Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSHQPTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
Ráðsteftia Stjórnunarfélagsins
Fjarmagiis- og
bankakerfíð sætír
harðri gagnrýni
HÖRÐ gagnrýni kom fram á íslenska fjármagnsmarkaðinn og banka-
kerfið í erindum flestra fyrirlesara á ráðsteftau Stjórnunarfélags Is-
lands um íslenskt atvinnulíf og breytingar framundan á því sviði, sem
haldin var í Viðey sl. föstudag. „Hvernig væri að innleiða „perestrojka
á íslandi? spurði Edda Helgason, aðstoðarframkvæmdasljóri breska
fjármálafyrirtækisins Sleipner, eftir að hafa rakið tillögur hins nýja
hugmyndafiræðings sovéska kommúnistaflokksins um endurskoðun á
eðli eignarréttar og um sölu ríkisfyrirtækja, og taldi að það gæti orð-
ið Islandi til mikillar hagsbótar ef nýjar hugmyndir fengju að leika
um íslenska fjármálakerfið.
„Staðreyndin er sú að á Islandi
eru úreltar fjármálastofnanir sem
veita ekki þjónustu á því sviði í takt
við tímann," sagði Edda. „Alitof
mörg fyrirtæki á Islandi eru ríkisrek-
in og sérstaklega á það við um
banka. Ríkisbankarnir á íslandi
höfðu á sl. ári 72,8% af innlánum
en einkabankarnir aðeins 27,2%.
Hvergi á byggðu bóli er slík hlutföll
að finna utan kommúnistaríkjanna.“
í sama streng tók Stefán Frið-
fínnsson, fyrrum aðstoðarmaður
fjármálaráðherra, í erindi sínu —
Uppstokkun í ríkikerfinu. Hann sagði
engin rök fyrir því að ríkið stundaði
bankarekstur þar sem aðrir aðilar
gætu einfaldlega innt það verkefni
betur af höndum og því væru ríkis-
bankamir meðal fyrstu ríkisfyrir-
tækja sem selja ætti. Þorvaldur
Gylfason, vék einnig að bönkunum
í erindi sínu, þegar hann ræddi um
að enn væri mikil þensla á peninga-
markaði. Hann kvað háa raunvexti
til marks um aðhald í peningamálum
en það væri ekki nóg við núverandi
, aðstæður. „Útlán bankakerfisins juk-
A thugasemd frá
Landsbankanum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá
Verðbréfaviðskiptum Lands-
banka íslands:
„Á forsíðu viðskiptablaðs Morgun-
blaðsins fimmtudaginn 13. október
sl. birtist frétt um lækkun vaxta á
spariskírteinum og bankabréfum.
Þar segir m.a. að verulegur hluti
bankabréfa hafi verið seldur með
10,5—10,7% raunávöxtun að undanf-
ömu. Samkvæmt nýlega birtum
tölum í viðskiptablaðinu er Lands-
bankinn einn stærsti útgefandi og
seljandi bankabréfa. Þau kjör sem
nefnd em í fyrmefndri frétt hafa
ekki verið í boði hjá Landsbankanum.
Raunávöxtun bankabréfa Lands-
bankans hefur undanfarna mánuði
verið á bilinu 9,25—9,75%.“
ust með vaxandi hraða allt síðasta
ár. Fyrstu sjö mánuði þessa árs var
útlánsaukningin um 44% á ári, jafn-
vel þótt nauðsyn bæri til að halda
útlánum í skefjum til að hamla á
móti verðbólgu. Þannig hafa bank-
amir dælt peningum út í efnahagslíf-
ið síðustu mánuði og kynt undir
þenslu með því móti.“
Síðar í erindi sínu vék Þorvaldur
að því að ríkisvaldið hafi iðulega
varpað fjárhagsvanda fyrirtækja yfir
á almenning með seðlaprentun og
gengisfellingum, sérstaklega þeirra
fyrirtækja sem stjórnmálahagsmunir
væm bundnir við, í stað þess að
knýja þau til nauðsynlegrar end-
urnýjunar og hagræðingar. „Ítök
ríkisvaldsins í viðskiptabönkunum
hafa ýtt undir þessa tilhneigingu, því
að stjómmálahagsmunir hafa iðulega
yfirgnæft hagkvæmnissjónarmið við
ákvörðun útlána."
Kristinn Bjömsson, forstjóri Nóa
og Síríusar beindi einnig orðum
sínum að bönkunum, þeim stofnun-
um, sem hvað mestu máli skiptu í
fyrirtækjarekstri á Íslandi. „Það er
skemmst frá því að segja að banka-
og lánastofnanir á íslandi eiga sinn
stóra þátt í því að fyrirtækin eiga
nú mörg hver í vemlegum rekstrar-
erfiðleikum." Ástæðan, segir Krist-
inn, em svo háir raunvextir af við-
skiptavíxlum að fyrirtækin rísa tæp-
ast undir þeim.
