórn- arformaður í Höfn hf., Eggert Haukdal alþingismaður og Emil Ragnarsson Sólbakka í Djúpár- hreppi. Framkvæmdastjóri er Kol- beinn I. Kristinsson framkvæmda- stjóri Hafnar hf. Þríhyrningur hf. keypti sláturhús Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ og hóf slátrun þar í haust. Nýlega tók fyrirtækið á leigu verslun, slát- urhús, pakkhús og frystigeymslur Kaupfélagsins Þórs á Hellu og hef- ur hafið starfsemi þar. Nýir hluthaf- ar í tengslum við Kf. Þór koma inn í Þríhyrning hf. með nýtt hlutafé. Reiknað er með að það verði í kring- um 10 milljónir og hefur Rangár- vallahreppur áformað að vera einn þessara hluthafa með 5 milljónir. Starfsemi Þríhyrnings hf. verður nátengd þeim fyrirtækjum sem að honum standa svo sem Höfn hf. Höfn hf. á Selfossi er innan Þríhyrnings sem hluthafi og kemur að samsteypunni til að ná aukinni hagræðingu og verður Þríhyrningi stjómað þaðan. Höfn hf. er með fullkomna kjötiðnaðarstöð og slát- urhús í endurbyggingu. Innan Hafnar hf. er auk þess reynsla sem mun nýtast vel starfsemi Þríhym- ings. Kjötiðnaðarstöð Hafnar hf. hefur síðan í júní keypt lambakjöt af Sláturfélagi Suðurlands. Með aðild sinni að Þríhyrningi tryggir Höfn hf. kjötvinnslu sinni aukið hráefni. Kjötvinnslan var opnuð í septem- ber 1984. Hún er hönnuð af þýskum sérfræðingum og hefur gengið mjög vel og fyllilega sannað gildi sitt. A síðasta ári tók kjötvinnslan á móti 282 tonnum af hráefni til vinnslu, þar af vom 120 tonn af kindakjöti, 76 tonn af svínakjöti, 47 tonn nautakjöts og 30 tonn af hrossa- kjöti. Þríhymingssamsteypan hefur innan sinna vébanda þijú sláturhús, stórgripasláturhús á Hellu, sauð- fjársláturhús í Þykkvabæ og sauð- fjár- og svínasláturhús á Selfossi. Aform em uppi um að auka vem- lega úrvinnslu afurðanna heima í héraði og senda kjötið unnið á markað á höfuðborgarsvæðinu og víðar. í þessu efni mun starfsemi kjötvinnslu Hafnar hf. á Selfossi aukast og áformað er að koma upp kjötiðnaði í Þykkvabæ með áherslu á hangikjöt og reyktar afurðir en Þykkvabæjarhangikjötið er löngu þekkt. Ennfremur henda þeir Þríhyrningsmenn á lofti ýmsar hug- myndir um frekari vinnslu en nú er fyrir hendi. Fastráðið starfsfólk í Þríhyrn- ingssamsteypunni er um 115 manns en að auki koma til um 80 í slát- urtíð. Hjá Höfn á Selfossi vinna um 60 manns, þar af 20 í kjöt- vinnslunni. Á Hellu starfa um 50 manns og um 40 í Þykkvabæ í slát- urtíð en annars 5 fastráðnir starfs- menn. Starfsemi Þríhymings mun því einkum verða á sviði slátrunar og I .ft(: I f j I i i > »•:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.