Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
5f
Sparisjóður Mýrasýslu gefur 2 milljónir
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Bjarni Bachmann safnavörður tekur við peningagjöfinni úr hendi
Magnúsar Sigurðssonar formanns sparisjóðsstjórnarinnar.
Magnús Sigurðsson afhendir Óla Jóni Gunnarssyni formanni
stjórnar Dvalarheimilis Borgarness eina milljón.
Borgarnesi.
í TILEFNI 75 ára afmælis
Sparisjóðs Mýrasýslu, sem var
þann 1. október sl., ákvað spari-
sjóðsstjórnin að gefa Dvalar-
heimili aldraðra í Borgarnesi
og Safiiahúsinu í Borgarnesi
eina milljón króna hvorri stofn-
un.
Voru gjafimar afhentar á fundi
sparisjóðsstjómarinnar og tók Óli
Jón Gunnarsson bæjarstjóri og
formaður stjórnar Dvalarheimilis-
ins við gjöfinni fyrir hönd Dvalar-
heimilisins og Bjami Bachmann
safnavörður fyrir hönd Safna-
hússins.
Magnús Sigurðsson formaður
sparisjóðsstjómarinnar sagði m.a.
við afhendinguna: „Afmælum
fylgja oft afmælisgjafir en það
verður eflaust langt þangað til
mönnum dettur í hug að gefa
peningastofnunum afmælisgjafir,
það standa allir í þeirri meiningu
að þær vaði í þessum heims-
gæðum í háls og nef og hana nú,
eins og Grasagudda sagði, þannig
að svona stofnanir verða yfirleitt
að snúa dæminu við og gefa öðr-
um afmælisgjafir. Við ætlum að-
eins að sýna lit á því í þetta skipti
og höfum valið að þiggjendum
tvær menningarstofnanir sem
þetta hérað og viðskiptasvæði
sparisjóðsins bera á herðum sér,
ef svo mætti að orði komast, það
er að segja Dvalarheimilið í Bor-
gamesi og Safnahúsið í Borgar-
nesi.“
- TKÞ
Úr Melarétt. Urðartindur í baksýn. Morgunbiaðið/EinarJónsson
Fréttabréf úr
Arneshreppi:
Kalt og hrak-
viðrasamt
á Ströndum
Árnesi, Trékyllisvík.
HAUSTIÐ hér á norðanverðum
Ströndum hefúr verið kalt og
hrakviðrasamt, líkt og lunginn úr
sumrinu, svo að hin foma trú á
veðrabreytingu Höfúðdagsins
stóðst ekki að þessu sinni.
Heyskapur gekk ffemur stirðlega,
en það bjargaði málum að votheys-
verkun er hin almenna regla hér um
slóðir. Sjávarafli hefur verið með
daufasta móti í sumar, grásleppan
brást að mestu og færafiskur var
með minnsta móti. Kaupfélagið í
Norðurfírði hefur verið með salt-
fískverkun í sumar svo og Lýður
Hallbertsson í Djúpuvík. Þá verkuðu
tveir smærri aðilar sinn fisk á Gjögri.
Öllum þessum ber saman um lítinn
afla og stirðar gæftir, nú þegar sér
fyrir endann á handfæraveiðunum.
Þjóðvegurinn hingað norður, sem
margir álíta að standi ekki undir því
nafni, mátti kallast sæmilegur yfir-
ferðar fram eftir sumri. En í ágúst-
lok spilltist hann stórlega af vatn-
avöxtum og skriðuföllum, og lokaðist
um tíma. Hefur vegurinn varla borið
sitt barr síðan, og sannaðist þar að
lengi getur vont versnað. Skylt er
þó að geta þess að þessa dagana er
vinnuflokkur frá Vegagerðinni að
bæta og styrkja brýrnar við Kjós og
Reykjarfjörð. Það er margt lasið á
þessari leið.
