Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 37 Nýtt Snæfell afhent Hríseyingum: Verður fiystiskip á meðan efiia- hagsumhverfið leyfir ekki annað - segir Valur Arnþórsson kaupfélagsstj óri Morgunblaðið/Rúnar Þór Hríseyingar biðu speimtir á bryggjunni eftir komu nýja Snæfellsins til heimahaftiar á sunnudag þó veður hafi ekki verið upp á sitt besta. Nýtt frystiskip, Snæfell EA 740, var afhent Hríseyingum á sunnudaginn að viðstöddu Qöl- menni. Snæfellið kom til hafiiar á Akureyri seinnipart laugardags eftir tæpra tveggja og hálfs sólar- hringa siglingu fiá Björgvin f Noregi þar sem skrokkur skipsins var málaður og sandblásinn. Á hádegi á sunnudag var siglt til Hríseyjar með gesti þar sem Val- ur Arnþórsson stjómarformaður Útgerðarfélags KEA í Hrísey af- henti skipið formlega. Að því búnu buðu Hrfseyingar upp á kaffiveitingar í kaffistofu frysti- húss KEA og síðan var gengið til kirkju þar sem sóknarpresturinn f Hrísey, Hulda Hrönn M. Helga- dóttir, flutti hugvekju. Skipið hélt sfðan aftur til Akureyrar, en þar er meiningin að gera skipið klárt undir karfaveiðar. Smíðað í Flekkufirði Skrokkur skipsins, upp að tog- þilfari, var smíðaður hjá Vaagland Baatbyggeri og var honum hleypt af stokkunum 20. apríl sl. og dreg- inn til Flekkufjarðar. Þá tók skipa- smfðastöðin Sigbjöm Iversen í Flekkufirði við verkinu og er þetta annað skipið, sem stöðin afgreiðir til íslands, en um er að ræða fyrsta smíðasamninginn sem stöðin gerir við íslendinga. Samningagerðina annaðist fyrir hönd KEA Benedikt Sveinsson lögfræðingur. Stöðin smíðaði einnig Ými, sem afhentur var Hafnfirðingum fyrir skömmu. Snæfellið var afhent eigendum sínum 30. september sl. og var það skírt af tólf ára dóttur Vais Amþórs- sonar, Ambjörgu Hlíf. Jón B. Haf- steinsson skipaverkfræðingur í Reykjavík veitti tæknilega ráðgjöf, en hönnun annaðist Skipsteknik í Álasundi. 390 brúttótonn Skipið er 47,60 metra langt, 11 metra breitt, 5 metrar að dýpt og er 390 brúttótonn. Aðalvél er af gerðinni Deutz, 9 strokka, 2.500 hestöfl og ganghraði er 14 sjómflur. Hjálparvélar eru tvær Volvo Penta. Spilakerfi er lágþrýst frá Brattvaag og tekur hvor tromla 1.200 faðma af vír og 28 tonna átak. Einnig em fjórar grandaravindur um borð, eitt bobbingaspil, eitt pokaspil, eitt út- dráttarspil, öflug kapalvinda fyrir höfuðlínumæla og þijú háþrýst hjálparspil fyrir bakstroffur og gils. Togvindur em með fullkomnum sjálfvirkum átaksbúnaði. Þilfar- skrani er þriggja tonna af gerðinni Atlas. í skipinu em rúmgóðar íbúðir og flest herbergi með sér baðher- bergi. Eldhús er með sjálsafgreiðslu- fyrirkomulagi og mjög vel búið tælq'- um, setustofa er inn af matsal. Saunaklefi er um borð og þvottahús með tveimur þvottavélum og þurr- kumm. 340 miiy. kr. nýfjárfesting „Mér finnst smíði skipsins hafa tekist eins og vel og við framast áttum von á,“ sagði Valur Amþórs- son í samtali við Morgunblaðið. Nettókostnaður nýja Snæfellsins nemur 57,5 millj. norskum krónum eða sem svarar til 400 milljóna íslenskra króna og hefur þá niður- greiðsla norska rikisins verið dregin frá sem er um það bil 15% af heildar- verðinu. Heildarsmíðaverð þess nam 67,6 milljónum norskum eða 471 milljón íslenskum krónum. Síðan fékk Útgerðarfélagið 8,5 milljónir Snæfell EA 740. norskar fyrir gamla Snæfellið eða um 60 milljónir íslenskar. Ný fjár- festing KEA er þvf um 340 milljónir íslenskar krónur. Kaupin eru flár- mögnuð með lánum frá Fiskveiða- sjóði, Byggðastofnun og Lands- bankanum. Þá hefur komið inn veru- legt nýtt hlutafé frá Kaupfélagi Eyfirðinga sem lagt hefur verið I nýja skipið, alls um 50 millj. kr. Áður en smíði nýja Snæfellsins hófst var eignaraðild