Morgunblaðið - 18.10.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 18.10.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 5U Ellefta umferðin: Sovétmennimir í efetu sætunum EINS og fyrri daginn var það skák Jóhanns Hjartarsonar sem mesta athygli vakti á Heimsbikarmótinu í skák á sunnudag. Lætur nærri að hann hafi átt hug áhorfenda með skemmtilegri taflmennsku í hvem einustu umferð mótsins. Andstæðingur Jóhanns að þessu sinni var Sovétmaðurinn Alexander Beljavskíj. Jóhann beitti hinu ró- mantíska kóngsbragði sem litið hefur sést á stórmótum undanfarin ár. Þessi byijun átti sitt blómaskeið á síðustu öld en þó má finna dyRgfa áhangendur hennar meðal sterkra skákmanna og eru Jón L. Arnason og Bent Larsen þar á meðal. Er skemmst frá því að segja að skákinni lauk með jafiitefli eftir þráleiki meistaranna. Áhorfendur voru að venju fjöl- margir á sunnudaginn enda hefur 8|1 aðstaða fyrir þá sjaldan eða aldr- ei verið betri á skákmóti hérlendis. Munar þar miklu um sjónvarps- skjána sem eru víðs vegar um Borg- arleikhúsið þar sem hægt er að fylgj- ast með skákunum „í beinni útsend- ingu" sitjandi í leðurhægindi ef maður vill það við hafa. í skákskýringasalnum er jafnan múgur og margmenni upp úr klukk- an sjö þegar Jón L. Ámason tekur til við að skýra skákimar af sinni alkunnu snilld. Öðm hveiju er áhorf- andinn svo staddur í beinni sjón- varpsútsendingu Stöðvar 2 þegar Helgi Ólafsson og Páll Magnússon fara yfír stöðuna, oft með lands- þekktum gestum. Barnum lokað Á laugardaginn gerðist það svo að heilbrigðisyfirvöld komu á skákstað og lokuðu bamum sem staðið hefur gestum og gangandi opinn til þessa. Kom á daginn að handlaug vantaði fyrir barþjóninn og mátti að sjálf- sögðu ekki við svo búið standa. Þakka áhorfendur nú forsjóninni fyrir að gripið var í taumana áður en stórslys hlutust af. Nýstárlegt þykir lífsreyndum skákspekingum á Heimsbikarmótinu að sjá allan fjöldann af krökkum sem þar er samankominn til að fylgjast með, tefla inni í skákskýringasal og safna eiginhandaráritunum meistar- anna. Atgangurinn er stundum svo harður við að ná í kappana að Am- old Eikrem, hinn góðkunni skák- dómari frá Noregi, verður að sussa á bömin. Stundum kemur það líka fyrir að óbreyttir borgarar fá að baða sig ögn í frægðarljóma þegar unga kynslóðin þyrpist að þeim í misgripum fyrir Sax, Andersson eða Friðrik Ólafsson. Af öðmm úrslitum á sunnudag er það að segja að Sokolov og Spasskij, Tal og Kortsnoj, Ribli og Sax, Andersson og Nikolic gerðu allir tíðindalítil jafntefli. Kasparov tefldi stíft til vinnings gegn kóngs- indverskri vöm Nunns. Nunn hafði fyrir þessa viðureign tapað þremur skákum í röð gegn heimsmeistaran- um, öllum í innan við 30 leikjum. í þetta skipti tókst Kasparov ekki að knýja fram sigur og um jafntefli var samið skömmu eftir fyrri timamörk- in við 40. leik. Margeir teflir vörnina vel Margeir Pétursson, stigalægsti skákmaður mótsins, hefur haft það á orði að hann þurfí að tefla svo skolli vel gegn sterkari skákmönnun- um til að halda jöfnu. Skákin við Júsúpov var engin undantekning. Sovétmaðurinn neytti allra bragða til að leggja Margeir að velli en hann varðist mjög vel i lakara- enda- tafli og samið var um jafntefli. Ehlvest lagði Speelman með svörtu sem telst fremur óvenjulegt og komst Eistlendingurinn þar með í efsta sætið ásamt Beljavskíj og Tal með 7 vinninga. Kasparov og Sokolov voru í 4.-5. sæti með 6V2 vinning. Eftir 11 umferðir voru Sov- étmenn því í fimm efstu sætunum. Skák Portisch og Timmans fór í bið eftir 60 leiki og var hún jafntefl- isleg. Snöggsoðinn sigur hjá Jóhanni Skák Bragi Kristjánsson og Karl Þorsteins í fyrri viðureignum hefur Timman ætíð reynst Jóhanni skeinuhættur andstæðingur. í þeim fímm skákum sem þeir hafa teflt saman hefur Timman borið sigur úr býtum í þremur skákum og jafíitefli hefur verið niðurstað- an í hinum. Nú var allt annað upp á teningnum. Jóhann kom á óvart í byijuninni í enn eitt skiptið á mótinu með því að velja drekaaf- brigðið af Sikileyjarvörn. Timman hefur líklegast óttast undirbúning heima fyrir og valdi heldur bit- laust afbrigði sem ekki er líklegt til að gefa hvítum frumkvæðið. f framhaldinu urðu á hinn bóginn sviptingar. Jóhann hirti peð af andstæðingi sínum en riddari hans var hættulega staðsettur og í mörgum tilvikum var hótunin að loka hann úti. Jóhann sá þó auð- veldlega við þeim ráðabrögðum og skákin virtist stefna í jafnteflisátt þegar Timman lék grófum afleik. Yfírsást taktísk vending og í einu vetfangi var skákin óveijandi Hol- lendingnum snjalla og hann mátti játe ósigur sinn áhorfendum til mikillar ánægju eftir 25 leiki þeg- ar peð var fallið og frekara liðstap var framundan. Hvitt: Jan Timman Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn I. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Rc3 — g6, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 — Bg7, 6. Be3 - Rffi, 7. Rb3 - 0-0, 8. Be2 - d6 Drekaafbrigðið af Sikileyjar- vöm er komið upp á skákborðinu. Afbrigði sem Jóhann hefur sjaldan eða aldrei teflt áður. 9. 0-0 - Be6, 10. f4 - Ra5, 11. Khl II. f6 — Bc4, 12. e5!? kom einnig til greina en hvítur getur ekki vænst neinna stöðuyfírburða frek- ar en í skákinni. 11. - Bc4 12. e5?! - Bxe2, 13. Dxe2 — dxe5, 14. fxe5 — Rd5, 15. Hadl Eftir 15. Rxa5 — Dxa5 væri svarta staðan betri sökum hins veika miðborðspeðs á e5 15. — Rxc3, 16. Hxd8 — Rxe2, 17. Hxa8 — Hxa8 18. Rxa5 — Bxe5, 19. c3 - Hd8! Snjall leikur og raunar einnig nauðsynlegur. Svörtum er lífsnauðsyn að virkja hrókinn því hvítur hótar í mörgum tilvikum að loka svarta riddarann inni. 20. Rxb7 - Hd3, Annar möguleiki var 20. — Hb8. Áframhaldið gæti þá orðið 21. Ra5 - Hxb2, 22. Rc4 - Hb5, 23. Rxe5 — Hxe5, 24. Bxa7 — Ha5 og staðan er flókin. Leikur Jóhanns er virkari. 21. Bh6T? Afdrifarík yfírsjón. 21. Bxa7 leiddi væntanlega til jafnteflis eft- ir 21. - Hd7 22. Hel - Hxb7 23. Hxe2 - Hxa7 24. Hxe5 - Hxa2 25. h3. Það var nauðsynlegt að halda hvíta biskupnum á skálín- unni a7-gl til þess að veijast máthótunum svarts. Timman yfír- sést á hinn bóginn hótun svarts í framhaldinu. 21. - ffi! 22. Rc5 Taflið er nú tapað en hvað var til ráða? Hvíti biskupinn er á villi- slóðum og svartur hótar einfald- lega að leika 22. — g5 ásamt því að ráðast með hróknum á peð hvíts á drottningarvæng. 22. - Hd5! 23. Be8 23. Rb3 — Bxh2! var enn verra II 'orld Cup Chess Tournament, Reykjavfk 1988 17.10.1988 22:11 Nafn 1 2 3 4 5 6 1 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Alls Röð 1 Alexander Beliavskv M ‘A ‘A 1 1 0 ‘A '/2 '/2 1 '/2 ‘A 1 l‘A 1-3 2 Jan Tiniman '/2 m '/2 0 1 '/2 1 '/2 ‘A 0 ‘/2 1 6+B 9 3 (Jvula Sax '/2 'A sp 1 ‘A !A ‘A '/2 ‘A 0 '/2 ‘A '/2 6 10 4 Jaan Ehlvcst 0 1 0 ill 1 ‘A ‘A 1 ‘A ‘A ‘A 1 1 VA 1-3 5 Predrae Nikolic 0 0 ‘A 0 m 1 ‘A '/2 '/2 1 '/2 '/2 '/2 5‘A 11-14 6 Arlur Júsúnov 1 '/2 '/2 '/2 0 M ‘A ‘/2 '/2 '/2 '/2 1 '/2 6‘A 6-8 7 Ulf Andersson Vl 0 '/2 '/2 ‘A '/2 P 1 0 '/2 '/2 ‘A ‘/2 S‘A 11-14 8 Jonathan Sneelman ‘A '/2 '/2 0 ‘A k '/2 ‘A ‘A 0 1 '/2 ‘A 5‘A 11-14 9 Zoltan Ribli <A >A ‘A <A m ‘A '/2 ‘A '/2 0 0 'A '/2 5 15 10 Laios Porlisch 0 1 '/2 Íi 1 ‘A '/2 0 0 0 '/2 0 4+B 17 11 Jóhann Hiartarson '/2 1 ‘A ‘A 0 ' 0 0 '/2 1 ‘/2 1 1 6‘A 6-8 12 Andrci Sokolov ‘A 0 ‘A '/2 ‘A 1 m 1 '/2 '/2 'A ‘A 1 7 4-5 13 Garrv Kasnarov ‘A 1 '/2 '/2 '/2 1 0 ipi ‘A 1 '/2 ‘A ‘/2 7 4-5 14 Mikhail Tal ‘A ‘/2 '/2 I 1 1 '/2 '/2 '/2 m ‘A '/2 >A VA 1-3 15 Viklor Kortsnoi ‘A 0 ‘A '/2 0 1 1 0 ‘A 0 ‘A I S‘A 11-14 16 John Nunn ‘/2 ‘A '/2 ‘A ‘/2 '/2 '/2 1 ‘A ‘A ‘/2 ‘A m 6‘A 6-8 17 Boris Spasskv 'A '/2 0 'A 0 ‘A '/2 'A ‘A 0 '/2 '/2 K 4'A 16 18 Margeir Pétursson 0 0 ‘A 0 ‘A ‘A 1 0 0 '/2 ‘A 0 s 3‘A 18 hvítum en skást var e.t.v. 23. Hel þótt taflið eftir 23. — Rxc3 sé vitanlega tapað. 23. - Bxh2! Sleggjuleikur! Á svip Jóhanns mátti lesa sigurvissu eftir þennan leik. Staðan er líka auðunnin því biskupinn er friðhelgur vegna 24. - Hh4 mát 24. Hel - Bd6 25. g4 - He5! Best! Hótar biskupnum og hvítur getur ekki drepið riddarann á e2 vegna 26. — Bxc5 og skipta- munur fellur í viðbót hjá hvítum. Timman sá því sæng sína upp reidda og gafst upp. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI f þúsundum lita, úti og inni, blandað eftir hinu vinsæla TINTORAMA-litakerfi, sem farið hefur sigurför um alla Evrópu. Gæðin þekkja allir þeir sem notað hafa NORDSJÖ-málningarvörur. Útsölustaðir: Reykjavík Málarameistarinn Síðumúla 8, sími 689045 Hafnarfjörður Lækjarkot sf. Lækjargötu 32, sími 50449 Grindavík Haukur Guðjónsson málarameistari Blómsturvöllum 10, 92-68200 Keflavík BirgirGuðnason málarameistari Grófinni 7, sími 92- 11950 Höfn, Hornafirði Kaupfélag Austur- Skaftfellinga sími 97-81206 Borgarnes Einar Ingimundarson málarameistari Kveldúlfsgötu 27, sími 93- 71159 Akranes Málningarbúðin Kirkjubraut 40, sími 93-12457 Sauðárkrókur Verslunin Hegri Aðalgötu 14, sími 95-5132 Selfoss Fossval Eyrarvegi 5 sími 99-1800/1015 Einkaumboð fyrir ísland: Þorsteinn Gíslason heildverslun SfAumúla 8, sími 689046

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.