Nýtt einbýlishús var tekið í notkun
í sumar að Krossnesi, eign þeirra
Eyjólfs Valgeirssonar og Sigurbjarg-
ar Alexandersdóttur, sem þar búa- í
samlögum við son sinn, Úlfar. Unnið
var við að steypa og fullgera vatn-
smiðlunarþró í fjallshlíðinni fyrir of-
an Kaupfélagið í Norðurfirði en þar
er skortur á neysluvatni. Ekki vannst
tími til að ljúka því verki i sumar.
Þá var og reist húsgrind að nýrri
kirkju, sem valinn hefur verið staður
í mýrinni sunnan þjóðvegarins við
prestssetrið að Ámesi. Er kirkju-
grindin með pýramídalagi, en það
mun, að sögn arkitekts, eiga að
minna á Reykjaneshymu, áberandi
fyall hér í sveit.
Ferðamannastraumur hingað
norður var talsverður, líkt og fyrri
sumur. Niðjar Eiríks Guðmundssonar
og Ragnheiðar Pétursdóttur frá
Dröngum komu hér saman á ættar-
mót, svo og Ófeigsfjarðarætt. Var
þetta virðingarvert framtak hjá
þessu ágæta fólki, sem átti hér góð-
ar stundir, þrátt fyrir óblíða veðráttu.
Sauðfjárslátrun hófst á Norður-
firði 20. september. Slátrað verður
nokkuð færri lömbum en í fyrra,
vegna líflambasölu til Skagafjarðar
og í Þingeyjarsýslu. Hér í Ames-
hreppi er sauðfé heilbrigt og vel hef-
ur verið að ræktunarmálum staðið,
Steypu-
hrærivélar
svo ætla má að í framtíðinni mynd-
ist hér eins konar líflambabanki til
fjárskiptasvæða. Annars virðist fall-
þungi dilka nú vera mun lakari en í
fyrra, en þá var meðalfallþungi tæp
16 kg.
Nú fer að styttast í fyrsta vetrar-
dag, enda hefur Vetur konungur
verið að minna óþyrmilega á sig að
undanfömu. Þegar horft er til baka,
er sumarið sem nú er að kveðja í
hugum margra það sumar sem aldr-
ei kom. Þó tjóar ekki annað en að
bera sig vel, með þeirri frómu ósk
að komandi vetur fari um okkur
mildum höndum. — Einar
Selfoss:
Rannsókn á lífríki
••
Olfiisár í undirbúningi
Seúossi.
RANNSÓKN er fyrirhuguð á
lífríki Ölfúsár við Selfoss og i
nágrenni. Bæjarstjórn Selfoss
hefúr farið þess á leit við Holl-
ustuvernd ríkisins að gerð
verði sunduriiðuð kostnaðará-
ætlun vegna hugsanlegrar
rannsóknar á Iífríki árinnar.
Rannsókn þessi er gerð til þess
að fylgjast með ástandi árinnar.
Þetta er talið nauðsynlegt að gera
þar sem allt skolp frá kaupstaðn-
um rennur í ána. Einnig rennur
í hana vatn úr skurðum þar sem
vitað er að mengun er nokkur frá
landbúnaði.
Ölfusá er mjög straumþung við
Selfoss og flytur vel á brott alla
mengun. Þó eru lygnar víkur neð-
an við kaupstaðinn nærri skól-
plögnum þar sem mengun er sýni-
leg. Þetta mun unnt að koma í
veg fyrir með lengingu skolplagna
út í ána. Einnig er mengun sýni-
leg á grynningum ofan Ölfusár-
brúar, í þurrkatíð, þegar lítið er
í ánni. Af hálfu bæjaryfirvalda er,
að sögn bæjarstjóra, unnið að því
að fækka frárennslisstöðum út í
ána.
— Sig. Jóns.
dfc %
spirax
/sarco
gufustjórntæki
gufugildrur
RéVI
nsla
pjÓN'
ustA
PEKK'*G
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670