KEA í útgerðarfélag- inu 80% og aðild Hríseyjarhrepps 20%. KEA hefur nú aukið hlut sinn með auknu hlutafé, en ekki hefur verið gert upp hver eignaskiptin eru í dag. Valur sagði brýnt að tryggja fisk- vinnslunni í Hrisey hráefni þar sem Snæfellið myndi ekki lengur landa afla sínum ( vinnslunnar þar. „Ef við getum keypt kvóta, munum við gera það auk þess sem við getum flutt kvóta Sólfellsins yfir á Snæfell- ið og beitt Sólfellinu meira að öðrum veiðiskap, til dæmis rækjuveiðum. Ljóst er að við verðum að tryggja fiskvinnslunni í Hrisey hráefni á einn eða annan hátt og það ætlum við að leggja okkur fram við á næst- unni. Hinsvegar er það augljóst mál bæði fyrir okkur og fólkið í Hrísey að það hefði ekki þjónað neinum til- gangi að reka nýja Snæfellið sem ísfisktogara. Hann myndi örugglega fara fjárhagslega á koll eftir stuttan tíma. Það lá í augum uppi eftir mikl- ar athuganir að eina ráðið var að byggja nýja skipið sem frystitogara þó upphaflegu hugmyndimar hefðu ekki verið á þann veg. Snæfellið verður þvi fyrst um sinn, jafnvel í einhver ár, rekið sem fiystitogari á meðan við erum að komast yfir mesta flárhagsskaflinn. Um leið og aðstæður leyfa getum við tekið vinnslulinuna í land og rekið skipið sem hálffrystiskip — hráefrisöflun- arekip fyrir Hríseyinga. Á meðan þurfum við að fá annað eldra skip til viðbótar sem hjálpað getur upp á vinnsluna," sagði Valur. Yfir 100 manns sóttu um pláss Ámi Bjamason er skipstjóri á Snæfellinu. Hann kvað heimferðina hafa gengið að óskum og sagði skip- veija alla vera mjög hamingjusama með nýja fleyið. Aðbúnaður væri sérlega góður enda þyrfti þess með þegar útiverur væru orðnar langar eins og tíðkast á frystitoguram. Tuttugu og sex menn verða um borð sem er helmingsfjölgun frá gamla Snæfellinu. Þar vora þrettán áhafn- armeðlimir. Hríseyingum um borð hefur fjölgað um 700% frá því sem áður var. Þá starfaði aðeins einn Hriseyingur um borð, en nú era þeir orðnir sjö talsins, að sögn Áma. Hann sagði að nóg eftirspum hefði verið eftir plássi á nýja skipinu. Yfir 100 manns hefðu sótt um pláss, mestmegnis menn af Norðurlandi. Vélstjóramir þrír kæmu hinsvegar allir að sunnan. Valur sagði að von- ir væru bundnar við dýpkun hafnar- innar i Hrísey svo skipið geti óhindr- að lagst að bryggju þar, en það er nær ómögulegt eins og stendur. 3.500 tonn af karfa, grálúðu og þorski Eftir er að veiða 300 til 400 tonn af kvóta gamla Snæfellsins, þar af er meirihlutinn karfi. Ekki er þó enn ljóst hver heildarkvóti nýja skipsins verður. Það fer eftir þvi hvort skipið velur aflamark eða sóknarmark. „Ég reikna frekar með þvi að skipið verði á aflamarki á næsta ári því þá höfum við möguleika á að bæta kvóta inn á skipið. Ef við veljum sóknarmark, þá er engu rótað. Um áramótin er væntanleg ný reglugerð um stjóm fiskveiða þannig að við vitum ekkert nú hvað við fáum að fiska á næsta ári. Ef settur verður kvóti á grálúð- una til dæmis, getur hann einn breytt miklu rekstrarlega fyrir skip- ið. Þegar við sömdum um smiði skipsins, var gert ráð fyrir rækju- fiystingu um borð. Síðan kom kvóti á rækju um sl. áramót og þau skip, sem ekki höfðu nægar tekjur á við- miðunarárunum þar á undan fengu enga rækju svo foreendumar bragð- ust. Við þurfum að físka á þetta skip árlega um 3.600 tonn af þoreki, karfa og grálúðu til að þetta gangi vel, en mikil óvissa ríkir í þessum kvótamálum í dag,“ sagði Kristján Ólafsson, fulltrúi kaupfélagsstjóra KEA á sjávarútvegssviði. Upphaflega gert ráð fyrir hálfi&ystískipi „Við eram mjög ánægðir með samskipti við skipasmíðastöðina. Allir samningar hafa staðið 100%, uppgjör og frágangur allur til fyrir- myndar. Við gerðum í upphafi ráð fyrir hálffrystiskipi svo að verð hækkaði aðeins vegna okkar óska um breytingar á smiðasamningnum. Við ætluðum að frysta karfa, grá- lúðu og rækju og leggja þorekinn upp hjá vinnslunni í Hrísey. Því mið- ur bragðust forsendumar um siðustu áramót þegar kvóti var settur á rækjuna. Við reiknuðum með að geta fiskað rækju á þetta skip fyrir 70-80 millj. kr. Auk þess hefur efoa- hagslíf á íslandi gjörbreyst frá því að við sömdum um smiði þessa skips. Fjármagnskostnaður á íslandi hefur gjörsamlega verið óviðunandi und- anfama mánuði og ár og skipið hefði ekki staðið undir sér sem isfisktog- ari. Útgerðarfélag KEA hefur ekki fjármagn til þess að auka hlutafé meira en búið er að gera og því verður þetta skip að standa undir sinum eigin rekstri. Ljóst er að það fer hvorki í vasa KEA né Hríseyjar- hrepps og ef við hefðum haldið fast við að byggja isfisktogara, er ég persónulega sannfærður um að eftir svona tvö ár yrðum við ekkert spurð- ir um hvað yrði um þetta skip. Við myndum einfaldlega ekki halda skip- inu og ljóst er að við fengjum eldd strikaðar út hjá okkar lánardrottn- um einhveija tugi eða hundraðir milljóna. f Hrísey er mjög gott frysti- hús með nýja flæðilínu og góð tæki og verðum við að leysa hráefhisöfl- unarmál þess. Sólfellið hefur um 700 tonna kvóta og siðan verðum við einfaldlega að fara í slaginn og kaupa fisk til vinnslunnar — kaupa físk af skipum af Norðurlandi og jafovel af mörkuðum annars staðar að af landinu, jafovel af höfuðboig- arevæðinu," sagði Kristján að lok- um. Heimahðfin í Panama Hinn 18. sept. sl. vora landfestar gamla Snæfellsins leystar í síðasta skipti í heimahöfo þess, Hrísey. Sig- bjöm Iversen í Flekkufíröi tók skipiðv upp í kaupverð og hefur það nú verið endurselt til spánskra eigenda, sem hyggjast gera skipið út frá Montevideo í Uraguay. Nafo þess verður Gora Euskadi og heimahöfo Panama. Gamla Snæfellið var smíðað í Noregj 1969 fyrir Norð- menn og hét upphaflega Andenes- fisk 111, heimahöfo var Harstad. Útgerðarfélag KEA hf. keypti skipið og kom það til Hríseyjar 11. nóvem- ber 1975. Afli skipsins sl. þrettán ár er orðinn 31.620 tonn, þar af var þorskur 21.740 tonn. Einungis 500 tonnum hefur verið landað annare staðar en í Hrísey. Verðmæti aflans á verði dagsins i dag er einn milljarð- ur króna og verðmæti vara sem úr honum hafa verið unnar era 2,2 milljarðar. f ár hefur skipið landað 1.819 tonnum að verðmæti 60 millj- ónir króna. í Flekkufirði era reknar tvær skip- asmíðastöðvar, Sigbjöm Iversen as., sem smíðað hefur tvo togara fyrir íslendinga og Flekkefjord Slipp & Maskin Fabrik, sem smíðað hefur 26 skip fyrir íslendinga. Fulltrúar stöðvarinnar vora viðstaddir af- hendinguna á sunnudaginn. Dag Wennevold framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar sagði i samtali við Morg- unblaðið að þeir stæðu í viðræðum við nokkra aðra fslendinga um skm- asmíði. „Við getum ekki boðið Is- lendingum upp á ódýrari skip en Spánveijar til dæmis því þar erú meiri niðurgreiðslur á vegum rikisins heldur en hjá okkur i Noregi auk þess sem þar er ódýrara vinnuafl. Hinsvegar getum við afgreitt skipin á mun styttri tima en Spánvetjamir og ég er viss um að við höfum betra hráefoi en þeir,“ sagði Wennevold. Mark og Miller halda tónleika Andrew Mark og Brenda^ Moore-MiUer halda tónleika í sal MA f kvöld. Þau vora valin í keppni sem hald- in var um öll Bandaríkin til þess að koma fram sem „Artistie Am- bassadors" um viða veröld á vegum Upplýsingastofounar Banda- ríkjanna. Leikin verða verk eftir Vivaldi, Schumann, Barber, Beet- hoven og Brahms. Tónleikamir hefiast kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.