Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 19 hjartavöðvinn fer að gefa sig vill safnast vökvi í líkamann. Taka slíkra lyfla veldur því að nýrun skilja vatnið út sem þvag. Taki heilbrigður einstaklingur slík meðul aukast einnig þvaglát og hann létt- ist. Keppendur sem keppa í þunga- flokkum vilja því gjarnan nota þessa eiginleika lyfsins til að komast í sem léttastan flokk. Einnig hafa íþrótta- menn talið þetta lyf koma að gagni við að flýta fyrir útskilnaði annarra lyfja sem þeir hafa neytt á ólög- mætum forsendum. h) Barksterar: Meðal þessara lyfja eru: Predn- isón, Hydrókortisón, Decadron, Depo-Medrol og Kenacort: Þessi efni eru framleidd í nýmahettum. Þetta eru mikilvæg bólgueyðandi lyf og eru t.d. notuð við astma, liðagigt, ristilbólgu og ýmsum of- næmissjúkdómum. Aðferðir a) Blóðdóping: „Blóðdóping“ er meðal þeirra aðferða sem bannað er að nota. Með þessu er yfirleitt átt við sjálfs- blóðgjöf en á ekki síður við blóð frá öðmm. Skilningur á blóðflokkum sem opnuðu möguleika á blóðgjöfum mega teljast með merkari fram- fömm í læknisfræðinni. Blóðgjafir em alger nauðsyn í stómm skurðað- gerðum og slysum. Blóðgjafir geta þó stöku sinnum valdið viðtakend- um sjúkdómum, t.d. vegna ýmiss konar veimsýkinga. Þegar ákveðið er að sjúklingur þurfí að fara í að- gerð sem krefst blóðgjafar eftir nokkum tíma, getur verið mjög snjallt að taka honum blóð, geyma það og gefa síðan við aðgerð. Bein- mergur sjúklings eykur meðan á bið stendur framleiðslu og blóð- magn sjúklings. Sumir sértrúar- söfnuðir vilja eingöngu slíka „sjálfs- blóðgjöf". Við blóðgjöf eykst enn magn blóðrauða og þar með flutningsgeta á súrefni. Þessi aðferð er talin geta hjálpað íþróttamanni þegar íþrótta- greinin krefst úthalds, t.d. lang- hlaup og hjólreiðar. b) Breyting þvagsýnis: Notkun efna eða aðferða sem breyta innihaldi og gildi þvagsýnis sem notað er til lyfjaeftirlits er bönnuð. Dæmi um bannaðar aðferðir er notkun þvagleggs, skipti á þvagsýni og/eða breytingar á því. Taka lyíja sem hindra útskilnað nýma og leyna þar með töku „ólöglegra" ly§a flokkast einnig undir bannaðar aðferðir þótt þau hafí sjálf engin áhrif á getu íþróttamanns. Meðal slíkra lyfja er próbensíði sem er hins vegar mjög gagnlegt meðal við þvagsýmgigt. Framanskráður listi er hvergi tæmandi og stjóm Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins og Ólympíu- nefndarinnar áskilja sér allan rétt til að breyta honum samkvæmt ráðleggingum læknanefndanna. Alþjóðareglur um val íþróttamanna til lyQaprófs Um bann við misnotkun hefur ekki verið neinn ágreiningur. Hins vegar hafa reglur um val og fram- kvæmd eftirlits sífellt verið að þró- ast, oft vegna árekstra og deilna, þar eð valaðferðir þóttu í upphafi vera of persónubundnar og óréttlát- ar. Meginágreiningsefnið hefur allt- af verið hvemig eigi að velja úr til sýnistöku og hver ákveði það. At- hyglin beindist fyrst einkum að köstumm og herma sagnir að þeir hafi bókstaflega verið eltir um íþróttavellina með þvagglösin. Ollu fyrstu vinnuaðferðir mikilli úlfúð og þóttu líkjast ofsóknum. Til skilnings verður rakin þróun reglna: I fyrstu reglum Alþjóðafijáls- íþróttasambandsins segir aðeins á þessa leið um val íþróttamanna: „Þegar framkvæma á lyfjaeftir- lit, skal lyfjanefndin ákveða fyrir mótið hvaða aðferð er notuð til að velja úr keppendur til prófunar. Lyfjanefnd getur ákveðið viðbótar- prófun eftir keppnina ef þörf krefur. íþróttamaður, sem tekur þátt í keppni, verður að gangast undir lyfjapróf, ef þess er óskað af ábyrg- um starfsmanni. Neitun varðar brottvísun (disqualifícation) úr keppni." 1976 er því bætt við að auk þess að ákveða valreglur fyrir keppnina, eigi einnig að nota úrdrátt og að beiðni um lyfjapróf eigi að vera skrifleg. 1980 er það áréttað að valaðferð eigi að ákveða fyrir keppni, en hún eigi að vera byggð á röð í úrslitum og/eða úrdrætti, en ekki á vali á nafngreindum einstaklingum (named individuals). 1984 bætist við í reglur Alþjóða- fijálsíþróttasambandsins, að lyfja- próf sé einnig skilyrði til staðfest- ingar á heimsmeti, hvort sem um er að ræða einstakling eða sveit, þ.e. prófa verður alla meðlimi boð- hlaupssveitar. Einnig verða álfusambönd að framkvæma lyfjaprófun til stað- festingar á álfumetum (t.d. Evrópu- metum) og lagt er til að landssam- bönd geri það einnig til staðfesting- ar landsmetum. • 1987 er það sett sem skilyrði fyrir þátttöku í Alþjóðafijálsíþrótta- sambandinu að í lögum aðila séu greinar sem skuldbindi viðkomandi samband til að framkvæma lyfjaeft- irlit utan keppnistíma og leyfa Al- þjóðafijálsíþróttasambandinu að framkvæma lyfjaeftirlit á meistara- mótum viðkomandi aðila. Núverandi reglur Alþjóðafijáls- íþróttasambandsins (og Ólympíu- nefndarinnar) varðandi val á íþróttamönnum til lyfjaprófunar í keppni hljóða því á þessa leið. „Þegar framkvæma á lyfjaeftir- lit, skal lyfjaeftirlitsnefndin ákveða fyrir mótið hvaða aðferð er notuð til að velja úr keppendur til prófun- ar. Skal það annaðhvort gert eftir röð í úrslitasætum og/eða sam- kvæmt úrdrætti, en ekki með því að velja úr nafngreinda einstakl- inga. Viðbótarathugun má fyrirskipa að lokinni keppni skv. ákvörðun lyijaeftirlitsnefndar". Framkvæmd Fyrsta lyfjaprófun mun hafa ver- ið gerð á Vetrarólympíuleikunum 1968. Þróunin hefur síðan orðið sú að lyQaeftirlit hefur verið reglulega á Ólympíuleikum og helstu stórmót- um alþjóðasérsambanda. A stærri mótum eru allir verðlaunahafar prófaðir og stór hluti að auki sam- kvæmt úrdrætti. Á minni alþjóða- mótum, t.d. C-riðli Evrópubikars, eru framkvæmd færri próf. íþróttamaður sem er rétt valinn og beðinn að gangast undir lyfja- próf af ábyrgum starfsmanni verður að gera það. Neitun varðar brott- rekstri frá keppni og litið er svo á að keppandi sé ekki lengur keppnis- hæfur alveg eins og ef jákvæð svör- un hefði fengist á prófí. íþróttamaðurinn er síðan undir eftirliti boðunarmanns þar til hann er kominn í skoðunarstöð. Þar verð- ur hann að gefa þvagsýni í 2 glös undir eftirliti. Glösin eru bæði inn- sigluð í viðurvist hans og merkt A og B svo og leyninúmeri. Til að auðvelda greiningu skal skýra frá öllum lyfjum sem neytt hefur verið síðustu tvo daga fyrir keppni í hvaða formi sem er. Glas A er síðan opnað í rannsókn- arstofu og er fulltrúa keppanda boðið að vera viðstöddum. Verði svörun jákvæð er seinna glasið rannsakað af öðrum rannsóknarað- ila og er ætlast til að fulltrúi kepp- anda sé viðstaddur opnun og rann- sókn. Ef bannað lyf eða niðurbrot þess fínnst í þvagsýni keppanda á móti, er hann gerður brottrækur frá keppni og skýrsla um málið send til viðkomandi alþjóðasérsambands og landssambands. Refsiákvæði Refsiákvæði hjá Alþjóðafijáls- íþróttasambandinu voru fyrst þann- ig orðuð að fyrsta bann væri til lífstíðar en náðun möguleg eftir 18 mánuði. Seinna brot var afdráttar- laust fyrir lífstíð. Núverandi reglur kveða á um 2ja ára bann við fyrsta brot. Síðari brot valda banni fyrir lífstíð. Eina undantekningin frá þessu er sú að hafi verið notaðir litlir skammtar af efedríni eins og t.d. í kvefmixtúr- um leiðir slíkt í fyrsta sinn til 3ja mánaða banns, annað skipti til 2ja ára banns og þriðja til lífstíðar- keppnisbanns. Athugun læknanefndar Alþjóða- fíjálsíþróttasambandsins leiddi í ljós að 75% þeirra sem dæmdir hafa verið fyrir fyrsta brot, þ.e. til 2ja ára banns, koma ekki aftur til keppni. Minna má á að brot íþróttamanna eru yfírleitt heimsfréttir. Til saman- burðar má minna á að refsing við að aka bifreið undir áhrifum áfeng- is í fyrsta sinn er 3ja mánaða svipt- ing, við annað brot eins árs svipting og af „tillitssemi" er ætíð gætt nafnleyndar. Keppni utan móta Aðalvandamálið hefur verið skortur á eftirliti á æfíngatímabili. íþróttasambönd Norðurlanda riðu þar á vaðið og samþykktu 1982 reglur um eftirlit á æfingatímabili. í öðrum löndum var þetta gert í upphafí að kröfu styrktaraðila íþróttafólks en nú hefur Alþjóða- fijálsíþróttasambandið sett reglur um eftirlit á þessu sviði. í Banda- ríkjunum hafa dómstólar þó vefengt slíkar prófanir á íþróttamönnum eða starfsmönnum fyrirtækja og talið það brot á friðhelgi einstakl- ingsins. LyQaeftirlit á íslandi Ifyrsta lyfjaprófun hérlendis var gerð á vegum Fijálsíþróttasam- bands íslands 1973 í Evrópubikar- keppni í fjölþrautum. Próf hafa síðan alloft verið gerð á alþjóðamót- um ýmissa séreambanda hérlendis. Lyfjanefnd ÍSÍ var sett á stofn 1982 í samræmi við samnorrænar reglur. Megintilgangur var sífellt eftirlit, þar á meðal á æfíngatíma, en reglur sérsambanda og ólympíu- hreyfingarinnar höfðu eingöngu náð til keppni. Nefndin vann erfítt upplýsinga- og brautryðjendastarf. Ágreiningur kom upp um ýmis framkvæmdaatriði. Reglumar voru þá endurskoðaðar og samþykktar samhljóða á ÍSÍ-þingi 1986. Nefnd- in heftir síðan starfað með ágætum undir stjóm Hannesar Þ. Sigurðs- sonar og átt góða samvinnu við sérsambönd innan ÍSÍ. í ár hafa t.d. 45 próf verið gerð og öll verið neikvæð. Rannsókn á þvagsýni er mjög vandasöm og em aðeins um 20 rannsóknarstofur í heiminum sem geta rannsakað slík sýni. Sýni sem tekin em hér heima verður að senda til Svíþjóðár. Kostnaður við hvert próf er um 12.000 kr. Kostnaður við eftirlit Lyfjanefndar ÍSÍ á þessu ári nemur því um hálfri milljón króna. Athugað hefur verið með rann- sókn á þvagsýnum hérlendis en tækjakostur er mjög dýr, hins veg- ar er þekking til staðar. Próf hafa t.d. verið gerð á afreks- fólki í fijálsum íþróttum á æfínga- tíma og á öllum Ólympíufömm. Frjálsíþróttasamband Islands hefur tekið upp prófun á meistaramótum. Þeir afreksmenn í fijálsum íþróttum sem keppa oft á stórmótum erlend- is hafa því farið margoft í lyfjapróf á hveiju ári undanfarin ár. Eðli brots og þyngd refsingar Freistingar íþróttamannsins til að ná góðum árangri em miklar. Sigurvegarinn er dáður af fjölmiðl- um og þjóð sinni, gerður að þjóð- hetju og nánast dýrlingi. Þjóðhöfð- ingjar og forsætisráðherrar hringja til þeirra og taka á móti þeim við heimkomuna og skrúðgöngur em famar. Mun minna þykir til hinna koma hvað þá meðalmannsins. Lítið þótti t.d. til þess koma þegar einn okkar íþróttamanna varð í 6. sæti í Los Angeles, 13. sæti í Seoul þyk- ir nánast smán sé miðað við um- fjöllun fjölmiðla. Afreksmannsins bíður auk frægðarinnar mikið fé í formi aug- lýsingatekna og styrkja. Talið er að Tommy Smith