Loks fékk Seðlabankinn skeyti frá
Einari Oddi Kristjánssyni, fram-
kvæmdastjóra, sem fjallaði um at-
vinnulífið og dreifbýlið. Einar rakti
að á síðasta ársfundi Seðlabankans
hefði seðlabankastjóri lagt á það
þunga áherslu að gengi krónunnar
mætti ekki breyta heldur ættu
íslenskir útflytjendur að taka sér
tak, spara og hagræða. Á sama fundi
hafi hins vegar verið dreift árs-
skýrslu Seðlabankans fyrir 1987 og
þar hafi mátt lesa að að rekstrar-
kostnaður bankans hefði á því ári
aukist um tæp 50%. „Það er því
augljóst að þessir menn praktisera
ekki sjálfir það sem þeir prédika,"
sagði Einar Oddur.
AFHENDING — Frá afhendingu viðurkenningarinnar frá Zanders — f.v. Gísli Benediktsson, skrif-
stofustjóri Iðnlánasjóðs, Marteinn Viggósson frá Prentsmiðjunni Grafík, Ottó Ólafsson frá Gylmi og Kristján
Gunnarsson, framkvæmdastjóri Gunnars Eggertssonar hf., umboðsaðila Zanders.
Prent
Fengn viðurkenningn frá Zanders
V—ÞÝSKI pappírsframleiðand-
inn Zanders veitti í byrjun vik-
unnar Prentsmiðjunni Grafik og
Ottó Ólafssyni frá Auglýsinga-
stoftanni Gylmi hf. sérstaka við-
urkenningu fyrir fagmannleg
vinnubrögð við gerð ársskýrslu
Iðnlánasjóðs fyrir siðasta reikn-
ingsár.
Tildrög þessa em að á árlegum
allsheijarfundi Zandersmanna er
jafnan efnt til sýningar á prentgrip-
um, unnum á Zanderspappír. Fund-
inn sækja fulltrúar fyrirtækisins
frá á annað hundrað þjóðlöndum.
Hver þeirra leggur til sýningarinn-
ar best unnu gripina frá viðkom-
andi þjóðlandi á því ári. Umboðsað-
ili Zanders hér á landi er Gunnar
Eggertsson hf. og vegna sýningar-
innar í ár.lagði forstjóri fyrirtækis-
ins Kristján Gunnarsson einmitt
fram árskýrslu Iðnlánasjóðs.
Það er skemmst frá því að segja
að niðurstaða sýningarinnar varð
sú að forsvarsmenn Zanders ák-
váðu að veita íslenska gripnum við-
urkenninguna nú eða öllu heldur
hönnuðinum Ottó Ólafssyni og
Prentsmiðjunni Grafík, fyrir hönn-
un ársskýrslunnar, prentun hennar
og frágang allan. Afhenti Kristján
Gunnarsson frá Gunnarri Eggerts-
syni hf. þeim viðurkenninguna í
hófí nú í vikunni.
Fyrirtækið Zanders Feinpapiere
GmbH & Co var stofnað 1829 í
Bergisch Gladbach í Þýskalandi,
og hefur fyrir löngu áunnið sér það
álit að merki Zanders er viðurkennt
sem tákn fyrir hágæðapappír. Hjá
fyrirtækinu starfa alls um 4 þúsund
manns og fer um helmingur fram-
leiðslunnar til útflutnings.
Landbúnaður
Aðaláherslan eru
slátrun og kjötvinnsla
í starfsemi Þríhyrningssamsteypunnar á Suðurlandi
Selfossi.
STOFNUN Þríhyrnings hf. og
sú starfsemi sem er innan vé-
banda fyrirtækisins og hjá þeim
aðilum sem að því standa tryggir
samkeppni á sviði slátrunar á
Suðurlandi. Þeir aðilar sem
standa að Þríhyrningi hyggjast
auka úrvinnslu afurðanna heima
í héraði. Hjá Þríhyrningssam-
steypunni starfa samtals 115
manns á þremur stöðum á Suð-
urlandi: í Þykkvabæ, á Hellu og
Verðbréf
Alþýðubankinn
hefiir starfsemi
' Verðbréfamarkaðar
ALÞÝÐUBANKINN heftar sett á stofii sérstaka deild til að annast
verðbréfaviðskipti, Verðbréfamarkað Alþýðubankans, sem mun ann-
ast rekstur á nýju hlutafélagi sem nefiit er Verðbréfafélag Al-
þýðubankans hf. Hlutverk félagsins verður að reka verðbréfasjóði
og hefiir fyrsti sjóðurinn fengið nafnið Valsjóðurinn. Tildrögin að
stofnun Verðbréfamarkaðs Alþýðubankans eru sívaxandi viðskipti
með verðbréf á undanförnum misserum en stórir kaupendur með
verðbréf eru meðal viðskiptavina bankans að því er segir í frétt frá
Verðbréfamarkaðnum.
Þá segir ennfremur að eigendur
veðskuldabréfa og annarra verð-
bréfa geti með aðstoð Verðbréfa-
piarkaðarins leitað kaupenda að
bréfunum og gangi salan yfírleitt
hratt fyrir sig ef tryggingar eru í
lagi. Auk verðbréfamiðlunar tekur
Verðbréfamarkaður Alþýðubank-
ans að sér vörslu og innheimtu verð-
bréfa, og sér um að endurfjárfesta
afborganir og vexti í verðbréfum í
nýjum verðbréfum í samráði við
eigendur þeirra.
