Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.10.1988, Blaðsíða 60
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. „Meðbiðill manna til matarins “ Morgunblaðið/Ævar Auðbjömsson ÞAÐ eru fleiri en mannskepnan, sem kunna að meta síldina. Selurinn er „meðbiðill manna til matarins" og þykir g-ott að flat- maga við „veizluborðið". Sfldveiðar ganga annars vel. í gær- kvöldi hafði verið saltað í um 21.000 tunnur á svæðinu frá Vopna- firði suður til HortiaQarðar. Um 30 bátar hafa byrjað veiðar og er taTsvert af sfld inni á AustQörðum. Síðustu daga hefur verið meira um stóra sfld í aflanum og eru saltendur og sjómenn að vonum ánægðir með þá þróun. Selurinn sennilega lika. Kemur tíl greina að falla frá hvalveiðum næsta ár - segir forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson HARÐNANÐI andstaða náttúruvemdarfólks við hvalveiðar okkar i visindaskyni er farin að hafa vaxandi áhrif á sölu sjávarafurða héð-' an. Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra, segir að vel komi til greina að falla firá fyrirhuguðum hvalveiðum á næsta ári. Hann hafi ekki boðað slíka tillögu, en stefiiubreyting verði engu að siður rædd á fimdi rikisstjómarinnar á fimmtudag. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, segir að fyrst ekki dugi lengur að fara að sam- þykktum Álþjóða hvalveiðiráðsins og semja sérstaklega við bandarisk stjórnvöld, verðum við að breýta stefhunni i hvalveiðimálum. í lok síðustu viku bárust þær fréttir frá Þýzkalandi að samsteyp- an Tengelmann þar í landi haff ákveðið að hætta að kaupa sjávar- afurðir héðan vegna hvalveiða okk- Fyrirtækið hefur keypt vörur héðan fyrir um 120 milljónir króna á ári. Skólar og sveitarstjómir víða í Bandarfkjunum hafa samþykkt að kaupa ekki íslenzkan físk i mötu- neyti sín og talsmenn Long John Silver’s hafa sagt að mótmæli Greenpeace hafí orðið til þess að fyrirtækið keypti ekki físk af Ice- Fundir í sameinuðu þingi falla niður ENGIR reglulegir fimdir verða í sameinuðu þingi fyrst um sinn, þar sem Qárlagafrumvarpið er ■ gklri tilbúið enn. Þó verður fiind- ‘ur i sameinuðu þingi á miðviku- dag, þar sem Júlíus Sólnes al- þingismaður hefiir beðið um ut-' andagskrárumræðu um synjun ríkisstj ómarinnar á ríkisstyrk og ríkisábyrgð til Stálvíkur hf. vegna skipasmíðasamninga við Marokkomenn. Július er stjórn- ^rformaður Stálvíkur. Enginn fundur var í sameinuðu þingi í gær. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings sagði við Morgunblaðið að vegna þess vinnu- falls sem orðið hefði við fjárlaga- frumvarpið í september hefði það orðið að samkomuiagi milli þing- flokkanna að fundir í sameinuðu þingi féllu niður um sinn. Fundir í sameinuðu þingi eru að jafnaði á mánudögum og fimmtu- dögum. land Seafood á síðasta fjórðungi þessa árs. Ámi Gunnarsson, al- þingismaður, segist hafa fyrir því heimildir, að fleiri þýzk fyrirtæki íhugi að hætta kaupum á sjávaraf- urðum héðan vegna hvalveiðanna. Magnús G. Friðgeisson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood, seg- ist ekki vera með neinar getgátur um áhrif Greenpeace á sölu sjávar- afurða héðan. Séu hins vegar uppi hugmyndir um að endurskoða þessi mál heima, sé sjálfsagt að gera það. Steingrímur segir, að ekki komi til greina að hverfa frá þeirri stefnu að nýta hvalastofnana undir eftirliti og leggja verði áherzlu á að við- halda jafnvægi í lífrfkinu umhverfís landið. Hins vegar komi það vel til greina að fella veiðar niður næsta ár, en halda áfram öðrum þáttum vísindaáætlunarinnar. Á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðs- ins í maí síðastliðnum var visinda- áætlun íslendinga samþykkt, en í henni fólst veiði á 80 langreyðum og 20 sandreyðum árið áður. Vísindamenn töldu þennan fjölda ekki stofna þessum tegundum í hættu. Jafnframt töldu þeir að rannsóknir íslendinga hefðu lagt mikið að mörkum við hvalarann- sóknir. í samningum við bandarísk stjómvöld síðar á árinu samþykktu Ísíenzk stjómvöld að draga úr veið- unum niður í 68 langreyðar og 10 sandreyðar. Bandarísk stjómvöld mátu stöðu málsins þá þannig, að veiðar íslendinga brytu ekki í bága við samþykktir og markmið hval- veiðiráðsins og því væri ekki ástæða til málshöfðunar gegn þeim. Sjá samtöl við Steingrím Her- mannsson, Árna Gunnarsson, Magnús G. Friðgeirsson og Magnús Gústafsson á bls. 4. Iðunn kaup- ír Bóka- búð Braga BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur fest kaup á Bókabúð Braga við Hlemm og tók við rekstri verslun- arinnar frá og með gærdeginum. Að sögn Jóns Karlssonar forstjóra Iðunnar verður verslunin rekin undir sama nafiii áfram. Jón Karlsson sagði að mun meiri áhersla verði lögð á sölu bóka í versl- uninni en gert hafí verið fram að þessu. „Ritföng og önnur slík hliðar- vara verður í sérdeild í kjallara versl- unarinnar, en veruleg stækkun verð- ur á versluninni frá þvi sem verið hefur hingað til, og við bætum miklu plássi við fyrir íslenskar bækur. Bragi heitinn Brynjólfsson var á sínum tíma sérstakur öndvegisbók- sali, og þótti af mörgum reka bestu bókabúð landsins, og okkur þykir við hæfí að fara sömu leið og leggja mikla áherslu á bækur og reyna að þjóna bókafólki vel.“ Fiskmarkaðir: Gott verð fyrir ýsu Á FISKMARKAÐINUM í Hafhar- firði voru seld f gær 8,029 tonn af stórri ýsu fyrir 85,68 króna meðalverð. Hæsta verð var 98 krónur en lægsta 79 krónur. Á Faxamarkaði voru seld 1,750 tonn af óflokkaðri ýsu i gær fyrir 91,28 króna meðalverð. Hæsta verð var 95 krónur en lægsta 51 króna. „Það hefur verið hátt verð á fisk- mörkuðunum að undanfomu vegna lítils framboðs," sagði Einar Sveins- son, framkvæmdastjóri fiskmarkað- arins í Haftiarfirði, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta litla framboð stafar aðallega af aflaleysi um allt land vegna slæms veðurs á miðunum. Það stafar þó einnig af auknum út- flutningi á óunnum fiski. Við seldum einungis 104 tonn f sfðustu viku en seldum 400 til 500 tonn á viku fram í júní síðastliðinn. í síðustu viku fékkst hér 66,36 króna meðalverð fyrir ýsu og 58 króna meðalverð fyr- ir þorsk sem er mjög gott meðal- verð,“ sagði Einar Sveinsson. Laxaseiðasleppingar margfaldast: 500 tonn úr haf- beit næsta sumar HAFBEITARSTÖÐVAR landsins slepptu 2 — 2l/2 milljón laxa- seiða frá stöðvum sinum i sumar. Miðað við svipaðar endur- heimtur af eins árs laxi og í ár ættu að skila sér hátt i 180 þús- und laxar upp i stöðvamar næsta sumar, eða rúm 500 tonn af laxi. Er það nærri þvf eins mikið og framleiðslan í laxeldinu öllu á sfðasta ári. Kollafjarðarstöðinni. Þá voru mjög góðar endurheimtur hjá litl- um hafbeitarstöðvum sem sumar hveijar hafa lítið fengið undanfar- in ár. Vigfús Jóhannsson deildar- stjóri fiskeldisdeíldar Veiðimála- stofnunar segir athyglisvert að endurheimtur séu hlutfallslega jafn góðar og í fyrra, þrátt fyrir tvöföldun í sleppingu á hveiju ári. Hafbeitarstöðvamar fengu í sumar gott verð fyrir heilfrystan hafbeitarlax á markaði í Evrópu og einnig er að opnast markaður í Japan, áð sögn Vigfúsar. Seiðin sem sleppt var í sumar eru meira en tvöfalt fleiri en sleppt var í hafbeit síðasta sumar. Arið 1987 var framleiðsla á hafbeitar- laxi 40 tonn, i ár um 180 tonn og verður væntanlega um 500 tonn á næsta ári. Endurheimtumar í sumar vom að meðaltali 7—8%, miðað við sleppingu sumarið 1987. Hjá stærstu stöðvunum vom endur- heimtumar á bilinu 7—11%. Hjá lang stærstu stöðinni, Vogalaxi, vom endurheimtumar rúm 7% og um 11% hjá þeirri næst stærstu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.