hafí fengið um 20.000 dali eftir afrek sitt í Mexíkó 1968. Hinsvegar er talið að Carl Lewis og Mary Lou Retton hafí haft um eina milljón dala í tekjur á ári undanfarin ár. Auglýsingasér- fræðingar höfðu talið sigur í 100 m hlaupinu í Seoul vera um 10 millj- óna dala virði, þ.e. hálfiir millj- arður islenskra króna, m.t.t. aug- lýsingatekna á næstu 4 ámm. Öflugur lyfjaiðnaður er tilbúinn að útvega ólögleg lyf þeim sem vilja gegn háu gjaldi. En íþróttaforysta heimsins er ákveðin í að hefta lyfja- misnotkun og miklum ijármunum er varið til þess. Hinir hæfustu vísindamenn vinna sífellt að því að fullkomna rannsóknartækni og tæki til að greina ólöglega lyíja- töku. Slík einbeitni og tækni varð til þess að koma upp um Ben John- son og verður það hans líkum til viðvömnar. Hafa verður í huga að brot þeirra er fyrst og fremst svik gagnvart keppinautum í íþróttum, ekki glæp- ur gagnvart þjóðfélaginu. Brot þeirra era af allt öðmm toga en fíkni- eða eiturefnaneysla. Þau hafa þó kallað fram meiri viðbrögð en mestu glæpir og virðist gleymast að allir einstaklingar eiga rétt á réttlátri málsmeðferð. Undirritaður minnist þess að þegar ein slík umræðuhrina um meinta lyfjamistnotkun íslensks íþróttamanns gekk hér yfir fyrir nokkmm ámm, vom karl og kona handtekin á Keflavíkurflugvelli sem höfðu falið heróín í brúðu bams síns. Heróín er eitt langhættuleg- asta ávanaeiturefnið og innleiðing þess inn í samfélagið að mínum dómi einhver versti þjóðfélags- glæpur sem hægt er að fremja. Fyrir nokkm komst einnig upp um samtök sem höfðu flutt inn hass til sölu. Einn forsprakkanna var lög- maður. Nöfnum þessara einstakl- inga hefur verið haldið leyndum af „tillitssemi", en nafn Bens Johnsons og hans líka er daglega í heims- pressunni og jafnvel í ritstjómar- greinum. Bep Johnson er fæddur á Jama- ica af fátæku fólki og átti erfítt uppdráttar í Kanada. Þrátt fyrir bronsverðlaun hans í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 var ekki litið á hann sem Kanadamann þar í landi. Til þess var tekið í heimspressunni að eftir sigurinn í Róm 1987 varð hann allt í einu að „Kanadamanni“. Nöfnum alvarlegra afbrota- manna er haldið leyndum af „tillits- serni". Nafn Bens Johnsons mun hins vegar aldrei mást af spjöldum sögunnar. Fall hans er algert og smán mikil og framtíð óviss, en sökin er ekki hans eins. Hann á alla mína samúð. Höfundur er læknir (FACP, MRCP (UK)) ogfyrrverandi landsliðs- maður í frjálsum íþróttum. Sér- fræðingur í lyflækningum. For- maður Laganefhdar FRÍ og stjórnarmaður í FRÍ síðan 1982. Hefur setið þing og námskeið Evrópu- og Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins. Hefurþýtt oggeGð út keppnisreglur frjálsíþrótta. Varinefhd á vegum ÍSI sem end- urskoðaði reglur um lyfíaeftirlit og Gramkvæmd próGuta hérlendis. NORDSJÖ málning oglökk íþúsundum lita, úti oginni. Kefíavík Birgir Guðnason málarameistari Grófinni 7 S: 92-11950 SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. ■ Sflyiirömogjiur <§t (Scö) Vesturgötu 16, sími 13280 félag viðskiptafræðinga H|i|| OG HAGFRÆÐINGA Morgunverðarfundur FVH verður haldinn fimmtudaginn 20. október kl. 8.00-9.30 á Hótel Sögu, 2. hæð. Fundarefni: VEXTIR, SKATTAR OG FJÁRMAGNSMARKAÐUR Framsöguerindi: Tryggvi Pálsson bankastjóri Verslunarbanka íslands. Már Guðmundsson efnahagsráð- gjafi fjármálaráðherra. Fyrirspurnir og umræður. Fjölmennum Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.