Valsjóðurinn mun fjárfesta í
ýmsum tryggum verðbréfum svo
sem ríkisskuldabréfum og skulda-
bréfum opinberra aðila, bankabréf-
um, skuldabréfum stórra og
.raustra fyrirtækja auk veltryggðra
/eðskuldabréfa á fyrirtæki og ein-
staklinga. Verðbréfamarkaðurinn
er til húsa að Suðurlandsbraut 20
og veitir honum forstöðu Þórarinn
Klemensson viðskiptafræðingur.
Mor«unblaðið/Emilía
VERÐBRÉF — Þórarinn
Klemensson, forstöðumaður
Verðbréfamarkaðar Alþýðu-
bankans.
Selfossi. Þrjú sláturhús eru inn-
an samsteypunnar með stór-
gripaslátrun, sauðfjár- og svína-
slátrun. Þá er hjá einum aðilanna
starfandi fullkomin kjötvinnslu-
stöð sem verður þýðingarmikil
undirstaða starfsemi Þríhyrn-
ings hf.
Þríhyrningur hf. var stofnaður
7. júní á þessu ári. Hluthafar eru
Djúpárhreppur, Loðskinn á Sauðár-
króki, Höfn hf. Selfossi og nokkrir
einstaklingar. í stjórn Þríhyrnings
eru Bjarni V. Magnússon forstjóri
Islensku umboðssölunnar og stjórn-
arformaður í Höfn hf., Eggert
Haukdal alþingismaður og Emil
Ragnarsson Sólbakka í Djúpár-
hreppi. Framkvæmdastjóri er Kol-
beinn I. Kristinsson framkvæmda-
stjóri Hafnar hf.
Þríhyrningur hf. keypti sláturhús
Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ
og hóf slátrun þar í haust. Nýlega
tók fyrirtækið á leigu verslun, slát-
urhús, pakkhús og frystigeymslur
Kaupfélagsins Þórs á Hellu og hef-
ur hafið starfsemi þar. Nýir hluthaf-
ar í tengslum við Kf. Þór koma inn
í Þríhyrning hf. með nýtt hlutafé.
Reiknað er með að það verði í kring-
um 10 milljónir og hefur Rangár-
vallahreppur áformað að vera einn
þessara hluthafa með 5 milljónir.
Starfsemi Þríhyrnings hf. verður
nátengd þeim fyrirtækjum sem að
honum standa svo sem Höfn hf.
Höfn hf. á Selfossi er innan
Þríhyrnings sem hluthafi og kemur
að samsteypunni til að ná aukinni
hagræðingu og verður Þríhyrningi
stjómað þaðan. Höfn hf. er með
fullkomna kjötiðnaðarstöð og slát-
urhús í endurbyggingu. Innan
Hafnar hf. er auk þess reynsla sem
mun nýtast vel starfsemi Þríhym-
ings. Kjötiðnaðarstöð Hafnar hf.
hefur síðan í júní keypt lambakjöt
af Sláturfélagi Suðurlands. Með
aðild sinni að Þríhyrningi tryggir
Höfn hf. kjötvinnslu sinni aukið
hráefni.
Kjötvinnslan var opnuð í septem-
ber 1984. Hún er hönnuð af þýskum
sérfræðingum og hefur gengið mjög
vel og fyllilega sannað gildi sitt. A
síðasta ári tók kjötvinnslan á móti
282 tonnum af hráefni til vinnslu,
þar af vom 120 tonn af kindakjöti,
76 tonn af svínakjöti, 47 tonn
nautakjöts og 30 tonn af hrossa-
kjöti.
Þríhymingssamsteypan hefur
innan sinna vébanda þijú sláturhús,
stórgripasláturhús á Hellu, sauð-
fjársláturhús í Þykkvabæ og sauð-
fjár- og svínasláturhús á Selfossi.
Aform em uppi um að auka vem-
lega úrvinnslu afurðanna heima í
héraði og senda kjötið unnið á
markað á höfuðborgarsvæðinu og
víðar. í þessu efni mun starfsemi
kjötvinnslu Hafnar hf. á Selfossi
aukast og áformað er að koma upp
kjötiðnaði í Þykkvabæ með áherslu
á hangikjöt og reyktar afurðir en
Þykkvabæjarhangikjötið er löngu
þekkt. Ennfremur henda þeir
Þríhyrningsmenn á lofti ýmsar hug-
myndir um frekari vinnslu en nú
er fyrir hendi.
Fastráðið starfsfólk í Þríhyrn-
ingssamsteypunni er um 115 manns
en að auki koma til um 80 í slát-
urtíð. Hjá Höfn á Selfossi vinna um
60 manns, þar af 20 í kjöt-
vinnslunni. Á Hellu starfa um 50
manns og um 40 í Þykkvabæ í slát-
urtíð en annars 5 fastráðnir starfs-
menn.
Starfsemi Þríhymings mun því
einkum verða á sviði slátrunar og
I .ft(:
I f j I i i > »•: